Morgunblaðið - 23.07.2012, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.07.2012, Qupperneq 11
Traktorar Boðið var upp á hópakstur á dráttarvélum og var ekið um eyjuna. Fjöruferð Bæði börn og fullorðnir skemmtu sér vel í fjöruferð sem Skralli trúður leiddi af röggsemi. og boðið var upp á hópakstur á dráttarvélum.“ Rúsínan í pylsuend- anum var svo kvöldvaka þar sem fram komu Heimir Ingimarsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson. Einnig komu þeir feðgar fram, Örn Árnason og faðir hans Árni Tryggvason og tóku lagið saman. Nýtt kaffihús í eyjunni Fyrrnefndur Heimir stjórnaði svo brekkusöng við varðeldinn og Gylfi, Rúnar og Megas tróðu upp eft- ir brekkusönginn. „Skelfélagið bauð upp á skeljasúpu, kvenfélagið seldi dýrindis kaffiveitingar og Brekka grillaði hamborgara að vanda og seldi á svæðinu. Veitingahúsið Brekka, Cafe Hrísey og Júllabúð voru með opið alla helgina og var nóg að gera hjá öllum.“ Linda María seg- ir að Skeljahátíðin hafi verið haldin frá árinu 1997 og telur hún og aðrir Hríseyingar að hátíðin sé búin að festa sig vel í sessi. „Reynt er að brydda upp á einhverjum nýjungum á hverju ári en í grunninn eru þetta sömu atriðin. Við erum almennt sátt við sumarið sem fór hægt af stað en þó var júní betri en í fyrra og júlí lof- ar góðu, bæði veðrið og fjöldi ferða- manna. Hér er ýmislegt í boði og veitingahúsið Brekka og Júllabúð standa fyrir sínu, en nýjasta viðbótin er Cafe Hrísey sem opnaði á vordög- um og býður upp á ýmsar veitingar. Einnig er hægt að fá bændagistingu í Hrísey í fyrsta sinn.“ Kraftur Litla kirkjutröppuhlaupið. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012 ÍS LE N SK A SI A .I S U TI 60 20 8 06 /1 2 MARGVERÐLAUNAÐIR BAKPOKAR SEM ÞÚ GETUR TREYST! KOMDU VIÐ OG SJÁÐU ÚRVALIÐ. VERÐ: 25.990 KR. DEUTER FUTURA 28 Léttur vandaður dagpoki. Aircomfort bak sem loftar betur. Regnvörn fylgir. VERÐ: 59.990 KR. DEUTER AIRCONTACT PRO 55 +15 SL Sá vandaðasti úr smiðju Deuter. Frábært stillanlegt burðarkerfi. Öll smáatriði þaulhugsuð. Regnvörn fylgir. Einnig til aðrar stærðir og herraútfærslur. TILBOÐ: 23.192 KR. DEUTER FUTURA 32 Vinsælasti dagpokinn. Frábært burðarkerfi með loftun. Einnig til aðrar stærðir og dömuútfærslur. Regnvörn fylgir. Almennt verð: 28.990 kr. NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS GÓÐIR FERÐAFÉLAGAR Í SUMAR VERÐ: 49.990 KR. DEUTER AIRCONTACT 50 + 10 SL Frábær verðlaunabakpoki til notkunar í lengri ferðir. Vandað stillanlegt burðarkerfi. Einnig til aðrar stærðir og herraútfærslur. Regnvörn fylgir. Sprotafyrirtækið MatAskur ehf. býð- ur upp á bæði FerðaAsk og Sveita- Ask. FerðaAskur er nestisþjónusta sem útbýr nesti fyrir dagsferðir og allt upp í 5 daga ferðir þar sem hugs- að er fyrir öllu, mismunandi magni fyrir mismunandi orkuþörf, þyngd nestis, samsetningu nestis, umbúð- um og geymsluþoli. SveitaAskurinn er sælkeraaskja með sælkeravörum og bakkelsi frá bændum af öllu land- inu. Viðskiptavinurinn getur valið of- an í sinn SveitaAsk af vefsíðunni ferdaaskur.is, og ýmist sótt öskjuna eða fengið hana senda heim til sín. SveitaAskur er tilvalin tækifærisgjöf; í sumarbústaðinn, lautarferðina og til vina erlendis svo eitthvað sé nefnt. Margar vörurnar hjá MatAski fást að- eins hjá bændunum sjálfum. Allar nánari upplýsingar á vefslóð- inni: www.mataskur.is SveitaAskur Sælkeramatur úr sveitinni Um helgina voru Miðaldadagar á Gás- um við Eyjafjörð og mættu á annað þúsund manns sem nutu fádæma veðurblíðu og skemmtilegra við- burða. Skúli Gautason, umsjónar- maður Miðaldadaga, segir það hafa verið sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu jöfn aldursdreifing gestanna var. „Þarna voru börn, unglingar, ungt og fullorðið fólk í bland við eldri borgara og fólk á óræðum aldri. Tals- vert var af erlendum ferðamönnum, enda eru Gásir vinsæll viðkomu- staður þeirra.“ Á Miðaldadögum er endurskapað hið litríka mannlíf sem blómstraði á 13. og 14. öld og um helgina var iðandi markaðstorg og lif- andi handverk, vígamenn gengu um og efndu til illinda, munkar tuldruðu latínubænir og börn fengu að skjóta í mark með boga og örvum. Gásir við Eyjafjörð Miðaldadagar heppnuðust vel

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.