Morgunblaðið - 23.07.2012, Page 17

Morgunblaðið - 23.07.2012, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012 Mynd Það er enginn maður með mönnum nema eiga mynd af sér og sínum tekna í Bankastræti. Þetta vita ferðalangar og þeir sleppa ekki tækifærinu þegar það gefst. Styrmir Kári Í Morgunblaðinu 17. júlí sl. er fjallað um eignir lífeyrissjóðanna og bent á að áhætta hafi aukist í lífeyr- iskerfinu með breyttri eignasamsetningu sjóð- anna í kjölfar efnahags- hrunsins. Þar er vísað til þess að vægi skulda- bréfa með ríkisábyrgð, skuldabréfa sveitarfé- laga og sjóðfélagalána hafi aukist hlutfallslega í eignasöfn- um lífeyrissjóða. Þetta má til sanns vegar færa og er í samræmi við um- ræður innan lífeyrissjóðanna og mál- flutning þeirra. Vegna gjaldeyrishaftanna frá árinu 2008 hefur vægi innlendra eigna líf- eyrissjóða aukist um nálægt 10%. Það kann að hljóma vel að innlendar eignir aukist en erlendar eignir drag- ist hlutfallslega saman. Slík þróun eykur hins vegar kerfisáhættu sjóð- anna og áhættu á hagkerfið Ísland. Fáir fjárfestingarkostir hafa verið í boði hérlendis eftir bankahrunið og því hefur vægi ríkisskuldabréfa auk- ist. Rétt er að ríkisskuldabréf, skuldabréf sveitarfélaga og sjóð- félagalán vega þungt í eignum lífeyr- issjóðanna en á móti skal bent á að þessir eignaflokkar hafa reynst sjóð- unum vel. Það breytir ekki því að líf- eyrissjóðir vilja dreifa áhættu meira og telja þess vegna mikilvægt að gjaldeyrishöftum verði aflétt svo fljótt sem kostur er til að geta fjár- fest á nýjan leik erlendis. Erlend fjárfesting og samkeppni um fjár- muni lífeyrissjóðanna eru líka gott aðhald fyrir íslenskt atvinnulíf og auka samkeppnishæfni til lengri tíma. Allir hagnast Fjárfestingarkostum innanlands fer fjölgandi með vaxandi útgáfu á innlendum verðbréfamarkaði og fjölgun fyrirtækja sem sjá sér hag í að skrá sig á hlutabréfamarkaði. Líf- eyrissjóðirnir gera meiri kröfur til útgefenda en var fyrir hrun. Sjóð- irnir hafa hert kröfur um fjárhags- legan styrkleika og um tryggingar og aðra skil- mála til að draga úr lík- um á tjóni. Útgefendur eru meðvitaðir um þetta og vilja standa vel að út- gáfum. Lífeyrissjóðirnir hafa burði til að auka áhættu- dreifingu um leið og fjár- festingarkostum fjölgar. Þannig var ráðstöfunarfé sjóðanna um 18% af eignum þeirra árið 2011. Íslenska lífeyriskerfið byggist á sjóðsöfnun, þ.e. að safna eignum til að greiða lífeyri. Hjá ung- um sjóðfélögum getur sparnaðar- tíminn verið 40 til 50 ár en ætla má að meðalaldur sjóðfélaga sé á bilinu 40 til 50 ár sem þýðir að sparnaðar- tíminn er e.t.v. 20 til 30 ár að jafnaði. Sagan kennir að á löngum tíma koma bæði uppgangstímar með góðri ávöxtun eigna og samdráttarskeið með lakari ávöxtun. Besta leiðin fyrir lífeyrissjóðina til að verjast sveiflum er að dreifa eignum á marga útgef- endur, atvinnugreinar, eignaflokka og lönd. Sjóðirnir eru meðvitaðir um þetta. Forráðamenn lífeyrissjóðanna hafa trú á Íslandi og íslensku hagkerfi. Sjóðirnir vilja fjárfesta innanlands og dreifa áhættunni með fjölbreyttum fjárfestingum, m.a. í atvinnurekstri af ýmsu tagi og í orkugeiranum. Líf- eyrissjóðirnir vilja líka dreifa áhættu með fjárfestingum erlendis, því það eru gömul sannindi og ný að ekki er skynsamlegt að hafa öll eggin í sömu körfu. Eftir Gunnar Bald- vinsson »Með því að dreifa eignum á marga út- gefendur, eignaflokka, atvinnugreinar og lönd næst fram áhættudreif- ing sem er lykilatriði fyr- ir lífeyrissparnað. Gunnar Baldvinsson Höfundur er formaður Landsamtaka lífeyrissjóða og framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Fleiri körfur draga úr áhættu Joscha Fischer ger- ir lítið úr Angelu Mer- kel, kanslara Þýzka- lands, og ásakar hana um að fylgja ekki nægjanlega vel eftir þýzkum hagsmunum í grein í Mbl. 19. júlí sl. Hann telur enga hættu vera á því, „að sagan endurtaki sig“ með þjóðernissinn- uðum öflum Þýzka- lands, sem að mati Fischers eru á ný byrjuð að gera vart við sig. Joscha Fischer er ötull tals- maður nýja alríkis Evrópu með af- námi sjálfsákvörðunarréttar ríkja ESB. Fyrir Fischer er Evrópa fjölbreytilegra lýðræðislegra þjóða „ósigur fyrir Þýzkaland“ en af rausn telur hann að leyfa megi „bjagaða ensku“ ef sú málanotkun er liður í þróunarferli hins nýja al- ríkis. Það er merkilegt að upplifa rúmri hálfri öld eftir stríðslok jafn ákafan talsmann alríkis Evrópu og nazistar voru sjálfir í skjóli her- náms álfunnar. Það er hörmuleg staðreynd fyrir lýðræðið í Evrópu að ESB er skref fyrir skref að rífa niður það sem bandamenn og stríðshrjáðar þjóðir hafa byggt upp eftir ein mannskæðustu átök sögunnar á meginlandi álfunnar. Það sem Þjóðverjar þurfa að skilja – en stjórnmálamenn þeirra vilja greinilega ekki gera – er að íbúar Evrópu eru fullsaddir á því að láta Þjóðverja skilgreina fyrir sig hvað lýðræði er. Það hefur því miður fram að þessu bara endað á einn veg og ekkert nýtt er í sjónmáli sem breytir þeim skilningi þýzkrar menningar að Deutschland sé über alles. Þvert á móti verður það að teljast bein ógnun við lýðræðið að búrókratar ESB, sem hvattir eru af þýzkum stjórnmálamönnum og fjárhagslegum hagsmunum Þýzka- lands og Frakklands, ætla nú að láta til skarar skríða og reka afger- andi smiðshögg á stofnun alríkis ESB. Flest það sem sagt var við stofn- un myntbandalagsins og Evrópu- sambandsins hefur sýnt sig vera rangt. Okkur var lof- að aukinni velferð, aukinni atvinnu, stöð- ugum gjaldmiðli, lág- um vöxtum og al- mennri velsæld. Útkoman úr dæminu er efnahagslegt hrun þjóða, óheyrilegar og óréttlátar kvaðir á al- menning, útbreiðsla atvinnuleysis og al- mennrar fátæktar, hrun millistétt- arinnar, smáfyr- irtækja og atvinnu- starfsemi, hrun evrunnar og fjárhagslegur ólgusjór, sem engan veginn sér fyrir endann á og búast má við að kollsteypi hagkerfi heimsins. Þá breytist núverandi kreppa ekki bara í The Great De- pression heldur þarf líklega að endurtaka orðið Great a.m.k. sjö sinnum til að ná fram einhverju, sem meira líkist ástandinu. Fischer minnist ekki á þá stað- reynd að í þessu ferli er Þýzkaland eina ríkið, sem er sigurvegari, a.m.k. ef litið er á efnahagslegar tölur. Á meðan atvinnuleysi eykst hjá öðrum ríkjum ESB minnkar það í Þýzkalandi. Þýzkir iðnrek- endur núa hendurnar yfir lágri evru sem gert hefur Þýzkalandi kleift að ná auknum markaðshluta fyrir iðnaðarvörur sínar erlendis. Í sumum tilvikum á svo afgerandi hátt að heimaiðnaður viðkomandi ríkja hefur meira eða minna lagst á hliðina. Bílaiðnaðurinn sýnir þessa þróun á einstaklega skýran hátt en nú er komið að ESB-ríkjum að loka bílaverksmiðjum sínum eins og Bandaríkjamenn hafa þegar gert. Bílasalan í Evrópu er í sölu- hruni með yfir 40% söluminnkun einstakra merkja á fáum árum. Fjórar af tíu bílaverksmiðjum nýta minna en 80% af framleiðslugetu sinni. Peugeot-Citroën lokar verk- smiðju í nágrenni Parísar. Í Hol- landi seldi Mitsubishi verksmiðju sína fyrir eina evru og Fiat dregur niður fjárfestingar sem svarar hálfum milljarði evra og ætlar að loka einni verksmiðju til viðbótar bílaverksmiðjunni við Palermo. Fí- at notar bara rúmlega helming framleiðslugetunnar og markaðs- hlutdeild Fíat hefur hrunið frá 13% til 6% í Evrópu. Bílasalan í Evrópu hefur á nokkrum árum fallið um 3,3 milljónir bíla. Á sama tíma hefur USA lokað 18 bílaverk- smiðjum. Öðru máli gegnir með sölu þýzkra bílmerkja eins og Volkswa- gen, BMW, Audi og Mercedes, sem auka sölu, fjárfestingar og ná stærri markaðshluta. Það er eink- um VW með bílaverksmiðju í Kína, sem jók framleiðslu sína í fyrra með 15% og er nú með 25% af allri bílaframleiðslu VW í heiminum. VW ætlar að fjárfesta 14 millj- örðum evra næstu árin og auka framleiðslugetuna um 36%. Í USA hafa þýzk bílmerki vaxið hraðar en markaðurinn og eru í dag með 12% af bílamarkaðinum. Í júni jók Audi söluna um 26% og VW með 34%. VW er í dag með 12% af heims- markaðinum og í sérkafla út af fyr- ir sig. Þetta er ekki í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem tekist er á um hugmyndina um alríkið í stað sjálf- stæðra ríkja. Flestum mun þykja nóg komið og að við ættum að geta lært af sögunni og leyft marg- breytileika mannlífs og menningar að blómstra í sjálfstæðum ríkjum, sem starfa saman hlið við hlið. En menn eins og Fischer og margir ónafngreindir landsmenn hans eru nú í óða önn að undirbúa komu the Führers á nýjan leik, sem færa mun álfuna til baka á reit eitt. Hversu miklar hörmungar á nýja alríki ESB að kosta áður en lýðræðið fær aftur að njóta sín? Af hverju geta Þjóðverjar ekki virt sjálfsákvörðunarrétt annarra ríkja, hvort svo sem þær tala grísku, ítölsku eða portúgölsku? Eftir Gústaf Adolf Skúlason » Það sem Þjóðverjar þurfa að skilja – er að íbúar Evrópu eru fullsaddir á því að láta Þjóðverja skilgreina fyrir sig, hvað lýðræði er. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er fyrrv. ritari Smáfyr- irtækjabandalags Evrópu. Fjórða ríkið í burðarliðnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.