Morgunblaðið - 23.07.2012, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012
✝ Guðlaug Páls-dóttir fæddist á
Hauksstöðum í
Vopnafirði 27. apríl
1932 en fluttist
hálfsmánaðargömul
að Refstað í sömu
sveit. Hún lést þann
11. júlí síðastliðinn á
Heilbrigðisstofnun
Austurlands.
Foreldrar henn-
ar voru Páll Metú-
salemsson, bóndi, f. 24. ág. 1899,
d. 10. júní 1975, og Svava Víg-
lundsdóttir, húsfreyja, f. 25. sept.
1906, d. 10. jan. 1935. Páll giftist
árið 1940 Sigríði Þórðardóttur frá
Ljósalandi. Alsystkini Guðlaugar
eru: 1) Víglundur, f. 25. maí 1930.
2) Björn, f. 24. maí. 1931. 3) Er-
lingur, f. 3. júlí 1933. Hálfsystkini
hennar eru: 1) Svava Svanborg f.
25. mars 1941 2) Þórður Albert f.
14. jan. 1943 3) Ásgerður, f. 3. feb.
1946. 4) Gunnar, f. 6. júní 1948.
Guðlaug kvæntist 6. júlí 1957
Steinari Péturssyni vélstjóra, f. 5.
jan. 1921, d. 4. mars 2005. For-
eldrar hans voru Kristján Narfi
f. 28. mars 1962, sonur hennar er
Atli Þorsteinsson, f. 4. maí 1983,
dóttir hans er Arna Rún f. 5. sept.
2007. 4) Svanhildur, skrif-
stofustjóri, f. 2. sept. 1968, maki
hennar er Ragnar Friðrik Ólafs-
son sálfræðingur. Dóttir Svanhild-
ar er Guðlaug Hrefna Jón-
asardóttir, f. 7. feb. 1993, maki:
Heiðar Smári Olgeirsson, f. 10.
okt. 1991, sonur þeirra er Helgi
Steinar f. 1. okt. 2011. Synir Svan-
hildar og Ragnars eru Ólafur
Steinar, f. 18. ágúst 2004 og Stein-
ar Sverrir f. 1. ágúst 2005. 5)
Svava Svanborg, vatnalíffræð-
ingur, f. 24. jan. 1972, börn henn-
ar eru Hilda Margrét Ragn-
arsdóttir, f. 16. feb. 1993 og
Stefán Sölvi Svövuson f. 17. maí
2011.
Guðlaug ólst upp á Refstað í
Vopnafirði. Hún stundaði nám í
Húsmæðraskólanum á Hallorms-
stað veturinn 1951-1952 og fluttist
til Reykjavíkur eftir að hún lauk
námi. Hún vann við ýmis verka-
kvennastörf þar til hún giftist.
Hún var lengst af húsmóðir í fullu
starfi en fór seinni ár að vinna við
barnagæslu og ræstingar.
Jarðarför Guðlaugar verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag,
mánudaginn 23. júlí 2012, kl. 13.
Pétursson, aðal-
umboðsmaður Líf-
tryggingafélagsins
Andvöku, f. 10. jan.
1891, d. 18. júní
1973, og Gurine Pét-
ursson, f. Johansen,
húsfreyja, f. 20. febr.
1896, d. 11. sept.
1945. Dætur Guð-
laugar og Steinars
eru: 1) Margrét, lög-
fræðingur, f. 26. okt.
1957, gift Sigurði Sigurðssyni raf-
virkja, eiga þau tvö börn: Steinar
Örn, f. 10. júlí 1976, maki: Anna
María Benediktsdóttir f. 3. nóv.
1982, sonur hans er Aron Örn, f.
15. feb. 1997. Synir hennar og
stjúpsynir Steinars eru Ísak Leví,
f. 15. sept. 2003 og Mikael Óli, f. 9.
júní 2008; Helen Laufey, f. 2. maí
1984. 2) Steingerður, blaðamað-
ur, f. 1. okt. 1959, gift Guðmundi
Bárðarsyni stýrimanni. Börn
þeirra eru: Andri, f. 4. okt. 1980,
maki: Gunnur Jónsdóttir, f. 2. okt.
1982, þeirra dóttir er Úlfhildur f.
7. des. 2010; Eva Halldóra, f. 12.
jan. 1988. 3) Helen Sjöfn, kennari,
Elsku mamma, það er óendan-
lega sárt að komið skuli að kveðju-
stund. Ég er svo innilega þakklát
fyrir árin okkar fjörutíu saman,
alla þína ást, umhyggju og aðstoð.
Allar góðu minningarnar væru
efni í heila bók. Við kvöddumst svo
vel og fallega í síðasta sinn og sá
síðasti ástarvottur mun fylgja mér
ævina út. En mig langar til að
kveðja þig fyrir hönd eins sem enn
hefur ekki fengið mál, hans elsku
litla Knúsa og Krúsa þíns. Í rúma
þrettán mánuði naut hann ein-
stakrar ástar og umhyggju þinn-
ar, allt frá því að þú fyrst fékkst
hann í fangið klukkustundargaml-
an og þar til þú faðmaðir hann og
kysstir í síðasta sinn fyrir tveimur
vikum. Ég vil skila hans þakklæti
fyrir alla skemmtilegu leikina með
gleraugun, þegar þú leyfðir hon-
um að leika með allskyns skraut-
muni í rúminu þínu og litlu stríðin
ykkar um dótið á borðunum.
Hann þakkar líka fyrir öll skiptin
sem þú huggaðir hann og sussaðir
í svefn með þinni einstöku lagni og
blíðu. Hann þakkar fyrir allan
góða matinn sem amma gaf hon-
um en ekki síst pylsukaupin í
Holtagörðum sem orðin voru að
hefð hjá ykkur í verslunarferðum.
Hann þakkar fyrir þegar þú
mættir í eins árs afmælið hans
með geislaspilarann þinn til að
spila fyrir hann „Hvað getur
Stebbi gert að því þó hann sé sæt-
ur“. Hann þakkar fyrir að hafa
fengið að kynnast sinni yndislegu
ömmu og ég mun halda minningu
þinni lifandi fyrir honum alla tíð.
Vertu sæl, elsku mamma og
amma, þakka þér sérstaklega fyr-
ir þennan tíma sem við áttum öll
saman, það er svo sárt að fá ekki
að njóta þessarar samveru lengur.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
– augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin – amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
– lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir – amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Þín,
Svava og Stefán Sölvi.
Mig langar að kveðja tengda-
móður mína, Guðlaugu Pálsdótt-
ur, sem borin er til grafar í dag.
Við eigum saman þrjátíu og fjög-
urra ára sögu og hefði ég fengið að
ráða hefði hún orðið lengri. Allar
gleðistundirnar þegar hún
skemmti okkur með leiftrandi frá-
sagnargáfu sinni og fyndni eru
mér ofarlega í huga en ekki síður
erfiðari tímar. Hún var nefnilega
ævinlega fyrst til að banka upp á
þar sem eitthvað bjátaði á og
bjóða hjálp og styrk. Hún kunni
að hugga og sýndi þeim sem áttu
bágt hlýju, umhyggju og djúpan
skilning. Hún var heil og sönn í
öllu og stóð ávallt sterk og traust
með okkur í erfiðleikunum og
gladdist einlæglega þegar vel
gekk.
Við fjölskyldan höfum misst
mikið og það verður erfitt að vera
án hennar. En við eigum minning-
arnar um stórkostlega konu að
ylja okkur við og kærleikann sem
hún gaf okkur öllum svo ríkulega.
Guðmundur.
Það er með mikilli sorg í hjarta
að ég rita þessi fátæklegu orð um
hana Guðlaugu tengdamóður
mína. Þegar okkur barst fréttin af
andláti hennar, var sem veru-
leikanum væri kippt undan okkur
og sorgin ristir djúpt í hjörtu og
sálar fjölskyldu okkar. Í raun og
veru er aldrei hægt að undirbúa
sig fyrir slíkt áfall, sérstaklega
þegar enginn undanfari er að því.
Guðlaug var sterkur persónu-
leiki, dugleg, ákveðin, greind og
hlý og hafði ótrúlega gott hjarta-
lag. Glaðværð og kímni voru henni
eðlislæg og má segja að hún hafi
verið samnefnari fyrir allt það
besta, sem getur einkennt góða og
vandaða manneskju. Samkennd
hennar til þeirra sem minna máttu
sín var rík, sérstaklega þeirra sem
henni þótti vænt um. Hún var ein-
staklega gjafmild og eitt af því
sem hún hafði gaman af var að
kaupa fallega hluti til að setja inn
á heimili okkar og annarra í fjöl-
skyldunni.
Guðlaug hafði oft áhyggjur af
sínum nánustu og setti allt og alla
aðra í forgang og gerði minnst fyr-
ir sig, þannig var hún bara. Fjöl-
skyldan var stór og í mörg horn að
líta. Guðlaug var alltaf reiðubúin
til að hjálpa til og þau eru ófá
skiptin sem hún hjálpaði okkur
Möggu. Guðlaug var ótrúlega
dugleg, vann myrkranna á milli
þegar hún var að koma fjölskyld-
unni á legg og féll aldrei verk úr
hendi. Hún bauð fjölskyldunni oft
í mat og kaffi heim til sín og það
verður einkennilegt að fá aldrei
aftur kjötsúpuna eins og Guðlaug
matreiddi hana eða brúnkökuna
sem allir voru svo sólgnir í.
Ég var ekki nema 19 ára gamall
1975, þegar ég kynntist henni
Möggu minni og stuttu síðar lá
leið mín í Bólstarhlíðina, heimili
Guðlaugar og Steinars, sem síðar
urðu mínir tengdaforeldrar. Það
var viss kvíði hjá ungum manni að
hitta foreldra Möggu í fyrsta
skipti, en kvíðinn var svo sannar-
lega óþarfur, því mér var tekið
opnum örmum. Guðlaug með sínu
hlýja viðmóti og Steinar með sín-
um hætti, spurði strax hverra
manna ég væri og kom á daginn að
hann vissi allt um móðurætt mína,
því hann var mikill ættfræðingur.
Ég var mikið inni á heimili þeirra
hjóna og systra áður en við Magga
hófum búskap og mér leið vel í ná-
vist þeirra allra. Þessi kynni voru
mér mikið gæfuspor og hafa í raun
mótað mitt líf.
Allt í fjölskyldu og tilveru okk-
ar héðan í frá verður öðruvísi, en
það sem hjálpar okkur að komast
yfir sorgina eru góðar minningar
um sérstaklega góða og greinda
konu. Hennar verður sárt saknað.
Sigurður.
Við munum aldrei gleyma að-
faranótt þess ellefta júlí er okkur
var tilkynnt um andlát þitt, elsku
amma okkar. Þetta skall eins og
blaut tuska í andlit okkar enda
hafðir þú verið heilsuhraust og þó
maður sæi merki þess að þú eldist
eins og við hin þá átti maður ekki
von á þessu næstu árin. Það var
bara eitthvað svo fjarstæðukennt
að fá aldrei að sjá þig eða tala við
þig aftur. Þegar við höfðum „átt-
að“ okkur á fréttunum um andlát
þitt og sorgin heltók mann þá var
mikið um grátur og „doða“. Sorgin
er sterk tilfinning. Erfið tilfinning.
En eftir mörg tár og hlýjar
samræður við ástkæru móður
okkar fórum við að hugsa til baka
um þig og afa og þá fylltist hjarta
okkar hlýju og gleði. Gleðin að
hugsa til allra áranna í Bólstað-
arhlíðinni og allra góðu minning-
anna. Enda kallaði Steini þig og
afa, pabba og mömmu fyrstu árin.
Hlýjan og umhyggjusemin sem
var á heimili ykkar er eitthvað
sem ekki er hægt að koma niður á
blað, en þeir sem þekkja til vita
nákvæmlega hvað er átt við.
Elsku amma, hvað þú hefur
reynst börnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum vel og fjöl-
skyldum okkar/þeirra. Þú varst
einhver hlýjasta og hjarthreinasta
manneskja sem við höfum á ævi
okkar kynnst. Þvílík forréttindi
sem við systkinin höfum átt að
eiga jafn yndislega foreldra og við
eigum. Það er heldur ekkert
skrýtið í ljósi þess hversu yndis-
lega foreldra þau áttu.
Afi og amma í Ból og afi og
amma á Eika, nú eru þið öll fallin
frá. Finnst mér, Steinari, einnig
erfitt að hafa ekki náð að segja þér
að þú átt von á nýju langömmu-
barni. En ég veit að þú veist það
núna. Þó sorgin sé mikil þá er
einnig mikil gleði og hlýja í hjört-
um okkar enda endalaust af ynd-
islegum og fallegum minningum
sem brjótast fram og maður hafði
ekki hugsað til lengi. Þar má
nefna þegar þú komst hverja
páska með pappapáskaeggið fyllt
af sælgæti, brjóstsykurinn góði
sem fékk aldrei að vera í friði og
aðfangadagskvöldin þar sem öll
fjölskyldan kom saman hjá ykkur.
Elsku amma okkar, þín verður
sárt saknað, svo miklu meira en
við getum komið í orð.
Þín barnabörn,
Steinar Örn og Helen Laufey.
Elsku amma mín, það er of-
boðslega sárt að horfa á eftir þér
og söknuðurinn er mikill. Ég
minnist þín með miklum hlýhug
og hugsa um hversu margar góðar
stundir við áttum saman. Þú vildir
alltaf öllum vel og hafðir stórt og
gott hjarta sem rúmaði mikla ást á
stórri fjölskyldu. Fjölskyldan var
þér allt og þú hélst svo vel utan um
hana og gerðir meira en nóg fyrir
okkur öll. Ég er þakklát fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig. Við vor-
um nánar og gerðum margt
saman.
Eitt af því sem stendur upp úr
er þegar við horfðum á bíómyndir
saman þegar ég bjó hjá þér. Það
var oft á kvöldin og þá helst um
helgar sem við skelltum einni
góðri mynd í tækið, gamanmynd
varð oftast fyrir valinu, og síðan
hlógum við okkur máttlausar yfir
hversu vitlaus myndin var. Þetta
voru sérstaklega góðar stundir og
ég mun aldrei gleyma þeim meðan
ég lifi.
Ég mun heldur aldrei gleyma
því hversu góð þú varst mér,
hversu vel þú studdir við bakið á
mér ef eitthvað bjátaði á eða
hversu mikla væntumþykju þú
sýndir mér. Þú varst alltaf svo
hraust og hress og ekki skorti þig
húmorinn sem ég held að flestir í
fjölskyldunni hafi frá þér. Allir
mínir vinir og kunningjar í gegn-
um tíðina hafa minnst á það
hversu rosalega fyndin og
skemmtileg amma mín sé og ég
held að öllum hafi fundist það sem
kynntust þér. Þú gerðir vel við alla
og skilur nú eftir tómarúm í hjört-
um margra. Þú fékkst samt að
fara á góðan og jafnvel fallegan
hátt. Við þá tilhugsun líður mér
ögn betur. Ég vona að þú sért nú á
góðum stað og að þér líði vel. Ég
mun sakna þess sárt að hafa þig
ekki lengur hjá mér, að geta ekki
hringt í þig og talað við þig. Það
verður erfitt að geta ekki lengur
heimsótt þig og borðað með þér
humar, en það er eitt af því sem
við gerðum svo oft saman bara við
tvær og mér þykir vænt um þá
minningu.
Ég er líka svo þakklát fyrir að
hafa fengið að eyða seinustu
helginni með þér á ættarmóti
Rebbanna á Vopnafirði. Ég á
margar góðar og kærar minning-
ar bara frá þessari einu helgi. Þú
kvaddir vel og fórst í sátt við allt
og alla. Og þér leið vel. Það verður
samt erfitt að jafna sig og takast á
við sorgina. Minning þín mun lifa í
hjörtum okkar allra sem þekktum
þig og þótti vænt um þig.
Ég leit alltaf upp til þín elsku
amma og er stolt af því að vera
skírð í höfuðið á þér. Þú varst sko
manneskja sem hægt var að vera
stolt af, svo dugleg alltaf, góð fyr-
irmynd og góð manneskja í alla
staði. Ég elska þig og mun alltaf
gera. Hvíldu í friði amma mín.
Amma mín, göfug og góð,
gullhendin svo ofur hlý.
Minning dýrmæt sem aldrei dvínar,
dugleg og sterk með stórt og gott
hjarta.
Þín elskandi dótturdóttir,
Guðlaug Hrefna.
Fallegt júníkvöld fyrir 30 árum.
Þrjár systur sitja við eldhúsborðið
á Geitaskarði og rifja upp sögur
frá æskuárum í Vopnafirði. Elsta
systirin er sagnameistarinn. Með
sinni eilítið hrjúfu en hlýju rödd
segir hún frá svo hinar systurnar
gráta af hlátri. Tengdafaðir
yngstu systurinnar sem hafði hall-
að sér í eldhúsbekknum rís upp
brosandi og segir: „Mikið er gam-
an að hlusta á ykkur systur spjalla
og hlæja.“
Þetta var fyrsta systrahelgin
okkar, en nú verða þær ekki fleiri
sem við allar systur frá Refsstað í
Vopnafirði hittumst.
Elsta systirin, sögukonan með
hlýja hjartað og lífsgleðina er
horfin, en skilur eftir sig margar
skemmtilegar og góðar minning-
ar. Hún hét Guðlaug Pálsdóttir, f.
27. 4. 1932 og var rúmlega áttræð
þegar hún lést 11.7. á æskuslóðum
í Vopnafirði.
Helgina á undan hafði stórfjöl-
skyldan hist á ættarmóti í Vopna-
firði og þar var hún hrókur alls
fagnaðar að vanda.
Ung flutti Lauga til Reykjavík-
ur og bjó þar síðan. Maður hennar
var Steinar Pétursson vélstjóri og
áttu þau fimm dætur. Steinar lést
2005.
Dætur hennar, og börn þeirra
syrgja nú einstaka móður og
ömmu sem vakti yfir þeirra vel-
ferð og var kletturinn sterki sem
allir treystu á. Það var ekki bara
hennar fjölskylda sem naut hlýju
hennar og hjálpsemi, einnig allt
frændfólk og vinir. Þar var ekkert
kynslóðabil því hún var gleðigjafi
heim að sækja. Hún lét sér annt
um fólkið sitt, gladdist með glöð-
um og fann til með þeim sem áttu
um sárt að binda.
Hún hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum og tungu-
tak hennar var tæpitungulaust og
sterkt. Allt tildur og prjál var eit-
ur í hennar beinum og hún var
hreinskilin og sagði jafnan sína
meiningu. Hennar samúð lá alltaf
hjá þeim sem voru minni máttar.
Börnin áttu greiða leið að hjarta
hennar og hún átti alltaf bros og
hlýju handa þeim.
Og hún var svo einstaklega
skemmtileg, hafði mikinn húmor
og sérstaka frásagnargáfu. Hún
hafði sterka liti í sínum karakter,
þar var engri hálfvelgju fyrir að
fara.
Á systrahelgum voru glaðar
stundir rifjaðar upp frá æskuár-
um og notið samvistanna. Sagðar
sögur og svo var hlegið og hlegið.
Það skipti engu máli þótt sögurn-
ar væru rifjaðar upp aftur og aft-
ur. Lauga lét áheyrendurna gráta
af hlátri þótt þeir hefðu heyrt sög-
una oft áður.
Lauga systir var um margt ein-
stök kona. Lífsgleði hennar og
húmor hreif alla þá sem henni
kynntust. Hún lét aðra en sjálfa
sig ganga fyrir og vakti yfir dætr-
um sínum og þeirra fjölskyldum
og gerði allt fyrir þær. Það var
hennar auðlegð og sá sjóður sem
mölur og ryð fá ekki grandað.
Enda á enginn neitt nema það
sem hann hefur gefið.
Við vottum kærum frænkum
okkar, Margréti, Steingerði, Hel-
en, Svanhildi og Svövu og þeirra
fjölskyldum dýpstu samúð. Þeirra
er missirinn mestur.
Systirin okkar góða sem kvaddi
í firðinum fagra heima í Vopna-
firði og fékk að lifa sínar síðustu
stundir í hásumarblíðu á æsku-
slóðum með stórfjölskyldunni er
kvödd með söknuði og þakklæti.
Hljóðara verður nú á systra-
helgum, en hún verður áfram hluti
af okkar lífi – því minning hennar
mun lifa.
Svava Pálsdóttir.
Ásgerður Pálsdóttir
Guðlaug Pálsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Guðlaugu Pálsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝
Elsku sonur okkar, bróðir og mágur,
SIGFÚS AUSTFJÖRÐ HALLDÓRUSON,
varð bráðkvaddur á heimili sínu í Ósló
aðfaranótt miðvikudagsins 11. júlí.
Útför hans verður gerð frá Kópavogskirkju
miðvikudaginn 25. júlí kl. 13.00.
Halldóra Þ. Halldórsdóttir, Baldur F. Sigfússon,
Örn Baldursson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir,
Anna Helga E. Baldursdóttir, Kári Sigurðsson.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR,
Faxatúni 14,
Garðabæ,
andaðist þriðjudaginn 17. júlí í Holtsbúð,
Vífilsstöðum.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 25. júlí
kl. 13.00.
Kjartan Friðriksson,
Ingibjörg Kjartansdóttir, Salomon Kristjánsson,
Kristín Kjartansdóttir, Sigurður Þ. Sigurðsson,
Anna Kjartansdóttir,
Brynja Kjartansdóttir, Albert B. Hjálmarsson,
barnabörn og langömmubörn.