Morgunblaðið - 23.07.2012, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012
Þeir sem eru fæddir á þessum árstíma þekkja það að yfirleitt erenginn heima, allir eru erlendis eða úti á landi. Þegar ég varstrákur þá féllu nú afmælin oft niður, einmitt út af sumar-
leyfum hugsanlegra gesta, og afmælin færðust yfir á haustin,“ segir
Sindri Freysson rithöfundur sem í dag fagnar 42 ára afmæli sínu. Í til-
efni dagsins ætlar hann að gera vel við sig í mat en stór veisla er hins
vegar ekki á dagskrá. „Enda ekki stórafmæli – einungis 29 ára.“
Sindri minnist þess er hann hélt upp á fertugsafmæli sitt. Þeim degi
eyddi hann að mestu inni á sjúkrastofnun með morfíngjöf í æð. „Ég
ætlaði að byrja daginn á útreiðatúr á Snæfellsnesi, fara síðan á Snæ-
fellsjökul, siglingu um Breiðafjörð og svo átti að vera veisla með vin-
um og vandamönnum. En ég var kominn á sjúkrahús klukkan tíu um
morguninn því hestaferðin endaði með mjög slæmu broti,“ segir
Sindri en við fallið hlaut hann slæmt brot á handlegg.
Í sumar hefur Sindri verið á léttu flandri um landið og m.a. farið
norður í land þar sem hann naut þess að veiða í einni af þekktustu lax-
veiðiám Íslands, Laxá í Aðaldal. „Mér finnst voða gaman að veiða og
reyni að fara nokkuð reglulega,“ segir Sindri og bætir við að ekki sé
alltaf nauðsynlegt að koma heim með fisk að loknum veiðidegi í Laxá.
Stórbrotin náttúran í námunda við ána sér til þess að ferð þangað er
alltaf þess virði. khj@mbl.is
Sindri Freysson rithöfundur 42 ára
Morgunblaðið/Kristinn
Rithöfundur og veiðimaður Sindri Freysson hefur notið þess að
veiða í Laxá í sumar en í dag mun hann gera vel við sig í mat.
Morfíngjöf í æð á
fertugsafmælinu
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Reykjavík Jón Óli fæddist 22. ágúst
kl. 12.21. Hann vó 1.382 g og var 42 cm
langur. Foreldrar hans eru Alda Jóns-
dóttir og Arnþór Jónsson.
Nýir borgarar
Þau Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 8
ára, Tómas Kristmundsson 7 ára og
Viktor Örn Hjálmarsson 8 ára héldu
tombólu fyrir utan Nettó í Grindavík
og seldu dót sem þau söfnuðu með því
að ganga í hús. Afraksturinn, 3.615
krónur, gáfu þau til Rauða krossins. Á
myndina vantar Rebekku Rut.
Hlutavelta
við í miklar skipulagsbreytingar á
vinnslu, dreifingu og rekstrarein-
ingum mjólkuriðnaðarins. Þegar
þær breytingar voru í höfn, taldi ég
rétt að draga mig út úr þessum trún-
aðarstörfum sem hafa verið fyr-
irferðarmikil um árabil.“
Magnús H. Sigurðsson, bóndi í Birtingaholti, 70 ára
Heima í garði Það verður ekki sagt að Magnús og Guðbjörg hafi ekki ræktað garðinn sinn heima í Birtingaholti.
Við búskap í hálfa öld
Stór hópur Magnús og Guðbjörg með fjölskyldunni, börnum, tengdabörn-
um og barnabörnum.
arformaður Auðhumlu MS, var
stjórnarformaður SAM – Sambands
afurðarstöðva mjólkuriðnaðarins og
sat í stjórn Rannsóknarstofu mjólk-
uriðnaðarins. Hann sat í hrepps-
nefnd Hrunamannahrepps 1974-82.
„Fyrir nokkrum árum réðumst
M
agnús fæddist í Birt-
ingaholti í Hruna-
mannahreppi og
ólst þar upp í for-
eldrahúsum við öll
almenn sveitastörf þess tíma, á
miklu tónlistar- og menningarheim-
ili. Hann var í Barnaskólanum á
Flúðum, í Héraðsskólanum á Laug-
arvatni og lauk búfræðiprófi frá
Bændaskólanum á Hvanneyri 1962.
Magnús hóf búskap í Birtingaholti
1964 og tók við búi 1967 og hefur
verið bóndi þar síðan, með kúabú og
kartöflurækt. Elsti sonur hans,
Ragnar, hefur nú tekið við kúabúinu
en Magnús og kona hans stunda enn
kartöfluræktina.
Magnús sat í stjórn Ungmenna-
félags Hrunamanna í nokkur ár,
keppti í körfubolta með HSK á sín-
um yngri árum og var valinn í lands-
liðið í körfubolta.
Magnús sat í stjórn Mjólkurbús
Flóamanna og lengst af varastjórn-
arformaður þess, sat í stjórn Mjólk-
ursamsölunnar og var stjórn-
arformaður hennar frá 1986, sat í
varastjórn Osta- og smjörsölunnar
um árabil, var fyrsti stjórn-
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is