Morgunblaðið - 23.07.2012, Page 32
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 205. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Linda Pé glæsileg með Clarkson
2. Karlmaður fauk við Álftavatn
3. Tjöldin fuku og brotnuðu
4. 100 afbókuðu vegna veðurspár
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Nýjar útsetningar Hafliða Hall-
grímssonar á íslensku þjóðlögunum
Móðir mín í kví, kví og Bí, bí og blaka
verða frumfluttar á tónleikum í Há-
teigskirkju kl. 20 annað kvöld. Hafliði
tileinkar þær Þorgerði Ingólfsdóttur
og söngfuglunum í Hamrahlíð.
Morgunblaðið/Golli
Þjóðlagaútsetningar
Hafliða frumfluttar
Elsa Waage
contra-alt, Elín
Ósk Óskarsdóttir
sópran og Peter
Maté píanóleikari
flytja dúetta og
aríur, meðal ann-
ars eftir Jón
Björnsson, Mend-
elssohn, Rossini,
Offenbach og Brahms, á næstu sum-
artónleikum Listasafns Sigurjóns kl.
20.30 annað kvöld.
Dúettar og aríur í
Listasafni Sigurjóns
Píanóleikarinn Ingi Bjarni Skúlason
heldur tónleika í Þjóðmenningarhús-
inu fimmtudagskvöldið 26. júlí og
hefjast þeir kl. 20.30. Með hon-
um leika Gunnar Hrafnsson á
bassa, Scott McLemore á
trommur og Ari Bragi
Kárason spilar á
trompet í nokkrum
lögum. Þetta verða
kveðjutónleikar þar
sem Ingi Bjarni er
á leið til Hol-
lands í nám.
Ingi Bjarni kveður í
Þjóðmenningarhúsi
Á þriðjudag Norðan- og norðvestan, 8-13 m/s, mun hvassari á
annesjum austantil, en lægir NV-lands síðdegis. Rigning á norðan-
verðu landinu og SA-lands fram á kvöld, en léttir til suðvestantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-15 vestantil á landinu, hvassast
við NV-ströndina, en hvessir við NA-ströndina í kvöld. Áfram rign-
ing, en léttir til S- og SV-lands þegar líður á daginn. Hiti 9 - 17 stig.
VEÐUR
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel,
útvegaði Aroni Pálmarssyni,
landsliðsmanni í handbolta,
besta lækni sem mögulega
var hægt að fá til að líta á
hnémeiðslin sem gætu hugs-
anlega aftrað Aroni frá því að
fara á Ólympíuleikana.
Aron fer í skoðunina í
dag og flýgur aftur til Ís-
lands seinna í kvöld. Það
kemur svo í ljós í vik-
unni hvort Aron
kemst til London. »1
Alfreð kallaði á
Aron í skoðun
„Maður er alltaf undir pressu með að
skora þegar maður kemur í svona lið
en ef ég næ ekki að höndla þá pressu
mun ég aldrei geta yfirgefið
landið til að fara í betra
lið,“ sagði KR-ingurinn
Gary Martin að
loknum
fyrsta leik
sínum fyrir
félagið á móti
Stjörnunni þar
sem hann skoraði
í 1:1 jafntefli
liðanna. »3
Gary Martin stimplaði
sig inn hjá KR
Íslenska karlalandsliðið í handknatt-
leik mætir í kvöld Argentínu í öðrum
vináttulandsleik þjóðanna. Leikurinn
verður sá síðasti undir stjórn Guð-
mundar Þórðar Guðmundssonar á
heimavelli. Liðin mættust í Kapla-
krika á laugardaginn og þá sigraði Ís-
land 27:23. Íslenska liðið lék án Ólafs
Stefánssonar, Arons Pálmarssonar
og Bjarka Más Elíssonar. »8
Síðasti heimaleikur
Guðmundar
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Bandarísku hjónin Scott og Karen
Staley frá Detroit í Michigan eru
sannir Íslandsvinir. Sumarfríinu í ár
verja þau hjá hjónunum Helgu og
Þorgrími á Erpsstöðum í Dalabyggð
þar sem Karen lærir ostagerð á
rjómabúinu og Scott aðstoðar við
heyskapinn, ásamt því að glíma við
íslenskunám hjá kennara í sömu
sveit. Þau hafa heillast af landi og
þjóð og draumur þeirra er að geta
eytt elliárunum á Íslandi og Ítalíu og
ferðast meira um heiminn.
Karen er mikil áhugamanneskja
um ostagerð og hefur kynnt sér
heimagerða osta og lífræna fram-
leiðslu bæði hér á landi og á Ítalíu.
Þannig komst hún í kynni við hjónin
á Erpsstöðum árið 2009. Þau höfðu
nokkru áður kynnst landinu vegna
starfa Scotts hjá Ford-verksmiðj-
unum í Bandaríkjunum. Þar er hann
yfirverkfræðingur hjá þróunardeild
Ford og telst mjög framarlega í
flokki þegar kemur að þróun vetnis-
og rafbíla í heiminum.
Sameina vinnu og áhugamál
„Við komum hingað fyrst árið
2003 í tengslum við ráðstefnu um
vetnisbílavæðinguna og þar kynntist
ég Jóni Birni Skúlasyni hjá Íslenskri
nýorku. Síðan þá hef ég verið í góðu
samstarfi við fyrirtækið og fleiri að-
ila hér á landi eins og Brimborg. Við
höfum nokkrum sinnum komið hing-
að síðan og ferðast um landið, um
leið og við höfum unnið að
okkar verkefnum og
áhugamálum,“ segir Scott
en sumarið 2010 dvöldu
þau hjónin á Erpsstöðum í
tvær vikur. Þá var osta-
framleiðslan að hefjast eft-
ir að Erpsstaðabændur
höfðu þróað sig vel áfram
með ís og skyr. „Ég hef að-
stoðað þau Helgu og Þor-
grím við að þróa ost sem eldist vel og
kynnt fyrir þeim kúmenosta frá Hol-
landi og víðar. Það var gaman að
koma núna og sjá að þau eru komin
vel af stað með kúmenostana,“segir
Karen, sem er viðskiptafræði-
menntuð og starfaði lengi hjá Gene-
ral Motors, eins og kemur fram hér
til hliðar, eða í 18 ár til ársins 2000.
Eftir nokkur ár í starfi fyrir góð-
gerðasamtök ákvað hún árið 2009 að
skipta alfarið um starfsvettvang og
fór á kaf í ostagerð.
Scott fer á eftirlaun í lok ársins og
þeirra draumur er að ferðast um
heiminn og dvelja síðan langdvölum
hér á landi og á Ítalíu. „Ísland er al-
veg dásamlegt land og hefur svo
margt upp á að bjóða,“ segir Scott
og Karen tekur undir það: „Hérna
erum við í svo nánum tengslum við
náttúruna. Fallegt landslagið heill-
aði okkur og fólkið ekki síður.“
Elliárin á Íslandi og Ítalíu
Kynntust land-
inu gegnum vetn-
isbíla og ostagerð
Morgunblaðið/Ómar
Íslandsvinir Hjónin Karen og Scott Staley dvelja þessar vikurnar á bænum Erpsstöðum í Dalabyggð. Þeirra draum-
ur er að verja elliárunum á Íslandi og Ítalíu. Hún lærir ítölsku og hann íslensku, til að geta túlkað fyrir hvort annað.
„Að sjálfsögðu héldum við öllum
viðskiptaleyndarmálum fyrir okk-
ur,“ segir Scott og brosir en þegar
þau hjón kynntust fyrst unnu þau
hjá keppinautunum á bandarískum
bílamarkaði, Ford og
General Motors. Svo kom-
ust þau að því fyrir tilviljun
að yfirmenn þeirra voru
hjón og unnu einnig hvort
hjá sínu fyrirtækinu. Karen
hætti hjá GM fyrir
nokkrum árum,
skipti alfarið
um starfsvett-
vang og vinnur nú við ostagerð og
ráðgjöf í Detroit, með sérstaka
áherslu á heimagerða osta líkt og
unnir eru á Erpsstöðum. Áður en
Scott kom að stjórnun rannsókna í
þróunardeild Ford-verksmiðjanna í
Dearborn, skammt frá Detroit, var
hann prófessor í vélaverkfræði við
háskóla í Miami. Þó að hann fari á
eftirlaun fljótlega hyggst hann
vinna við ráðgjöf og líklegt að
hann leggi vetnis- og rafbílavæð-
ingunni lið hér á landi næstu árin.
Scott segir Ísland vera ákjósan-
legan markað fyrir slíka þróun.
Skiptust ekki á leyndarmálum
UNNU Á SAMA TÍMA HJÁ KEPPINAUTUNUM FORD OG GM