Morgunblaðið - 09.08.2012, Page 6

Morgunblaðið - 09.08.2012, Page 6
6 finnur.is 9. ágúst 2012 E kki er víst að margir hafi séð fyrir hversu víðtæk áhrif sjónvarpsþáttaröðin Mad Men myndi hafa er fyrsti þátturinn var frumsýndur þann 19. júlí 2007. Ástir og örlög á auglýsingastofu? Virki- lega? Ó já. Grípandi sjónvarpsefni kemur fram á hverju ári, efnið sem allir eru að tala um. En Mad Men eru í senn fantavel skrifaðir, eintaklega vel mannaðir og eftir því vel leiknir, ásamt því að útlitið er svo dæmalaust dýrðlegt að stíllinn ruddi sér til rúms í tískuheiminum með áþreifanlegum hætti, einkum hjá herrunum. Mad Men sem sjónvarpsþáttur er „einn með öllu“ því hann snertir taug hjá ólíklegasta fólki og allir vilja fylgjast með. Hvað kitlar hvern og einn er ómögulegt að segja – kannski langar okkur bara að fá okkur einn gráan í dagsins önn, um leið og við vitum að það gengi seint nú til dags. Enda er nútíminn ekki sama einfalda líf- ið og það var í den tíð. Einmitt það er veruleikinn sem blasir við Don Draper í upphafi fimmtu seríu. Tíðarandinn er annar árið 1966 og hin klippta og skorna tilvera býðst ekki lengur. Víetnam, LSD, blómabörn, breyttir tímar og rúmlega það. Þegar við bætist hjónaband með nýrri eiginkonu, velgengni nýs penna á stofunni, að ekki sé minnst á að ódámurinn Pete Campbell er á uppleið, má ljóst vera að Draper gamli þarf að herða á sprettinum til að missa ekki af lestinni. Sem leiðir hug- ann að því – getur Don Draper lifað 7.áratuginn af? Hvernig reiðir honum af hinum megin við 1970? Munum við kaupa Don Draper í hvítum rúllukragabol, brúnum leður-blazer og útvíðum gallabuxum? Aðeins tíminn mun leiða það í ljós. Mad Men er sýndur á Stöð 2 á sunnudags- kvöldum. * Um er að ræða nauðsynlega ráðstöfun, að eigin sögn, svo hann fái frið fyrir frá ástjúkum aðdáendum. Erfitt þetta líf ... *Hamm vandar hinsvegar jurtarettunum ekki kveðjurnar og segir þær bragðast eins og blöndu af marijuana og sápu. *Jon Hamm (41) finnst hann orðinn gamall í Hollywood. „Ég gæti verið afi þessara Twilight- krakka!“ *Vincent Kartheiser (Pete Campbell) gengur með giftingarhring frá degi til dags, þó hann hafi aldrei á ævinni verið giftur. *Leikararnir reykja jurtasígarettur í þáttunum. Ekki þótti forsvaranlegt að láta leikhópinn svæla alvöru tóbak. Vissirþú að... Fimmta serían af auglýsingagerðarkempunni Don Draper og félögum hefst um helgina. Ár- ið er 1966 og lífið er ekki jafn ferkantað og þegar við hittum mannskapinn fyrst. DAGSKRÁIN UM HELGINGA Þótt sófakartaflan nái ekki alltaf uppáhaldsþáttum sínum er það í lagi því hún á foreldra sem horfa líka á sjónvarp. Þeir eru góðir að uppfræða kartöfluna um það sem gerist í sjónvarpinu. Reyndar er það svo að þeir uppfræða hana líka, óumbeðnir, um langar bíó- myndir sem kartaflan missti af. Þetta eru stundum myndir sem sófakartaflan ákvað vísvitandi að horfa ekki á, svo sem Tvöföld hamingja á býlinu eða Sálarkvöl á suðurströndinni. Söguþráðurinn er stundum rak- inn í símtali eða matarboði. Hver persóna, útlit og kostir og gallar eru raktir og tengsl við aðrar sögupersónur. Áður en farið er yfir helstu og minna mikilvæg at- riði sögunnar er hellt upp á kaffi, náð í smákökur og konfekt og kartaflan heldur að nú eigi að ræða væntanlegt ættarmót í Húna- vatnssýslu. Eða komandi skólaár barnanna. Þess í stað er settur upp hneykslunarsvipur yfir Katie Missie sem hélt við eiginmann systur sinnar, Guy Woodhouse. Katy Dunny nágrannakona þeirra komst að þessu öllu saman áður og kjaftaði í eiginkonuna, Elenu Murray. Elena og Katie ákváðu að reyna að halda systra- sambandinu góðu þrátt fyrir þetta og hún skildi við eiginmann sinn í kjölfarið en hélt systurinni. Það hins vegar var óráð því það hafði verið systirin (kaffisopi og aðeins að færa sig til í sófanum) sem hafði hér um bil þröngvað framhjáhaldinu upp á eiginmann- inn. Sem sagt: Sófakartaflan þarf ekki endursýningar eða taka spólu á leigu. Hún getur farið til foreldra sinna og fengið sjón- varpsefnið í söguformi. SÓFAKARTAFLAN RAUSAR Sjónvarp í söguformi Sápuóperur sígildar í sjónvarpi. BMX- hjólreiðar eru hress- andi efni og um leið tví- mælalaust ein svalasta Ólympíugreinin. Töff- araskapur á tveim hjólum. Svona löguðu missir eng- inn af! Sýnt á RÚV. Fimmtudagur Fyrir þá sem kjósa svo- litla dystó- píu með morðóðum vélmennum er rétt að benda á Terminator: Salvation. Blóð og stál og framtíð mannkyns er í veði – á Stöð 2 Bíó. Föstudagur Fyrir þá sem ekki áttu heiman- gengt í Hörpu til að hlýða á hun- angsbark- ann Tony Bennett er um að gera að fylgjast með hon- um á Stöð 2, ásamt ýms- um öðrum stjörnum. Laugardagur Bjarnfreð- arson er ekki bara einn albesti karakter sem skap- aður hefur verið hin seinni ár hér á landi, heldur er myndin al- gerlega frábær. Stöð 2 Bíó. Sunnudagur Mætir menn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.