Morgunblaðið - 09.08.2012, Síða 10
fasteignir
Robie House eftir Frank
Lloyd Wright er með
merkustu húsum
Bandaríkjanna. Húsið
var byggt 1910 og er í
Chicago.
Ríkið greiddi um sl. mánaðamót nærri 8,8
milljarða í bætur vegna gjalda greiddra í
fyrra af lánum vegna íbúðarkaupa. Alls
fengu 46.415 fjölskyldur þessar vaxtabæt-
ur greiddar.
„Sérstök vaxtaniðurgreiðsla sem nemur
0,6% af skuldum upp að hámarki sem er
skert af eignum nemur samtals 5,7 millj-
örðum og hana fá rúmlega 97 þúsund ein-
staklingar. Stuðningur ríkisins við íbúðar-
eigendur nemur þannig samtals 14,6
milljörðum, sem er yfir fjórðungur af heild-
arvaxtakostnaði heimila í landinu vegna
íbúðarkaupa,“ segir í frétt frá fjár-
málaráðuneytinu.
Ríkissjóður reiðir af hendi
Morgunblaðið/Ómar
8,8 milljarðar
króna greiddir í
vaxtabætur
Talsverð sveifla og aukn-
ing hefur verið í fast-
eignaviðskiptum á helstu
stöðum úti á landi að
undanförnu, skv. nýjum
tölum Þjóðskrár. Þannig
var alls 37 samningum
landað á Akureyri í sl.
mánuði. Þar af var 21
samningur um eignir í
fjölbýli, fimmtán vegna
sérbýli og einn vegna sölu annars konar
eignar. Heildarveltan var 1.058 millj. kr. og
meðalupphæð hvers samnings var 28,6
millj. kr.
Byggingahefð hvers bæjar endurspegl-
ast ágætlega í markaðstölum Þjóðskrár.
Fyrir austan fjall er rík hefð og áhugi fyrir
litlum og ódýrum sérbýliseignum, það er
einbýlis-, par og ráðhúsum. Á Árborgar-
svæðinu var 22 samningum þinglýst í sl.
mánuði, þar af átján vegna sérbýliseigna.
„Markaðurinn hefur heldur vænkast síð-
asta árið eða svo. Þó finnum við alls ekki
sömu aukningu og rætt er um að sé á höf-
uðborgarsvæðinu,“ segir Elvar Gunnars-
son hjá fasteignasölunni Stað á Selfossi.
„Mest og best seljast minni sérbýliseignir,
sem kosta þá 30 millj. kr og þaðan af
minna. Sársaukalínan er skýr.“
Í júlí var 21 samningi þinglýst í Reykja-
nesbæ. Þar af voru fjórtán um eignir í fjöl-
býli. Á Akranesi náðust ellefu samningar í
höfn, þar af sjö vegna fjölbýlishúsa.
Skagamenn virðast samkvæmt þessu vilja
búa í blokkum.
Ágæt fasteignasala úti á landi
Sársaukamörkin
eru 30 millj. kr
Skagamenn
vilja fjölbýli.
L
augardalurinn er mynd-
rænn og á sér merka
sögu. Því verður gaman
að labba þarna um, rifja
upp sögu og heyra ef til vill frá-
sagnir fólks sem þekkir til,“ seg-
ir Þorgrímur Gestsson rithöf-
undur. – Í kvöld, fimmtudaginn
9. ágúst, klukkan 20 standa
Grasagarður Reykjavíkur, Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðurinn og
Ljósmyndasafn Reykjavíkur fyr-
ir ljósmyndagöngu um Laug-
ardalinn. Þar verða, undir leið-
sögn Þorgríms, rifjaðar upp
minningar og sögur af fólki og
mannvirkjum. Einnig fjallað
ræktun og búskap fyrri tíma, en
sú var tíðin að Laugardalurinn
var sveit í borginni.
Laugarnes er landsnámsjörð
Þorgrímur þekkir vel til Laugarness og
-dals. Hann skrifaði á sínum tíma bókina
Mannlíf við Sund, sem fjallaði um mannlíf og
sögu Laugarnessins og nærliggjandi svæða.
„Rætur mínar liggja þarna. Föðurafi minn
og amma, Þorgrímur Jónsson og Ingibjörg
Þóra Kristjánsdóttir, voru síðustu formlegu
bændurnir í Laugarnesi, bjuggu þar frá 1915
þar til afi lést, 1944. Laugarnes er landnáms-
jörð og þar var kirkja frá því fyrir 1200. Bæ-
irnir Kleppur, Bústaðir, Skildinganes og
Rauðará og mörg smábýli sem byggðust í
landi Laugarness áttu þangað kirkjusókn á
fyrri öldum. Snemma á 20. öld tóku Reykvík-
ingar að byggja sumarbústaði í Laugarnesl-
andi, meðal annars margir hinna svonefndu
„betri borgara“. Þar má t.d. nefna herrafata-
kaupmanninn Guðstein Eyjólfsson sem átti
bústað þar sem Hrísateigurinn var síðar
lagður en þangað var síðar fluttur fjöldi húsa
úr Skerjafirðinum sem víkja þurftu við gerð
Reykjavíkurflugvallar. Þá geri ég ráð fyrir að
margir þekki Laugarnesið sem sögusvið
minningabóka Sigurðar A. Magnússonar,“
segir Þorgrímur sem í kvöld ætlar að ganga
með fólki við Þvottalaugarnar, Grasagarðinn
og þar í kring; slóðir þar sem sagan er við
hvert fótmál.
Allt dafnar í aldinreit
„Grasagarðurinn á sér langa og merka
sögu,“ segir Þorgrímur og rifjar upp að árið
1920 fengu hjónin Valgerður Halldórsdóttir
og Eiríkur Hjartarson úthlutað 2,6 ha. erfða-
festulandi við Þvottalaugarnar. Um 1930
byggðu þau sér þar reisulegt íbúðarhús og
gáfu nafnið Laugardalur – eftir Laugardal í
uppsveitum Árnessýslu þaðan sem Val-
gerður var.
Árið 1938 settu þau hjónin, með Hlín dótt-
ur sinni, gróðrarstöð á laggirnar og hófu síð-
ar ræktun skógar- og skrautlegra blóma.
Garðurinn sá var falinn Reykjavíkurborg árið
1961. Síðan hefur hann verið stækkaður og
er nú sannkallaður aldinreitur.
„Söguritarar borgarinnar héldu sig við
gömlu Reykjavík, inn að Rauðará, en Laug-
arnes var fyrir austan bæ. Og
margt merkilegt gerðist í mýr-
inni sem nú er kölluð Laug-
ardalur, þar var búskapur, þar
voru laugar sem notaðar voru
til þvotta og baða, svo eitthvað
sé nefnt,“ segir Þorgrímur.
Sannkölluð gullæð
Hann vekur athygli á því að í
kvöldgöngunni verði hafðar
meðferðis stórar, gamlar ljós-
myndir úr dalnum sem sýni
þróunina þar býsna vel og því
vel til fundið að nefna þennan
göngutúr „ljósmyndagöngu“.
Eitt af því merkilega sem ber á
góma er að 1929 var borað
eftir heitu vatni við gömlu
Þvottalaugarnar og til þess
notaður sami nafarinn og not-
aður var til að bora eftir gulli í Vatnsmýrinni í
byrjun 20. aldarinnar. Ekkert fannst þó gullið
þar en aftur á móti kom borinn niður á sann-
kallaða gullæð við Þvottalaugarnar
Þar fannst heitt vatn sem leitt var í Austur-
bæjarskólann og hús við Bergþórugötu en
þessar byggingar voru reistar um 1930 og
voru hinar fyrstu sem ornaðar eru með hefð-
bundinni hitaveitu. Sundhöllin var svo byggð
við Barónsstíg til þess að þangað mætti
veita affallsvatningu nýta það til fullnustu.
Og enn er Laugardalurinn býsna drjúgur því
nærri lætur að um 7% af heitu vatni sem
kemur inn á kerfi Orkuveitu Reykjavíkur séu
úr borholum þar.
Minjar sögunnar eru víða
„Laugardalurinn hefur breyst mikið í ár-
anna rás og er allt öðru vísi en þeg ar ég man
fyrst eftir mér. Allt er fyrir löngu orðið gróið
og fallegt en ef vel er að gáð eru minjar sög-
unnar ótrúlega víða,“ segir Þorgrímur Gests-
son.
sbs@mbl.is
Þorgrímur Gestsson með söguferð um Laugardalinn í Reykjavík í kvöld
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Laugardalurinn hefur breyst gríðarlega mikið í áranna rás,“ segir Þorgrímur, hér með þvottalaugarnar og dæluhús Orkuveitunnar í baksýn.
Aldinreitur og gullbor
Laugardalurinn
1
2
3
4
5
Loftmyndir ehf.
1 Þvottalaugar 2 Húsdýragarður
3 Grasagarður 4 Skautahöll
5 Laugardalshöll