Morgunblaðið - 09.08.2012, Síða 16

Morgunblaðið - 09.08.2012, Síða 16
atvinna Ferilinn hóf ég í garðyrkjustöð foreldra minna. Þar áttum við systkinin hvert sína melónuplöntuna. Uppskeran var lögð inn í Sölufélag garðyrkjumanna, ég fékk aur fyrir og síðan hef ég borið kapítalískan kærleika til melóna. Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi. Íslendingarnir eru iðjusamir Starfið er margt og iðja er auðnu móðir, segir máltækið. Fólk gengur til sinna starfa af metnaði og dug; sýnir ferðamönnum eyjuna sína, þjálfar fótboltalið og steypir kerti. Og í Færeyjum skrúfar Sævar sjónvörpin alveg sundur og saman. „Nú er sjórinn er ögn kaldari en síðustu sumur og þá dafna sandsílin sem er helsta fæða lundans. Það hefur leitt til þess að nú er sá stofn allur að braggast. Við sjáum lunda hér upp um allar brekkur og það finnst ferðamönnum áhugavert,“ segir Sigurmundur Einarsson sem á og rekur Viking Tours í Vestmannaeyjum. Hann býð- ur ferðamönnum sem til Eyja koma upp á siglingar umhverfis eyna, skoðunarferðir og starfrækir veitingahúsið Kaffi Kró. „Í þessum töluðum orðum siglum við hér fram hjá Viðlagahrauninu, eins og hraunið frá 1973 er stundum kallað. Núna eru hér um borð eitthvað í kringum um þrjátíu farþegar t.d. frá Bretlandi og Dan- mörku. Í sumar hefur verið afskaplega kalt í Skandinavíu og því hafa norrænir gestir flykkst til landsins. Já og ferðamenn sem komið hafa til Eyja eru aldrei fleiri. Her- jólfur tekur um 300 farþega og fer hér á milli með hvert rúm skipað fjórum sinnum á dag. Fjölgun þeirra ferðamanna sem hingað koma hefur síðustu árin verið er satt að segja ævintýraleg,“ segir Sigmund- ur sem sjálfur er við stýrið í ferðum túr- istabátsins Víkings. Siglir þá umhverfis Heimaey og að sjálfsögðu er rennt inn í Klettshelli í Ystakletti sem er alveg við hafnarkjaftinn í Eyjum. „Já, ég sjálfur dæmist í þetta enda get ég blásið í saxófóninn. Hljómburður lúðra- blásturs í Klettshelli er alveg ævintýra- legur og þarna tek ég gjarnan Eyjalögin eða þá bara eitthvað sem allir kunna,“ seg- ir Sigurmundur sem með þessu undir- strikar staðbundna menningu Vest- mannaeyja. Og sama gildir raunar á Kaffi Kró þar sem gestum býðst til dæmis svart- fugl og fiskmeti. Má þar nefna þorsk, ýsu og búra. Enda er ekki annað við hæfi en fiskur sé á matseðli á veitingahúsi í Vest- mannaeyjum; sem eru einhver stærsta og voldugasta verstöð landsins. Með túrista umhverfis Eyjarnar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjölgun ferðamanna hér er nánast æv- intýraleg, segir Sigurmundur í Eyjum. Siglir með saxófóninn „Mig langaði að skapa eitthvað nýtt og spennandi og kertagerðin er það svo sann- arlega. Hér starfræktum við líka verslun og tjaldsvæði og með þessu sköpum við okkur góða vinnu. Og satt að segja rúllar þetta ágætlega. Hér er talsverð umferð fólks sem er gaman að kynnast,“ segir Ragnhildur Guðrún Eggertsdóttir. Starfsemi á Braut- arholti á Skeiðum er samvinna Ragnhildar og eiginmanns hennar, Hermanns Krist- jánssonar sem er einmitt úr þessari sveit, það er frá Blesastöðum. Sjálf er Ragnhildur sveitastelpa úr Fljótshlíð. „Tengdafaðir minn, Kristján Guðmunds- son, hefur framleitt kerti í tuttugu ár og nú erum við Hemmi tekin við. Höfum auðvitað góðan bakhjarl sem hefur kennt okkur rétt vinnubrögð. Kaupum vax til framleiðsl- unnar frá Danmörk sem er hráefni sem mér skilst að komi úr olíuvinnslu. Kertin eru af alls konar stærðum og gerðum. Margir renna hér við og kaupa kerti til að eiga til vetrarins; sýna slíka forsjálni jafnvel þótt nóttin sé björt. En svo er þetta bara frábær gjafavara, til dæmis kerti í skálum steyptum úr ösku úr Eyjafjallajökli. Og þetta seljum við bæði hér á staðnum auk þess sem tals- vert af framleiðslu okkar fer í búðir víða um land,“ segir Ragnhildur Guðrún sem býr á Selfossi en sækir vinnu sína á Skeiðin en þarna í millum eru um 25 km. Brautarholt á Skeiðum er fjölsóttur ferða- mannastaður. Þar er gott tjaldsvæði. Nýtur staðurinn vinsælda meðal annars þegar hó- að er saman á ættarmót, þó auðvitað séu margir fleiri á ferðinni. „Ferðamannastraumur fór að vísu frekar seint af stað. Svo náði þetta sér vel á strik þegar leið aðeins fram á sumarið. Og þetta spilar ágætlega saman við verslunina, þar sem við seljum allt þetta dæmigerða, svo sem kók, prins póló, pulsur, ís og fleira. Jú og svo erum við með ofsalega góða ham- borgara með frönskum kartöflum – meira að segja svo góða að þú verður bara að koma við hjá mér og smakka.“ Ragnhildur Guðrún steypir kerti á Skeiðunum „Með þessu sköpum við okkur góða vinnu,“ segir Ragnhildur Guðrún Eggertsdóttir. Selja kerti á sumardegi „Fótboltinn réði því að ég flutti suður,“ segir Freyja Viðarsdóttir fótboltakona. Hún leikur í sumar með kvennaliði KR í knattspyrnu auk þess sem hún kemur að þjálfun yngri flokka. Er leiðbeinandi í knattspyrnuskóla félagsins og þjálfari í 7. flokki kvenna, það er sex og sjö ára stúlkna. „Litlu dúllurnar, eins og ég kalla þær, eru alveg frábærar auk þess að vera efnilegar í boltanum. Þær eru líka á svo skemmti- legum aldri núna. Eru mjög móttækilegar fyrir öllu og því er mikilvægt að þjálfarinn sé þeim sterk og góð fyrirmynd. Maður þarf að vanda sig í orðum, vera jákvæð og vera með uppbyggilega hvatningu. Æfingarnar þurfa líka að vera mjög fjölbreyttar svo stelpurnar haldi athygli. Því tökum við bæði fjörlegan leik, reitabolta og knattraksbrautina með alls konar þrautum. Með reglulegri þjálfun þar ná stelpurnar miklum árangri og þegar þær skynja það sjálfar eykst áhuginn til muna,“ segir Freyja sem er frá Neskaup- stað og æfði fótbolta með strákunum í yngri flokkum. Um tólf ára aldurinn fór hún hins vegar að koma suður til að taka þátt í t.d. Símamótinu og var þá munstruð í lið KR-stúlkna. „Núna er ég í Verslunarskólanum og á bara einn vetur eftir í stúdentsprófið. Eftir það er ég að velta fyrir mér íþróttakenn- araskólanum austur á Laugarvatni. Eld- gosin síðustu árin hafa hins vegar vakið áhuga minn á jarðfræðinámi, þannig að þú heyrir að í framtíðinni um margt skemmti- legt er að velja.“ Freyja Viðarsdóttir þjálfar hjá KR Morgunblaðið/Sigurgeir S. Freyja er í fótboltanum á fullu en hefur áhuga á að leggja fyrir sig jarðfræðinám. Með frábær- um fótbolta- stelpum „Fólk kaupir yfirleitt ný sjónvörp, útvörp eða önnur slík tæki þegar hin eldri bila. Því koma stundum rólegir tímar inn á milli hjá mér,“ segir radíóvirkinn Sævar Hall- dórsson. Hann starfrækir verkstæði og raftækjaverslun við aðalgötuna í Vogi á Suðurey í Færeyjum, en þar í bæ hefur hann búið frá árinu 1981. Kom fyrst til eyjanna fyrir um fjörutíu árum og heill- aðist fljótt af landi og þjóð. Örlagadísir og ástin leiddu hann svo aftur út, hvar hann hefur lagt gjörva hönd á margt; unnið á íþróttavelli, vann lengi í lóranstöð sem lengi var starfrækt á Akrabergi sem er allra syðsti oddi Færeyja. Á sínum tíma gegndi stöðin veigamiklu hlutverki í fjar- skiptum á Norður-Atlantshafinu, meðal annars vegna olíuvinnslunnar á Norðursjó. Nýjar uppfinningar úreltu lórantæknina sem lögð var af og þá var ekki annað í stöðunni hjá Sævari en leita nýrra tæki- færa í atvinnu. „Verkstæðið hér í Vogi setti ég á lagg- irnar árið 1994. Maður er í alls konar púsli, er að laga sjónvörp, útvörp, ýmis tæki í skip og setja upp stafrænan sjónvarps- búnað. Hér getum við um gervihnetti náð ótalmörgum erlendum sjónvarpsstöðvum með þeim hætti, svo sem íslenska sjón- varpinu. Hygg þó að fáir séu með slíka áskrift,“ segir Sævar sem er Keflvíkingur að uppruna. Ræturnar liggja þó víðar, svo sem norður í Svartárdal þar sem hann var í sveit. Íslendingur verður alltaf slíkur en eigi að síður hafa Færeyjarnar tekið Sævar sínum föstu tökum og orðfæri hans og mæli er litað af mállýsku innfæddra. „Nei, fiskigengd hér við eyjarnar hefur verið frekar lítil síðustu árin. Þorskurinn á miðunum hér í kring er nánast horfinn en áður var mikið um að vera í fiskvinnslu hér og nægan afla að hafa. Sjórinn er „magur“ er málvenja hér og Færeyingarnir biðja Jesúpabbann, eins og þeir kalla drottin, um meiri fisk. Við skulum bara vona að úr rætist,“ segir Sævar. Sævar Magnússon lagar sjónvörp Færeyinga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Maður er í alls konar púsli að laga ýmiskonar tæki, segir Sævar Halldórsson í Færeyjum. Vil þorsk frá Jesúpabba

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.