Morgunblaðið - 09.08.2012, Síða 18
Spennandi lausn!
230 volt í bílinn12V í 230V
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
skráði hátt í þrettán þúsund hrað-
akstursbrot á höfuðborgar-
svæðinu á sl. ári. Þetta kemur
fram í árskýrslu embættisins fyrir
síðasta ári. Stór hluti þeirra var
myndaður í Hvalfjarðargöng-
unum, þar sem er mikil umferð og
þéttriðið net myndavéla.
Eins og endranær voru umferð-
armál stór þáttur í starfi lögregl-
unnar í fyrra. Meðal tíðra við-
fangsefna er að fjarlægja
skráningarnúmer af ótryggðum
og óskoðuðum bílum sem eru
fjölmargir. Í fyrra voru fjarlægð
2.000 skráningarnúmer af bílum,
þrátt fyrir markvissa hvatningu
lögreglumanna um að vera með
þessi mál á hreinu.
Leti um að kenna
Algengt er að lögregla gangi í
mál þegar ökumenn leggja bílum
sínum ranglega. Slík stöðubrot
eiga sér gjarnan stað í gegnum
við landsleiki í íþróttum, tónleika
og fleira. Hátt í 6.000 ökumenn
voru sektaðir fyrir stöðubrot en í
langflestum tilvikum var leti
þeirra sjálfra um að kenna. Enn
fleiri komu svo við sögu þegar
hraðakstursbrotin voru annars
vegar,“ segir í ársskýrslu Lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu.
sbs@mbl.is
Of hratt og aðrir á röngum stað
6.000 sektaðir á síðasta ári
Lagði ólöglega í Laugardalnum og lögreglan greip hann í landhelginni.
bílar
BL hefur í ár selt 185 Nissan Qas-
hqai. Næst á eftir í jepplingaflokki
er Ford Kuga með 93 bíla. Tölur
Nissan eru skv. útlöndum. Í Evr-
ópu hafa 366 þús. bílar verið seldir
í ár. Það er 5% aukning frá 2011.
Bandaríski leikarinn George
Clooney hefur kynnt sér hvernig
það er að lifa frá hendinni til
munnsins og helgað sig baráttu í
þágu bágstaddra í Súdan þar
sem hungur hefur sorfið að und-
anfarin misseri.
Bíllinn er af gerðinni Tesla
„Signature 100“ Roadster frá
árinu 2008 og er sagður að verð-
mæti 100 til 125 þúsund dollarar.
Um er að ræða fyrsta hrað-
skreiða sportbíl heims sem ein-
göngu er knúinn rafmagni. Hann
verður falur á árlegri upp-
boðshátíð hjá Gooding & Co upp-
boðshöldurunum í Los Angeles
18. ágúst nk.
Bíllinn er sá áttundi sem rann
úr smiðju Tesla og hefur honum
aðeins verið ekið um 2.700 kíló-
metra. Að innan er hann allur
klæddur tveggja tóna leðri.
Andvirðið af sölu bílsins rennur
til hjálparsamtakanna Satellite
Sentinel Project, sjálfseignar-
stofnunar sem Clooney stofnaði
með mannréttindabaráttumann-
inum John Prendergast. Fylgjast
samtökin með gangi mála á
landamærum Súdans og freista
þess að koma í veg fyrir að upp
blossi að nýju borgarastríð milli
Norður- og Suður-Súdan.
agas@mbl.is
Sportbíll til snauðra í Afríku
Clooney í Teslabílnum, fyrsta
hraðskreiða rafsportbíl heims.
Clooney gefur Teslabíl til góðs
Ótti um ringulreið, umferð-
arteppur og tafir í bresku höf-
uðborginni, meðan á Ólympíu-
leikunum í London stæði, hefur
reynst óþarfur, að mestu. Hnökrar
og bilanir í upphafi höfðu tak-
mörkuð óþægindi í för með sér, en
síðan hefur allt gengið eins og í vel
smurðum líkama afreksmanns,
umferðin streymt með góðu flæði
og samgöngukerfið annað met-
fjölda farþega.
Fólk breytir ferðavenjum
Peter Hendy, yfirmaður sam-
göngumála í London, segir að
tæpast sé mark takandi á fullyrð-
ingum um eyðilega borg, farþega-
tölur bendi til annars. Í fyrstu ól-
ympíuvikunni sáu ný farþegamet
dagsins ljós í öllum geirum sam-
göngukerfisins.
„Fólk hefur hlustað á viðvaranir
okkar um álag í kerfinu og breytt
ferðavenjum, hefur ferðast í
minna mæli á álagstímum. Við
vissum að álagið á kerfinu myndi
aukast, brugðumst við því með
stórauknu sætaframboði, og höf-
um – eins og íþróttafólkið – unnið
sigur,“ segir Hendy.
Allt gekk að óskum
Föstudaginn 3. ágúst – þegar
keppt var um 25 gullverðlaun á ól-
ympíusvæðinu – var búist við hinu
versta. Þann dag hófst frjáls-
íþrótta-keppnin á ólympíu-
leikvanginum og gestum inn á ól-
ympíusvæðið fjölgaði stórlega.
Gestir urðu fyrir óþægindum og
töfum er Central-lína jarð-
lestakerfisins stöðvaðist um tíma
vegna bilunar í merkjakerfinu og
gekk skrykkjótt eftir það, þann
daginn. Þurftu farþegar að leita
annarra lausna og mynduðust því
víða biðraðir á lestarstöðvum þótt
allar lestir aðrar væru á tíma.
Allt gekk þó að óskum og allir
komust til ólympíusvæðisins í
tíma. Metfjöldi manna fór með
neðanjarðarlestunum þennan
föstudag, eða 4,4 milljónir far-
þega, sem er 20% meiri fjöldi en á
sama tíma fyrir ári. Þrátt fyrir
truflanir af völdum rafmagnsbil-
unar á ferðum léttlestarinnar svo-
nefndu sem kennd er við Dock-
lands-hverfið flutti hún rúmlega
500 þúsund manns „ofurföstu-
daginn“ svonefnda, sem er met,
og 70% meiri fjöldi en á venjuleg-
um degi. Með strætisvögnum
ferðuðust 27% fleiri í fyrstu ól-
ympíuvikunni en í sömu viku í
fyrra og reiðhjól, sem taka má á
leigu víða um borg, leigði meira en
milljón manna í fyrsta sinn á ein-
um mánuði. Loks hefur nýja kláf-
ferjan sem liðast um yfir London
notið mikilla vinsælda en með
henni hafa um 25 þúsund manns
tekið sér far dag hvern.
Borgarbúar á brott
Þótt almenningur láti yfirvöld
ekki segja sér um of fyrir verkum
þykir sem stór hluti íbúa London
hafi hlýtt kalli og komið sér úr
bænum meðan á leikunum stend-
ur. Og sýnt þykir að túristar eru
miklu færri í London en að jafnaði
á sama tíma. Veitinga- og versl-
unarmenn hafa kvartað sáran
undan og sagt það hafa bitnað á
veltu sinni. Fáir kæmu í búðir og
veitingahúsin væru yfirleitt hálf-
tóm. Forsætisráðherrann David
Cameron brást við með því að
hvetja fólk til að flykkjast á ný til
London, ótti þeirra um erfiðar
samgöngur væri ástæðulaus.
Upplýsingar úr samgöngu-
kerfinu styðja þó ekki kenningar
um að miðborgarsvæðið, West
End, sé sem draugaborg. Þannig
fóru 7-12% fleiri farþegar alla
daga síðustu viku um sjö stöðvar í
miðborginni. Bara sl. laugardag
nýttu 27% fleiri sér jarðlestakerfið
en aðra laugardaga vikurnar fyrir
ólympíuleikana.
Bjórinn þvarr hvergi
Hendy segir samgöngukerfið
hafa tekið við óviðjafnanlegum
fjölda og borgar- og viðskiptalífið
gengið eðlilega fyrir sig. „Hefði
bjór gengið til þurrðar á krá í síð-
ustu viku hefði það komist á for-
síður blaðanna. Bjór þvarr hvergi,
engan skorti brauð eða aðrar
nauðsynjar, meira að segja blöð-
unum var dreift eins og ekkert
hefði í skorist.“
agas@mbl.is
Ólympísk afrek unnin í samgöngum í Lundúnum
Umferðin streymir-
með góðu flæði
AFP
Umferð í London gengur smurt þrátt fyrir mannmergð á ÓL. Ýmsar ráð-
stafanir voru gerðar í aðdraganda leikanna m.a. í umferðamálunum.