Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 22
22 finnur.is 9. ágúst 2012 Volkswagen hefur staðfest að bjalla með blæju verði kynnt á bílasýn- ingunni í Los Angeles í nóvember. Á þessari mynd sést reyndar ekki endanlegt útlit nýrrar topplausrar bjöllu, heldur er þetta E-Bugster- útfærsla hennar, sem er tveggja sæta og knúin raforku. Sú nýja verður með aftursætum og ekki eins breiðum hjólskálum. Höfðað til nostalgíu Í nýju blæjubjöllunni verður hægt að velja um þrjár vélargerðir; 2,5 lítra og 5 strokka vél, 2,0 l túrbínuvél og 2,0 l dísilvél, einnig með túrb- ínu. Spurst hefur út að innréttingin í þaklausu bjöllunni verði með aft- urhvarfi til fjórða, fimmta og sjötta áratugarins, svo Volkswagen held- ur áfram að höfða til nostalgíunnar í kaupendum á bjöllunni. finnurorri@gmail.com Volkswagen boðar breytingar Bjallan stendur alltaf fyrir sínu og er einn vinsælasti bíll sögunnar. Blæjubjalla í haust Umferðin um verslunarmanna- helgina í ár var mun meiri um Hellisheiði en í fyrra eða sem munar 10%. Umferðin um Hval- fjarðargöngin þessa helgi dróst hinsvegar saman um 2,6%. Þetta kemur fram í pistli á vefsetri Vega- gerðarinnar. Aukningin um Hellisheiði í heila viku, fyrir og um verslunarmanna- helgina, nemur 11,5%. Því virðast, segir Vegagerðin, að fleiri en áður hafa verið fyrr á ferðinni fyrir verslunarmannahelgi; farið af stað á miðvikudegi eða fimmtudegi. Áberandi mikill samdráttur er í umferðinni um Hvalfjarðargöng á laugardegi eða sem nemur 12,6% miðað við sl. ár. - Hvað varðar aukna umferð austur fyrir fjall má hafa í huga einstaka veðursæld sem réði því væntanlega að marg- ir brugðu undir sig betri fætinum og fóru í ferðalag. Þá var Ung- mennalandsmót UMFÍ haldið á Selfossi sem var mjög fjölsótt. Ber hér því æði margt að sama brunni sem útskýrir málið. Minna en síðustu ár „Þegar talað er um umferðina um verslunarmannahelgi er alla jafna miðað við dagana frá og með föstudegi til mánudags,“ segir Vegagerðin og bendir á að þessa daga varð 10% meiri um- ferð um Hellisheiði nú í ár borið saman við síðasta ár. Þrátt fyrir þessa aukningu um Hellisheiði þá er umferðin samt sem áður minni um nákvæmlega sama hlutfalli en árið 2009 og tæplega 5% minni en árið 2010. sbs@mbl.is Margir á Suðurland um verslunarmannahelgina Fleiri fóru um Hellis- heiðina en færri í göngin Morgunblaðið/Sigurður Bogi Margir voru á Suðurlandi um sl. helgi. Veðursæld og vinsælar útiskemmt- anir eru að ætla má ástæða aukinnar umferðar, a.m.k. að hluta til. Toyota Yaris er mest seldi nýi bíllinn á Íslandi frá áramótum til dagsins í dag. Alls hafa 323 slíkir bílar verið nýskráðir frá áramótum, segir í frétt á vef- setri Félags íslenskra bifreiða- eigenda sem vísar til talna frá Umferðarstofu. Nýskráðir um 5.500 Langflestir Yaris-bílanna eru bensínbílar en allmargir eru dísil- og tvíorkubílar. Alls hafa verið nýskráðir 5.472 ný- ir fólksbílar á tímabilinu. „Stærstur hluti nýrra fólksbíla á Íslandi frá áramótum eru litlir og meðalstórir bílar þannig að segja má að bílakaupendur virðast teknir að halla sér meir en áður að smábílum og meðalstórum,“ segir FÍB sem bendir þó á þá undantekningu að Toyota Land Cruiser 150 er fjórði mest seldi bíllinn með 224 nýskráningar. Þá verði að geta þess að um helm- ingur nýju bílanna 5.472 er bílaleigubílar. Því sé ekki hægt að halda því fram að almenningur sé kominn á fullt í því að endurnýja heimilisbílana. Breyting til batnar „Innflutningur á nýjum bílum til landsins hefur mjög lítill verið þau ár sem liðin eru frá bankahruninu. Miðað við undangengin ár kann því að virðast sem 5.472 úr nánast engu sé mikil breyting til batnaðar hvað varðar að endurnýja bílaflotann í landinu,“ segir FÍB. sbs@mbl.is Bílasala að aukast og Yaris vinsæll Bílaleigur taka helminginn Toyota Yaris Hybrid er sá bíll sem meng- ar minnst og salan er sömuleiðis góð. Morgunblaðið/Ómar Margir framleiðendur hafa reynt að leysa af hólmi hinn sérstaka svarta leigubíl í London sem fram- leiddur er af The London Taxi Company og er upp- haflega af Austin-gerð. Nissan vonar nú að hinn sér- framleiddi leigubíll NV200, sem verður næsti leigubíll New York-borgar, verði einnig fyrir valinu í London. Nissan-bíllinn hefur ýmsa kosti fram yfir hinn breska. Hann tekur 5 manns og hefur að auki mikið rými fyrir farangur farþega. Hann er með gler- þak sem þykir mikill kostur fyrir farþega sem skoða vilja sig um og sjá upp um húsakost borgarinnar. Í bílnum er USB-tengi fyrir farþega, stillanleg loft- ræsting og lýsing fyrir hvern farþega. Hann er sér- staklega sniðinn til að flytja fólk í hjólastólum og undan honum er til þess gerð rennibraut sem sprettur fram ef þörf er á. Nissan-bíllinn er bæði mun sparsamari á eldsneyti og mengar næstum helmingi minna en sá breski. Auk þess ætlar Nissan að bjóða hann sem rafmagnsbíl sem mengar ekki neitt. Nissan vonar að allir þessir kostir verði til þess að borgaryfirvöld í London taki hann umfram aðra bíla sem næsta leigubíl borgarinnar. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um skipti á þeim. finnurorri@gmail.com Nissan í leigubílalandvinningum? Verður leigubíll New York líka í London? Vill fólk þennan í stað svarta London-bílsins? Japanski bílaframleiðandinn Mazda hefur sett sér háleitt markmið, sem á endanum mun eðlilega ekki nást. Mark- miðið er að í hvert sinn sem nýr bíll er endurhannaður verði hann að léttast um 100 kíló. Kröfurnar um minni mengun bíla eru hið knýjandi afl bak við þessa yfirlýsingu, því ein besta leiðin til að minnka mengun og eyðslu bíla er að létta þá. En það að létta sífellt bíla getur líka komið niður á öryggi þeirra og möguleikanum á að auka þægindi farþega og útbúa þá með sífellt nýjum tækninýjungum. Mazda tókst að létta nýjan CX-5-jeppling sinn um 260 kíló í sam- anburði við CX-7-bíl þeirra, svo það er ljóst að þeim er full alvara með áformum sínum. Mazda hefur þó ekki tekið ál eins mikið í notkun og til dæmis Audi, sem létt hefur bíla sína verulega fyrir vikið. Mazda á það hreinlega eftir, en því fylgir vanalega hærra verð á hvern bíl. Mazda horfir reyndar til þess að nota koltrefjar í auknum mæli en fyrirtækið hyggst bíða eftir því að verð á efninu lækki eftir því sem meira er fram- leitt af því. Mazda ætlar að leita í hverju skúmaskoti af möguleikum til að létta bíla sína og mun horfa til allrahanda efna í því sambandi. finnurorri@gmail.com Léttari bílar eyða minna, menga minna Mazda vill létta hvern nýjan bíl Honda CX-5 varð 260 kílóum léttari og mengar hann því þeim mun minna. Við seljum bílinn þinn meðan þú slappar af. Mikil sala! Vilt þú selja bílinn þinn? Settu hann á skrá hjá okkur frítt! Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk. Sími: 580-8900 F u n a h ö f ð a 1 • 1 1 0 R e y k j a v í k • S í m i 5 6 7 4 8 4 0 • h o f d a h o l l i n h o f d a h o l l i n . i s FYLGSTU MEÐ OKKUR Á FACEBOOK -þegar gæði verða lífsstíll Fullur salur af flottum bílum! Mikil sala - komdu og skoðaðu úrvalið. Vanir sölumenn okkar sjá um að þinn bíll seljist fljótt og örugglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.