Morgunblaðið - 18.09.2012, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.09.2012, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Innflytjendur eru upp til hópa illa upplýstir um réttindi sín hér á landi. Það á meðal annars þátt í því hvað margir þeirra eru illa staddir fjárhags- og félagslega. Er það samdóma álit þeirra sem vinna að málefnum innflytjenda og blaðamaður ræddi við í gær. Í Morgunblaðinu á laugardag- inn sagði frá því að einstæðar mæður af erlendum uppruna eru oft mjög illa staddar fjárhagslega og margar hverjar ekki meðvit- aðar um rétt sinn t.d. varðandi meðlagsgreiðslur. Vantar eina upplýsingastöð „Innflytjendur vita lítið um rétt- indi sín á vinnumarkaði, um rétt- indi sín í vinnunni, aðbúnað og laun. Þeir vita ekki af húsa- leigubótum, meðlagsgreiðslum eða því sem stéttarfélögin bjóða upp á. Það er ýmislegt sem fólk getur gripið í til að létta byrðarnar en veit ekki af,“ segir Gerður Gests- dóttir sem sér um þjónustu við innflytjendur hjá Vinnu- málastofnun. Hún segir ekki ein- falt mál að koma upplýsingum til fólks og það vanti einn stað þar sem þær eru allar aðgengilegar. „Það er mikið til af upplýsingum hingað og þangað en vantar einn stað til þess að hafa þær allar á. Þetta var betra þegar Alþjóðahús var opið, þá fóru allir þangað og var vísað áfram.“ Gerður segir vanta stoppistöð sem allir innflytjendur fara í gegn- um og þannig yrði náð til þeirra með upplýsingarnar. „Þeir sem eru utan EES, sem er brotabrot af inn- flytjendum hér, þurfa að fara í Þjóðskrá og þar liggja frammi upp- lýsingar. Stærsti hlutinn er innan EES og þarf ekki að sækja einn ákveðinn stað því vinnuveitandinn sér um kennitöluna. Því geta upp- lýsingarnar farið auðveldlega framhjá þeim.“ Einnig er galli að sögn Gerðar að upplýsingarnar eru oft settar fram á texta sem krefst þess að fólk hafi ákveðna þekkingu fyrir. „Fólk hef- ur kannski ekki forsendur til að skilja upplýsingarnar sem eru settar fram. Textinn er of flókinn og ekki leitast við að einfalda hug- tök.“ Fjölmenningarsetur á Ísafirði hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum upp- runa og efla þjónustu við innflytj- endur sem búsettir eru á Íslandi. Elsa Arnardóttir framkvæmda- stjóri þess, segir að þegar fólk komi til landsins þurfi að kynna því setrið betur. Bæði Útlend- ingastofnun og Þjóðskrá dreifi upplýsingabæklingi sem setrið kemur að en annað sé það ekki. Heimsóknir á heimasíðu fjöl- menningarsetursins, www.mcc.is, hafa aðeins aukist að sögn Elsu og hringingar í upplýsingasímann sem er á nokkrum tungumálum. Hún tengir það meðal annars við aukið langtímaatvinnuleysi meðal innflytjenda. „Við erum leiðarvísir um kerfið og segjum fólki aðallega hvaða rétt það á og hvert það getur leitað,“ segir Elsa. Benda stjórnvöldum á úrræði Ingibjörg Broddadóttir starfs- maður Velferðarvaktarinnar, sem var stofnuð að frumkvæði stjórn- valda til að fylgjast með afleið- ingum efnahagshrunsins á heim- ilin, segir að þau hafi beint athyglinni sérstaklega að almenn- um aðgerðum sem styrkja stöðu innflytjenda til að standa sig í ís- lensku samfélagi. „Við höfum beint athyglinni á að tryggja atvinnu- öryggi, starfsþjálfun og atvinnuúr- ræði við hæfi fyrir fólk af erlend- um uppruna,“ segir Ingibjörg. Atvinnuleysi í kjölfar efnahags- hrunsins er mun meira meðal er- lendra ríkisborgara en meðal inn- fæddra. Í áfangaskýrslu Vel- ferðarvaktarinnar 2011 er lagt til að teknar verði upp sérstakar vinnumarkaðsaðgerðir og önnur úrræði sem erlendir ríkisborgarar í atvinnuleit geta notfært sér. Ingi- björg segir að það sé hlut- verk Velferðarvaktarinnar að stinga upp á úrræðum en það sé síðan hlutverk stjórn- valda að skoða úrræðin nán- ar. Eru illa upplýstir um réttindi sín  Innflytjendur vita oft ekki hvaða rétt þeir hafa í íslensku samfélagi  Ekki einfalt mál að miðla til þeirra upplýsingum og vantar eina upplýsingastöð  Þarf að kynna Fjölmenningarsetur betur Morgunblaðið/Ernir Óupplýstir Innflytjendur eru oft illa upplýstir um réttindi sín í vinnunni. Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi aðstoða innflytjendur við að leita sér upplýsinga og búa sér til tengslanet. Tatjana Latinovic sem situr í stjórn sam- takanna segir að það sé margt gott gert í sambandi við upplýsingaflæði til innflytj- enda og allar upplýsingar séu orðnar að- gengilegri en áður en það veiti ekki af því að breiða boðskapinn út. „Það er alltaf fólk sem veit ekki hvert það á að snúa sér. Fyrir suma er það erf- itt og sérstaklega fyrir einstætt foreldri í vinnu sem á erfitt með að gefa sér tíma til þess. Þá er gott að þekkja fólk og við aðstoðum við það,“ segir Tatjana. Samtökin fengu styrk fyrir tveimur ár- um frá Þróunarsjóði innflytjendamála til að setja á laggirnar ráðgjafaverkefni. „Við fengum konur af ýmsum þjóð- ernum, sem eru áberandi meðal síns fólks, til okkar og þjálfuðum þær í að veita upplýsingar og styrkja tengslanet innflytjenda. Við vitum að fólk sækir mikið til landa sinna.“ Tatjana segir það verkefni hafa gengið vel og sístækkandi hópur vilji vinna með samtökunum. „Við beit- um allskonar aðferðum og leitum leiða til að ná til sem flestra. Meðal annars stöndum við fyrir félagsstarfi og námskeiðum fyrir innflytjendur.“ Samtökin eru með heimasíð- una; www.womeniniceland.is og eru á Facebook. Styrkja tengslanetið WOMEN IN ICELAND „Ég fylgist með þessu og hlusta á það sem kemur fram í þessu og heyri frá þessu fólki sem þarna er að tala, þannig að meira held ég að ég hafi ekki að segja á þessu stigi,“ segir Guðbjartur Hann- esson, velferðarráðherra, spurður út í fyrstu viðbrögð sín við þeirri hörðu gagnrýni sem komið hefur fram vegna launahækkunar sem ráðherrann ákvað nýlega að veita Birni Zoëga, forstjóra Landspít- alans. Að sögn Guðbjarts fylgist hann með fréttum af Landspítalanum. Á meðal þeirra félagasamtaka sem gagnrýnt hafa launahækkunina eru Læknafélag Íslands, Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands. Ráðherra fylgist með fréttum og gagnrýni Morgunblaðið/Ómar Fréttir Guðbjartur segist fylgjast með fréttum af Landspítalanum. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samanlögð fjárfesting hins opinbera í vegum og brúm, götum og holræs- um og í byggingum á þess vegum var á núvirði um 43,6 milljarðar 2009 en var aðeins 24,1 milljarður í fyrra. Sömu sögu er að segja af fjárfest- ingum í íbúðar- og atvinnuhúsnæði en þær voru á núvirði um 86,6 millj- arðar 2009 en 79,8 milljarðar í fyrra. Séu báðir flokkar lagðir saman kemur í ljós að samtals var fjárfest í þessum fimm liðum fyrir 130,2 millj- arða á núvirði árið 2009 en fyrir tæpa 104 milljarða króna árið 2011. Hér munar 26 milljörðum en það fer nærri byggingarkostnaði Hörp- unnar, svo dæmi sé tekið. Þetta má lesa úr endurskoðaðri útgáfu Hagstofu Íslands yfir lands- framleiðsluna á Íslandi í fyrra. Nýjar tölur Hagstofunnar yfir veltu í mannvirkjagerð ber að sama brunni en þær eru sóttar í veltu fyrirtækja út frá vsk-skýrslum. Reiknast Hagstofunni til að veltan á fyrstu sex mánuðum þessa árs sé um 50,4 milljarðar eða ríflega sjö milljörðum króna minni á núvirði en veltan á sama tímabili árið 2010. Vekur það athygli í ljósi þeirrar greiningar stjórnvalda að árið 2010 marki botninn í niðursveiflunni eftir efnahagshrunið haustið 2008. Sýnir að vöxtur er of lítill Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir þessar veltutölur vitna um að hagkerfið sé í hægagangi. „Þessar tölur sýna að við erum áfram að hjakka í sama farinu. Ef spár um hagvöxt á næsta ári ganga eftir verður samanlagður hagvöxtur á árunum 2011, 2012 og 2013 um 8%. Það er langt frá væntingum okkar um samtals tæplega 14% hagvöxt á tímabilinu. Þessi mikli munur kemur fram í mannvirkjageiranum,“ segir Vilhjálmur og bendir á að hagvöxtur eftir kreppu sé jafnan mikill, þegar vöxtur tekur við af slaka. Hermann Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Ístaks, kveðst eiga erfitt með að leggja mat á mark- aðinn í heild þar sem Ístak sé ekki mikið í íbúðabyggingum. Hitt sé ljóst að frá hruni hafi ekki verið tekin ákvörðun um eitt einasta stórt verk- efni. Þá sé fjárfesting hins opinbera í vegum í ár sú minnsta í fjörutíu ár, sem hlutfall af landsframleiðslu. „Hvað varðar framkvæmdir fyrir verktaka er klárt að það er ekkert að gerast,“ segir Hermann sem kveðst aðspurður ekki sjá merki um miklar breytingar á næsta ári. 43 .9 62 ,7 42 .6 33 ,1 9 36 .9 60 ,9 4 37 .7 41 ,9 2 39 .9 66 39 .8 75 Heildarvelta eftir atvinnugreinum og tímabilum 2010-2012 Velta í mannvirkjagerð á fyrstu sex mánuðum þessa árs Opinberar framkvæmdir og fjárfesting í húsnæði * Fjárfesting í íbúðarhúsnæði og í atvinnuhúsnæði 2009-2011 2010 2009 20092011 2010 20102012 2011 2011 * Hér ræðir um fjárfestingu í vegum og brúm, götum og holræsum og byggingum á vegum hins opinbera, auk fjárfestingar í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Veltutölur fyrir árin 2009, 2010 og 2011 eru framreiknaðar út frá meðaltalsgildi vísitölu neysluverðs á vef Hagstofu Íslands. Við samanburðinn er stuðst við vísitöluna í júní 2012. Tölur yfir veltu eru sóttar í gögn á vef Hagstofunnar um veltu á vsk-skýrslum og í endurskoðaða skýrslu fyrir landsframleiðsluna 2011. Heimild: Hagstofa Íslands 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 57 .5 19 ,2 2 52 .0 9 1, 4 9 50 .3 8 3, 9 140 120 100 80 60 40 20 0 130.175 111.601 103.941 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Íbúðarhúsnæði Atvinnuhúsnæði Tölur eru í milljónum Minna byggt en 2010  Mikill samdráttur í mannvirkjagerð  Veltan greinarinnar á fyrri hluta ársins var sjö milljörðum króna minni en 2010 Tatjana Latinovic Polarolje Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur Pöntunarsímar 698 7999 og 699 7887 „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.