Morgunblaðið - 18.09.2012, Side 27

Morgunblaðið - 18.09.2012, Side 27
stofnaði dixielandhljómsveit sem lék á Hótel Borg og sumarið 1976 var hann með hljómsveit á Hótel Sögu með Gunnari Ormslev, Guðmundi Steingrímssyni, Edwin Kaaber og Lindu Walker. Árni hóf kennslu við Tónlistar- skólann á Egilsstöðum 1976 og kenndi fyrir austan til 1999. Þar kenndi hann á píanó, gítar, blokk- flautu og tónfræði og sinnti um tíma tónmenntakennslu við grunnskólann og stjórnaði kórum. Fræg djasshátíð á Egilsstöðum Árni kom á fót Djasshátíðinni á Egilsstöðum sem fyrst var haldin 1988 og var síðan framkvæmdastjóri hennar í 18 ár. Hátíðin var mjög vel sótt og hafði mikil áhrif á tónlistarlíf á Austurlandi. Hún vakti athygli langt út fyrir landsteinana og var kynnt í Fest-pass, en þar voru skráðar 150 virtustu hátíðir í Evr- ópu á hverju ári. Á djasshátíðinni komu fram heimsþekktir djassleik- arar á borð við Tríó Peters Gullins, Finn Ziegler, Sven Asmundsen og Oliviér Antunes. Vernharður Linnet hefur kallað Árna Austfjarðagoðann eftir þessi djasshátíðaafrek hans. Árni flutti aftur til Reykjavíkur 1998, er nú trompetleikari í Öðlinga- hljómsveit FÍH, undirleikari Gerðu- bergshússins og fer með prestum og kórfélögum á hjúkrunarheimili. Fjölskylda Árni kvæntist 31.12. 1976 Kristínu Axelsdóttur, f. 31.7. 1942, fyrrv. skrifstofumanni. Hún er dóttir Axels Gunnarssonar, verslunarmanns í Reykjavík, og Áslaugar Gunn- arsdóttur húsfreyju. Dóttir Árna er Una, f. 24.4. 1949, starfsmaður atvinnuráðuneytis, gift Einari Jónssyni og á hún fimm börn. Dóttir Árna og f.k.h., Sigríðar Sveinbjarnardóttur, er Soffía, f. 3.10. 1949, húsfreyja, gift Sigurði Karlssyni og eiga þau fjögur börn. Börn Árna og Kristínar eru Ísleif- ur, f. 20.12. 1976, starfsmaður Sec- uritas en kona hans er Kristín Þór- arinsdóttir; Áslaug Hildur, f. 27.7. 1979, í fæðingarorlofi en maður hennar er Hörður Már Lúthersson og eiga þau eina dóttur. Systkini Árna: Gísli Guðmundur, f. 18.5. 1926, d. 13.3. 2009, hrl. í Reykjavík; Ásdís, f. 9.12. 1928, d. 14.10. 2002, húsfreyja í Reykjavík; Hildur Sólveig, f. 8.7. 1934, d. 28.12. 1969, skrifstofumaður í Reykjavík. Foreldrar Árna voru Ísleifur Árnason, f. 20.4. 1900, d. 7.8. 1962, borgardómari og prófessor í lögum við HÍ, og Soffía Gísladóttir John- sen, f. 1.6. 1907, d. 28.5. 1994, hús- móðir. Úr frændgarði Árna Ísleifssonar Soffía Andersdóttir húsfr. í Eyjum Gísli Stefánsson kaupm. í Eyjum, af Selkotsætt Anna Sigríður Árnadóttir húsfr. í Eyjum Jóhann Jörgen Johnsen kaupm. og útgerðarm. í Eyjum Björg Pétursdóttir húsfr. Sveinn Arason b. á Gunnfríðarstöðum Guðbjörg Benjamínsdóttir ljósmóðir Árni Ísleifsson Ísleifur Árnason borgardómari og prófessor við HÍ Soffía Gísladóttir Árnason Johnsen Gísli J. Johnsen útgerðarm. í Eyjum og stórkaupm. í Rvík Anna Ásdís Johnsen húsfr. í Eyjum og í Rvík Hildur Solveig Sveinsdóttir húsfr. á Geitaskarði Árni Á. Þorkelsson hreppstj, og dbrm. á Geitaskarði Þorkell Þorsteinsson b. á Barkarstöðum Árni Johnsen Sigfús Johsen bæjarfógeti í Eyjum Guðni H. Johnsen útgerðarm. í Eyjum Ágústa Möller húsfr. í Rvík Jakob Þ. Möller fyrrv. yfirm. hjá Mann- réttindaskr. Sþ í Genf Baldur Johnsen læknir Skúli Johnsen héraðslæknir í Rvík. umdæmi Ingibjörg Johnsen húsfr. í Eyjum Árni Johnsen alþm. Sigfús félagsmálastj. í Garðabæ Árni Sigfússon bæjarstj. í Reykjanesbæ Þorsteinn Sigfússon eðlisfr. og prófessor Í sveitinni Árni með heimalninginn að Móbergi fyrir tæpum 80 árum. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012 Bjarnveig Bjarnadóttir, for-stöðukona Ásgrímssafns,fæddist 18. september árið 1905. Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason, ættaður frá Skaftafelli, og Guðlaug Hannesdóttir frá Skip- um við Stokkseyri. Hinn þjóðkunni listmálari Ásgrímur Jónsson og Guðlaug voru systrabörn. Bjarnveig var einnig skyld Einari Jónssyni myndhöggvara frá Galtafelli. Að loknu hefðbundnu barna- og unglinganámi hóf Bjarnveig nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan. Eftir það starfaði hún um fimm ára skeið hjá Bæj- arsímanum þar til hún gifti sig árið 1928 Jóhannesi Loftssyni kaup- manni. Þau eignuðust synina Loft og Bjarna Markús. Þau skildu og ólust synirnir upp hjá móður sinni. Hugur þeirra beggja beindist að flugnámi og luku þeir báðir flugnámi og störf- uðu við það alla tíð. Bjarnveig var mikill listunnandi og bar heimili hennar merki um fág- aðan smekk og listrænan áhuga. Hún safnaði fjölda listaverka eftir þekktustu myndlistarmenn þjóð- arinnar, ekki síst Ásgrím frænda sinn. Hún starfaði um árabil við vél- ritun og lestur prófarka hjá Ragnari Jónssyni kenndum við Smára. Hann var forstjóri Helgafells og mikill vel- gjörðarmaður lista- og menningar- starfsemi í landinu. Ásgrímur Jónsson listamaður arf- leiddi þjóðina að öllum eigum sínum, húsi við Bergstaðastræti og 500 full- gerðum listaverkum, auk fjölda verka sem ekki voru fullfrágengin. Bjarnveig gegndi forstöðu Ásgríms- safns sem opnað var almenningi 1960. Hún skráði öll verkin. Mörg verkanna var ekki hægt að lagfæra hér á landi og þurfti að senda til listasafns í Kaupmannahöfn með ærnum tilkostnaði. Verkefnið fjár- magnaði hún með útgáfu listaverka- korta af mörgum þekktustu mynd- um Ásgríms og vakti það verðskuld- aða athygli. Hún fór með ófáa nem- endahópa úr skólum borgarinnar í kynnisferðir um Ásgrímssafn. Bjarnveig lést 26. apríl 1993. Merkir Íslendingar Bjarnveig Bjarnadóttir 90 ára Ingimar Jörgensson Jóhanna Elín Kjærnested 85 ára Helga Runólfsdóttir Sigurbjörn Árnason Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir 80 ára Björg Arnþórsdóttir Jóhann Ágústsson Sigrún Theódórsdóttir 75 ára Sesselía Björk Guðmundsdóttir 70 ára Bára Sigurðardóttir Birgir Kristjánsson Björn H. Jóhannesson Grétar Vésteinsson Helga I. Þorkelsdóttir Sævar Baldursson Vésteinn Vésteinsson Yonggang Li 60 ára Ásdís Hildur Jónsdóttir Guðbjörn Ásgeirsson Guðný Benediktsdóttir Gunnar Heimdal Magnússon Halldóra S. Matthíasdóttir Jón Heimdal Magnússon Snorri Gunnlaugur Bogason Ævar R. Kvaran 50 ára Bjarni Þorbergsson Eva Margrét Jónsdóttir Garðar Jónsson Guðrún le Sage de Fontenay Guðrún Ottósdóttir Gyða Rafnsdóttir Herdís Kristrún Harðardóttir Jose Alberto Valencia Palmero Jose Baracina Balana Jóhann Baldursson Jón Þór Einarsson Laufey Ásta Breiðdal Sigmar Ólafsson Sóley Sverrisdóttir Valdimar Kúld Björnsson Viktor Pétursson Þuríður Þorláksdóttir 40 ára Bjarni Ágúst Sigurðsson Bjartey Sigurðardóttir Dariusz Adam Feliksiak Dóra Ingibjörg Valgarðsdóttir Hildur Þóra Stefánsdóttir Jónas Bjarki Björnsson Lajos Kiss Magnús Jóhannesson Óttar Gautur E. Erlingsson Páll Kristjánsson Rósa Vigfúsdóttir Sigríður Hyldahl Björnsdóttir Steingrímur Sigurðsson Svavar Birkisson 30 ára Anna Maria S. Basalan Birgir Þór Svavarsson Brynhildur Ósk Guðmundsdóttir Kristjana Guðjónsdóttir Sólveig Júlíana Guðmundsdóttir Supak Chhetri Til hamingju með daginn 30 ára Ólöf ólst upp í Grindavík, lauk MA-prófi í þróunarfræði frá HÍ 2011 og er nú í fæðingarorlofi. Maki: Magnús Oppen- heimer, f. 1984, fjármála- ráðgjafi í New York. Sonur: Óskar Fulvio Magnússon, f. 2012. Foreldrar: Ágústa Ósk- arsdóttir, f. 1958, skrif- stofumaður hjá Vísi hf. í Grindavík, og Pétur Haf- steinn Pálsson, f. 1959, framkvæmdastjóri Vísis. Ólöf Daðey Pétursdóttir 30 ára Kristín ólst upp í Vindási í Landsveit, lauk lyfjafræðiprófi frá HÍ og er lyfjafræðingur hjá Actav- is. Maki: Trausti Jóhanns- son, f. 1982, nemi í skóg- fræði við Landbúnaðarh. Börn: Antía Eva, f. 2008, og Hrafnhildur Erla, f. 2012. Foreldrar: Margrét Gísla- dóttir, f. 1951, starfar á leikskóla, og Bragi Guð- mundss., f. 1950, smiður. Kristín Birna Bragadóttir 30 ára Margrét lauk prófi í snyrtifræði og er snyrti- fræðingur í Bláa lóninu. Maki: Jóhann Helgason, f. 1984, viðskiptafræð- ingur hjá Vísi í Grindavík. Börn: Helgi Hafsteinn, f. 2008, og Kamella Kristín, f. 2012. Foreldrar: Ágústa Ósk- arsdóttir, f. 1958, skrif- stofumaður hjá Vísi hf. í Grindavík, og Pétur Haf- steinn Pálsson, f. 1959, framkvæmdastjóri Vísis. Margrét Kristín Pétursdóttir Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.