Morgunblaðið - 18.09.2012, Síða 33

Morgunblaðið - 18.09.2012, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012 Bíólistinn 14. september-16. september 2012 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd The Campaign The Bourne Legacy Resident Evil: Retribution Ávaxtakarfan Brave The Expendables 2 Frost Ice Age 4 Intouchables ParaNorman 3D Ný 1 Ný 3 5 4 2 7 6 10 1 2 1 3 6 4 2 10 14 5 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Gamanmyndin The Campaign, með sprelligosunum Will Ferrell og Zach Galifianakis í aðalhlut- verkum, er sú sem mestum miða- sölutekjum skilaði yfir helgina. Í myndinni segir af tveimur mönnum í framboði til Bandaríkjaþings sem elda grátt silfur og svífast einskis þegar kemur að því að klekkja hvor á öðrum. Nýjasta myndin í Bourne-spennu- myndasyrpunni, The Bourne Leg- acy, fellur úr toppsætinu í annað sæti og uppvakningahasarmyndin Resident Evil: Retribution fylgir á hæla henni en hún var frumsýnd föstudaginn sl. Tvær íslenskar myndir eru í efstu tíu sætum, þ.e. Ávaxtakarfan í því fjórða og Frost í sjöunda. Bíóaðsókn helgarinnar Skondin kosningabarátta Spaugilegir Leikararnir Will Ferrell og Zach Galifianakis fara með aðal- hlutverkin í gamanmyndinni The Campaign sem margir sáu um helgina. Sænska myndlistarkonan Elin Wikström er stödd hér á landi og býður öllum áhugasömum, frá fimm ára aldri, að taka þátt í verk- efni sínu PARKOUR ++++ til og með 21. september. Verkefnið er hluti af þátttökulistaverki Wikstr- öm, PARKOUR, sem hófst árið 2010. Æfingar munu fara fram á götum Reykjavíkur milli kl. 17.45 og 19 og hefjast þær við aðal- inngang Myndlistardeildar Listahá- skóla Íslands að Laugarnesvegi 91. Þátttakendur eru hvattir til þess að klæða sig í þægileg föt og íþrótta- skó en tilgangur verkefnisins er að þroska betri skilning á heimspeki- legum bakgrunni parkour og að upplifa líkamann á nýjan hátt í borgarlandslaginu, eins og því er lýst í tilkynningu. Parkour er allsérstök íþrótt sem felst í því að komast yfir hinar ýmsu hindranir í borgarlandslaginu sem og andlegar hindranir, að „endurhugsa notkun líkamans í almenningsrýmum“ svo vísað sé í texta tilkynningar. Samfélagslegt gildi Wikström hóf vinnu við verkið í Gautaborg og hefur það verið gert í nokkrum útfærslum, m.a. í hæg- ari og einfaldari útfærslu með fólk yfir 45 ára aldri í huga. Vinna við PARKOUR ++++ hófst í gær og sem fyrr segir geta allir yfir fimm ára aldri tekið þátt í verkefninu. Það er hluti af sýningunni Nún- ingur sem hófst í Listasafni ASÍ 14. apríl sl. en í henni er horft til listamanna sem vinna með sam- félagslegar tengingar í verkum sín- um, staðhætti eða hvers konar inn- grip í opinbert rými þar sem ástand, útlit, skipulag, tíðarandi, stjórnmál og saga borgarinnar eru viðfangsefni. Wikström segir það geta þjónað samfélagslegum til- gangi að fá sem flesta til að stunda parkour. „Eftir því sem fleiri eru úti og nýta almenningsrými til heilsueflingar minnkar þörfin t.a.m. fyrir eftirlitsmyndavélar því hverfi verða öruggari og því er mikilvægt að margar kynslóðir taki þátt í hreyfingunni. Í ár reyndum við þetta í úthverfi Gautaborgar sem er talið mjög slæmt hverfi og fólk fer ekki þar út að kvöldi til vegna tíðra glæpa. Með því að iðka parko- ur í hverfinu allan sólarhringinn reyndum við að virkja hverfið og gera það vistvænna og það tókst,“ segir hún. Allir ættu að ráða við þær hreyfingar sem Wikström kennir og hún ábyrgist að ekki verði stokkið á milli húsþaka á námskeiðinu. Á vef Morgunblaðsins má finna myndskeið um Wikström og list hennar. Ljósmynd/Sighvatur Ómar Kristinsson List Hindranir Wikström ættu að vera viðráðanlegar fyrir flesta enda er námskeiðið ætlað fyrir alla aldurshópa. Farið yfir hindranir í borgarlandslaginu  Elin Wikström býður Íslendingum að taka þátt í parkour Íslensk hönnun og smíði 64 STÆRSTA MYND SUMARSINS STÆRSTA MYND WB ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI ÁLFABAKKA 7 L L L L 16 16 16 12 12 12 12 12 12 EGILSHÖLL 12 12 12 12 L L L L VIP VIP 16 12 12 KRINGLUNNI SELFOSSI 16 12 12 FROST KL. 6 - 8 - 10 2D BABYMAKERS KL. 6 - 8 2D DARK KNIGHT RISES KL. 10 2D CAMPAIGN KL. 6 - 8 - 10 2D CAMPAIGN LUXUS VIP KL. 6 - 8 2D FROST KL. 6 - 8 - 10:45 2D BOURNE LEGACY KL. 5:20 - 8 - 10 2D BOURNE LEGACY LUXUS VIP KL. 10 2D HIT AND RUN KL. 10:20 2D STEP UP REVOLUTION KL. 5:50 - 8 2D BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 2D BRAVE ENSKU.TALI KL. 8 2D DARK KNIGHT RISES KL. 10 2D CAMPAIGN KL. 8 - 10 2D FROST KL. 8:40 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES KL. 5:30 2D BRAVE KL. 5:50 2D 16 12 12 KEFLAVÍK CAMPAIGN KL. 8 2D BOURNE LEGACY KL. 10 2D FROST ÍSL.TALI KL. 8 - 10 2D ÁVAXTAKARFAN KL. 6 2D BABYMAKERS KL. 5:50 2D 12 12 12 AKUREYRI CAMPAIGN KL. 8 - 10:10 2D BABYMAKERS KL. 8 2D FROST KL. 10:10 2D Frá Framleiðendum Toy Story 3, Finding Nemo og Up. CAMPAIGN 6 - 8 - 10 - 10:50 2D BOURNE LEGACY KL. 8 - 10 2D DARK KNIGHT RISES KL. 8 2D FROST KL. 8 2D MADAGASCAR 3 KL. 5:50 2D BRAVE KL. 5:50 2D ÍSÖLD 4 KL. 6 2D WILL FERRELL OG ZACH GALIFIANAKIS Í FYNDNUSTU MYND ÞESSA ÁRS! 12 „YOU LAUGH UNTIL IT HURTS.“ BOXOFFICE MAGAZINE  Ó.H.T - RÁS 2 „A TASTY, HILARIOUS TREAT.“ ENTERTAINMENT WEEKLY HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR.  MORGUNBLAÐIÐ “HÆTTIÐI NÚ ALVEG AÐ SNJÓA HVAÐ ÉG VAR HRÆDD Á ÞESSARI MYND!” Á.V. - RÚV “GEGGJUÐ MYND, HRÁ, DULARFULL OG ÍSKÖLD.” MUNDI VONDI. ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG TILB OÐ TILB OÐ TI LBOÐ TILBO Ð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.