Morgunblaðið - 18.09.2012, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012
Nýtt - Nýtt
Verð 6.900 kr.
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is Ríta tískuverslun
Morgunblaðið gefur
út glæsilegt sérblað um
Hannyrðir, föndur og
tómstundir föstudaginn
28.september.
Þetta er tíminn til að huga að
hannyrðum og föndri fyrir jólin
SÉRBLAÐ
Hannyrðir, föndur &
tómstundir
Pöntunartími auglýsinga:
er fyrir klukkan 16 mánudaginn
24. september
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569-1105
kata@mbl.is
– Meira fyrir lesendur
Hannyrðir af ýmsu tagi.•
Skartgripagerð.•
Jólakortagerð.•
Útsaumur.•
Prjón og hekl.•
Vatnslita- og olíumálun.•
Bútasaumur.•
Módelsmíði.•
Rætt við fólk sem kennir föndur.•
Rætt við þá sem sauma og selja•
föndurvörur.
Föndur með börnunum og þeim•
sem eldri eru.
Ásamt fullt af öðru spennandi•
efni um föndur og tómstundir.
MEÐAL EFNIS:
Hanny
rðir, fö
ndur &
tómstu
ndir
Laugavegi 63 • S: 551 4422
- GALLABUXNATILBOÐ
BLÁAR - SVARTAR - GRÁAR
KR. 15.900,-
NÝ SENDING/
SVARTAR GALLABUXUR MÖRG SNIÐ
PERFECT FIT / ÞÚ MINNKAR UM EITT NÚMER
NÝ PEYSUSENDING
RÚLLUKRAGAPEYSUR - JAKKAPEYSUR - O.FL.
SKOÐIÐ HAUSTVÖRUR /LAXDAL.IS /vertu vinur á
Fararstjórn erlendis
Meðal námsefnis:
• Mannleg samskipti.
• Helstu áfangastaðir
erlendis í máli og
myndum.
• Mismunandi trúarbrögð.
• Saga landsins, menning
og listir.
• Frumbyggjar og saga
staðarins.
• Þjóðlegir siðir og hefðir.
• Leiðsögutækni og ræðumennska.
Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Afríka, Ameríka og Eyjaálfan.
Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu fararstjóra í leiðsögn á erlendri grund.
Kjartan Trausti Sigurðsson, fararstjóri, Pétur Björnsson, konsúll Ítalíu á Íslandi,
Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður og fararstjóri, Höskuldur Frímannsson, viðskipta-
fræðingur, Ómar Valdimarsson, blaðamaður, Magnús Björnsson, fararstjóri í Kína,
Pétur Óli Pétursson, fararstjóri í Rússlandi, Bjarni Randver Sigurvinsson, kennari við
Guðfræðideild HÍ., Sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur.
Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • sími 567 1466
Sigtryggur Helgason,
fyrrverandi forstjóri
Brimborgar, andaðist á
Landspítalanum við
Hringbraut 14. sept-
ember síðastliðinn,
tæplega 82 ára að aldri.
Foreldrar Sigtryggs
voru Helgi Benedikts-
son, kaupmaður og út-
vegsbóndi í Vest-
mannaeyjum, og
Guðrún Stefánsdóttir.
Hann fæddist í Vest-
mannaeyjum 5. október
1930 og ólst þar upp. Hann lauk
landsprófi frá Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar 1947, stúdentsprófi frá MR
1951 og prófi í viðskiptafræði frá HÍ
1955.
Sigtryggur var skrifstofustjóri hjá
föður sínum í Eyjum 1955-63, fram-
kvæmdastjóri Þ. Jónsson & Co 1963-
74, framkvæmdastjóri Toyota-
varahlutaumboðsins frá 1974 og
stofnaði, ásamt Jóhanni Jónssyni og
fleirum, Brimborg ehf. 1977. Hann
var þar ásamt Jóhanni forstjóri uns
hann lét af störfum 1999.
Sigtryggur var félagi í Akoges í
Reykjavík frá 1970, stofnfélagi frá
1991 í Pálnatókavinafélaginu, ásamt
Jóni Böðvarssyni og
fleirum, og stofnfélagi í
áhugamannafélaginu
Blátindi VE-21 sem
endurbyggði sam-
nefndan bát og kom
honum í sýningarhæft
ástand.
Sigtryggur var mikill
áhugamaður um jóla-
skreytingar og fékk við-
urkenningu frá Orku-
veitu Reykjavíkur fyrir
jólaskreytingu ársins
2003. Hann fékk við-
urkenningu Sjómannadagsráðs Vest-
mannaeyja 2006 og Frjáls verslun og
Stöð 2 kusu hann og Jóhann Jóhanns-
son menn ársins 1988, en það var í
fyrsta sinn sem sú kosning fór fram.
Eiginkona Sigtryggs var Halldóra
Guðmundsdóttir frá Landlyst í Vest-
mannaeyjum en hún andaðist 2. júní
2009. Foreldrar hennar voru Guð-
mundur Hróbjartsson skósmiður og
Þórhildur Guðnadóttir húsmóðir. Þau
eignuðust fjögur börn og eru tvær
dætur á lífi, Þórhildur og Kristbjörg
Hrund.
Útför Sigtryggs fer fram frá Bú-
staðakirkju fimmtudaginn 27. sept-
ember og hefst kl. 13.00.
Andlát
Sigtryggur Helgason
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæð-
ingum eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Séra Yrsa Þórðardóttir var sett inn
í embætti sóknarprests í Matteus-
arkirkju í Strassborg í Frakklandi á
sunnudaginn.
Í messunni, þar sem Yrsa var sett
inn í embætti með handayfirlagn-
ingu, var samankomið fólk af ýmsu
þjóðerni sem og gestir frá Íslandi,
Kanada, Madagaskar, Englandi,
Þýskalandi, Hollandi og Belgíu.
Yrsa flutti fyrst til Strassborgar
fyrir fjörutíu árum þegar faðir
hennar, Þórður Örn Sigurðsson, hóf
störf við skipulag tungumála-
kennslu í Evrópuráðinu. Móðir
hennar er séra Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir sem fyrst kvenna var
vígð til prestþjónustu á Íslandi. All-
ar systur hennar þrjár voru auk for-
eldranna viðstaddar innsetning-
armessuna, og gat fjölskyldan
haldið upp á fjörutíu ára sögu sína í
borginni. Yrsa lærði þar hót-
elrekstur eftir stúdentspróf frá
Menntaskólanum í Reykjavík og
vann síðar í Evrópuráðinu við
mannréttindafræðslu meðal frjálsra
ungmennasamtaka. Síðar varð hún
prestur á íslandi, m.a. við Digra-
neskirkju í Kópavogi. Eiginmaður
hennar, séra Carlos Ferrer, þjónar
einnig söfnuði í héraðinu.
„Það er ævintýri að vera komin
aftur heim og farin að sinna minni
köllun, að vera prestur,“ sagði Yrsa.
Íslenskur prestur til starfa í Strassborg
Sett í embætti Biskupinn í Strassborg ásamt prestum og fulltrúum í sókn-
arnefnd leggja hendur yfir sr. Yrsu á sunnudaginn.