Morgunblaðið - 18.09.2012, Side 22

Morgunblaðið - 18.09.2012, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012 ✝ Ólöf Magn-úsdóttir (Lóa) fæddist á Görðum í Önundarfirði 9. jan- úar 1927. Hún lést á Landakotsspítala sunnudaginn 9. september 2012. Hún var dóttir hjónanna þar, Guð- mundu Sigurð- ardóttur (1902- 1993) og Magnúsar Reinaldssonar (1897-1952). Systkini hennar eru Anika (1926), Unnur (1928-2006), Bryn- hildur (1929-1999), Haukur (1932) og Önundur (1939). Að loknu barnaskólanámi á Flateyri fór hún í Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði og tók síðan gagnfræðapróf frá Mennta- skólanum á Akureyri. Á ung- lingsárum vann hún heima við bústörf og sótti sjóinn með föður (1982) gifta Sigurði Stefánssyni og Árna Jakob (1988). 3) Elín sem var gift Torben Anker Sörensen og eiga þau börnin Jónas Anker (1987), Jakob An- ker (1990) og Johanne Anker (1992). Yngstur er Eggert (1964). Langömmubörnin eru tvö, Ólafur (2009) og Sigurrós (2011). Í Reykjavík sinnti hún hús- móðurstörfum meðan börnin uxu úr grasi jafnframt því að vera afkastamikil hann- yrðakona. Lóa og Jónas reistu sér hús í Nökkvavogi 58 og fluttu þangað inn árið 1951. Árið 1966 fluttu þau í nýtt einbýlishús í Heiðarbæ 4. Í Árbæjarhverfi settu þau á fót bókaverslun, Bókabúð Jónasar Eggertssonar, sem þau ráku til ársins 1991 er Jónas lést. Eftir það vann hún sjálfboðaliðastörf fyrir Rauða krossinn á bókasafni Landspít- alans. Útför Ólafar fer fram frá Grensáskirkju í dag, þriðjudag- inn 18. september 2012, kl. 15. sínum og vann síðar við skrifstofustörf á Flateyri. Árið 1946 fór hún til Reykja- víkur til vinnu. Þar kynntist hún tilvon- andi eiginmanni sínum Jónasi Egg- ertssyni og gengu þau í hjónaband 16. 10. 1948. Foreldrar hans voru Sigurrós Jónasdóttir (1896- 1988) og Eggert Guðmundsson (1895-1966), bæði ættuð úr Kol- beinsstaðahreppi. Börn Ólafar og Jónasar eru: 1) Magnús Ragnar (1948) kvænt- ur Sigrúnu Sigurðardóttur og eiga þau börnin Hauk Rúnar (1975) og Ólöfu (1977), 2) Sig- urrós (1952) sem er gift Ólafi G. Flóvenz og eiga þau börnin Gunnar Jóhann (1976), kvæntan Elínu Ásgeirsdóttur, Sigrúnu Lóa, tengdamóðir mín til nær fjögurra áratuga, er látin, 85 ára gömul. Hún var ein þeirra mörgu Íslendinga sem ólust upp við kröpp kjör á litlu sveitabýli úti á landi á fyrri hluta síðustu aldar, áttu ekki kost á langskólamennt- un, leituðu suður til vinnu, brut- ust til bjargálna, bjuggu börnum sínum betra atlæti og skildu eftir nýja kynslóð vel menntaðra Ís- lendinga. Bernskuheimili Lóu stóð á Görðum, um þrjá km frá Flat- eyri. Þar ólst hún upp með þrem- ur systrum á líkum aldri og tveimur yngri bræðrum. Lífsaf- koman byggðist á útræði, fáein- um kindum og kúm. Lóa vandist snemma á mikla vinnu; heima fyrir við bústörf og beitingar og sjóinn sótti hún á litlum báti með föður sínum. Mjólkin var seld til Flateyrar og daglega roguðust systurnar illa skóaðar með mjólk í brúsum þangað til sölu. Gúmmí- stígvél voru illfáanleg munaðar- vara. Vinnuharkan var mikil enda ekki margra kosta völ til að sjá heimilinu farborða. Svona voru aðstæður barna á Íslandi um aldir. Andstæðurnar í lífi Lóu voru miklar því seinni hluta æv- innar bjó hún við góð kjör í ein- býlishúsi í Reykjavík, naut þess að fara til sólarlanda eða í sum- arbústað með fjölskyldu og vin- um. En þótt lífskjörin bötnuðu var hún alltaf sparsöm og nýtin. Upp úr stríðinu fóru systurnar á Görðum til Reykjavíkur í leit að atvinnu og betra lífi. Þar gift- ist Lóa Jónasi Eggertssyni, myndarlegum og hörkudugleg- um ungum manni ættuðum úr Kolbeinsstaðahreppi, sem alla ævi starfaði við bóksölu í Reykjavík. Saman eignuðust þau fjögur mannvænleg börn sem erfðu dugnað og elju foreldr- anna. Lóa og Jónas komu sér upp myndarheimili, fyrst í Voga- hverfi en síðar Árbæjarhverfi. Hún naut þess að hafa snyrtilegt og fallegt í kringum sig, var snill- ingur í kökugerð og máltíðir hennar og veislukostur var óvið- jafnanlegur. Lóa var afkastamik- il og afar vandvirk hannyrða- kona. Alla tíð saumaði hún út og prjónaði meðan kraftar leyfðu. Peysurnar sem hún prjónaði voru mikil listaverk með ótrú- lega flóknum og fallegum mynstrum. Lóa bjó alla ævi við erfitt heilsufar. Frá því um tvítugt gekkst hún undir margs konar læknisaðgerðir. Alltaf stóð hún upp aftur af þrautseigju og þrjósku og hvorki hlífði sér né kvartaði. Lóa var mikil fjölskyldukona. Barnabörnin voru afar hænd að henni og nákomin enda fátt betra í lífinu en að eiga góða ömmu. Lóa var hógvær og hlédræg kona en ávallt vökul yfir líðan og velferð annarra. Ef eitthvað bját- aði á kom hún alltaf óbeðin til að- stoðar. Hún gaf mikið af sér en átti að sama skapi erfitt með að þiggja; hún vildi ekki vera öðrum byrði. Við ferðalok ríkir djúpur söknuður en um leið mikið þakk- læti fyrir ánægjulega samfylgd. Ég kveð þig, Lóa mín, með ljóði Friðriks Hansen, sem þú eitt sinn baðst mig að rita fremst í gestabókina þína: Ætti ég hörpu hljómaþýða, hreina, mjúka gígjustrengi, til þín mundu lög mín líða, leita þín er einn ég gengi. Viltu, þegar vorið blíða vefur rósir kvölddögginni, koma til mín, kvæði hlýða, kveðja mig í hinsta sinni. Hafðu alúðarþakkir fyrir allt sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. Ólafur G. Flóvenz. Vetrarnóttin varla mun oss saka, fyrst að ljósin ofan að yfir mönnum vaka. (Stefán frá Hvítadal) Erindi þetta sendi ég móður- systur minni Ólöfu Magnúsdótt- ur fyrir margt löngu þegar hún átti við erfið veikindi að etja, veikindi sem hún vann bug á. Hún minnti mig á þetta þegar hún síðari hluta sumars lagðist inn á sjúkrahús vegna alvarlegs sjúkdóms og enn á ný var ég þess fullviss að hún myndi hafa betur í baráttunni. En sú varð ekki raunin því hún kvaddi okkur um það bil er fyrsta lægð hausts- ins nálgaðist landið. Með henni kveður þriðja móðursystir mín en þær voru allar hornsteinar í lífi mínu á barns- og unglings- árum. Ólöf ólst upp í Önundarfirði en fluttist ung að árum til Reykja- víkur þar sem hún kynntist mannsefni sínu Jónasi Eggerts- syni, síðar bóksala. Þau voru nokkuð ólík en svo samtaka voru þau bæði í lífi og starfi að það var sem þar færi einn maður. Með dugnaði og elju skópu þau sér og börnum sínum góð lífskjör og fal- lega umgjörð utan um líf sitt. Allt frá barnæsku stóð mér heimili þeirra opið hvenær sem var og ég varð aldrei vör við ann- að en að vera mín þar þætti bæði sjálfsögð og eðlileg. Þá sýndu þau mér einnig mikla velvild, þannig færðu þau mér til dæmis gjafir rétt eins og sínum eigin börnum þegar þau komu úr ut- anlandsferðum sem almennt voru fátíðar á þeim tíma. Við andlát föður míns þegar ég var barn að aldri stóðu þau sem einn maður í stuðningi sínum við móð- ur mína. Það gleymist aldrei. Eftir að ég óx úr grasi minnkuðu samskipti okkar eins og gengur en ég minnist ótal gleðistunda á glæsilegu heimili þeirra þar sem ríkti mikil reisn og höfðingsskap- ur. Það var mikið áfall þegar Jónas lést fyrir aldur fram fyrir rúmum tuttugu árum en móðu- systir mín tókst á við fráfall hans, eins og önnur verkefni sem henni voru falin í lífinu, af festu og þrautseigju. Og eftir sem áður sýndi hún mér vináttu og hlýju og stóð einnig þétt við bakið á mér þegar bjátaði á og skipti stuðningur hennar mig miklu. Móðursystir mín var mörgum mannkostum búin, eins og þeir vita sem þekktu hana. Hún var afar raungóð og trygg, höfðingi heim að sækja og allt virtist leika í höndunum á henni. Það sem stendur hins vegar upp úr í minningunni nú þegar leiðir skil- ur er þolgæðið sem hún sýndi í lífinu. Á langri ævi tókst hún margsinnis á við bæði alvarleg veikindi og erfiðleika af fádæma þrautseigju. Því hvarflaði það einhvern veginn ekki að mér, þrátt fyrir nokkuð háan aldur hennar, að hún myndi ekki hafa betur í þessari síðustu baráttu. En nú hefur hún kvatt og skarðið sem hún skilur eftir sig verður ekki fyllt. Ég minnist hennar með mikilli hlýju og þakka fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig á langri samleið okkar. Veri hún kært kvödd. Frændsystkinum mínum, börnum hennar, og öðrum að- standendum færi ég innilegar samúðarkveðjur. Áslaug Þórarinsdóttir. Ólöf Magnúsdóttir HINSTA KVEÐJA Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Elsku mamma. Takk fyrir allt. Þinn sonur, Eggert. ✝ Loftur Þor-kelsson fædd- ist á Arnórsstöðum á Jökuldal 23. des- ember 1917. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 9. september 2012. Foreldrar hans voru hjónin Berg- þóra Benedikta Bergsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1885, d. 7. apríl 1978, frá Hjarð- arhaga á Jökuldal, og Þorkell Jónsson Fjallmann bóndi, f. 1. júní 1877, d. 6. des. 1922, frá Fjallsseli í Fellum. Þau bjuggu á Arnórsstöðum á Jökuldal. Systk- ini Lofts eru: Guðný, f. 1905, d. 1999; Sólveig, f. 1907, d. 1934; Jón, f. 1908, dó á fyrsta ári; Elín Margrét, f. 1909, d. 2003; Jón, f. 1911, d. 1996; Bergur, f. 1912, d. 1961; Sigríður, f. 1914, d. 1930; Jón, f. 1916, dó nokkurra daga gamall; Svanfríður, f. 1919; Guð- rún Sigurbjörg, f. 1920, d. 2003; Arnór, f. 1921, d. 2005. Systir Lofts sammæðra er Ragna Sig- ríður Gunnarsdóttir, f. 1929. Kona Lofts var Margrét Halls- dóttir frá Kóreksstöðum í Út- eru Axel Máni Guðbjörnsson, f. 2002 og Aron Snær Guðbjörns- son, f. 2004. Dóttir hans með Hildigunni Bjarnadóttur, f. 1964, er Helga Guðbjarnardóttir, f. 1989. 3) Dóttir Sigurðar Ásgeirs- sonar er Linda Sigurðardóttir, f. 1967, hún á þrjú börn. Börn Elf- ars eru: 1) Védís Monica Loftsson, f. 1966. Dætur hennar með Ramiz Pourhassany, f. 1961, eru Védís Parvin Rebecca, f. 1994, og Sofia Kadlin Rougine, f. 1996. Sonur hennar með Abbi Wardere, f. 1971, er Noah Elias Loftur, f. 2006. 2) Jón Axel Reifnir Lofts- son, f. 1972, sambýliskona Karin Larsson, f. 1975. Dóttir þeirra er Emmy Sólrún Ingeborg, f. 2011. 3) Margrét Kristina Emilia Lofts- son, f. 1977, sambýlismaður Magnus Sjögren, f. 1974. 4) Eskil Loftur Torvald Loftsson, f. 1982, eiginkona Stephanie Bierke, f. 1985 (skildu). Börn Bergþóru Óskar eru: 1) Hjörtur Hjartarson, f. 1963. 2) Elfar Úlfarsson, f. 1965, eiginkona Dröfn Vilhjálms- dóttir, f. 1972. Börn þeirra hjóna eru Ósk Elfarsdóttir, f. 1994, Vil- hjálmur Jón Elfarsson, f. 2000 og Jóhanna Inga Elfarsdóttir, f. 2004. Sonur hans með Svanhildi Ólafsdóttur, f. 1966 er Alexander Elfarsson, f. 1987. Útför Lofts fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 18. september 2012, kl. 15. mannasveit í N- Múlasýslu, f. 11. októ- ber 1908, d. 4. mars 1972. Foreldrar hennar voru Þórunn Björnsdóttir hús- freyja, f. 13. sept- ember 1877, d. 25. júlí 1969, og Hallur Björnsson bóndi, hreppstjóri og org- anisti, f. 17. nóv. 1870, d. 28. júní 1953. Börn Margrétar og Lofts eru: 1) Védís Þórhalla, f. 28. apríl 1939, eig- inmaður Sigurður Ásgeirsson, f. 1942, fyrri eiginmaður Maron Guðmundsson, f. 1940, d. 2004 (skildu). 2) Elfar Reifnir, f. 2. apr- íl 1942, eiginkona Eva Loftsson (fædd Pettersson) f. 1946 (skildu), Barbro Stenum (fædd Svanberg) f. 1943 (skildu). 3) Bergþóra Ósk, f. 27. ágúst 1947. 4) Einnig fóstr- aði Loftur dótturson sinn Elfar Úlfarsson. Börn Þórhöllu eru: 1) Loftur Reimar Gissurarson, f. 1961, eiginkona Jóhanna Margrét Thorlacius, f. 1959. Synir þeirra hjóna eru Sigurður Thorlacius, f. 1990, og Magnús Örn Thorlacius, f. 1992. 2) Guðbjörn Maronsson, f. 1963, sambýliskona Kristbjörg Helgadóttir, f. 1965. Synir þeirra Loftur þurfti snemma að sjá fyr- ir sér sjálfur og 16 ára fór hann um sveitir Jökuldals sem vinnumaður. Á Kóreksstöðum kynntist hann konu sinni, Margréti Hallsdóttur, sem var Kvennaskólagengin. Árið 1944 fluttu Loftur og Margrét með börnin, ásamt Þórunni og Halli sem voru orðin roskin, á föðurleifð Lofts, Arnórsstaði, og hófu þar bú- skap. Árið 1961 flutti fjölskyldan í Melgerði 15 í Kópavogi. Loftur vann við ýmis störf að búskap lokn- um, aðallega sem verkamaður, en síðar verktaki í gatnagerð og frá- veitum. Þá hóf hann störf hjá Kópavogsbæ sem flokksstjóri þar til að hann hætti vinnu 1987, sjö- tugur að aldri. Frá 2007 dvaldi Loftur í Sunnuhlíð. Maðurinn var harðduglegur til vinnu og ávallt vinsæll á vinnustað. Pabbi okkar, Loftur, er dáinn. Þótt hann hafi verið orðinn las- burða og lífsverki hans lokið fyrir mörgum árum, og fráfall hans í raun viðbúið, sker sorgin skriðufar í tímarás hversdagsleikans þegar staðreyndin er fyrir höndum að hann sé farinn fyrir fullt og allt. Það sem kannski fyrst kemur upp í huga okkar er aðdáun á þeirri grundvallar bjartsýni sem pabbi hafði. Hann vann hörkuvinnu alla ævi til að sjá okkur, fjölskyldu sinni farborða. Hann var örlátur þegar hann hafði eitthvað aflögu og hann vildi allt fyrir okkur gera. Búskapurinn á Arnórsstöðum var erfiður. Húsnæðið var við- byggður torfbær í slæmu standi, möguleikar til heyöflunar tak- markaðir og búskapurinn byggðist aðallega á handafli bæjarfólksins. Pabbi var glöggur á fé. Það var byrjað með fáar rollur, en þeim fjölgaði þó sæmilega þrátt fyrir erfiðar aðstæður fyrstu árin. Hann var annars fremur áhuga- laus um hversdagsstörf búskapar- ins en hafði mikinn áhuga á, og var forvitinn um nýja ræktunar- og bú- skaparmöguleika sem og um fé- lagslega þróun í sveitinni. Þótt bú- skapurinn væri mjög erfiður fylgdi erfiðinu og áhyggjunum alltaf líka lífsgleði, söngur og aragrúi af kímnum tækifærisvísum. Við geymum einhvers staðar fjóra stóra plastpoka fulla af blöðum og blaðasneplum með vísum hans og ljóðakornum. Eftir að foreldrar okkar slitu búi og settust að í Melgerðinu tók við nýr áfangi hjá pabba. Hann þurfti að laga sig að nýjum staðháttum og vinnuskilyrðum og einnig þurftu börnin og barnabörnin á mikilli að- stoð að halda. Í fjölmörg ár lagði pabbi hart að sér og stóð í enda- lausu erfiði til að geta hjálpað unga fólkinu. Pabbi bar mikla virðingu fyrir menntun og taldi það skyldu sína að halda því að börnum sínum að mennta sig. Sjálfur hafði hann ekki fengið þá möguleika; hans skóla- ganga var einungis nokkrir mán- uðir í farskóla á Jökuldalnum. En hann keypti mikið af bókum og las mikið, og hafði einnig mjög gaman af öllum fróðleik. Þessi sjálfs- menntun færði honum þekkingu og skilning vel á borð við marga með digra skólamenntun að baki. En nú er hann farinn á annarra fund. Þótt söknuðurinn svíði og syrti nú, er, eins og alltaf þegar um pabba var að ræða, gleði nálæg á næstu grösum. Minningarnar um ástúð og hreinskilni hans deyfa, og slá jafnvel birtu á sorg okkar núna. Elfar Loftsson, Þórhalla Loftsdóttir og Bergþóra Ósk Loftsdóttir. Loftur Þorkelsson  Fleiri minningargreinar um Loft Þorkelsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf grein- in að hafa borist á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær systir okkar og mágkona, ÁGÚSTA SVEINSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Kleppsvegi 32, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 13. september. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Berent Theodór Sveinsson, Laufey Guðbrandsdóttir, Tryggvi Sveinsson, Þóra Eiríksdóttir. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, PETREA VILHJÁLMSDÓTTIR frá Þorlákshöfn, lést sunnudaginn 16. september á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum. Útförin fer fram frá Þorlákskirku laugardaginn 22. september kl. 11.00. Vilhjálmur Knútsson, Jerine Egede, Petra Vilhjálmsdóttir, Ingvar Arnarson, Jerine Knutsson, Lars Peter Lennert, Knut Knutsson, Kristján Þórir, Örn Ingi og Máni, Silja Isadora og Siri Ásta, Guðrún, Margrét, Sigurður og Helgi. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR A. INGIMARSSON, andaðist föstudaginn 14. september. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. september kl. 13:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Kristján Gunnarsson, Helgi Gunnarsson, Margrét Irene Schwab, Ása Rakel Gunnarsdóttir, Carsten Olesen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.