Morgunblaðið - 18.09.2012, Side 2
FRÉTTASKÝRING
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið
2013 kemur fram að velferðar-
ráðuneytið hyggst spara 220
milljónir með því að hætta
greiðsluþátttöku í metýlfenidat-
lyfjum fyrir fullorðna enda séu
„lyfin einungis ætluð börnum og
unglingum samkvæmt klínískum
leiðbeiningum“. Staðreyndin er
hins vegar sú að embætti land-
læknis hefur gefið út klínískar
leiðbeiningar um notkun á þess-
um lyfjum fyrir fullorðna. Full-
yrðingin er röng eða „ónákvæm“.
Á laugardag fjallaði Morgun-
blaðið um þá „ónákvæmni“ sem
fólst í því að í sama kafla fjárlaga-
frumvarpins segir að nýtt
greiðsluþátttökukerfi lyfja eigi að
nota meira af þessum lyfjum en
nokkur önnur þjóð. Reynt hafi
verið að ná notkuninni niður með
ýmsum ráðum en það ekki tekist,
nema að litlu leyti.
Einar segir að það verði útfært
frekar á milli umræðna um frum-
varpið á Alþingi hvaða leiðir verði
farnar í þjónustu við þennan hóp.
Í því samhengi hefur meðal ann-
ars verið rætt um stofnun sér-
staks teymis á geðsviði Lands-
spítalans sem muni hafa það
hlutverk að stýra meðferð fyrir
hópinn. Lyfjameðferð verður því
ekki útilokuð fyrir þá sem þurfa á
því að halda, heldur sé ætlunin
að tryggja að
heild-
stætt
mat fari
fram þeg-
ar annað
dugar ekki.
spara 250 milljónir. Í ljós kom að
þarna var átt við að spara ætti
250 milljónir í almennum lyfja-
kostnaði, ekki með nýja kerfinu.
Varð til í fjárlagavinnunni
Einar Magnússon, lyfjamála-
stjóri velferðarráðuneytisins,
segir að orðalagið í frumvarpinu
sé mjög ónákvæmt að þessu leyti.
Þarna sé sennilega átt við að í
lyfjaskrá Lyfjastofnunar komi
fram að þessi lyf séu ekki ætluð
fullorðnum. „En það er alveg rétt
að notkun fyrir fullorðna er í klín-
ískum leiðbeiningum,“ segir
hann. Velferðarráðuneytið sé
ekki ánægt með þetta orðalag í
frumvarpinu en það hafi orðið til í
fjárlagavinnunni. „Það hefur ver-
ið tekist á um orðalag á þessu,“
segir hann en vill ekki segja nán-
ar hvaðan orðalagið sé komið.
Einar bendir á að Íslendingar
Ónákvæmni á ónákvæmni ofan
Röng fullyrðing í fjárlögum um klínískar leiðbeiningar
um ADHD fyrir fullorðna Á að spara 220 milljónir
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Klínísku leiðbeiningarnar sem um ræð-
ir koma fram í ritinu Vinnulag við grein-
ingu og meðferð athyglisbrests með
ofvirkni (ADHD) sem embætti land-
læknis gaf út í mars 2012.
H. Magnús Haraldsson, sérfræðingur
í geðlækningum á geðsviði Landspít-
alans, tók þátt í að semja ritið. Hann
segir að í vissum tilfellum, þegar búið
sé að reyna aðrar aðferðir, geti verið
rétt að gefa fullorðnum metýlfenidat-
lyf. Þessar klínísku leiðbeiningar séu
sambærilegar þeim sem m.a. sé stuðst
við í Noregi og Svíþjóð. Hann
bendir á að rannsóknir hafi
staðfest að fullorðnir geti
verið með ADHD og að
metýlfenidatlyf gagnist
við meðferð þeirra.
Þó að í lyfjaskrá komi
fram að lyfin séu aðeins
ætluð börnum og unglingum sé alls
ekki óalgengt að lyf séu notuð á annan
hátt en mælt sé fyrir í lyfjaskrá. Þannig
hafi t.a.m. mörg þunglyndislyf verið
notuð gegn kvíðaröskunum, þrátt fyrir
að í lyfjaskrá kæmi ekki fram að þau
mætti nota með þeim hætti. Nú væru
mörg þessara lyfja skráð þannig að þau
virkuðu einnig gegn kvíðaröskunum.
Í dag greiðir fullorðinn einstaklingur
rúmlega 6.000 á mánuði fyrir rítalín
eða concerta. Án greiðsluþátttöku
myndi mánaðarlegur kostnaður hlaupa
upp í 22-27.000 krónur, samkvæmt
upplýsingum frá Lyfju.
„Ef það á að hætta að niðurgreiða
þessi lyf að fullu held ég að það þýði að
margir verði að hætta að taka þau. Og
það getur haft býsna afdrifaríkar af-
leiðingar fyrir þá sem sannarlega þurfa
á þeim að halda,“ segir Magnús.
Rannsóknir staðfesta gagnsemi
KLÍNÍSKAR LEIÐBEININGAR SAMBÆRILEGAR OG Í NOREGI OG SVÍÞJÓÐ
Karlmaður á fimmtugsaldri var sak-
felldur í Héraðsdómi Reykjaness í
gær fyrir að hafa margsinnis áreitt
stjúpdóttur sína kynferðislega og
haft við hana samræði og önnur kyn-
mök þegar hún var barn. Maðurinn
var að auki sakfelldur fyrir að hafa
haft í sinni vörslu talsvert magn af
grófu barnaklámi og var hann
dæmdur til að sæta fangelsi í 8 ár og
til að greiða stjúpdóttur sinni 2,5
milljónir króna í miskabætur.
Ríkissaksóknari gaf út ákæru á
hendur manninum 13. júní síðastlið-
inn en í málinu var hann borinn sök-
um af stjúpdóttur sinni og dóttur.
Var hann fundinn sekur um „mörg
gróf og alvarleg kynferðisbrot gegn
stjúpdóttur sinni þegar hún var á
aldrinum 11-18 ára“, eins og segir í
niðurstöðu dómsins, en sýknaður af
ákærum um að hafa framið kynferð-
isbrot gegn dóttur sinni.
Skýrslur brotaþola fyrir dómi
þóttu í öllum meginatriðum greinar-
góðar og trúverðugar og þótti hún
hafa gefið trúverðuga skýringu á því
af hverju hún dró það svo lengi sem
raun bar vitni að skýra frá misgjörð-
um ákærða gagnvart henni. Ákærði
neitaði í fyrstu allri sök en gekkst
síðar að hluta til við þeirri háttsemi
sem hann var ákærður fyrir. Þó vildi
hann meina að þau brot sem hann
var tilbúinn að gangast við hefðu átt
sér stað þegar stjúpdóttir hans var
orðin 16 ára gömul og með hennar
samþykki.
Við húsleit á heimili foreldra
mannsins var m.a. lagt hald á 24
geisladiska sem sýndu börn á kyn-
ferðislegan eða klámfenginn hátt.
Viðurkenndi ákærði að „hann ætti
örugglega eitthvað af þessu sjálfur“
en framburður hans um þetta
ákæruefni þótti ruglingslegur og átti
hann í erfiðleikum með að veita af-
dráttarlaus svör.
Dæmdur í 8 ára fangelsi
fyrir gróf kynferðisbrot
Nauðgaði og áreitti stjúpdóttur sína ítrekað í mörg ár
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fjárhagsleg endurskipulagning Sveit-
arfélagsins Álftaness er nú á lokastigi
og hefur tekist að minnka skuldir og
skuldbindingar sveitarfélagsins um
meira en helming frá því sem var á
árinu 2009. Jafnframt hefur tekist að
snúa rekstri sveitarfélagsins við úr
neikvæðum í jákvæðan á skömmum
tíma.
Íbúar Álftaness og Garðabæjar
ganga til kosninga um sameiningu
sveitarfélaganna þann 20. október
næstkomandi. Ef sameining verður
samþykkt tekur hún gildi 1. janúar
2013. Þá yrðu skuldir sameinaðs sveit-
arfélags um 95% af tekjum og er áætl-
að að þetta hlutfall lækki í 64% árið
2017 en það mun vera með því lægra
sem þekkist á landinu.
„Skuldir sveitarfélagsins voru orðn-
ar allt of miklar en á árinu 2010 var
sett sérstök fjárhaldsstjórn sem hefur
unnið með bæjarstjórn að úrbótum,“
segir Snorri Finnlaugsson, bæj-
arstjóri á Álftanesi. „Óhætt er að
segja að verulegur
árangur hafi
náðst. Skuldir og
skuldbindingar
Álftaness voru í
árslok 2009 um 7,2
milljarðar en þessi
tala er komin nið-
ur í 3,2 milljarða
ef af sameiningu
verður. Þar með
er eiginfjárstaðan orðin jákvæð á ný
því bókfærðar eignir okkar í árslok
2012 eru áætlaðar um 3,4 milljarðar
króna,“ segir Snorri.
Stakkaskipti í rekstri
Rekstur Álftaness hefur einnig tek-
ið stakkaskiptum en halli var á rekstri
fyrir fjárhagsliði árið 2008 upp á um
130 milljónir króna. Á síðasta ári var
afgangur upp á 240 milljónir króna
fyrir fjármagnsliði og stefnir í að hann
verði 277 milljónir í lok þess árs.
Um 400 milljóna jákvæður viðsnún-
ingur hefur því orðið í rekstri sveitar-
félagsins á fjórum árum, að sögn
Snorra.
Eignir Álftaness
nú umfram skuldir
Gjörbreytt skulda- og rekstrarstaða
Kosið um sameiningu 20. október
Frá Álftanesi.
Selfossi | Sigríður Fanney Isaksen fagnaði í gær 100
ára afmæli sínu. Sigríður er til heimilis að Blesastöðum
á Skeiðum en er fædd á Stokkseyri. Þaðan fluttist hún
ung til Reykjavíkur og kynntist manni sínum, Reidar
Isaksen, norskum sjómanni og bjuggu þau í Reykjavík
alla sína búskapartíð.
Sigríður er hress og segir það gaman að vera gömul.
Fékk hún fjölda gesta í heimsókn í gær og var slegið
upp afmælisveislu fyrir Sigríði og aðra heimilismenn
að Blesastöðum í tilefni þessa merkisdags. Á myndinni
er Sigríður ásamt þremur af barnabarnabörnum sín-
um, þeim Vilhelmínu, Hörpu og Agnesi.
Fagnaði með fjölda gesta á hundrað ára afmælinu
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Gaman að verða gömul