Morgunblaðið - 18.09.2012, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012
Það er gott dæmi um hvaðímyndunarafl okkar erþrátt fyrir allt virkt aðtveir leikarar, sem skipta
varla um föt og hafa enga sérstaka
leikmuni sér til aðstoðar, geti leik-
andi haldið stórum sal hugföngnum í
meira en tvær klukkustundir.
Til þess að þetta heppnist þarf þó
bæði góða sögu og afburðaleikara og
það á við í þessu tilviki. Með fulla
vasa af grjóti gerist í þorpi á Írlandi
þar sem verið er að taka upp stór-
mynd og bæjarbúar hafa margir at-
vinnu af því að vera aukaleikarar í
henni. Í verkinu er því eiginlega ver-
ið að snúa Hollywood-mynd á röng-
una, að sýna það sem gerist raun-
verulega hjá aukaleikurunum á milli
þess sem glansmyndin er búin til.
Andstæðan er svo söguþráður stór-
myndarinnar, stjörnur hennar, leik-
stjóri, aðstoðarleikstjóri og örygg-
isvörður – fólk sem lifir í einhvers
konar gerviheimi.
Í verkinu er dregin upp mynd af
bágu atvinnuástandi og takmörk-
uðum tækifærum þorpsbúa, veikum
vonum og brostnum draumum. Að-
alpersónurnar eru þeir Jake Quinn,
leikinn af Stefáni Karli Stefánssyni,
og Charlie Conlon sem Hilmir Snær
Guðnason túlkar. Til viðbótar
bregða þeir félagar sér í gervi þrett-
án persóna þannig að segja má að
þetta sé mannmörg sýning.
Jake Quinn er fæddur og uppalinn
á staðnum. Hann hefur freistað gæf-
unnar í Bandaríkjunum en komið
heim aftur með skottið á milli lapp-
anna. Charile Conlon hefur flosnað
upp og á að baki skipbrot og áföll. Sá
fyrrnefndi er afar þungur og fullur
ásakana í eigin garð og annarra
vegna alls sem miður fer, hinn er
hálfgerður trúður sem reynir að slá
sem flestu upp í grín. Undir niðri
býr þó erfið reynsla.
Þeir Hilmir Snær og Stefán brill-
era í þessari sýningu, nákvæmlega
eins og þeir gerðu í lok árs 2000 og
allar eru persónurnar eftirminnileg-
ar. Ég nefni sérstaklega Mickey,
gamlan og þrautreyndan aukaleik-
ara sem Stefán Karl leikur og Jack
Cambell, öryggisvörð Caroline, sem
Hilmir Snær fyllir vel út í. Hilmir
Snær leikur einnig Fin, sem er óör-
uggur og með smávægilegt stam, af
mikilli snilld þannig að maður þekkir
samstundis persónuna.
Sérstaklega er gaman að því
hvernig þeim félögum tekst að túlka
konur. Hilmir Snær gerði kvik-
myndastjörnunni Caroline Giovanni
svo góð skil að það myndaðist í al-
vöru rafmagnað andrúmsloft á milli
hennar og Jake Quinn. Stefán Karl
var líka mjög skemmtilegur sem hin
metnaðarfulla Aisling. Hún er þriðji
aðstoðarleikstjóri en stefnir hærra.
Sýningin er öll afar vel útfærð og
skiptingarnar renna fullkomlega.
Þar má þakka Ian McElhinney, hin-
um þrautreynda leikstjóra verksins
sem hefur leikstýrt því víða við góð-
an orðstír og meðal annars þegar
það var sýnt á Íslandi síðast.
Eitt af því sem gerði þessa sýn-
ingu sérstaklega skemmtilega var
hvernig þeir félagar spiluðu á salinn
og hvernig áhorfendur voru dregnir
inn í verkið. Meðal annars var einn
áhorfenda, nauðugur, viljugur gerð-
ur að þátttakanda við talsverðan
fögnuð viðstaddra. Þá er dansatriði
þeirra félaga frábærlega glæsilegt
og skemmtilegt. Í stuttu máli var
þetta því eftirminnilegt kvöld með
góðu verki og enn betri leikurum.
Brillera „Þeir Hilmir Snær og Stefán brillera í þessari sýningu, nákvæmlega eins og þeir gerðu í lok árs 2000 og all-
ar eru persónurnar eftirminnilegar“ segir m.a. í gagnrýni um leiksýninguna Með fulla vasa af grjóti.
Einn plús einn verða 15
Með fulla vasa af grjóti bbbbn
Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jon-
es. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason og
Stefán Karl Stefánsson. Útfærsla leik-
myndar og búninga: Elín Edda Árnadótt-
ir, lýsing: Halldór Örn Óskarsson, þýð-
ing: Guðni Kolbeinsson. Leikstjórn: Ian
McElhinney, aðstoðarleikstjóri: Selma
Björnsdóttir. Frumsýning á stóra sviði
Þjóðleikhússins 15. september 2012.
SIGURÐUR G.
VALGEIRSSON
LEIKLIST
Nýtt bókauppboð er hafið á vefnum
Uppbod.is og er elsti prentgrip-
urinn á því bók eftir Arngrím Jóns-
son „lærða“ um Ísland, prentuð og
gefin út í Amsterdam árið 1643.
Á uppboðinu má finna yfir
hundrað bækur og kennir á því ým-
issa grasa. Meðal annars má finna
bókina Íslenzkt gullsmíði eftir
Björn Th. Björnsson, uppselda ætt-
fræðiritið Kjósarmenn eftir Harald
Pétursson og ljóðabókina Hlutabréf
í sólarlaginu eftir Dag Sigurðarson,
að því er fram kemur í tilkynningu.
Af fræðibókum má nefna Kuml og
haugfé eftir
Kristján Eldjárn
og á uppboðinu
er einig nokkuð
af íslensku prenti
frá gömlu prent-
stöðunum á Ís-
landi, m.a. Hól-
um í Hjaltadal,
og eru þær bæk-
ur flestar í upp-
runalegu bandi.
Ein Biblía er á uppboðinu, prentuð í
Viðeyjarklaustri árið 1841.
Uppboðið stendur til 30. sept.
Elsta bókin frá árinu 1643
Bók Arngríms
Jónssonar frá 1643.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég flutti þessa dagskrá fimm sinn-
um sl. vor og viðtökurnar urðu svo
gríðargóðar að ég tímdi ekki að
kveðja þetta verkefni. Í kjölfarið
ákvað ég að gefa þetta bara út og
halda sýningum áfram,“ segir Krist-
jana Skúladóttir, leik- og söngkona,
sem nýverið sendi frá sér geisladisk-
inn Söngkonur stríðsáranna. Á plöt-
unni flytur Kristjana 14 dægurlög
sem vinsæl voru á styrjaldarárunum
við undirleik djasstríós sem skipað er
þeim Gunnari Hrafnssyni bassaleik-
ara, Vigni Þór Stefánssyni píanóleik-
ara og Matthíasi Hemstock trommu-
leikara.
Að sögn Kristjönu skipa frásagnir
stóran sess á tónleikunum. „Raunar
er kannski ekki réttnefni að kalla
þessa dagskrá tónleika, því þetta er
miklu meira en tónleikar. Ég er leik-
kona og ég nálgaðist lögin með þeim
hætti. Þannig bý ég til stemningu
með því að vera í kjól frá þessum
tíma og með réttu greiðsluna og förð-
unina sem og nokkra leikmuni á svið-
inu. Ég fór því inn í þetta verkefni
með því að leika þetta tímabil. Þó ég
sé alls ekki að reyna að stæla þessa
söngkonur þá dettur maður óneit-
anlega inn í karakter í söngnum, en
milli laga segi ég frá þeim. Þetta voru
konur sem stóðu á hliðarlínunni í
átökum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Með söng sínum skildu þær oft á milli
þess hvort hermenn, örmagna á sál
og líkama, gæfust upp eða ekki. Þær
voru á staðnum, gáfu af sér eins og
þær gátu og hvöttu hermennina
áfram í baráttunni,“ segir Kristjana,
en meðal laga sem hún flytur eru
„Lili Marlene“ sem var einkennislag
Marlene Dietrich, „La Vie en Rose“
sem Edith Piaf samdi textann við og
flutti með eftirminnilegum hætti,
„We’ll meet again“ sem Vera Lynn
gerði ódauðlegt og „Ennþá man ég
hvar“ sem Hallbjörg Bjarnadóttir
flutti.
Með glampa í augum
„Ég segi líka frá því hvað var að
gerast í tónlistarlífinu hér heima á Ís-
landi á þessum árum, en með her-
námsliðinu barst ný og spennandi
tónlist,“ segir Kristjana. Spurð hvað
hafi heillað hana við þessa tónlist seg-
ir Kristjana hana hafa fylgt sér frá
blautu barnsbeini. „Það hefur örugg-
lega haft eitthvað að segja að ég á svo
fullorðna foreldra og mamma mín
heitin fékk alltaf glampa í augun þeg-
ar flutt voru lög frá þessum tíma í út-
varpinu. Þessi tónlist hefur alltaf
heillað mig og höfðað mjög sterkt til
mín. Ég er búin að syngja þessi lög
frá því ég var krakki og er núna fyrst
að koma þessu frá mér.“
Sem fyrr segir flytur Kristjana
söngdagskrá sína í Iðnó um þessar
mundir. Næsta sýning verður sunnu-
daginn 23. september kl. 20.
Tónlist sem lengi
hefur heillað
Söngkonur stríðsáranna gefnar út
Leikrænt Kristjana Skúladóttir
heiðrar söngkonur stríðsáranna.
Ítalarnir Augusto Contento, Gian-
carlo Grande og Michael Aust komu
á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í
Reykjavík, RIFF, fyrir fjórum árum
og sóttu sérstakan hugmyndamark-
að, Sound on Sight, þar sem fram-
leiðendur kynntu hugmyndir sínar
að tónlistartengdum myndum. Varð
þá til hugmyndin að heimildarmynd-
inni Parallax Sounds, eða Hljóða-
hliðrun og Ítalarnir fundu sér sam-
starfsfólk og efldu samböndin, skv.
tilkynningu frá hátíðinni. Myndin
verður sýnd á RIFF í ár en hátíðin
hefst 27. september. Í Parallax
Sounds er fjallað um post-rock tón-
listarsenuna í Chicago og hvernig
borgarlandslagið þar hafði áhrif á
tónlistina. Myndin var fjármögnuð
með sk. fjöldafjármögnun (crowd
funding) í gegnum crowd-funding-
síðuna Kickstarter, að því er fram
kemur í tilkynningunni. Frekari
upplýsingar á riff.is.
Parallax Sounds á RIFF
Hljóðahliðrun Úr heimildarmyndinni Parallax Sounds eða Hljóðahliðrun.