Morgunblaðið - 18.09.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.09.2012, Blaðsíða 19
Brátt verður gengið til ráðgefandi þjóð- aratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þar verður spurt um stöðu Þjóðkirkjunnar: „Vilt þú að í nýrri stjórn- arskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Ís- landi?“ Flestir hafa skoðanir á stöðu þjóð- kirkjunnar, ekki aðeins í stjórn- arskránni heldur í samfélaginu al- mennt. En ef til vill hafa færri velt því fyrir sér um hvað komandi þjóðaratkvæðagreiðsla um stöðu þjóðkirkjunnar snýst. Ég vil leyfa mér að árétta að hún snýst ekki um fjármál þjóð- kirkjunnar. Þau hafa oft verið til umræðu. Margir sjá ofsjónum yfir þeim, ekki síst þeim samningi sem í gildi er milli ríkis og kirkju. Sá samningur hefur ekkert með stöðu þjóðkirkjunnar í stjórnarskránni að gera. Þar er um lögvarðan samning að ræða sem kirkja og ríki gerðu með sér á grundvelli kirkjueigna. Samkvæmt honum af- hendir þjóðkirkjan ríkinu jarð- eignir sínar gegn endurgjaldi í formi launa til tiltekins fjölda presta og starfsmanna þjóðkirkj- unnar. Sá samningur félli ekki nið- ur með þjóðkirkjuákvæði stjórn- arskrárinnar, og í öllu falli ekki óbættur. Sama má segja um sókn- argjöldin, félagsgjöld þjóðkirkj- unnar og annan megintekjustofn hennar. Þau standa ekki í beinum tengslum við stjórnarskrárákvæði um þjóðkirkjuna. Ríkið innheimtir sóknargjöldin fyrir þjóðkirkjuna með sama hætti og gert er fyrir önnur trúfélög í landinu. Breyt- ingar á því fyrirkomulagi þurfa á engan hátt að standa í tengslum við breytingu eða niðurfellingu á stjórnarskrárákvæði um þjóðkirkj- una. Komandi kosning snýst ekki heldur um svonefndan aðskilnað ríkis og kirkju þó ýmsir telji svo vera. Sá aðskilnaður kom til fram- kvæmda í grundvallartriðum árið 1997 með tilkomu rammalöggjafar um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkj- unnar. Þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag og réttaraðili sem ber réttindi og skyldur að lögum. Þjóðkirkjan er ekki ríkiskirkja enda þótt hún tengist ríkinu með vissum hætti. Ólíkt því sem var fyrir árið 1997 stýrir þjóð- kirkjan sér sjálf á grundvelli starfs- reglna og reglugerða sem kirkjuþing – æðsta stjórnvald þjóðkirkjunnar – setur henni, ekki alþingi eða ráðherra. Staða þjóð- kirkjunnar í stjórnarskrá hefur ekki áhrif þar á. Þá snýst komandi kosning ekki um trúfrelsi eða skort þar á. Mannréttindadómar hafa fallið sem kveða á um að þjóðkirkjufyr- irkomulag takmarki ekki ákvæði um trúfrelsi. Burtséð frá því þarf enginn að tilheyra þjóðkirkjunni fremur en hann vill. Engum er nauðugur einn sá kostur að leita til hennar. Að þjóðkirkjan (og kristin trú almennt) sé fjölmennari og fyr- irferðarmeiri en önnur trúfélög í sögu og samtíð, og axli þar af leið- andi víðtækari skyldur en þau, tak- markar ekki trúfrelsið frekar en það takmarkar skoðanafrelsið að einn stjórnmálaflokkur sé stærri og valdameiri en aðrir. – Þá má benda á að óvíða hafa trúfrelsi og umburðarlyndi skotið jafn djúpum rótum en meðal þeirra þjóða þar sem þjóðkirkjufyrirkomulag hefur verið við lýði. Ísland er fallegt dæmi þar um. Rök hníga að því að þær dyggðir hafi notið þess að vaxa upp í skjóli breiðrar og um- burðarlyndrar þjóðkirkju. Ekki er sjálfgefið að þróunin hefði orðið með sama hætti ef trúfélög kepptu sín á milli á frjálsum markaði, ef svo má segja. – En grundvall- aratriðið er að ný stjórnarskrá hygli ekki þjóðkirkjunni umfram önnur trúfélög. Þess óskar þjóð- kirkjan sér ekki. Raunar hefur hún talað fyrir því að önnur trúfélög njóti sambærilegra réttinda og hún. Því ber að fagna frumvarpi innanríkisráðherra, svo dæmi sé tekið, um bætta stöðu trú- og lífs- skoðunarfélaga. Hitt er annað mál að sambærileg staða trúfélaga útilokar ekki að kveðið sé á um þjóðkirkju í stjórn- arskránni í einni eða annarri mynd. Sú breyting sem nýlega var gerð á stjórnarskrá Noregs er dæmi þar um. Staða norsku kirkj- unnar var einfölduð til mikilla muna. Stigið var frá eindregnu rík- iskirkjufyrirkomulagi og staða ann- arra trúfélaga bætt til muna. Engu að síður var vilji til þess að kveðið væri á um norska þjóðkirkju – og var það umfram allt gert á menn- ingar- og sögulegum forsendum. Hér komum við, að mínu mati, að kjarna málsins. Ef til vill snýst komandi kosning fremur um af- stöðu okkar til kristinnar trúar og stöðu hennar í sögu og menningu lands og þjóðar fyrr og síðar. Vilj- um við árétta að sem þjóð stöndum við á sögulegum og menningar- legum grunni kristinnar trúar og gilda? Viljum við standa vörð um þá arfleifð og áhrif hennar í ís- lensku samfélagi? Viljum við árétta fyrir okkur sjálfum og öðrum að ís- lenskt samfélag og kristinn siður og gildi eigi enn sem áður samleið? Þetta eru þær spurningar sem, að mínu mati, liggja á bak við þá spurningu sem lýtur að stöðu þjóð- kirkjunnar í stjórnarskránni. En hverju sem því líður hefur þjóð- kirkjan átt ríkulegan þátt í að móta og næra þá sögu og menn- ingu sem íslenska þjóðin hefur um aldir staðið á. Hún er þjóðleg stofnun þar sem mætist gamalt og nýtt, fortíð og samtíð. Og þrátt fyrir allt ber þjóðkirkjan uppi verðmætt starf og víðtæka þjón- ustu sem grundvallast á háleitum gildum og hugsjónum um sam- hjálp, samábyrgð og náungakær- leika. Það er sannarlega mikils virði. Þjóðkirkjan og stjórnarskráin Eftir Gunnar Jóhannesson » Viljum við árétta fyrir okkur sjálfum og öðrum að íslenskt samfélag og kristinn siður og gildi eigi enn sem áður samleið? Gunnar Jóhannesson Höfundur er sóknarprestur. Þann 18. september fer fram málflutn- ingur í Icesave- málinu fyrir EFTA- dómstólnum. Af því tilefni langar okkur að benda á nokkrar staðreyndir í Icesave- málinu í viðleitni til að bæta umræðuna. Áskorun rúmlega 56 þúsund landsmanna á forseta Ís- lands um áramótin 2009-10 var neyðarúrræði sem gripið var til þegar ljóst varð að ríkisstjórn og meirihluti Alþingis myndu sam- þykkja Icesave II samningana sem gerðu fyrirvara Íslands að engu. Þá þurfti kjark til að beita stjórn- skipun landsins og vísa Icesave II samningum til samþykkis eða synj- unar þjóðarinnar. Sú ákvörðun for- setans var í fullu samræmi við til- vísun hans til mikilvægis fyrirvara Alþingis við undirritun laganna um Icesave I. Ákvörðun forsetans þá kallaði á staðfestu og virðingu fyrir lýðræðislegu ferli. Mál ESA gegn Íslandi Fyrstu tveir Icesave-samning- arnir ógnuðu fullveldi þjóðarinnar og í þeim var fólgin áhætta sem stefndi efnahag hennar í voða. Þriðji samningurinn var mun skárri, en samt ekki eins góður og af var látið. Eftir vandlega yfirlegu gat InDefence-hópurinn ekki stutt Icesave III samninginn óbreyttan. Niðurstaða þjóðarinnar vegna Ice- save III var sú að ítreka afstöðu sína með afgerandi hætti í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með því að hafna greiðsluskyldu á ólögvarinni kröfu. Í því felst að gagnaðilar okkar í Icesave-deilunni þurfa að sýna fram á tjón sitt af aðgerðum íslenskra stjórnvalda fyrir réttmætum dómstólum vilji þeir að íslenskir skattgreiðendur greiði. Sú óvissa sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir í Icesave- málunum er sama óvissa og nú rík- ir í bankamálum Evrópu og senni- lega eru neyðarlögin mest lesni ís- lenski „litteratúrinn“ hjá ráðamönnum þar um þessar mund- ir. Vegna ónákvæmrar Evrópulög- gjafar takast á annars vegar ábyrgð ríkja á því að sjá til þess að innstæður séu tryggðar og hins vegar grundvallarregla Evrópu- samstarfsins um bann við rík- isstuðningi. Margt skýrist þó þegar máls- aðilar gera grein fyrir málstað sín- um í opinberu dómsmáli. Þannig kemur fram í kæru ESA að EFTA- dómsmálið snýst um lágmarks- trygginguna en ekki fullar inn- stæður, eins og alltof margir full- yrða hér innanlands í skrifum sínum. Þá er það skýrt sérstaklega í svörum ESA að ekki sé ætlast til þess að Ísland greiði Icesave- innistæður með fé úr opinberum sjóðum (skattfé) og tekið er fram að eðlilegt sé að bankakerfið leggi fram það fé, komi það ekki úr þrotabúi Landsbankans. Þótt enn ríki óvissa um nið- urstöðu EFTA-dómstólsins ríkir ekki óvissa um eftirfarandi: Dómur EFTA-dómstólsins mun ekki fela í sér greiðsluskyldu ríkissjóðs. Kom- ist EFTA-dómstóllinn að þeirri nið- urstöðu að Ísland hafi gerst brot- legt við EES-samninginn þurfa Bretar og Hollendingar að höfða skaðabótamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar þarf að sýna fram á að aðgerðir íslenskra stjórn- valda, m.a. setning neyðarlaganna, hafi beinlínis valdið þeim veruleg- um skaða. Einungis slíkur dómur getur leitt til greiðsluskyldu ís- lenska ríkisins. Nú þegar er búið að greiða tæp- an helming af heildarupphæð Ice- save-innistæðnanna út úr þrotabúi Landsbankans eða 594 milljarða króna og á næstunni verður búið að greiða helming eða um 660 milljarða króna. Ekki aðeins lág- markstrygginguna sem EES- samningurinn fjallaði um, heldur helming allrar upphæðarinnar. Nú þegar er búið að greiða út u.þ.b. jafn mikið og vænta hefði mátt að greitt yrði alls, hefðu íslensk stjórnvöld ekki veitt innstæðum forgang með neyðarlögunum. Vegna neyðarlaganna, sem fólu í sér miklar fórnir af Íslands hálfu, duga eignir þrotabús Landsbankns til að greiða Icesave-innstæðurnar að fullu en ekki aðeins að hluta. Því má spyrja hvaða skaða gagnaðilar Íslands hafi orðið fyrir af hálfu stjórnvalda? Þjóðin hafnaði Icesave-samn- ingum sem fólu meðal annars í sér að Tryggingarsjóður innstæðueig- enda og fjárfesta (TIF) semdi frá sér lagalegan forgang í þrotabú Landsbankans. Þar sem engir Ice- save-samningar eru lengur í gildi hefur nú verið hægt að greiða hraðar af þeirri lágmarkstryggingu sem TIF á að ábyrgjast. Lýðræðið og tíminn hafa unnið með okkur Hvað sem nýstárlegum sögu- skýringum og gamalkunnum hræðsluáróðri líður tala staðreynd- irnar sínu máli. Með ákvörðunum sínum um að hafna Icesave- samningum í lýðræðislegum þjóð- aratkvæðagreiðslum hefur íslenska þjóðin séð til þess að bresku og hollensku ríkin fá nú kröfu sína um lágmarkstryggingu Icesave- innstæðna greidda hraðar. Og tapi Ísland EFTA-dómsmálinu, hefur hún séð til þess að gagnaðilar verða þá að sýna fram á beint tjón af völdum aðgerða íslenskra stjórn- valda til að greiðsluskylda myndist á ríkissjóð Íslands í stað þess að ólögvarðar kröfur þeira séu lögfest- ar með samningum við ríkisstjórn Íslands. Vilji menn velta því fyrir sér hver skar hvern eða hverja úr snörum Icesave-málsins er í það minnsta ljóst að það var þjóðin sem kaus. Eftir Eirík S. Svavarsson og Ragnar F. Ólafsson » Sú óvissa sem Ís- lendingar hafa stað- ið frammi fyrir í Ice- save-málunum er sama óvissa og nú ríkir í bankamálum Evrópu og sennilega eru neyð- arlögin mest lesni ís- lenski „litteratúrinn“ hjá ráðamönnum þar um þessar mundir. Eiríkur Svavarsson Eiríkur er hrl. og Ragnar er félagssálfræðingur. Höfundar eru meðlimir InDefence-hópsins. Nokkrar staðreyndir í Icesave-málinu Ragnar F. Ólafsson 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012 Skeiðarétt Krakkar fjölmenntu í réttir um helgina og skemmtu sér konunglega við að draga í dilka. Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.