Morgunblaðið - 18.09.2012, Síða 12
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Ekkert einhlítt svar er við þeirri
spurningu hvaða gjaldmiðil sé best
að festa gengi krónunnar við eða
taka upp,“ segir í riti Seðlabanka Ís-
lands, Valkostir Íslands í gjaldmið-
ils- og gengismálum, sem kom út í
gær. Megináhersla er lögð á það í
ritinu að skoða kosti og galla þess að
leggja af krónuna og taka upp evru
með aðild að Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópu.
Einnig er fjallað um kosti og galla
aðildar að öðrum myntsvæðum, upp-
töku annars gjaldmiðils auk annars
konar gengistenginga. Þá er „fjallað
um reynslu Íslendinga af núverandi
fyrirkomulagi peninga- og geng-
ismála og hún borin saman við
reynslu evruríkja eftir aðild, í að-
draganda fjármálakreppunnar og í
kjölfar hennar,“ eins og segir í for-
mála Þórarins G. Péturssonar, aðal-
hagfræðings Seðlabanka Íslands.
Fleiri kostir koma til álita en evr-
an, eigi að festa krónuna við annan
gjaldmiðil eða taka hann upp, sam-
kvæmt skýrslunni. Þeir erlendu
gjaldmiðlar sem skoðaðir eru auk
evru í því sambandi eru Bandaríkja-
dalur, norrænu krónurnar þrjár, þ.e.
sú danska, norska og sænska,
breska pundið og Kanadadalur.
Bent er á að norrænu gjaldmiðl-
arnir gætu komið til greina yrði evr-
an ekki fyrir valinu. Með því væri þó
verið að tengjast mun minna mynt-
svæði sem vegi töluvert minna í
utanríkisviðskiptum þjóðarinnar en
evrusvæðið. Af norrænu myntunum
þykir danska krónan að ýmsu leyti
álitlegust. Það er m.a. vegna þess að
gengi hennar er tengt evru innan
mjög þröngra marka. Með tengingu
við dönsku krónuna yrði Ísland því
óbeint aðili að evrusvæðinu, þótt
ábatinn yrði minni en af upptöku
evru. Tenging við dönsku krónuna
eða upptaka hennar yrði að vera ein-
hliða ákvörðun íslenskra stjórn-
valda. Þátttaka Dana í ERM-II
kemur í veg fyrir að dönsk stjórn-
völd geti gert tvíhliða samning við
íslensk stjórnvöld um gengissam-
starf eða notkun dönsku krónunnar.
Ekki einhlítt hvaða leið er best
„Ekki verða á þessu stigi dregnar
einhlítar niðurstöður um það hvaða
leið er best fyrir Íslendinga í gjald-
miðils- og gengismálum,“ skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri
í lokaorðum kafla um stefnuna í
gjaldmiðils- og gengismálum. Hann
bendir m.a. á að víða í ritinu sé að
finna niðurstöður sem bendi til þess
að val á gjaldmiðils- eða geng-
isstefnu skipti ef til vill minna máli
fyrir efnahagslega velferð og stöð-
ugleika en ætla mætti miðað við um-
ræðuna um þessi mál. Már nefnir til
dæmis hvernig ríki komu út úr fjár-
málakreppunni og hversu hætt er
við eignaverðsbólum innan og utan
myntbandalags, en um það er fjallað
í skýrslunni.
Þá segir Már að ein af ástæðum
þess að erfitt sé að komast að ein-
hlítri niðurstöðu nú um hvaða kost
Íslendingar ættu að velja í gjaldmið-
ils- og gengismálum sé óvissa um
hvernig þeim tveim kostum sem
helst virðast koma til greina muni
reiða af á næstunni.
Þar er annars vegar um að ræða
endurbætta umgjörð um krónuna og
losun hafta á fjármagnshreyfingar,
og hins vegar aðild að ESB og evru-
svæðinu. „Það virðist því skyn-
samlegt að halda um hríð áfram á
þeirri braut sem fetuð hefur verið að
undanförnu að þróa og skýra þessa
tvo kosti, annars vegar með því að
vinna af krafti að endurbættum
ramma um krónuna og hins vegar í
gegnum aðildarumsókn Íslands að
ESB,“ skrifar Már.
Langur aðdragandi
Viðfangsefni skýrslunnar hefur
lengi verið í deiglunni. Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætisráðherra óskaði
eftir því með bréfi 22. apríl 2009 að
Seðlabankinn „fari yfir kosti og galla
þess að breyta þeirri peningastefnu
sem unnið hefur verið eftir hér á
landi og geri tillögur til stjórnvalda
um mögulegar breytingar á pen-
ingastefnunni og þeim markmiðum
sem peningastefnunni eru sett með
hliðsjón af því mati“.
Nánari skýringar á erindinu
fylgdu í bréfi forsætisráðherra 2.
júní það ár, samkvæmt bréfi Svein
Harald Øygard, þáverandi seðla-
bankastjóra, til forsætisráðherra
þann 30. júní 2009.
Bréfinu fylgdi greinargerð um
hugsanlegar breytingar á umgjörð
og framkvæmd peningastefnunnar.
Tekið var fram að hana bæri ekki að
skoða sem endanlega niðurstöðu
Seðlabankans og boðað að bankinn
áformaði að gefa síðar út ítarlega
skýrslu um fyrirkomulag peninga-
mála á Íslandi, einkum með hliðsjón
af hugsanlegri aðild að Efnahags- og
myntbandalagi Evrópu. „Stefnt er
að því að skýrslan komi út fyrir lok
vetrar 2009-2010,“ segir í bréfinu.
Í formála skýrslunnar sem kom út
í gær kemur fram að Seðlabankinn
hafi hafið vinnu við ítarlegt rit um
valkosti Íslendinga í gjaldmiðils- og
gengismálum seinni hluta árs 2010
og hefur verið unnið við það síðan
með hléum.
Fjallað var um þann kost að búa
áfram við sveigjanlegt gengi á
grundvelli eigin gjaldmiðils í ritinu
Peningastefnan eftir höft sem Seðla-
bankinn gaf út í desember 2010.
Óvissa um helstu gjaldmiðlakosti
Ekkert einhlítt svar er um við hvaða gjaldmiðil sé best að festa gengi krónu eða taka hér upp
Óvissa er um kostina sem þykja vænlegastir, evruna eða endurbætta umgjörð krónu og losun hafta
Morgunblaðið/Ómar
Seðlabankinn Már Guðmundsson seðlabankastjóri (t.v.) og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur og skýrsluritstjóri (t.h.) fylgdu skýrslunni úr hlaði.
Valkostir Íslands
» Seðlabanki Íslands gaf út í
gær ritið Valkostir Íslands í
gjaldmiðils- og gengismálum,
og er það 7. sérrit bankans.
» Ritið er 622 blaðsíður og
skiptist í 25 kafla, auk formála
ritstjóra og útdráttar úr meg-
inköflum.
» Hægt er að lesa ritið á vef
Seðlabanka Íslands,
www.sedlabanki.is.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
LAMPAÚRVAL
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Húsavík
Vestmannaeyjum
2.590Ryco LDL-MD418A lampim.grind 4x18W T8 62x60x8
cm án peru
7.990
,
Ryco LCB-T5003 T5 lampi
13W með 1 8 m snúru 59 cm
Ryco LDL-MD236A
lampi m.grind 2x36w T8
122x30x7,5cm án peru
6.990
Ryco LCL-M1036 T8/G13
lampi 36W 122 cm
2.490m/peru
Ryco lampi án peru
hvítur spegill 2x36W
4.690
Ryco LCL-M2 T8 lampi
2x36W 113 cm IP30
7.990
Þrátt fyrir að Ísland hafi færst nær
því að vera heppilegur aðili að evr-
ópska myntsvæðinu þá er Ísland hins
vegar enn í þeim hópi Evrópuríkja
sem minnstan ábata hefðu af slíkri
aðild, ásamt þjóðum á borð við Nor-
eg, Bretland og jaðarríki evrusvæð-
isins. Þetta kom fram í máli Þórarins
G. Péturssonar, aðalhagfræðings
Seðlabankans, þegar hann kynnti
skýrslu Seðlabankans um valkosti Ís-
lands í gjaldmiðils- og gengismálum.
Þórarinn benti ennfremur á að Ís-
land stæði frammi fyrir „ákveðinni
valþröng“ þar sem hægt væri að færa
bæði góð rök fyrir því að halda áfram
með krónu sem gjaldmiðil og ganga í
Evrópusambandið og taka upp evru í
kjölfarið. Hins vegar sagði hann að
ekki væri til nein „hagfræðileg for-
skrift til að komast að niðurstöðu
hvor kosturinn sé betri“ og bætti við
að slíkt færi eftir því hvaða áhættu-
þætti menn mætu mikilvægari en
aðra í þeim efn-
um.
Aðspurður gaf
Már Guðmunds-
son, seðlabanka-
stjóri, ekki mikið
fyrir þann valkost
að Ísland tæki
einhliða upp ann-
an gjaldmiðil.
„Einhliða upptaka
annarrar myntar
hefði verulega áhættu í för með sér.
Við mælum ekki með því,“ sagði Már,
og benti á að slíkur valkostur væri
einkum ekki heppilegur þegar um
væri að ræða þjóðir sem Ísland á
hlutfallslega lítil utanríkisviðskipti
við.
Már rifjaði upp ummæli Martins
Wolf, hagfræðings og pistlahöfundar
Financial Times, um að allir „kostir í
gjaldmiðlamálum væru slæmir. Ég
held að þessi skýrsla hafi leitt það í
ljós,“ sagði Már. Hann benti hins veg-
ar á að sá ávinningur sem fengist með
aðild að evrusvæðinu væri meðal ann-
ars aukin milliríkjaviðskipti – en ut-
anríkisviðskipti Íslands eru hlutfalls-
lega fremur lítil borið saman við
önnur ríki – sem hefði jákvæð áhrif á
þjóðartekjur á mann. Auk þess sem
aðgangur að stærri fjármagnsmark-
aði skilaði sér í lægra vaxtastigi og
myndi binda enda á gengisáhættu.
Möguleg aðild að evrusvæðinu
hefði aftur á móti einnig ýmsa áhættu
í för með sér. Már benti á að í því
samhengi skipti gengissveigjanleiki
líklega mestu máli, þar sem Ísland
gæti ekki lengur brugðist við efna-
hagsáföllum með því að lækka raun-
laun í gegnum gengið og verðbólgu.
Núverandi kreppa á evrusvæðinu er
einnig stór áhættuþáttur, en Már
sagði að á þessari stundu væri erfitt
segja fyrir hvort evrusamstarfið
myndi líða undir lok. hordur@mbl.is
Skýrslan sýnir að „allir kostir í
gjaldmiðlamálum eru slæmir“
Í hópi ríkja sem hefðu minnstan ábata af evruaðild
Már
Guðmundsson