Morgunblaðið - 15.10.2012, Side 4

Morgunblaðið - 15.10.2012, Side 4
Morgunblaðið/RAX Gígurinn Stærð gígsins má marka af fólkinu sem stendur á gígbarminum ofan við gíginn, hægra megin á myndinni. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég var að vona að þarna væri kominn fyrsti íslenski loftsteins- gígurinn, en svo var ekki. Maður verður að halda áfram að leita,“ sagði Haraldur Sigurðsson, eld- fjallafræðingur og forstöðumaður Eldfjallasafnsins í Stykkishólmi. Hann fór í gær að athyglisverðri jarðmyndun sem er syðst í Hafn- arfjalli í Borgarfirði, ofan við Leir- árdal. Skýrt afmarkaður gígur sem sést vel á loftmyndum er austan við tindinn Ölver og nálægt Hrossatungum og Geldingaárhálsi, milli Hafnardals og Leirárdals. Spurningin sem Haraldur vildi fá svar við var hvers konar fyrirbæri þetta eiginlega væri. Nokkur um- ræða hefur einnig verið á netinu um hvernig þessi jarðmyndun kynni að hafa orðið til. Gamall eldgígur „Ég hef séð þetta fyrirbæri á kortum og loftmyndum og vildi kanna hvort þetta gæti verið loft- steinsgígur,“ sagði Haraldur. „Þetta er gamall eldgígur, senni- lega frá því mjög seint á ísöldinni. Það hefur gengið jökull þarna yfir en gígurinn hefur sloppið. Hann hefur hvorki þurrkast út né fyllst upp og hann er mjög fallegur á alla kanta.“ Haraldur sagði að gígurinn væri um 200 metra langur og 150 metra breiður. Í brúnunum er jök- ulsorfið hraun. „Gígurinn er mjög greinilegur og þess vegna hélt maður að það gæti verið að hann væri af öðrum upp- runa en eftir eldgos – jafnvel eftir lítinn loftstein. En það kemur ekki til greina,“ sagði Haraldur. Hann sagði að ekki hefði þótt sjálfgefið að finna svo greinilegan eldgíg á þessu svæði. Gömul megineldstöð „Þarna eru dálítið gömul jarðlög og svona 4-5 milljóna ára gamalt berg þarna undir. Hafnarfjallið er stór megineldstöð þar sem hefur verið stórt eldfjall eins og Katla, Askja eða Snæfellsjökull. Hún var virk fyrir 4-5 milljónum ára. Svo kulnaði hún út. En þarna uppi á brúnunum hefur komið upp eld- virkni miklu seinna og myndað þennan gíg.“ Haraldur sagði erfitt að tíma- setja hvenær gaus þar sem gíg- urinn er. Hann grunar að það geti hafa verið á síðasta jökulskeiði á ís- öldinni, fyrir um 100 þúsund árum eða þar um bil. Gígurinn hefur sennilega staðið upp úr jöklinum að mestu þegar gaus. Jökullinn hefur þó gengið þarna yfir og nag- að ofan af eldstöðinni og fjarlægt allt gjall. Haraldur sagði að ekki væru þekktir neinir loftsteinagígar á Íslandi. Einkenni loftsteinagíga „Auðvitað hafa loftsteinar rekist á Ísland í jarðsögu þess en við höf- um ekki enn séð merkin. Hvað um- merki eftir loftsteina snertir þá er Ísland eins og skólatafla sem alltaf er verið að þurrka af. Þar koma til bæði ísöldin og jökullinn og allt rofið. Engir loftsteinagígar voru eftir ísöldina. Þeir bara máðust út,“ sagði Haraldur. Hann sagði loftsteinagíga hafa viss einkenni. „Þeim tengjast náttúrulega ekki hraun. En þeim tengist viss tegund af gleri því jarðskorpan bráðnar þegar loftsteinninn skellur á henni. Efni, bæði möl og grjót, kastast út frá loftsteinagígum á ákveðinn hátt. Svo myndast líka einkennandi sprungur í berginu en ekkert af þessu sást þarna í Hafnarfjalli,“ sagði Haraldur. „Þessi gígur var góður kandídat en það er bara svona. Þá vitum við það.“ Mikil náttúrufegurð er á þeim slóðum þar sem gígurinn er og skartaði náttúran sínu fegursta á góðum haustdegi í gær, að sögn Haraldar. Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, flaug yfir gíginn þegar Haraldur var þar ásamt samferðarmönnum sínum. Á mynd- inni má greina göngufólkið og gef- ur samanburðurinn hugmynd um stærð gígsins. Ekki gígur eftir loftstein  Óvenjulega greinilegur gígur er í Hafnarfjalli  Ástæða þótti til að kanna hvort gígurinn væri eftir loftstein  Gígurinn reyndist vera eldgígur og líklega frá ísöld Loftsteinar » Jörðin verður fyrir milljónum loftsteina á hverjum degi, sam- kvæmt Vísindavefnum. » Flestir loftsteinar eru smáir og meinlausir og brenna upp í lofthjúpi jarðar. » Stórir loftsteinar, smástirni og jafnvel halastjörnur hafa rek- ist á jörðina með tilheyrandi hamförum. » Líklega lenda tveir loftsteinar á hverju ári á Íslandi en skilja ekki eftir sig nein greinileg um- merki. » Um 160 árekstrargígar eftir loftsteina hafa fundist á jörð- inni. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 Skógarhlíð 18 sími 595 1000 www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • • Alicante 24. og 31. október Frá kr. 9.900 Heimsferðir bjóða frábært verð á flugsætum til Alicante í september. Nú er tækifæri til að bregðast skjótt við og næla sér í sæti á frábærum kjörum! Netverð á mann aðra leið með sköttum. Ath. Aðeins eru í boði sæti til Alicante. Morgunblaðið/RAX Nýting Skylt er að koma með nýtanlegan afla í land og brottkast er bannað. „Það er í grundvallaratriðum ólík nálgun í fiskveiðistjórnunarkerfinu hjá okkur og í Evrópusambandinu (ESB),“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son, atvinnuvega- og nýsköpunarráð- herra. Bornar voru undir hann fréttir af því að ESB hefði keypt ferskan fisk á mörkuðum til að henda honum. Morgunblaðið sagði frá þessu á föstu- dag. Hann benti á að hér væri brottkast bannað og skylt að landa öllum nýt- anlegum afla en því væri öfugt farið í ESB. Steingrímur kvaðst ekki þekkja sjóðakerfi sjávarútvegs í ESB ná- kvæmlega en taldi að því svipaði að einhverju leyti til sjóðakerfis land- búnaðar í ESB. Hann nefndi að í land- búnaðarkerfi ESB væri bændum ým- ist borgað fyrir að rækta eða rækta ekki á landi sínu. Sjávarútvegssjóðir ESB styrktu uppbyggingu útgerðar á vissum svæðum og svo væri jafnvel keyptur upp afli til að henda honum og sjómönnum ætlað að koma ekki með afla að landi. Fram kom í fyrrnefndri frétt að fiskstofnar á miðum ESB væru nú minna en 1⁄10 af því sem þeir voru við lok seinna stríðs og að Damanaki sjávarútvegsstjóri varaði við því að allt að 91% fiskstofna ESB gæti hrun- ið innan áratugar yrði ekkert að gert. „Það er ljóst að ástandið er víða mjög bágborið þótt það örli á að það sé að lagast á einstaka svæðum, eins og í Norðursjó og Eystrasalti,“ sagði Steingrímur. „Heilt yfir er ástandið mjög bágborið. Það er áhyggjuefni. Veiddur fiskur er víða mjög smár og ég er hræddur um að það þætti ekki góð latína á Íslandi. Það er ljóst að sjávarútvegsstefna ESB er í miklum tilvistarvanda og árangurinn er bág- borinn af viðleitni þeirra undanfarin ár og áratugi við að innleiða ábyrga fiskveiðistjórnun. Það er ákaflega dapurlegt.“ gudni@mbl.is Ólík nálgun hér og í ESB  Ástand fiskstofna í ESB áhyggjuefni, að mati ráðherra Stjórnskipunar- nefnd Alþingis fékk í sumar fjóra lögfræðinga til þess að fara yfir tillögur stjórn- lagaráðs og skila áliti á þeim. Að sögn Páls Þór- hallssonar, skrif- stofustjóra í for- sætisráðuneytinu, sem á sæti í lögfræðingahópnum, er markmiðið að hafa tilbúið frumvarp eins fljótt og hægt er eftir að niðurstaða þjóðar- atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir. „Vinnan miðast að því að ganga frá frumvarpi og það var ljóst að það yrði aldrei lagt fram sem þingskjal fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna,“ segir Páll. Ef samþykkt verður í atkvæða- greiðslunni að nota tillögur stjórn- lagaráðsins sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá, en niðurstaðan í ein- hverri spurninganna fimm um efnis- atriði verður þvert á tillögurnar segir Páll að stjórnskipunarnefnd Alþingis hljóti að meta úrslitin og gefa lög- fræðingahópnum fyrirmæli í sam- ræmi við þau. Álit á tillög- um stjórn- lagaráðs  Lögfræðingar fara yfir tillögur nar Páll Þórhallsson Jarðskjálfti að stærð 3,1 mældist í hádeginu í gær um það bil fjóra kílómetra norð- austan við Kistu- fell í Vatnajökli og á fimm kíló- metra dýpi, sam- kvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofu Ís- lands. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Skjálftar af þessari stærð mælast annað slagið í jöklinum. Þá mældust 24 jarðskjálftar aust- an við Grímsey í fyrrinótt, þeir stærstu voru 3,9 og 3,4 stig og mæld- ust báðir um kl. 3:30. Hrinan hófst um miðnætti og stóð til kl. 5:30 á sunnudagsmorgun. Svipuð hrina varð á sömu slóðum í síðustu viku. Upptök skjálftanna voru um 20 kílómetra aust-suðaustur af Gríms- ey og flestir skjálftarnir urðu á um það bil 15 kílómetra dýpi. Jörð skalf um helgina Vatnajökull Jarð- skjálfti mældist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.