Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 Af heimi er genginn heiðurs- maðurinn, Theodór Steinar Mar- inósson (Diddó). Hann var minn elsti og besti vinur. Við kynnt- umst þegar við vorum þriggja ára. Sagt er að sönn vinátta sé seinvaxinn gróður. Okkar fékk tíma til að dafna því hún stóð allt fram á síðasta dag eða í heil 77 ár. Upphafið var þegar fjölskylda mín flutti á Bergþórugötu 59. Fjölskylda Diddós bjó á efstu hæðinni en við á miðhæðinni. Vegna nábýlis varð mikil vinátta og samgangur milli fjölskyldna okkar og við urðum vinir. Og eiginlega meira en það því þar sem ég átti engan bróður varð hann mér fljótt sem slíkur. Diddó rifjaði það upp við mig síðastliðinn vetur að á þessum 77 árum hefðum við aldrei rifist og aldrei slegist, ekki einu sinni sem litlir strákar. En einn sunnudaginn þar sem við erum úti á götu að leik, þá líklega 7 ára gamlir, kom Bóbó granni okkar sem bjó í næsta húsi við okkur og spurði hvort við vildum ekki koma með sér í KFUM, þar væri gaman, sagðar framhaldssögur og mikið sungið. Við Diddó fórum á okkar fyrsta fund og urðum upp frá því áhangendur í þeim góða fé- lagsskap þar til yfir lauk. Fljótlega kom í ljós hvað Diddó var flinkur og fær í hönd- unum. Ég átti leikfangalest og mynduðu teinarnir sem fylgdu með lítinn hring þar sem lestin brunaði hring eftir hring. Þetta fannst okkur of fábreytilegt. Diddó var svo laginn að hann gat búið til fleiri teina með því að taka logsuðuvír og bora í end- ann á honum þannig að hægt var að tengja þá saman og þann- ig leggja brautarteina út um öll gólf. Þar brunaði járnbrautar- lestin eftir ýmsum krókaleiðum og oftast ekið fullgreitt þangað til hún varð ónýt og ekki hægt að tjasla meira uppá hana. Hjá mér var til píanó og átti Diddó eftir að njóta góðs af því, því í nokkra mánuði notaði hann það til að æfa sig en hann var þá byrjaður í píanónámi. Hann náði listagóðum tökum á píanóinu sem við höfum öll notið góðs af. En mér hefur oft orðið hugsað til þess hvernig hann Diddó, þessi músíkalski maður, gat um- borið mig vita laglausan í öll þessi ár á KFUM fundum þar sem allir sungu fullum hálsi, þó hver með sínu nefi og þá sér- staklega ég! Það hefur bætt það upp hve fjölskyldan hans Diddós var og er tónelsk og rík af góðu söngfólki. Diddó rifjaði upp fyrir stuttu síðan að þegar við vorum litlir strákar þá reyndi ég að mana hann til að stökkva niður í kjall- aratröppurnar á Bergþórugöt- unni. Hann hikaði eitthvað og segir sagan að ég hafi kallað til hans: „Vertu kaldur Diddó – stökktu bara.“ Það eru ágæt skilaboð út í lífið fyrir unga drengi. Og þannig var líf hans. Heppnin sækir þá heim sem að- hafast. Með athafnasemi, hug- rekki, seiglu, djörfung og dug byggði hann upp farsælt líf, fal- lega og kærleiksríka fjölskyldu og vandaðan vinahóp. Allir sem stóðu honum nærri dáðust að æðruleysi hans, baráttuvilja og Theodór Steinar Marinósson ✝ Theodór Stein-ar Marinósson fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1932. Hann lést á heimili sínu 3. október 2012. Útför Theodórs fór fram frá Hall- grímskirkju 10. október 2012. hugrekki í nærri tveggja áratuga glímu við illvígan sjúkdóm. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með stuðningi Siddíar, barna þeirra og annarra aðstand- enda sem stóðu allt- af þétt við hlið Did- dós í þessu mótlæti til hinsta dags. Sigurður Þorkelsson. Ég kynntist Theódóri (Diddó) vorið 1954, við vorum þá gestir í afmælisboði frænda míns og frænda Magðalenu Sigríðar (Siddýjar), en Siddý er æsku- vinkona Ingerar konu minnar, þær voru bekkjasystur úr barnaskóla. Þessi tengsl leiddu til hjónabands Siddýjar og Did- dós og mín og Ingerar. Á árum áður var vinsælt með- al Reykvíkinga að eignast lóð á svokölluðum Árbæjar-blettum og byggja þar sumarbústaði og rækta landið. Marinó Guðjóns- son, faðir Diddós, var einn þess- ara Reykvíkinga sem eignuðust „blett“ þarna lengst upp í sveit og byggði hann þar snoturt sumarhús og ræktaði fögur tré þar í landi sínu. Svo var það snemma árs 1965 að Reykjavík- urborg auglýsti lóðir til úthlut- unar í verðandi Árbæjarhverfi. Marinó átti þá rétt á að fá út- hlutaðar fjórar lóðir, við götur er nefndust Þykkvibær og Vorsabær og hann ásamt þrem- ur börnum sínum byggði þarna íbúðarhús. Við Inger höfðum áhuga á að fá lóð í þessari nýju byggð og sóttum því um, okkur var kunnugt um að lausar voru lóðir við Þykkvabæ og Vorsabæ, næstu lóðir ofan við lóðir Mar- inós. Mér tókst að fá lóðina nr. 15 við Þykkvabæ, en Marinó byggði sér hús á næstu lóð, nr. 17 og Diddó á nr. 20 við Vorsa- bæ. Nú tók við skemmtilegur tími, mikil samvinna varð milli okkar sem byggðum á þessum lóðum, við létum teikna eins hús á öllum lóðunum, keyptum sameiginlega bygginga-timbur, sem gekk á milli húsa og meira að segja var gamall Reó vörubíll keyptur til aðdrátta efnis til bygginganna. Öll steypuvinna var unnin í sam- einingu og þegar kom að því að innrétta eldhúsið keyptum við flotta þýska innréttingu og raf- magnstæki hjá Zetu hf. sem Diddó hafði þá stofnað ásamt öðrum félaga. Og árin liðu og margs er að minnast. Síðastliðið sumar var einstaklega gott og gróðursæld mikil, hér við Elliðaárnar eins og víðast annarsstaðar á þessu landsvæði. Við Árbæjarbúar njótum þess að ganga göngu- stíga meðfram Elliðaánum og njóta fegurðar og fuglalífs, blóma og annars gróðurs sem vex á þessum slóðum. Diddó naut þess að fara út í góða veðr- ið og fá sér göngutúr með konu sinni meðan heilsan leyfði og við Inger tókum oft þátt í þessum ljúfu gönguferðum. Það var ekki farið langt, vestur niður að stíflu eða austur fyrir vatnspóst Rót- ary. Óvenju mikið blómaskrúð var á þessari leið í sumar og höfðum við gaman af að reyna að greina tegundirnar. En er líða tók á haustið fölnaði gróð- urinn og heilsa Diddós hrakaði, hann naut þess að vera heima síðustu dagana umvafinn fjöl- skyldu sinni og vinum, uns yfir lauk aðfaranótt 3. október sl. Við Inger vottum Siddý, börnum og barnabörnum inni- lega samúð, með kærri þökk fyr- ir allt. Jóhann Emil. Theodór Steinar Marinósson (Diddó) hefur kvatt þennan heim. Hann var elsti og besti vinur pabba. Þeir kynntust þeg- ar þeir voru þriggja ára og áttu vináttu í 77 ár sem síðar átti að- eins eftir að styrkjast í gegnum KFUM og fleira. Theodór (Diddó) og Magdalena Sigríður (Siddí) konan hans voru meðal nánustu vina foreldra minna en vinátta þeirra náði líka til barna vina þeirra og var mikill sam- gangur í fjölskyldum okkar. Ég fluttist búferlum síðasta vor í nýja íbúð í Lönguhlíð. Skömmu eftir að ég flutti heim- sóttu Diddó og Siddí mig af því ég hafði kvartað undan björtum sumarnóttum, ég næði ekki að sofa. Diddó þá orðinn fárveikur og þrotinn að kröftum gerði sér lítið fyrir og mældi sjálfur út fyrir myrkvunartjaldi sem þau hjónin síðar færðu mér sem inn- flutningsgjöf. Í hvert sinn sem ég geng til náða hugsa ég til rausnar þeirra heiðurshjóna, umhyggju og kærleika. Þeim þakka ég í hljóði dag hvern fyrir góðan nætursvefn. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði, fallega sál og minn góði vinur föður míns. Árni Sigurðsson. Kveðja frá Éljagangsmönnum Í dag kveðjum við kæran fé- laga og vin til margra tuga ára, Theodór Steinar Marinósson, en hann er annar úr okkar hópi sem kvaddur er á þessu ári. Fyrir 64 árum kviknaði áhugi hjá nokkrum ungum mönnum, sem allir voru félagar í KFUM í Reykjavík, að festa kaup á skíðaskála sem var í smíðum á Hellisheiði. Skálann nefndu þeir Éljagang. Allir höfðu þeir tekið þá stefnu í lífinu, eins og segir í einu erindi „Ungur ég valdi þér frelsari að fylgja / fyrir það aldr- egi trega ég ber.“ Þessir ungu menn voru fullir áhuga að láta gott af sér leiða í starfi KFUM og sáu mögulegan skíðaskála sem tæki í starfinu. Theodór, eða Diddó eins og hann var jafn- an kallaður, var einn þessara ungu manna. Diddó var mikill skíðaáhugamaður og fór ásamt þremur öðrum úr hópnum í skíðaskóla sem þá var starf- ræktur á Ísafirði. Í upphafi voru í hópnum 20 einstaklingar, en fjölgaði síðar í 24, sem hófu strax handa við að fullgera skál- ann. Það tók drjúgan tíma, þar sem allir voru námsmenn og höfðu af litlum fjármunum að spila. Eftir að menn höfðu fest ráð sín og stofnað heimili komst sá siður á að halda fundi mán- aðarlega á heimili hver annars til að ræða verkefni og starfið yfir vetrartímann. Þessir föstu fundir voru haldnir í yfir 30 ár. Heimili Siddýjar og Diddós stóð jafnan opið félagsmönnum til fundarhalda og voru móttökurn- ar ævinlega einstakar. Sá siður var tekinn upp, eftir að fram- kvæmdum við skálann lauk, að í lok funda voru tekin samskot til styrktar starfi Kristniboðssam- bandi Íslands. Þá var einnig stutt við starf sumarbúðanna í Vatnaskógi og Vindáshlíð með vinnuframlagi og gjöfum. Hin síðari ár höfum við reynt að hitt- ast einu sinni til tvisvar á ári. Diddó tók jafnan fullan þátt í starfinu og þegar mest var um að vera, þá héldu Éljagangs- menn, eins og við vorum kall- aðir, árshátíðir sem haldnar voru í húsakynnum KFUM og voru jafnan vel sóttar. Einnig voru haldnar jólatrésskemmtan- ir fyrir börn félagsmanna. Í öllu þessu starfi lá Diddó ekki á liði sínu. Það var ánægjulegt að geta haft tækifæri til að samfagna Diddó á áttræðisafmæli hans í sumar, en þá var hann orðinn mjög tekinn eftir áratuga bar- áttu við krabbamein. Það er mikill söknuður í okkar hópi, sem telur 12 manns sem eftir er- um af upphaflegum fjölda, en jafnframt mikið þakklæti að hafa átt þess kost að eiga Diddó að félaga og vini. Við biðjum al- góðan Guð að styrkja og blessa fjölskyldu hans. Siddý, við þökk- um þér fyrir allar góðu móttök- urnar í gegnum árin. Guð blessi ykkur öll. F.h. Éljagangsmanna, Narfi. Kveðja frá Íþróttafélaginu Fylki Heiðursmaðurinn og Fylkis- maðurinn Theodór Marinósson er látinn eftir langa baráttu við krabbameinssjúkdóminn. Theódór eða Teddi eins og hann var ávallt kallaður var ákaflega jákvæður persónuleiki og geðprúður maður. Hann var virkur félagi í Fylki á upphafsárum félagsins og tók mikinn þátt í uppbyggingu þess. Teddi gegndi ýmsum trúnaðar- störfum í félaginu, var ritari 1971-1974, varaformaður 1974- 1975, meðstjórnandi 1975-1977 og endurskoðandi félagsins 1978-1981. Fylkismerkið var hannað á heimili Tedda og valið að und- angenginni samkeppni um merkið. Það er ákaflega dýrmætt fyrir félag eins og Fylki að eiga aðila að, eins og Tedda, sem ávallt eru tilbúnir að styðja félagið með ráðum og dáð. Með þessari stuttu kveðju vil ég þakka Tedda fyrir þau störf og þann stuðning sem hann hef- ur veitt félaginu í gegnum tíðina og minningin um góðan dreng mun lifa með okkur öllum. Eiginkonu og fjölskyldu Theodórs votta ég mína dýpstu samúð. Björn Gíslason formaður. Ég átti vin. Sú vinátta hafði staðið í meira en sex tugi ára án þess að í eitt einasta sinn félli á skuggi. Sem drengir fylktum við Theodór okkur undir merki Krossins, og í þeim heilbrigða félagsskap ungra manna uxu kynnin og urðu að órjúfanlegum vináttuböndum. Mark okkar beggja var að reisa okkar lífs- fána með einlæga, heilbrigða kristna trú sem undirstöður. Og gæfan fylgdi Theodór. Hann eignaðist sína Magdalenu sem lífsförunaut. Ég mína Ingu. Theodór var maður athafna. Ungur stofnaði hann með sinni hörkuduglegu eiginkonu fyrir- tækið Z-brautir & gluggatjöld. Þar var aldrei gefið eftir. Vinnan var þeim báðum lífsfylling enda óx fyrirtækið og blómstraði vel. Minn hjartakæri vinur var aldrei maður margra orða, en því betur mátti treysta hans orð- um. Þétt handtak nægði oft í viðskiptum, og handlagni hans og prúðmennska við viðskipta- vini var orðlögð, jafnframt sem lausn erfiðra tækniþrauta var honum oftast nær leikur. Ótal ferðir í áranna rás, heima og erlendis, lifa í minn- ingunni. Í dag heldur hann hinsvegar í sína síðustu ferð til þess Guðs sem við treystum og sem sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa“. Því kveðjum við Inga ljúfling- inn, hjartkæran vin okkar Theo- dór, en aðeins að sinni. Verði einstökum heiðurs- dreng hvíldin vær. Inga og Magnús Erlendsson. Við viljum með örfáum orðum minnast okkar elskulega vinar, Theodórs (Diddós), sem nú hef- ur fengið hvíld eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Það var í raun ótrúlegt að fylgjast með hve ákveðinn hann var alla tíð að halda sinu striki, mæta til vinnu hvern dag, dytta að húsi og lóð í Vorsabænum, svo ekki sé talað um sælureitinn, sumarbústaðinn, þar sem þau hjónin nutu þess að vera með fjölskyldu og vinum. Já vinnu- semi var honum gefin og þannig undi hann sér best. Þeir sem þekkja hjónin Magdalenu (Siddý) og Diddó vita að Siddý hefur staðið sem klettur með sínum manni, allt frá því þau voru ung að byrja búskap. Þau stofnuðu saman og byggðu upp farsælt fyrirtæki og þar stóðu þau svo sannarlega vaktina saman og þær vaktir gátu stundum orðið langar. Af- komendur þeirra geta verið stoltir af uppbyggingu þeirra. Við höfum notið þess að eiga samleið með Diddó og Siddý í 55 ár. Á síðari árum mynduðust sterk vináttubönd milli okkar sem tengdu okkur þétt saman í blíðu og stríðu. Það væri efni í heila bók að rifja það upp. En okkur er fyrst og fremst í huga þakklæti fyrir allar góðu sam- verustundirnar hérlendis og er- lendis, í sumarbústaðnum, öll fínu matarboðin, allan sönginn og músíkina, sem fylgdi Diddó. Þar sló hann okkur öllum við. Já, þær verða margar blaðsíð- urnar í minningabókinni um vin- áttu okkar og samveru. Við er- um þakklát fyrir þær mörgu stundir sem við áttum með Diddó á síðustu vikum. Kvödd- um við hann með miklum sökn- uði þegar við fórum af landi brott, en gátum sem betur fer verið í góðu símasambandi við þau hjónin. Við munum halda okkar minningarathöfn erlendis með fallegum íslenskum sálmum í anda Diddós og biðja fyrir sálu hans. Elsku Siddý, þú veist hug okkar og við biðjum góðan guð að gefa þér styrk á þessum erf- iðu tímum. Þér og fjölskyldu ykkar sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Ingibjörg Jóhannsdóttir og Helgi V. Jónsson. Theodór Marinósson, einn af frumkvöðlum íslenskrar verslun- ar á sínu sviði, er fallinn frá. Þau hjón Theodór og Magda- lena stofnuðu fyrirtækið Z- brautir og gluggatjöld árið 1978. Theodór var frumkvöðull. Hann var ekki aðeins mikill verslunar- maður heldur var hann líka iðn- rekandi þar sem hann lagði áherslu á að sem mest af fram- leiðslunni færi fram hér á landi. Þau hjónin byggðu stórglæsilegt verslunarhúsnæði í Faxafeni með miklum dugnaði, elju og hugviti. Z-brautir urðu fljótlega stærsta og ein vinsælasta gluggatjaldaverslun landsins. Theodór var afar trúaður, traustur, ljúfur og heiðarlegur maður sem ætíð stóð við orð sín. Hann hafði einstaklega góða nærveru, var húmoristi og með eindæmum laghentur. Kynni okkar við þau mætu hjón hófust fyrir rúmum þremur áratugum þegar fjölskyldufyrir- tæki okkar, Ágúst Ármann hf., byrjaði að selja þeim gardínu- efni. Fljótlega byrjuðum við að fara saman á heimilisvörusýn- ingu í Frankfurt. Samstarfið jókst hröðum skrefum með góð- um árangri. Á þessum sýningum þótti Tedda skemmtilegast að skoða þá skála sem sýndu nýjustu vél- ar, tæki og tól. Þar keypti hann nýjustu og fullkomnustu vélarn- ar. Siddy hafði yfirumsjón með öllum gardínuinnkaupum enda afar smekkleg. Síðar komu börn þeirra, Guðrún og Elías, í þessar ferðir og síðan inn í reksturinn. Það er yndislegt að hugsa til þessara ára. Stuttu síðar fórum við að ferðast saman til Kan- aríeyja. Hótel Barbacan varð okkar heimili þar. Áttum við margar unaðslegar stundir sam- an. Ferðuðumst um alla eyjuna, fórum í göngutúra, mini-golf, spiluðum, nutum sólar og margt fleira. Nú í vor fórum við aftur til Kanarí saman eftir nokkurt hlé. Þar rifjuðum við upp gamla tíma okkur til mikillar ánægju, nutum nærveru hvert annars og skemmtum okkur. Teddi var mikill skíðamaður og fórum við saman í skíðaferð- ir. Sem ungur maður fór hann í skíðaskóla á Ísafirði og varð skíðakennari. Hann lék sér að bröttustu brekkunum, virtist aldrei þreytast og sló okkur hin algjörlega út. Allar okkar fjöl- mörgu utanlandsferðir eru gim- steinar í minningunni. Þær eru einstakar allar þær stórveislur sem við hjónin höfum fengið að njóta hjá okkar góðu vinum í Vorsabæ 20, þar sem Teddi settist við píanóið. Oftar en ekki spilaði hann og söng lög eftir okkar ástsæla tónskáld Sig- fús Halldórsson heitinn. Þegar við hjónin héldum fermingar- veislur eða afmæli voru Siddy og Teddi mætt til að hjálpa og Teddi kom stemningunni af stað við píanóið. Oft nutum við þeirra gestristni í sumarbústað þeirra við Laugarvatn sem þau byggðu upp með mikilli atorku. Samrýmdari hjónum höfum við vart kynnst. Þau stóðu sam- an í að byggja upp og reka sitt mikla fyrirtæki ásamt því að sinna fjölskyldu sinni sem þau gerðu með mikilli natni. Börnin, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn voru þeirra augasteinar. Viljum við þakka allt það traust og þá góðu vináttu sem Siddy og Teddi hafa sýnt okkur alla tíð. Við vottum Siddy og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúð. Einstaklega góður drengur er genginn og biðjum við góðan Guð að varðveita hann. Anna María og Ágúst Ármann. Nú er fallinn frá kær vinur og nágranni, Theodór Marinósson. Það var ekki í hans anda að tala mikið um sjálfan sig svo að ég mun virða það og vera stutt- orður. Theodór er búinn að sinna mörgum stjórnarstörfum fyrir Íþróttafélagið Fylki allt frá stofnun þess og er það ekki síst vegna svona manna að félagið er í blóma í dag. Theodór og hans ágæta kona Magdalena hafa gef- ið félaginu margar góðar gjafir. Okkur ber að þakka þeim hjón- um ómetanlegt starf allt frá því félagið var stofnað og til þessa dags. Theodór var góður fag- maður og snyrtilegur og ná- kvæmur. Þau hjón stofnuðu og ráku verslunina Z-brautir og gluggatjöld í fjöldamörg ár. Theodór átti lengi við vanheilsu að stríða og þrátt fyrir það var aldrei kvartað og alltaf stutt í brosið. Við hjónin vorum gestir í 80 ára afmæli Theodórs og var sú veisla fjölmenn og skemmti- leg. Að lokum kveð ég þig, kæri vinur, og vona að minningin um góðan dreng verði ættingjum og vinum huggun harmi gegn. Theódór Óskarsson. HINSTA KVEÐJA Góður drengur er fallinn í valinn. Theodór, þú varst búinn að berjast en maður- inn með ljáinn hafði betur að lokum. Minningarnar streyma, lítið brot. Fyrirtæki þitt, Z-braut- ir, sem þú byggðir upp af miklum dugnaði var þér hugleikið til hinsta dags. Þú varst vinnusamur og hug- myndaríkur. Þegar þurfti að leysa verkefni varst þú í essinu þínu. Skarð þitt verður vandfyllt. Ég kveð þig með söknuði. Siddý, guð styrki þig og afkomendur ykkar. Guðbrandur Guðjohnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.