Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 18 16 www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind LÁTTU FAGMENN META GULLIÐ Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku á þessu sviði. Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri skartgripagæðum. Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og framleiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri. Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum. Það skiptir mestu máli. Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki. Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18. Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði. Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 MÁNUDAGINN 15. OKTÓBER vegna árshátíðarferðar starfsfólks www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Ný vitneskja: Fyrirlestur: Christopher Vasey Máttur hugsana Hvers vegna hafa þær slík áhrif á líf okkar? 16 október 2012 – kl 20:00 Radisson Blu Saga Hotel v/Hagatorg, 107 Reykjavík Erindið verður flutt á ensku. Skipuleggjandi: Christof.Leuze@leuze.de Aðgangseyrir 500 kr. www.gral-norden.net Óskar Sigurjónsson fyrrverandi sérleyfis- hafi lést miðvikudag- inn 10. október s.l. á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 87 ára að aldri. Óskar fæddist 16. ágúst 1925 á Torfa- stöðum í Fljótshlíð, sonur Ólinu Sigurðar- dóttur, húsfreyju og bónda og Sigurjóns Jónssonar bónda. Óskar vann að mestu leyti hjá Kaup- félagi Rangæinga við akstur, rafmagn og viðgerðir frá 1950 til 1960. Óskar tók við sérleyfinu Múlakot- Reykjavík af Kaupfélagi Rang- æinga 15. júni 1960. Tveimur árum síðar kemur bróð- ir hans Sveinbjörn inn í reksturinn. Þann 1. apríl 1963 ganga Helgi Ingvarsson og Steinþór Jóhanns- son inn í reksturinn og verður Austurleið þá til með sérleyfi frá Fossi á Síðu. Nokkrum árum síðar tók Óskar alfarið yfir reksturinn ásamt eiginkonu og börnum. Með opnun Skeiðarárbrúar árið 1974 lengdist sérleyfið til Hafnar í Hornafirði og síðar áfram til Egils- staða yfir sumartímann. Austurleið hf. sameinaðist síðar Sérleyfis- bílum Selfoss og í framhaldi af því Kynnisferðum. Óskar kaupir lítið þjónustuhús vorið 1966 og flytur í Húsa- dal í Þórsmörk. Árið 1981 fékk Óskar leyfi til að staðsetja skála í mynni Húsadals utan skógræktargirðingar. Með árunum fjölgaði skálunum og í dag er þar gistiaðstaða fyrir 140 manns ásamt stóru þjónustuhúsi. Óskar lagði mikla áherslu á að rækta upp gróðurlausa mela í mynni Húsadals og hefur það skil- að miklum árangri. Óskar sat í ýmsum nefndum og ráðum varðandi fólksflutninga og samgöngumál og lagði sitt af mörk- um til að efla og bæta þau mál. Óskar hafði alla tíð mikinn áhuga á flugi og flugsamgöngum. Sextug- ur settist hann á skólabekk og lauk einkaflugmannsprófi og keypti sér tveggja manna flugvél,TF-AVA. Eftirlifandi eiginkona Óskars er Sigríður Halldórsdóttir. Þau eiga 8 börn, 26 barnabörn og 29 barna- barnabörn. Útför Óskars fer fram frá Stór- ólfshvolskirkju á Hvolsvelli laugar- daginn 20. okt. og hefst athöfnin kl. 14. Andlát Óskar Sigurjónsson Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Aðgengi íslenskra neytenda að líf- rænum vörum er afar gott og innlend lífræn ræktun og framleiðsla fjöl- breytt, en betur má ef duga skal. Til að mynda er afar erfitt að nálgast líf- ræna ferskvöru á borð við kjöt, egg og osta en íslenskir ræktendur og fram- leiðendur ættu þó að eiga hægara um vik en kollegar þeirra víða erlendis með að skipta yfir í lífrænt. Þetta segir Oddný Anna Björns- dóttir, varafulltrúi framkvæmda- nefndar Samtaka lífrænna neytenda, en samtökin efndu í gær til sinnar fyrstu uppskeruhátíðar í Norræna húsinu, þar sem gestir og gangandi áttu kost á því að hlýða á fróðlega fyr- irlestra og gæða sér á heilnæmu ljúf- meti, svo fátt eitt sé nefnt. „Samtökin voru stofnuð til að auka meðvitund almennings, þrýsta á stjórnvöld um að móta stefnu í mála- flokknum og hvetja og styðja við þá sem vilja fara í lífræna ræktun og framleiðslu,“ segir Oddný. Hún segir að stefnt sé að því að lífræn ræktun verði stunduð á um 15% ræktaðs lands á Íslandi árið 2020. „Það er metnaðarfullt en á alveg að vera hægt, því það er í raun og veru auðveldara á Íslandi en á mörgum stöðum í heiminum að skipta yfir í líf- ræna ræktun vegna þess að það eru færri skref sem þarf að taka,“ segir hún. Til dæmis sé minni þörf fyrir eit- urefnanotkun hérlendis og þá stóli bændur í minna mæli á kemískan áburð. Oddný segir að markmiðið með uppskeruhátíðinni í gær hafi verið að gera íslenska lífræna framleiðendur sýnilega en ákveðins misskilnings gæti oft í umræðunni um lífræna hug- myndafræði, sem snúist fyrst og fremst um neytendavernd, dýravernd og umhverfisvernd. Þá sé það í raun öfugsnúið að málum sé þannig háttað að lífrænir framleiðendur þurfi að fá afurðir sínar vottaðar en ekki öfugt. „Þetta er dálítið óréttlátt, að líf- ræna framleiðslan þurfi að vera undir sérstöku eftirliti,“ segir Oddný. „Í Frakklandi er verið að tala um að snúa þessu við og að þeir sem rækta með eiturefnum og kemískum áburði þurfi að sérmerkja vörurnar sínar.“ Vantar lífræna ferskvöru á íslenskum markaði Morgunblaðið/Kristinn Lífrænt Gestir kynntu sér íslenska lífræna framleiðslu í Norræna húsinu í gær.  Fjöldi fólks kynnti sér lífræna framleiðslu í Norræna húsinu Lífrænt » Þúsundir manna sóttu fyrstu uppskeruhátíð Samtaka lífrænna neytenda. » Lífræn ræktun snýst um að rækta mat á sem náttúruleg- astan og heilnæmastan hátt, segir Oddný. » Lífrænt er ekki það sama og náttúrulegt eða vistvænt. Sex dauðar álftir fundust í fjörunni á Stokkseyri í gær. Það var vegfarandi sem leið átti um fjöruna sem gekk fram á þær. Álftirnar höfðu verið skotnar og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er ljóst að það var gert annars staðar og fuglarnir síðan færðir í fjör- una. Álftir eru friðaðar og því varðar við lög að deyða þær. Málið er nú í rannsókn lögreglunnar á Selfossi og eru þeir sem hafa séð til mannaferða á þessum slóðum eða hafa einhverja vitneskju um málið beðnir að hafa sam- band við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010. Sex álftir skotnar og færðar í fjöruna Álftir á Tjörninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.