Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 Í Velvakanda á bls. 29 í Morgunblaðinu 10. október má sjá spurn- ingu sem væntanlega á að vera beint til Um- ferðarstofu þótt talað sé um Umferðarráð. Spurningin er um það „hvort hjóla megi á gangbraut?“ Í þessari grein er reynt að svara þessari spurningu sem virðist í fyrstu einföld en því miður er óhætt að segja að í þessum efnum hafi ríkt ákveðin óvissa. Hvað segja umferðarlögin? Í umferðarlögum segir undir skilgreiningum á gangbrautum: „Sérstaklega merktur hluti veg- ar, sem ætlaður er gangandi veg- farendum til að komast yfir ak- braut.“ Þarna er hvergi minnst á hjól eða önnur farartæki og það má því í raun líta svo á að gangbrautir séu aðeins ætlaðar gangandi vegfar- endum. Til að styðja þá túlkun enn frekar er ákvæði í 2. mgr. 3. gr. umferðarlaga þar sem tilgreint er hvaða aðrir vegfarendahópar falli undir ákvæðið um gangandi vegfar- endur: „Ákvæði um gangandi vegfar- endur gilda einnig um þann sem er á skíðum, hjólaskíðum, skautum eða svipuðum tækjum; enn fremur um þann sem rennir sér á sleða eða dregur með sér eða leiðir tæki eða hjól. Þau gilda og um fatlaðan mann sem sjálfur ekur hjólastól.“ Hvergi minnst á hjólandi Hér er hvergi minnst á hjólandi í þessari grein laganna. Eina skiptið sem minnst er á hjól er þegar mað- ur „leiðir tæki eða hjól“ að þá að- eins hafi hann sama forgang og gangandi. Af þessu má því ljóst vera að lögin kveði skýrt á um það að ekki megi hjóla yfir gangbraut. Hafa skal í huga að á mörgum stöðum þar sem hjólandi þverar akbraut er ekki um eiginlega gang- braut að ræða og því má líta svo á að þessi takmörkun eigi ekki við í þeim tilfellum. Þar eins og annars staðar á hjól- andi að virða skil- greindan forgang annarrar umferðar líkt og t.d. bílstjórar enda er hjólið skil- greint sem ökutæki í umferðarlögum. Dómur Héraðs- dóms Suðurlands Af framansögðu virðist þetta vera skýrt og einfalt en svo er ekki reyndin. Í dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Suðurlands árið 2007 var með rýmkandi lögskýr- ingu á þessu ákvæði litið svo á að þótt tjónþoli hafi í því tilfelli hjólað yfir gangbrautina mætti telja það sambærilegt við þær aðrar athafnir sem tilgreindar eru í 2. mgr. 3. gr. umferðarlaga. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að líta svo á að tjónþolinn, sem í þessu tilfelli var hjólandi, sé með sama forgang og gangandi. Það skal haft í huga að í málinu sem dómurinn fjallar um var tjónþolinn barn sem ekið var á þegar það hjólaði yfir gangbraut. Það er margra álit að ekki sé rétt að álykta á almennan hátt um háttsemi allra hjólreiða- manna og aðgæsluskyldu, þ.á m. fullorðinna, út frá dómi þar sem ekið var á hjólandi barn. Ekki heimilt samkvæmt lögum Þrátt fyrir þennan dóm er erfitt að segja að sá sem hjólar yfir gangbraut njóti almennt sama for- gangs og réttinda og sá sem geng- ur því þar er eins og fyrr sagði hvergi getið um hjólandi í lögum þar um. Þess skal jafnframt getið að dómurinn hefur ekki verið stað- festur í Hæstarétti. Með tilliti til framangreindra atriða er það álit Umferðarstofu að þrátt fyrir þenn- an dóm sé almennt ekki heimilt lögum samkvæmt að hjóla yfir á gangbraut. Krefst breytingar laga Hvað sem lögum líður eru sterk rök fyrir því að hjólandi eigi að njóta sama réttar og gangandi á gangbrautum. Rökin eru m.a. þau að í þéttbýli þurfa hjólandi að fara ítrekað og oft með stuttu millibili yfir gangbrautir og oft á tíðum um langan veg. Ég held að öllum sann- gjörnum mönnum hljóti að vera ljóst að til of mikils sé ætlast að hjólandi stígi af hjóli sínu í hvert sinn sem þvera þarf akbraut á gangbraut. Það er því spurning hvort hægt sé að fara einhvern milliveg og kveða skýrar á um þetta atriði en til þess þarf laga- breytingu. Að ekki sé farið hraðar en gangandi? Umferðarstofa hefur nú frum- varp til umferðarlaga til umsagnar og er verið að skoða hvort rétt væri að setja í lög að ákvæði um gangandi vegfarendur gildi einnig um hjólandi á leið yfir gangbrautir en þó með því skilyrði að viðkom- andi fari ekki hraðar en sem nemur gangandi umferð og sýna beri sér- staka aðgát. Það hefur borið tölu- vert á því að hjólandi fari of geyst og óvarlega yfir á gangbrautum og við aðrar þveranir akbrauta. Það má ekki gleyma ábyrgð ökumanna í þessu sambandi en vitanlega staf- ar mest hætta af vélknúnum öku- tækjum í þessu samspili ólíkra veg- farendahópa og því er ábyrgð þeirra mikil. Umferðarstofa vill árétta mikilvægi þess að hjólreiða- menn sýni almennt ýtrustu að- gæslu og þá ekki síst við þverun akbrauta hvort sem það er á gang- brautum eða ekki. Að vel sé gætt að annarri umferð og að ekki sé farið hraðar yfir en sem nemur gönguhraða. Eftir Einar Magnús Magnússon » Verið að skoða hvort rétt væri að setja í lög að ákvæði um gang- andi vegfarendur gildi einnig um hjólandi á leið yfir gangbrautir Einar Magnús Magnússon Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Má hjóla á gangbraut? Laugardaginn, 20. október 2012, mun fara fram einhver undarleg- asta skoðanakönnun sem mér hefur verið boðið að taka þátt í. Ekki ætla ég að eyða orðum í að lýsa aðdrag- anda hennar heldur að velta upp spurningum um framkvæmd henn- ar og tilgang. Það fyrsta sem maður tekur eftir er að ekki má kjósa um einstök ákvæði sem þó er verið að spyrja út í. Í stað þess eru öll ákvæðin sett saman í fyrstu spurninguna og mað- ur spurður, með eða móti, já eða nei. Þar með er allt spyrt saman, góðar tillögur og slæmar. Þar á eftir eru fimm spurningar dregnar út úr öllu plagginu og fólki gefinn kostur á að kveða upp úr um þessi einstöku atriði. Því miður kem- ur ekki fram í skýringarbæklingnum sem sendur hefur verið í hús lands- manna hvað það var sem réð valinu á þessum atriðum. Eftir lesturinn veltir maður fyrir sér hvort þessi at- riði séu þau sem brenna á fólki í dag eða getur verið að önnur og mik- ilvægari atriði hefðu átt að vera tek- in fyrir í sérstakri spurningu, til dæmis 111. grein sem fjallar um af- sal fullveldisins til er- lendra aðila, þó hún heiti Framsal rík- isvalds. Afsal fullveldisins til erlendra aðila gæti ein- hverjum þótt meir um vert en að í stjórn- arskrá sé fjallað um persónukjör eða at- kvæðavægi, eins og þær spurningar sem fengu náð fyrir augum ráðamanna fjalla um. Hvers vegna það ákvæði rataði ekki inn í skoð- anakönnunina sem sérstök spurning veit ég ekki en maður fær það á til- finninguna að forgangsröðin sé eitt- hvað brengluð. Í núverandi stjórnarskrá er ekki gert ráð fyrir afsali á fullveldi. Hins vegar er í stjórnarskránni eitt ákvæði sem fjallar um samskipti Ís- lands við önnur ríki en það er 21. greinin sem fjallar um gerð samn- inga við önnur ríki. Undir núverandi stjórnarskrá hefur Ísland haft fulla möguleika á að gerast aðili að hinu alþjóðlega samfélagi í gegnum saminga. Landið er til dæmis aðili að Alþjóða- viðskiptastofnuninni, WTO, og þeg- ar EES-samningarnir voru undirrit- aðir voru þeir færðir undir íslensk lög (nr 47/1993) til að öðlast fullt gildi. Þannig að Ísland hefur leyst þessi mál farsællega með núverandi stjórnarskrá. Þörfin til að breyta stjórn- arskránni og leyfa afsal fullveldisins til erlendra aðila hefur ekki verið rökstudd og undarlegt að það ákvæði skyldi ekki vera tekið fyrir með sérstakri spurningu enda um eitt af grundvallaratriðum stjórn- skipunarinnar að ræða. Vegna þessa er ekki laust við að sú tilfinning læðist að manni að verið sé að smygla þessari grein í gegn með því að beina athygli fólks að veigaminni atriðum stjórnarskrár- innar. Framkvæmd skoðanakönn- unarinnar virðist að þessu leyti vera gölluð og því lítur allt út fyrir að undirritaður neyðist til að hafna til- lögunum í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni. Afsali fullveldis smyglað út um bakdyrnar Eftir Magnús B. Jóhannesson » Framkvæmd þjóð- aratkvæðagreiðsl- unnar 20. október er undarleg og spurning hvort þannig sé verið að smygla afsali full- veldis Íslands út um bakdyrnar. Magnús B. Jóhannesson Höfundur er M.Sc. í rekstrarhagfræði. Höfði – hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi óskar eftir tilboðum í verkið Endurnýjun hjúkrunar- deildar á 1. hæð Verkið felst í endurnýjun á innri frágangi á hjúkrunardeild á 1. hæð í elsta hluta Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis að Sólmundar- höfða 5 á Akranesi. Endurnýjunin felst aðallega í endurnýjun gólfefna, innréttinga að mestu, lofta, hrein- lætistækja, málun veggja, hreinlætislagna að mestu og raflagna. Einnig skulu fara fram endurbætur á brunavörnum og lagning vatnsúðakerfis. Verklok eru 12. apríl 2013. Útboðsgögn eru til afhendingar frá og með 15. okt. nk. í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18 á Akranesi. Gögnin verða afhent á geisladiski endurgjalds- laust en hægt er að fá gögn á pappír gegn 10.000 kr. endurgjaldi. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Höfða, Sólmundarhöfða 5, fimmtud. 1. nóv. nk., kl. 11:00. Framkvæmdanefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.