Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Pakistanska stúlkan Malala You- safzai, sem skotin var í höfuðið af talibönum fyrir að berjast fyrir menntun kvenna, var útskrifuð af sjúkrahúsi í Birmingham á Englandi í gær. Hún er þó aðeins útskrifuð tíma- bundið eins og er en hún þarf að gangast undir meiriháttar aðgerð á höfuðkúpu eftir nokkrar vikur. Læknar töldu þó að það væri henni fyrir bestu að vera með foreldrum sínum og bræðrum og því getur hún í millitíðinni dvalist á tímabundnu heimili fjölskyldunnar á Englandi þar sem hún mun gangast undir frekari endurhæfingu. Malala, sem er aðeins fimmtán ára gömul, komst í heimsfréttirnar í október þegar talibanar skutu hana þar sem hún var á ferð í skólarútu í bænum Mingora í Pakistan. Byssukúlan sem hæfði hana í höf- uðið var aðeins sentimetrum frá því að kosta hana lífið. Í kjölfarið var hún flutt undir hendur sérfræðinga á sjúkrahúsinu í Birmingham þar sem hún hefur síðan legið. Talsmenn sjúkrahússins segja að undanfarnar vikur hafi Malala reglulega farið í heimsóknir af spít- alanum til fjölskyldu sinnar. „Malala er sterk, ung kona sem hefur lagt hart að sér með því fólki sem annast um hana til að ná mikl- um framförum í bata,“ sagði Dave Rosser, lækningastjóri við Háskóla- sjúkrahúsið í Birmingham þegar stúlkan var útskrifuð. Faðir Malala, Ziauddin, hefur ver- ið ráðinn til starfa sem mennta- málafulltrúi á ræðismannsskrifstofu Pakistan í Birmingham. Það er því talið líklegt að fjölskyldan eigi eftir að dveljast á Englandi næstu árin. Útskrifuð af sjúkrahúsinu AFP Kveðja Malala veifar sjúkrahússtarfsfólki og ljósmyndurum þar sem hún yfirgefur sjúkrahúsið í Birmingham.  Malala Yousafza sem var skotin af talibönum í október laus af spítala í bili  Meiriháttar aðgerð framundan Ola Borten Moe, olíu- og orku- málaráðherra Noregs, sem við- staddur var útgáfu sérleyfa til rannsókna og vinnslu á Drekasvæð- inu, hefur verið nefndur krónprins norska Miðflokksins. Borten Moe er enda aðeins 36 ára gamall bóndasonur, fæddur 6. júní 1976 í Þrándheimi. Ráðherrann er menntaður í jarðræktarfræði, stjórnmálafræði og sögu. Fyrir ut- an búmennskuna eru honum stjórn- mál í blóð borin en hann er barna- barn fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, Pers Bortens, sem gegndi embættinu frá 1965 til 1971. Þá er hann giftur Önnu Ceselie Brustad Moe, sem einnig gegnir þingmennsku fyrir Miðflokkinn. Hann hóf stjórnmálaferil sinn í borgarráði Þrándheims árið 1995 þegar hann var aðeins 19 ára og sat þar allt til ársins 2007. Tveimur ár- um áður hafði hann fyrst verið kjörinn þingmaður. Þar tók hann sæti í orku- og umhverfismálanefnd þingsins og varð síðar formaður viðskipta- og iðnaðarnefndar. Borten Moe tók síðan við embætti olíu- og orkumálaráðherra í mars í fyrra í ríkisstjórn Jens Stolten- bergs forsætisráðherra. Fljótlega komst hann í ónáð umhverfisvernd- arsinna vegna stuðnings við frekari olíurannsóknir og -boranir, meðal annars við Lófóten. Hann er harður andstæðingur Evrópusambandsins og þess að Noregur gangi í það. Þá hefur hann sagt að of margir flóttamenn væru í Noregi og lýst yfir vilja til að herða stefnu Norðmanna í málefnum þeirra. Bóndasonurinn sem varð að prinsi  Varð ráðherra aðeins 35 ára gamall Morgunblaðið/Styrmir Kári Ráðherra Borten Moe við útgáfu sérleyfa vegna Drekasvæðisins. Heildarlausnir fyrir bílinn þinn Bílaraf www.bilaraf.is Gott verð, góð þjónusta! • Bremsuviðgerðir • Kúplingar • Bilanagreiningar • Kóðalestur/Tölvuaflestur Endurstillingar • Rafmagnsviðgerðir af öllum toga • Startarar og alternatoraviðgerðir • Rafgeymar og margt, margt fleira... Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 bilaraf@bilaraf.is • bilaraf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.