Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2013 ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar Þrír Frakkar Café & Restaurant Grilluð lúðuflök m/soya-smjörsósu og wasabi-kartöflumús ÓDÝRU BÍLALEIGUBÍLARNIR VORU AÐ KOMA! Vertu fyrstur, fáðu þann besta! Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is Eigum allskonar bíla, langar þig í einn? Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is Ertu með kaupanda? Skjalafrágangur frá 14.990 kr. Löggildir bílasalar tryggja öryggi beggja aðila Fylgstu með okkur á facebook Sölulaun frá 39.900 kr. …„ fór drýgsti hluti áramótaávarps forsetans í að fjalla um þá meinloku ríkisstjórnarinnar að kollvarpa þurfi stjórnarskrá landsins. Engin skýring er til á hvað rak ríkisstjórnina í það verk né hvers vegna hún setti málið í hinn fráleita far- veg.“ Orð þessi eru fengin úr leiðara Morgunblaðsins þann 3. janúar síð- astliðinn, sem fjallar um ávarp forseta Íslands á nýársdag. Þar tók hann fyrir tillögur stjórnlagaráðs, sem er eins og kunnugt er eitt af „rifrildum“ stjórnmálanna og þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Leiðarinn ómerkti ber allur þess merki að vera verk fyrrverandi for- sætisráðherra landsins, Davíðs Odds- sonar, annars ritstjóra blaðsins. Svo virðist vera sem höfundur sé búinn að gleyma því hvaðan krafan um nýja stjórnarskrá kemur. Nú, þá er eins gott að rifja það upp, en ný stjórn- arskrá og stjórnarfarslegar umbætur voru eitt af því sem fylgdi „Búsá- haldabyltingunni“ í kjölfar skipbrots banka og efnahagskerfisins haustið 2008. Andstaðan við nýja stjórnarskrá kemur mest frá íhaldsöflum þessa samfélags. Öflum sem á fögrum stundum tala um fullveldi landsins og að við því megi alls ekki hrófla. En er það ekki einmitt merki um fullvalda og sjálfstæða þjóð að setja sér eigin stjórnarskrá í kjölfar jafn dramatískra atburða og hér gerðust árið 2008? Bandaríkin settu sér sína stjórnarskrá að loknu sínu frels- isstríði gegn breska heimsveldinu og tók hún gildi í mars 1789. Núverandi stjórnarskrá Frakklands á einnig rætur að rekja til sama árs, þegar lýðræðisbylting skók franskt sam- félag og hafði áhrif um allan heim. Bandaríkin hafa gert um 27 breyt- ingar á sinni stjórnarskrá, en þær breytingar sem gerðar hafa verið á þeirri íslensku eru aðeins um sjö frá árinu 1944. En sú 320.000 manna þjóð sem býr hér á Íslandi skal rífast um stjórnarskrá. Er málið enn ein birt- ingarmynd þess að hér á landi eru hagsmunir ákveðinna hópa varðir með kjafti og klóm. Einhvers staðar á milli þessara sérhagsmuna velkist svo almenningur og hagsmunir hans; „almannahagsmunirnir“. Og einhvern veginn fær maður það allt- af á tilfinninguna að það séu þeir sem bera skarðan hlut frá borði. Það er það sorglega í þessu öllu saman. GUNNAR HÓLMSTEINN ÁRSÆLSSON, framhaldsskólakennari. Meðvitað minnistap? Frá Gunnari Hólmsteini Ársælssyni Gunnar Hólm- steinn Ársælsson Bréf til blaðsins Smávægileg mistök urðu við vinnslu töflu í grein Sigurbjörns Svav- arssonar í blaðinu í gær. Við birtum töfl- una aftur leiðrétta og biðjumst vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Tafla 2: Verðbólga - raunveruleg eða útreiknuð? 100 107,5 115,0 111,5 111,9 100 112,4 125,9 132,7 138,0 B re yt in g í% 150 140 130 120 110 100 2007 2008 2009 2010 2011 100 100 107,5 112,4 125,9 115,0 132,7 111,5 138,0 111,9 Neysluút- gjöld (raun) Vísitala neysluverðs Mistök í vinnslu Verðbólga er alvar- legt vandamál sem stjórnvöldum hefur ekki tekist að ráða við. Í stað þess að koma böndum á sjálfa verð- bólguna hefur vand- anum verið sópað und- ir teppi verðtryggingar. Sú leið felur í sér að fjárfestar njóta tryggingar gegn verðbólgu en því miður er sú trygg- ing á kostnað allra annarra í sam- félaginu. Um þá leið verður seint sátt og enn síður ef verðtrygging er einnig túlkuð sem altrygging gegn efna- hagsáföllum. Með því að velta þann- ig verðbólgu og efnahagsáföllum al- farið á lántakendur munu tugþúsundir heimila og þúsundir fyrirtækja burðast með stökkbreytt lán árum saman. Sá skuldaklafi tef- ur mjög endurbata í hagkerfinu og á því tapa allir, einnig fjárfestar. Trygging gegn hruni? Það sætir furðu að hrein vinstri- stjórn skuli standa að því óréttlæti að velta hruninu alfarið á lántak- endur. Næsta ríkisstjórn verður að hafa kjark til að gera almenna skuldaleiðréttingu. Allt umfram venjulegar verðhækk- anir er efnahagshrun sem fjárfestar og lán- takendur eiga að bera í sameiningu. Hvar stendur í lánasamn- ingum að lántaki tryggi lánveitanda gegn efna- hagsáföllum og setji að veði aleigu sína og framtíðartekjur? Rót vandans En hver er raun- veruleg rót vandans? Hvernig mætti draga úr verðbólgu og fyrirbyggja annað efnahagshrun? Hér sem annars staðar hafa bankar fengið að auka peningamagn mun hraðar en hagkerfið vex. Afleiðingin er sú að sífellt fleiri krónur eltast við sömu framleiðsluna, sem leiðir til verðhækkana og verðbólgu. Fái pen- ingamagn að fimmfaldast á fimm ár- um, eins og hér gerðist á árunum 2003-2008 þá leiðir það óhjákvæmi- lega til hruns. Taumlaus peningamyndun Peningaþensla er afleiðing þess að viðskiptabönkum er leyft að auka peningamagn að vild. Ekkert hefur verið gert til að koma böndum á pen- ingamyndun banka eða fyrirbyggja annað hrun af þeirra völdum í fram- tíðinni. Viðskiptabankar græða enn á verðbólgu og fá vexti af þeim pen- ingum sem þeir skapa. Þetta fyr- irkomulag er beinlínis hættulegt. Örugg lausn Lausnin er að setja lög sem koma í veg fyrir að bankar geti aukið pen- ingamagn. Hlutverk banka verði að miðla sparnaði til lántakenda, en ekki að búa til nýja peninga eins og nú er. Peningamyndun verði alfarið í höndum Seðlabanka með þarfir hag- kerfisins og verðstöðugleika að leið- arljósi. Ágóði af nýmyndun peninga rennur þá óskiptur til almannahags- muna en ekki til eigenda bankanna. Þessi breyting myndi draga úr peningaþenslu og verðbólgu af hennar völdum. Auk þess myndi vaxtabyrði í samfélaginu og skuldir fara minnkandi eins og lýst er nánar á þessari vefsíðu www.betrapen- ingakerfi.is Ráðumst að rót verðbólgunnar Eftir Frosta Sigurjónsson »Hvar stendur í lána- samningum að lán- taki tryggi lánveitanda gegn efnahagsáföllum og setji að veði aleigu sína og framtíðar- tekjur? Frosti Sigurjónsson Höfundur er rekstrarhagfræðingur og skipar 1. sæti Framsóknarflokks- ins í Reykjavík norður. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.