Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú er mikill annatími í lífi þínu. En þar sem þú ert einn þeirra fáu sem njóta þeirrar vinnu skaltu bara brosa og njóta þess í botn! 20. apríl - 20. maí  Naut Þú mátt finna til svolítið meira sjálfs- trausts því það skemmir fyrir þér hversu reikull og hikandi þú ert. Veldu þér gildismat sem hægt er að reiða sig á. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt smáóreiða sé ekki skaðleg, eru hlutirnir undra fljótir að fara úr böndunum, þegar skriðan fer af stað. Gerðu bara gott úr því sem fyrir er. Mistökin eru til þess að læra af þeim. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú virðist hafa svör við öllu á reiðum höndum. Nú er lag að hreinsa til á skrifborð- inu. Að vera nálægt einhverjum hjartfólgnum spillir ekki fyrir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú skarar fram úr jafningjum þínum, en ekki athugasemdalaust. Ef þú ert ekki nálægt gömlu markmiðunum þá ættir þú að velta fyrir þér hvort markmiðin hafi hentað þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnst engu líkara, en allir í kring um þig fari sínu fram án nokkurs tillits til þín. Staldraðu við og hugleiddu hvort vináttan skipti ekki meira máli en deiluefnið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vinur reynir að sannfæra vogina um eitt- hvað í dag. Ekki hætta við ferðalög á þeim forsendum að þú getir farið seinna, farðu þér heldur hægt og kannaðu alla málavöxtu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft á öllum þínum innri styrk að halda til þess að komast í gegnum þá erfiðleika sem við þér blasa. Haltu fast um budduna og horfðu í hina áttina. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hittir einhvern langt að kom- inn í dag og verður að vera víðsýnn og vin- gjarnlegur í hans garð. Ekki halda aftur af þér því aðrir eru tilbúnir að hlusta á framlag þitt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er eitt og annað sem þú átt ógert heima fyrir og nú verður ekki lengur undan því vikist að ganga frá þeim málum. Notaðu tímann til þess að klára óunnin verk. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ástin er farin að líkjast ferð í par- ísarhjóli, hæðirnar og lægðirnar eru farnar að vera dálítið fyrirsjáanlegar. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt þér gangi eitthvað í móti er ástæðulaust að þú takir út vonbrigði þín á þeim sem næst þér standa. Frítími þýðir skemmtun sem byggir mann upp. Jóhann J.E. Kúld segir frá því íMorgunblaðinu 22. desember 1983 að faðir sinn Eiríkur Kúld Jónsson hafi ásamt Þórarni Er- lendssyni, sem þá var í smíðalæri hjá honum, byggt Akrakirkju á Vestur-Mýrum. Það hefur verið aldamótaárið 1900. Þegar búið var að reisa kirkjuna og Þórarinn sat klofvega á mæni hennar bar þar að Hannes Blöndal skáld, sem skrifaði eftirfarandi vísu á panilfjöl: Þórarinn er þýður í svörum, þar er aldrei stilling á förum. Ekki heyrist krunka í kalli klofríðandi á guðsorðahjalli. Árni Böðvarsson, mesta rímna- skáld 18. aldar, lifði síðustu æviár sín á Ökrum. Frændi Árna, séra Gunnlaugur Snorrason, var þjóðkunnur fyrir sálma og annan skáldskap guð- rækilegs efnis. Einhvern tíma ræddu þeir um sálmaskáldskap og þá orti Árni: Sver ég það við mold og málm, mitt parrik og hattinn, aldrei skal ég yrkja sálm þó eldri verði en skrattinn. Gísli Konráðsson sagði svo frá, að Gunnlaugur prestur hefði svar- að og lagt við fyrri hendingu Árna: að einhvern skal ég yrkja sálm áður en fúnar skrattinn. „Ok segja menn,“ segir Gísli, „at eptir þat kvæði prestur Fæðing- arsálmana,“ en þeir nutu vinsælda fram á 19. öld. Og þótt Árni hafi kveðið fast að orði í stöku þessari liggur eftir hann skáldskapur and- legs efnis ekki lítill að vöxtum. Sumar af stökum Árna hafa orðið húsgangar og lifa á vörum manna enn í dag: Eg er að flakka eins og svín út um víðar sveitir. Góins stakka grundin fín, gef mér smakka brennivín. Á Suðurlandi mun almennt hafa verið farið með vísu þessa þannig breytta, að annað vísuorð hljóði svo: „út á Bakka og heim til þín“. Bakki er Eyrarbakki. Í tóbaksleysi kvað Árni: Nú er ekki að nefna tóbakspípu, þó í sé boði Ísland hálft, æran, góz og lífið sjálft. Í rímum af Herði og Hólverjum segir Árni í níundu rímu um þá, sem hefjast til vegs án verðleika: Þykjast öllum þegnum snjöllum meiri, en þegar neyðir orða hinn út þá freyðir nautsheilinn. Þessi vísa hefur löngum verið tal- in eftir Árna: Ætti ég ekki vífaval von á þínum fundum, leiðin eftir Langadal löng mér þætti á stundum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Klofríðandi á guðsorðahjalli Í klípu „SEGÐU OKKUR BARA HVAÐ GERÐIST, OG HÆTTU AÐ BREYTA RÖDDINNI. ÞETTA ER EKKI LEIKLESTUR Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF ÉG VEIÐI EITTHVAÐ GÆTI VERIÐ BEST FYRIR ÞIG AÐ STÍGA SVONA TVÖ EÐA ÞRJÚ SKREF AFTURÁBAK.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann eys ástarljóðum yfir þig. LJÓÐ DAG- MAMMA. GÓÐUR VINSTRI KRÓKUR MISMUNAR EKKI EFTIR KYNJUM. ER ÞAÐ MÆJA ÓLAFS SEM ER AÐ LEGGJA ÞIG Í EINELTI?! (ANDVARP) JÁ. EN HÚN ER STELPA!!! HVERNIG GASTU LÁTIÐ ÞAÐ GERAST? Handbolti, handbolti og afturhandbolti. Víkverji iðar í skinn- inu eftir að herlegheitin – heims- meistaramótið í handknattleik – hefjist á Spáni. Það er alltaf til- hlökkun þegar stórmót í handbolta eru haldin í byrjun árs. Þá verða skrefin ekki eins þung í byrjun árs því til tilhlökkunarefnið er ærið. Kappleikur framundan. x x x Víkverji horfði á þátt um landsliðiðí handbolta á dögunum, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þar var við- tal við stórþjálfarann Alfreð Gísla- son. Hann er baráttujaxl með ein- dæmum og má með sanni segja að hann verður aldrei saddur í þeim skilningi að hann hungrar alltaf í sig- ur. Hann var í þeirri stöðu að vera búinn að vinna þýsku deildina (og marga aðra titla). Strákarnir áttu samt sem áður eftir að spila nokkra leiki. Þá lagði hann upp með að þeir yrðu taplausir sigurvegarar. Það gekk eftir. Í síðasta leiknum þeirra voru þeir um tíu mörkum yfir og sig- urinn nánast í höfn. Það var ekki nóg því hann lagði enn harðar að drengj- unum að þeir kæmust yfir 300 marka múrinn. Þá heyrðist á bekknum hvort hann gæti aldrei slakað á og hreinlega notið þess. Alfreð sagði frá þessum atburði með glettni og brosti við, – hann væri hreinlega svona inn- réttaður. Þetta er einmitt eitt af því sem hefur fleytt honum svona langt. Alltaf ný markmið sem á að keppa að, fullur af eldmóði. x x x Þetta er heillandi. Baráttan erendalaus, það er ekki til í orða- bókinni hjá köppunum – og þá meina ég landsliðinu í handknattleik – upp- gjöf. Baráttugleðin er endalaus og smitandi. x x x Annað sem Víkverji hnaut um ímáli Alfreðs var tal um peninga. Í liðinu sem hann þjálfar í Þýska- landi eru tveir Frakkar sem unnu gull á Ólympíuleikunum. Þeir fengu samanlagt upphæð frá franska rík- inu sem allur handboltinn á Íslandi fær frá ríkinu. Samt höfum við náð viðlíka árangri. víkverji@mbl.is Víkverji Þá greindi hann mér svo frá: Þetta er orð Drottins til Serúbabels: Ekki með valdi né krafti heldur fyrir anda minn, segir Drottinn allsherjar. (Sakaría 4:6) Lagerrými Lagerbakkar Brettakerfi Smávörukerfi Árekstrarvarnir Milligólf Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.