Morgunblaðið - 10.01.2013, Side 1

Morgunblaðið - 10.01.2013, Side 1
Morgunblaðið/ÞÖK Keflavíkurflugvöllur Lögreglan tók mann með fíkniefni innvortis. Tæplega fertugur karlmaður frá Senegal situr nú í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnasmygls. Hann mun vera búsettur á Spáni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn á Keflavíkur- flugvelli 30. desember síðastlið- inn. Hann var þá að koma frá Kaupmannahöfn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins reyndist maðurinn vera með rúm- lega hálft kíló af kókaíni innvortis. Hann mun vera búinn að skila efnunum af sér. Hann var úrskurðaður í gæslu- varðhald til 11. janúar nk. Ekki hafa fleiri verið handteknir vegna málsins. Það er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í fyrra var fertugur karl tekinn í Leifsstöð með tæplega 1,3 kíló af kókaíni í iðrum sér. Það var talið vera met, að minnsta kosti hér á landi. Um miðjan október 2012 höfðu níu burðardýr verið tekin í Leifsstöð það sem af var árinu með samtals nærri 2,7 kíló inn- vortis. gudni@mbl.is Með kókaín innvortis  Útlendingur var tekinn með rúmlega hálft kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli og situr nú í gæsluvarðhaldi F I M M T U D A G U R 1 0. J A N Ú A R 2 0 1 3  Stofnað 1913  7. tölublað  101. árgangur  –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG GERÐI MYND UM FJALLFERÐ TUNGNAMANNA ÚTRÁS ÍSLENSKS ÚTIVISTAR- FATNAÐAR VERK Á MÖRKUM VÍSINDA, LEIK- HÚSS OG DANS VIÐSKIPTABLAÐ STUNDARBROT 42ÓVEÐUR SKALL Á 10 Gangandi vegfarendur í Austurstræti og víðar í höfuðborginni reyndu eftir mætti að verja sig gegn rigningunni í gær, eftir því sem hægt var vegna vindhviðanna sem stundum feyktu hlífunum til. Útlit er fyrir áframhaldandi úrkomu á sunn- anverðu landinu og framan af degi í dag er búist við slyddu á vestanverðu landinu. Regnhlífarnar geta því komið áfram að gagni. Veðurstofan spáir bjartviðri á norðaustanverðu landinu. Veður fer heldur kólnandi og er útlit fyrir að frost verði víð- ast hvar um helgina. Kaldast verður í innsveitum norðanlands. Morgunblaðið/Ómar Áfram þörf fyrir regnhlífar Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið að leyfishafar gætu krafið íslenska ríkið um endurgreiðslu rannsóknarkostnaðar verði vinnsluleyfi alfarið hafnað,“ segir Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, spurður hvort handhafi leyfis til rannsókna og olíu- leitar á Dreka- svæðinu geti krafið ríkið um bætur ef ferlið er stöðvað áður en að vinnslu kemur, þrátt fyrir að öll skilyrði hafi verið uppfyllt. Tilefnið er þau ummæli Stein- gríms J. Sigfússon- ar, atvinnuvega- og nýsköpunarráð- herra, í útvarps- þættinum Spegl- inum að nýútgefin sérleyfi til tveggja hópa „jafngildi ekki ákvörðun um að leyfa bor- anir eða vinnslu“ á Drekasvæðinu. Kostar tugi milljóna bandaríkjadala Gunnlaugur Jónsson, stjórnarformaður Kolvetna ehf., segir að á fyrstu stigum rannsókna sé lagt út í svonefndar tvívíðar mælingar sem kosti sem svarar 645-1.290 milljónum króna, og síðan í þrívíðar mæl- ingar fyrir sömu upphæð. Gera það sam- anlagt 1.290-2.580 milljónir króna. Við það bætist sambærilegur kostnaður hins leitarhópsins sem var úthlutað sérleyfi og má því ætla að hóparnir þurfi að greiða alls 2,5-5 milljarða fyrir mælingar. Olíu- boranir þurfa að fara í umhverfismat. MPólitísk inngrip »12-13 Skapi bóta- skyldu  Pólitísk íhlutun í olíuleit yrði dýrkeypt Áhættusamt » Líkur á að til- raunaboranir leiði til uppgötv- unar kolvetna- lindar geta verið á bilinu 10-20%. » Kostnaður við eina holu getur verið allt að 26.000 milljónir króna.  Veikindi tíu starfsmanna Land- spítalans við Hringbraut eru talin tengd myglusvepp sem greinst hef- ur á vinnustað þeirra. Er það helm- ingur þeirra starfsmanna sem hafa vinnuaðstöðu í viðkomandi álmu elsta hluta spítalahússins. Sumir starfsmannanna hafa ver- ið á ströngum lyfjakúrum vegna of- næmissjúkdóma í öndunarfærum og ofnæmisbólgu í nefholum og aðrir hafa auk þess farið í skurð- aðgerðir í nefholi í von um að losna við veikindin. Sumir fóru að finna fyrir einkennum fyrir 3 árum. »4 Tíu starfsmenn Landspítala hafa veikst Skemmdir Rakavandamálin eru í elstu byggingu Landspítalans við Hringbraut.  Flugmála- stjórn Íslands mun í dag gefa út ný lofthæfis- skilríki á allan flugflota Land- helgisgæslunnar. Er það gert til þess að skýra betur orðalag sem í núgildandi skilríkjum veldur misskilningi um hvort heimilt sé að fljúga vélum út fyrir 12 mílur. Í gærkvöldi sótti TF-LÍF, þyrla Gæslunnar, veikan sjómann um borð í fiskiskip sem var statt á Halamiðum, 21 sjómílu frá landi og flutti hann til Reykjavíkur. »14 Gefa út ný lofthæf- isleyfi á allar vélar Æfing Þyrla Gæsl- unnar við æfingu. Greiðslur úr sjúkra- sjóðum verkalýðs- félaganna hafa auk- ist mjög síðustu árin. Forsvarsmenn félaga og sjóða rekja þetta til krafna um að menn ljúki réttindum sín- um hjá sjúkrasjóði áður en önnur úr- ræði komi til. Þá hafi langtímaveikindi aukist. Vinnuálag hafi aukist, sérstaklega hjá opinberum fyrirtækjum, og það leiði til aukinna veikinda. Mest er þetta áberandi í kvenna- og umönnunarstörfum. »6 Veikindi vegna vinnuálags

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.