Morgunblaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 SVIÐSLJÓS Kristján Jónsson kjon@mbl.is Allsherjarnefnd Alþingis hyggst hefja efnislega umfjöllun um frum- vörp innanríkisráðherra um fækkun sýslumanna og lögreglustjóra í næstu viku, að sögn Björgvins G. Sig- urðssonar, formanns nefndarinnar. Hann hefur ekki á tilfinningunni að þau séu mjög umdeild í núverandi búningi þeirra. „Ég tók þátt í fyrstu umræðunni og mér heyrðist vera nokkur þver- pólitískur samhljómur á þingi um frumvörpin eins og þau eru núna. Ég er því nokkuð bjartsýnn á að þetta verði afgreitt en útiloka ekki ein- hverjar breytingar,“ segir Björgvin. Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi sjálfstæðismanna í nefndinni, segir að stjórnarliðar muni velja nokkur baráttumál sem þeir leggi sérstaka áherslu á að klára fyrir kosningar. Hann sjái ekki fyrir sér að skipulags- breytingarnar áðurnefndu séu slíkt baráttumál, auk þess séu þær um- deildar og viðkvæmar víða úti á landi. Fólki á fámennum stöðum líst ekk- ert á það að fækka störfum fyrir há- skólamenntaða í plássum þar sem sjávarútvegur er nánast eina at- vinnugreinin. Búsetuskilyrðin verði erfiðari, segir Tryggvi. Ætlunin er að fækka sýslumönn- um úr 24 í átta og lögreglustjórar verða jafn margir. Gagnrýnt hefur verið að þegar sé búið að fækka sýslumönnum í samræmi við vænt- anleg lög. En mörg fordæmi eru þó fyrir því að sýslumenn taki að sér önnur umdæmi samtímis. Þannig gegnir sýslumaðurinn í Kópavogi einnig embættinu í Hafnarfirði, sýslumaðurinn á Ísafirði annast emb- ættið á Patreksfirði og sýslumað- urinn í Kópavogi embættið í Hafn- arfirði. Sum umdæmi fámenn Frá 1. febrúar mun sýslumaðurinn á Blönduósi jafnframt verða sýslu- maður á Sauðárkróki. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki og formaður byggða- ráðs Skagafjarðar, vill að staða sýslu- manns á staðnum verði auglýst og ráðið í hana til eins árs þar sem enn sé óljóst hvort breytingarnar verði samþykktar. Málið snýst um mikilvæg störf og tekjur fyrir fámenn sveitarfélög, í sveitarfélaginu Hólmavík búa alls um 600 manns og svipað í Búðardal. Heimildarmenn sem rætt var við sögðu að um væri að ræða breyt- ingar sem rökstyðja mætti með breyttum aðstæðum. Sveitar- félögum hafi t.d. á þrem ára- tugum fækkað úr 221 í 74. Á niðurskurðartímum sé erf- itt að verja útgjöld sem í reynd virðist vera dulbúnir landsbyggðar- styrkir. Fækkunartillögur gætu frestast  Þingnefnd ekki fjallað efnislega um fækkun sýslumanna BAKSVIÐ Skúli Hansen skulih@mbl.is „Árin 2011 og 2012 voru mjög erfið ár í sambandi við dagpeninga- greiðslur og allar greiðslur úr sjóðnum, við vorum með heilmikið tap á sjóðnum í fyrra og verðum með það aftur núna á þessu ári,“ segir Björn Snæbjörnsson, formað- ur stéttarfélagsins Einingar-Iðju, aðspurður um stöðu sjúkrasjóðs fé- lagsins en í gær greindi Morgun- blaðið frá því að á árinu 2012 hefði VR greitt 1,2 milljarða úr sjúkra- sjóði sínum, sem mun vera það mesta sem greitt hefur verið úr þeim sjóði á einu ári. Að sögn Björns hafa greiðslur úr sjúkrasjóði félagsins aukist gríðarlega. Aðspurður hvað valdi þessari aukningu segir Björn margar ástæður liggja þar að baki. „Ýmsir hafa hert reglur hjá sér, eins og með endurhæfingarlífeyri og fleira þar sem menn fóru fyrr inn en núna eiga allir að klára réttindi sín í sjúkrasjóði. Lífeyrissjóðirnir hafa líka verið harðir á því að menn klári réttindi úr sjúkrasjóði. Svo eru það aukin veikindi.“ Hann bendir á að langtímaveikindi hafi aukist. „Það er held ég vegna aukins vinnuálags alls staðar, sérstaklega að því er mér finnst gagnvart opinberum að- ilum, og það kemur út í veikindum,“ segir Björn og bætir við að sér finn- ist þetta mest áberandi í kvenna- og umönnunarstörfum. Aðspurður um hversu háar fjár- hæðir sé að ræða segir Björn að greiðslur vegna dagpeninga hafi verið í kringum 72 milljónir króna á árinu 2012 og um 68 milljónir árið 2011. Fengu skellinn árið 2008 „Við fengum þennan skell árið 2008 en þá varð 40% aukning á greiðslum. Hún hefur verið stígandi frá því en ekkert í líkingu við þetta, kannski verið 14-15 prósent á milli ára,“ segir Guðrún Kr. Óladóttir, forstöðumaður sjúkrasjóðs Efling- ar, aðpurð hvort hún hafi orðið vör við jafnmikla aukningu greiðslna úr sjóði félagsins og hjá sjúkrasjóði VR. Aðspurð hvað útskýri þessa stighækkandi aukningu nefnir Guð- rún t.d. niðurskurð hjá hinu op- inbera. „Þar var alveg gríðarleg aukning, sérstaklega árin 2010 og 2011, og við höldum því fram að það hafi verið þessi hroðalegi niður- skurður sem hrakti nánast þá sem voru veikir fyrir út,“ segir Guðrún og bendir á að ekki sé spurning að aukið álag eigi einnig þátt í þessu. Að sögn Þórarins Eyfjörð, fram- kvæmdastjóra SFR, hafa menn þar á bæ orðið varir við auknar greiðslur úr sjúkrasjóði félagsins en þó ekkert í líkingu við þá spreng- ingu sem orðið hefur hjá VR. „Mun- urinn hjá þeim og okkur er sá að at- vinnuleysið hefur ekki hitt okkar félagsmenn af jafnmiklum þunga og félagsmenn á almennum markaði,“ segir Þórarinn. Greiðslur úr sjúkrasjóðum aukast milli ára  Segja vinnuálag eiga þátt í aukningu Morgunblaðið/Þorkell Sjúkrasjóðir Greiðslur úr sjúkra- sjóðum hafa aukist á síðustu árum. Sjúkrasjóðir » Á árinu 2012 greiddi VR um 1,2 milljarða króna úr sjúkra- sjóði félagsins. » Formaður Einingar segir árin 2011 og 2012 hafa verið mjög erfið í sambandi við dagpen- ingagreiðslur. » Aukið álag nefnt sem ein af ástæðum aukningarinnar. Tekið er fram í atvinnustefnu Reykjavíkurborgar að áhugi sé á því að ræða við Hafnarfjarðarhöfn um sameiningu við Faxaflóahafnir. Eins og fram kom í blaðinu í gær vilja sjálfstæðismenn í stjórn Hafn- arfjarðarhafnar slíkar viðræður en meirihluti VG og Samfylkingar felldi á þriðjudag tillögu þess efnis. Hafnarstjóri Faxaflóahafna, Gísli Gíslason, segir að áhugi sé fyrir samstarfi við Hafnfirðingana. „Það hefur verið bent á ákveðið rekstrarhagræði af því að reka þetta saman,“ segir Gísli. „En þetta hafa bara verið laus- legar viðræður. Tillagan sem rædd var í Hafnarfirði er eingöngu þeirra mál.“ Fyrir nokkrum árum hafi hafnarstjórar beggja hafna gert athugun á kostunum við sam- eiginlegan rekstur. Niðurstaðan hafi ótvírætt verið sú að hann myndi koma vel út. En samstarfið milli hafnanna sé ágætt og ekki sé um það að ræða að sameining sé nauðsynleg vegna hagsmuna Faxa- flóahafna. kjon@mbl.is Faxaflóahafnir hafa sýnt áhuga á sameiningu Morgunblaðið/Ómar Flóinn Reykjavíkurhöfn er ekki langt frá Firðinum.  Sagt geta aukið hagkvæmni Tekjur vegna álvers » Vinstrimeirihlutinn í Hafnar- firði segir að nú sé rætt við ráðamenn álversins í Straums- vík um nýjan hafnarsamning. » Reikna megi með því að tekjur vegna vörugjalda muni hækka talsvert. Sýslumannafélag Íslands hefur ekki lagst gegn þeirri fækkun sem lögð er til í frumvörpunum. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, fjallaði í greinargerð fyrir félagið árið 2000 um rök með fækkun í 12. Þau væru meiri hagkvæmni, sól- arhringsvakt lögreglu yrði að veruleika eða möguleg og sér- hæfing raunhæf. Embættin yrðu öflugri og auðveldara fyrir þau að taka við nýjum verk- efnum frá ríkinu. „Rök á móti eru afstaða sveitarstjórnarmanna, alþing- ismanna, sýslumanna og starfs- fólks, auk íbúa umdæma,“ sagði Ólafur Helgi, sem var lengi sýslumaður á Ísafirði. Hann benti einnig á að brýnt væri að styrkja embættin með fleiri verk- efnum frá ríkinu til þess að koma í veg fyrir að þau vesluðust upp. En þá þyrftu þau að verða hagkvæmari rekstrar- einingar. Færri en öfl- ugri embætti SÝSLUMENN TAKA UNDIR Ólafur Helgi Kjartansson Morgunblaðið/Ómar Embættistákn Undir sömu húfunum verða átta sýslumenn og átta lögreglustjórar ef frumvörp Ögmundar Jónas- sonar innanríkisráðherra verða samþykkt á Alþingi. Staðsetning embættanna er viðkvæmt álitamál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.