Morgunblaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 22
Sænskur saksóknari sagði í gær að tveir Bretar hefðu hagnast um milljónir evra, eða hundruð milljóna ís- lenskra króna, á því að smygla kínverskum hvít- lauk frá Noregi til Svíþjóð- ar og koma sér þannig hjá því að greiða innflutnings- tolla Evrópusambandsins. Saksóknarinn hefur óskað eftir því að dóm- stóll í Gautaborg dæmi Bretana í varðhald. Ekki hefur enn verið gefin út handtöku- tilskipun á hendur þeim. Talið er að þeir hafi stundað smyglið frá febrúar 2009 til júní 2010. Saksóknarinn segir að mennirnir hafi kom- ið sér hjá því að greiða alls 10,6 milljónir evra, andvirði tæpra 1.800 milljóna króna, í ESB-tolla með því að flytja inn hvítlauk til Noregs og þaðan til Svíþjóðar. Hagnaður þeirra hafi þó ekki verið svo mikill því þeir hafi þurft að greiða tolla í Noregi, sem eru lægri, auk þess sem dýrara sé að flytja hvít- laukinn frá Kína með viðkomu í Noregi en beint til Svíþjóðar. bogi@mbl.is Högnuðust um hundruð milljóna á hvítlaukssmygli SVÍÞJÓÐ Nýleg skoðanakönnun bandaríska fyrirtækis- ins Public Policy Polling bendir til þess að að- eins 9% Bandaríkjamanna hafi jákvæð við- horf til Bandaríkjaþings. Svipað hlutfall, eða 10%, ber traust til Alþingis samkvæmt könn- un Capacent Gallup hér á landi á liðnu ári. Public Policy Polling ákvað að gera annars konar könnun til að rannsaka vinsældir eða óvinsældir Bandaríkjaþings í samanburði við 26 menn eða fyrirbæri. Í ljós kom að þingið nýtur minni vinsælda en lýs, kakkalakkar, umferðarteppur og fleiri óþægileg fyrirbæri. Þegar þátttakendurnir voru spurðir hvort þeir hefðu meira álit á þinginu eða lúsum nefndu 69% lýs en 19% þingið. Að sögn fyrir- tækisins er ástæðan líklega sú að fólk getur losað sig við lýs en síðustu kosningar bendi til þess að erfiðara sé að losna við þingmenn. Munurinn var minni þegar vinsældir kakkalakka og þingsins voru bornar saman. 45% höfðu meira álit á kakkalökkum en 43% á þinginu. bogi@mbl.is Lýs miklu vinsælli en þjóðþingið Banda- ríkjaþing Vinsælli en þingið Óvinsælli en þingið Rósakál Lýs Ristilspeglun Sölumenn notaðra bíla Tann- rótargöng Umferðar- teppur Frakkland Kakkalakkar Donald Trump Stjórnmála- skýrendur í Washington Lindsay Lohan Genghis Khan Kardashian-fjölskyldan Lekandi Einelti í skólum Símasölumenn Ebola- veiran Hagsmunaverðir í Washington Fidel Castro Metamfetamínverksmiðjur Kommúnismi Norður- Kórea Þingið nýtur ekki svo mikilla vinsælda 830 Bandaríkjamenn tóku þátt í könnuninni dagana 3.-6. janúar, Public Policy Polling Niðurstöður könnunar sem gerð var til að bera vinsældir Bandaríkjaþings saman við vinsældir ýmissa manna og fyrirbæra 22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Utanríkisráðherra Indlands kallaði sendiherra Pakistans á sinn fund í gær til að mótmæla árás pakist- anskra hermanna sem Indverjar segja að hafi fellt tvo indverska hermenn í Kasmír og skorið höfuð- ið af öðrum þeirra. Utanríkisráðherra Pakistans neitaði því að pakistanskir her- menn hefðu skotið indverska her- menn til bana eða farið inn á yfir- ráðasvæði Indverja í Kasmír. Hann lagði til að Sameinuðu þjóð- irnar hæfu rannsókn á málinu. Forðist aðgerðir sem auki spennuna Ríkisstjórn Indlands kom saman til að ræða hvernig bregðast ætti við árásinni. Báðir utanríkisráð- herrarnir hvöttu til þess að ríkin forðuðust hvers konar aðgerðir sem gætu aukið spennuna í Kasm- ír. Indland og Pakistan hafa þrisv- ar sinnum háð stríð sín á milli frá því að löndin fengu sjálfstæði frá Bretlandi árið 1947, þar af tvisvar vegna deilu þeirra um Kasmír. Pakistanar segja að indverskir hermenn hafi skotið pakistanskan hermann til bana í Kasmír á sunnudag. Indverjar segja að pak- istanskir hermenn hafi farið inn á indverska yfirráðasvæðið í fyrra- dag og fellt hermennina tvo í skot- bardaga. Þeir hafi síðan skorið höf- uðið af öðru líkinu og tekið það með sér. Þeir hafi einnig reynt að afhöfða hitt líkið en ekki tekist það. „Það var sár á hálsinum á öðru líkinu,“ hefur fréttaveitan AFP eftir indverskum herforingja. bogi@mbl.is Sagðir hafa af- höfðað hermann  Indverjar mót- mæla árás Pakistana í Kasmír AFP Spenna Lík hermannanna tveggja flutt frá bænum Rajouri í Kasmír. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Embættismenn Sameinuðu þjóðanna segja að hjálparstofnanir hafi ekki komið matvælum til allt að milljónar manna sem þurfi á neyðar- aðstoð að halda vegna átakanna sem geisað hafa í Sýrlandi síðustu 22 mánuði. Embættismenn Matvælaáætlunar Samein- uðu þjóðanna (WFP) segja að talið sé að um 2,5 milljónir manna þurfi á matvælaaðstoð að halda í landinu vegna átakanna. Aðstæðurnar á átakasvæðunum hafi versnað og það hafi orðið til þess að aðeins hafi verið hægt að koma mat- vælum til 1,5 milljóna manna. Þörfin á aðstoð hafi aukist en á sama tíma verði sífellt erfiðara að koma hjálpargögnum á svæði þar sem ástandið er verst. Matvælaáætlun SÞ hefur veitt neyðarað- stoðina í samstarfi við Rauða hálfmánann og nokkrar aðrar hjálparstofnanir í Sýrlandi. Skortur á hveiti og eldsneyti Uppreisnarmenn hafa sótt í sig veðrið síð- ustu vikur í baráttunni við hersveitir einræðis- stjórnarinnar sem hafa veitt harða mótspyrnu í grennd við Damaskus og fleiri borgir. Harðn- andi átök og loftárásir stjórnarhersins hafa orðið til þess að Matvælaáætlun SÞ hefur neyðst til að flytja starfsmenn sína frá Homs, Aleppo, Tartus og Qamisly, að því er fréttavef- ur breska ríkisútvarpsins hefur eftir Elizabeth Byrs, talsmanni stofnunarinnar. Árásum á flutningabíla á vegum Matvæla- áætlunar SÞ hefur fjölgað og tíu bílum hefur verið stolið. Skortur á eldsneyti hefur einnig hamlað hjálparstarfinu og dregið úr matvæla- framleiðslunni í Sýrlandi. Stór svæði hafa orðið uppiskroppa með hveiti á síðustu mánuðum og langar biðraðir eru orðnar daglegt brauð í bakaríum landsins. Mörg bakarí í Aleppo hafa þurft að leggja nið- ur starfsemi eða draga úr framleiðslunni. Upp- reisnarmenn saka hersveitir einræðisstjórnar- innar um að hafa gert árásir á bakarí af ásettu ráði til að reyna að svelta andstæðinga hennar til uppgjafar, að sögn breska dagblaðsins The Guardian. Koma ekki mat til milljónar manna  Átökin harðna í Sýrlandi og neyðin eykst AFP Hörmungarástand Sýrlenskur piltur í flóttamannabúðum við landamærin að Tyrklandi. GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 STURTU- OG BAÐHURÐIR með hertu öryggisgleri ALMAR STURTUHAUSAR FJÖLBREYTT ÚRVAL STAR STURTUHORN ÁN BOTNS OASIS STURTUHURÐ ÁN BOTNS SKINNY handsturtuhaus SPRING sturtuhaus EMOTION sturtuhaus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.