Morgunblaðið - 10.01.2013, Page 23

Morgunblaðið - 10.01.2013, Page 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Verulega dró úr hitabylgjunni í Ástr- alíu í gær og yfirvöld sögðu það auð- velda slökkviliðsmönnum að slökkva gróðurelda sem geisa víða í landinu. Yfirvöld í New South Wales, fjöl- mennasta sambandsríki Ástralíu, sögðu þó að því færi fjarri að hættan væri afstaðin. Hitinn var um 42 stig á Celsíus í Sydney á þriðjudag en minnkaði í 25 stig í gær. Í Melbourne fór hitinn niður í 20 stig en spáð var hlýnandi veðri fyrir helgina. Yfir 2.000 slökkviliðsmenn börð- ust við um 140 elda sem loguðu enn í New South Wales en um 30 eldanna héldu áfram að breiðast út. Um 16.000 hektarar af gróðurlendi hafa brunnið í sambandsríkinu. Áætlað er að um 10.000 kindur hafi drepist í eldunum í grennd við bæinn Yass, að sögn yfirvalda í New South Wales. Fjögur hús hafa eyðilagst í eldun- um í Viktoríuríki og um 150 á eyj- unni Tasmaníu. Ekki er vitað um nein dauðsföll af völdum eldanna. Margir eldanna kviknuðu af nátt- úrulegum orsökum en þrír unglingar hafa verið ákærðir fyrir að kveikja gróðurelda af ásettu ráði vestan við Sydney. bogi@mbl.is Heimildir: Slökkvilið Tasmaníu/Slökkvilið New South Wales/Almannavarnayfirvöld í Viktoríu Eldar í Ástralíu CANBERRA ÁSTRALÍA Sydney Melbourne 400 km Hobart Eldar sem loguðu í Ástralíu í gær NEW SOUTH WALES VIKTORÍA TASMANÍA Dregið hefur úr hitabylgjunni í Ástralíu og það auðveldar slökkviliðsmönnum að slökkva gróðurelda sem geisa víða í landinu Hitinn lækkar og eldhætta minnkar  Um 30 eldar breiðast enn út í Ástralíu Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Við erum grænni og elskum að þjónusta Rétt magn af hreinlætisvörum sparar pening – láttu okkur sjá um það Hafðu samband og fáðu tilboð sími 520 7700 eða sendu línu á raestivorur@raestivorur.is Heildarlausnir í hreinlætisvörum Sjáum um að birgðastaða hreinlætis- og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki, skóla og stofnanir. Hafðu samband og fáðu tilboð Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 50 % AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í BÚÐINNI Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.