Morgunblaðið - 10.01.2013, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þær röksemd-ir sem helsteru færðar
fyrir evrunni á op-
inberum vettvangi
eru að hún sé til
hagsbóta fyrir
efnahagslíf aðildarríkja henn-
ar, að hún auðveldi viðskipti á
milli þeirra og að hún færi þau
nær hvert öðru í efnahagslegu
tilliti. Síðastnefnda atriðið hef-
ur vitaskuld einkum átt að
höfða til fátækari ríkjanna og
jaðarríkjanna sem sjá fyrir sér
að færast með undraverðum
og auðveldum hætti upp að hlið
Þýskalands á efnahagssviðinu.
Minna er rætt um þær rök-
semdir sem mestu réðu um að
evran varð að veruleika, en
þær ganga út á að henni verði
óhjákvæmilega að fylgja auk-
inn pólitískur samruni. Án
þessa aukna pólitíska samruna
muni evran aldrei geta gengið
upp og þess vegna muni ríkin
láta þvinga sig til að afsala sér
æ stærri hluta fullveldis síns
til að halda lífi í hinni sameig-
inlegu mynt. Þetta sáu menn
fyrirfram og að undanförnu
hefur reynt mjög á þennan
þátt og evran notuð sem rök-
semd fyrir auknum pólitískum
samruna aðildarríkja Evrópu-
sambandsins. Ekki er útséð
hvernig fer, en ljóst að þrýst-
ingurinn er mikill í átt að
auknum samruna þó að hætta
sé um leið á að allt þetta kerfi
springi með hvelli.
En þá eru það efnahagslegu
röksemdirnar sem helst var
haldið að almenningi til að
selja honum hugmyndina um
evruna. Og þetta eru þær rök-
semdir sem enn er haldið að
Íslendingum vegna aðlög-
unarviðræðnanna, enda þorir
enginn aðildarsinni að við-
urkenna að mark-
miðið með aðild Ís-
lands að ESB sé að
færa fullveldi frá
Íslandi til Brussel.
Röksemdirnar eru
enn þær að efna-
hagslegur ávinningur sé af því
að selja Ísland undir Brussel,
einkum af því að taka upp
evru.
Á síðustu misserum hefur
komið æ skýrar í ljós hvílík fá-
sinna þetta er. Jaðarríkin eru
hvert af öðru að sligast undan
evrunni – í þessum skilningi er
jafnvel ríki á borð við Spán
orðið jaðarríki – og hafa alls
ekki færst nær hvert öðru í
efnahagslegum skilningi.
Þvert á móti hafa þau færst í
sundur á þeim tíma sem þau
hafa búið við þennan sameig-
inlega gjaldmiðil.
Nýjasta dæmið um þetta er
skýrsla frá framkvæmdastjórn
ESB sem sýnir að fjárhagslegt
bil á milli fólks innan sam-
bandsins er að aukast, fátækt
er að aukast og atvinnuleysi
sömuleiðis.
Sameiginlega myntin hefur
þannig algerlega mislukkast í
efnahagslegum skilningi, ríki
evrusvæðisins standa verr eft-
ir hana en áður og bilið á milli
þeirra hefur aukist.
Óljósara er hvort túlka á
sameiginlegu myntina sem vel
eða illa heppnaða í pólitískum
skilningi. Fyrir þá sem vilja
fórna öllu fyrir minna fullveldi
og aukinn samruna ríkja Evr-
ópusambandsins kann að vera
að evran muni að lokum skila
einhverjum árangri. Fyrir þá
sem ekki hafa tekið svo blinda
trú á samrunaþróunina í Evr-
ópusambandinu er augljóst að
evran hefur misheppnast í öllu
tilliti.
Bilið á milli ríkra og
fátækra eykst í
sæluríki Samfylk-
ingar og VG}
Misheppnuð
sameiginleg mynt
Það er í tísku ítopplögum
stjórnmálanna að
framagjarnir
menn, karlar og
konur, kenni öðr-
um um metorðagirnd sína. Í
Sjálfstæðisflokknum hljóðaði
þetta forðum tíð gjarnan eins og
svona: Til mín hefur leitað fjöldi
fólks, karlar sem konur, ungir
sem eldri, úr hinum dreifðu
byggðum sem í þéttbýli og lagt
hart að mér að ég gefi kost á
mér … til þessa eða hins.
Ásóknin kom frambjóðandanum
ætíð mikið á óvart, og hann var
tregur til, en taldi ómaklegt að
ganga gegn svo þungum áskor-
unum.
Í fréttum í gær kom fram að
nú er þrýst á Katrínu Júl-
íusdóttur að bjóða
sig fram sem vara-
formann í Samfylk-
ingu. Sigríður
Ingadóttir staðfesti
að hún væri undir
miklum þrýstingi um framboð
til embættisins. Þá sagðist
Oddný Harðardóttir beitt mikl-
um þrýstingi og Ólína Þorvarð-
ardóttir viðurkenndi að hún
byggi einnig við mikinn þrýst-
ing. Þetta er auðvitað þrúgandi
fyrir fólk sem ekki hefur áhuga
á persónulegum frama.
Sagt er að núverandi vara-
formaður, Dagur B. Eggerts-
son, sé útilokaður, af því að
hann sé ekki kona og eru get-
gátur um að hann sé undir
auknum blóðþrýstingi fyrir vik-
ið.
Nú er mjög þrýst á
hæverska Samfylk-
ingarmenn}
Samfylking á háþrýstisvæði S
vo óheppilega vill til fyrir Sigríði
Ingibjörgu Ingadóttur, þingmann
Samfylkingar, að of oft þegar hún
opnar munninn veikir hún stöðu
sína. Í samræmi við þetta væri lík-
lega skynsamlegast fyrir Sigríði Ingibjörgu
að gefa lítt dulda formannsdrauma sína upp á
bátinn því fyrir löngu er orðið ljóst að hún býr
ekki yfir nægilegri stjórnvisku til að ráða við
embættið. Formaður stjórnmálaflokks verður
að vita hvenær heppilegast er að þegja. Hver
manneskja er vitanlega frjáls að hugsunum
sínum en það er ekki alltaf viturlegt að op-
inbera þær.
Ekki er langt síðan Sigríður Ingibjörg opin-
beraði þá skoðun sína að ætterni Bjarna
Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar gerði að verkum að þeir væru
ófærir um að taka þátt í stjórn landsins. Þeir væru bara
ríkir pabbastrákar. Það er óneitanlega umhugsunarefni
þegar þingmaður dæmir einstaklinga svo hart vegna
þess eins að þeir eru að hans mati ekki af æskilegum
ættum. Er það virkilega hluti af jafnaðarmennsku að
hafa óbeit á öllum þeim sem búa vel og lifa við þægindi?
Ef svo er þá fagnar maður því heilshugar að hafa sagt sig
úr Samfylkingunni. Svo virðist sem þar séu farin að ríkja
lögmál sem helst má kenna við kommúnisma.
Önnur eftirtektarverð ummæli Sigríðar Ingibjargar
féllu í viðtali við erlendan fjölmiðil en þar ræddi hún
fjálglega um vanda Íbúðalánasjóðs. Sem varð til þess að
viðskipti með íbúðabréf í Kauphöllinni stöðv-
uðust um tíma. Ekki sá þingmaðurinn neina
ástæðu til að sýna auðmýkt og viðurkenna að
hafa talað óvarlega. Nei, það kom vitanlega
ekki til greina, heldur var kappsamlega hald-
ið áfram að tala af hroka. Ekki skal haft af
þingmanninum að það kann hann mætavel.
Nýjasta útspil þessa málglaða þingmanns
er svo að lýsa yfir furðu á þeirri hugmynd
biskups Íslands að kirkjan gangist fyrir söfn-
un til tækjakaupa á Landspítalann. Orðalag
þingmannsins einkenndist af sérstökum
hroka þegar hann sagði kirkjuna básúna góð-
verk sín. Ekki var ljóst af hverju þingmað-
urinn lagðist gegn góðri hugmynd um lands-
söfnun. Helst hvarflar að manni að Sigríði
Ingibjörgu sé af einhverjum ástæðum mein-
illa við þjóðkirkjuna. Það er svosem ekkert
við því að segja þótt hugsanlega væri heppilegast fyrir
hana að halda þeirri andúð fyrir sjálfa sig, svona miðað
við að þjóðin er heldur vinsamleg í garð þjóðkirkjunnar.
Það sést til dæmis á nýlegri skoðanakönnun ríkisstjórn-
arinnar varðandi tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórn-
arskrá. Þjóðkirkjan var eini sigurvegari þeirrar skoð-
anakönnunar.
Það verður að teljast ansi furðulegt af þingmanni að
æsa sig yfir því að þjóðkirkjan vilji vinna að góðgerðar-
málum í samvinnu við landsmenn. Sigríður Ingibjörg
ætti að íhuga hvort hún sé ekki á villigötum þar – eins og
reyndar í fleiri málum. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Hroki þingmannsins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Svokölluð veiðigjaldsnefndhefur starfað síðan ummiðjan september, en verk-efni hennar er að ákvarða
sérstakt veiðigjald. Arndís Á. Stein-
þórsdóttir hagfræðingur er formað-
ur nefndarinnar og segir hún að
fundað hafi verið vikulega og störfin
til þessa fyrst og fremst snúið að víð-
tækri gagnasöfnun.
Fulltrúar Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna og Lands-
sambands smábátaeigenda hafa
komið sínum sjónarmiðum á fram-
færi á fundum með nefndinni. Enn-
fremur hafa fulltrúar frá endurskoð-
unarfyrirtækinu Deloitte komið á
fund nefndarinnar. Nefndarmenn
hafa ráðfært sig við aðra endurskoð-
endur, hagfræðinga og fólk úr há-
skólasamfélaginu, að sögn Arndísar.
Brýnt að sundurliða gögnin
„Til að geta sinnt þeim verk-
efnum sem okkur eru falin með lög-
unum þurfum við mikið af upplýs-
ingum og þessa fyrstu mánuði höfum
við lagt áherslu á að afla gagna og
greina þau,“ segir Arndís. Nauðsyn-
legt sé að standa vel að öflun gagna
og úrvinnslu til að vinnan geti skilað
sem bestum árangri.
Arndís segir einnig brýnt að
sundurliða þau opinberu gögn sem
vinnan grundvallast á og nefnir að
gögn frá Hagstofunni byggist eink-
um á skattframtölum og ársreikn-
ingum sem hún safnar. Þar sé byggt
á heildartölum, en æskilegt sé að
geta brotið tölur niður á skip og jafn-
vel fisktegundir.
Sem dæmi nefnir Arndís að sér-
stakt veiðigjald sé lagt á í tveimur
flokkum, bolfisk- og uppsjávar-
veiðum. Sumar útgerðir séu í báðum
þessum útgerðarflokkum og fyrir
þurfi að liggja hverju hvor flokk-
urinn skilar. Einnig sé afkoma
vinnslunnar tengd útgerðinni við
álagningu sérstaks veiðigjalds.
Nefndin nýtur sjálfstæðis í
störfum og ber frumkvæðisskyldu
eftir því sem nánar greinir í lögun-
um. Þar segir að hlutverk nefndar-
innar sé að ákvarða sérstakt veiði-
gjald og gera tillögur um lækkun
sérstaks veiðigjalds eða undanþágur
frá greiðsluskyldu þess. Leggi veiði-
gjaldsnefnd til við ráðherra að hann
lækki sérstakt veiðigjald eða veiti
undanþágur frá greiðsluskyldu þess
skal ráðherra leggja frumvarp þar
að lútandi fyrir Alþingi. Ráðherra
skal birta fjárhæð sérstaks og al-
menns veiðigjalds fyrir komandi
fiskveiðiár með reglugerð fyrir 15.
júlí ár hvert.
Útfærsla gjaldstofns
Í lögunum segir: „Ráðherra
skal gera þjónustusamninga, um öfl-
un og úrvinnslu upplýsinga um
rekstur og afkomu veiða og vinnslu
sem veiðigjaldsnefnd þarf til að
sinna hlutverki sínu, við embætti
ríkisskattstjóra, Fiskistofu og Hag-
stofu Íslands að teknu tilliti til verk-
efna þessara stofnana og þeirra
lagaákvæða og starfsreglna sem um
starfsemi þeirra gilda að öðru leyti.
Fyrir þann hluta verkefnanna sem
fellur utan lögbundinna verkefna
Hagstofu Íslands og ríkisskattstjóra
skal greitt úr ríkissjóði.
Veiðigjaldsnefnd skal viðhafa
viðvarandi könnun á því hvort haga
megi öflun upplýsinga og úrvinnslu
gagna þannig að sérgreina megi út-
reikning rentu frekar en gert er ráð
fyrir í lögum þessum, t.d. eftir fisk-
tegundum, útgerðarformum eða teg-
und aflaheimilda, og gera tillögur til
ráðherra um breytingar á lögum,
reglum eða þjónustusamningum telji
hún tilefni til. Að sama skapi skal
nefndin kanna útfærslur gjaldstofns
veiðigjalda og hlutfall sérstaks veiði-
gjalds af gjaldstofni. Veiðigjalds-
nefnd getur í þessum tilgangi efnt til
samstarfs við sérfræðinga og fag-
aðila á sviði útgerðar og fiskvinnslu.“
Víðtæk gagnasöfnun
veiðigjaldsnefndar
Morgunblaðið/Ómar
Í Reykjavík Hlutverk veiðigjaldsnefndar er m.a. að ákvarða sérstakt veiði-
gjald og gera tillögur um lækkun þess eða undanþágur frá greiðsluskyldu.
Auk Arndísar Á. Steinþórsdóttur
formanns eru í veiðigjaldsnefnd-
inni þeir Daði Már Kristófersson
hagfræðingur og Jóhann Sigur-
jónsson viðskiptafræðingur. Vara-
menn eru þau Stefán Már Gunn-
laugsson dósent, Emil Thorarensen
útgerðarstjóri og Ingibjörg Ólöf Vil-
hjálmsdóttir lögfræðingur.
Áður en veiðigjaldsnefnd
ákvarðar sérstakt veiðigjald skal
hún leita álits samráðsnefndar um
veiðigjöld um fyrirhugaða ákvörð-
un sína. Í þeirri nefnd sitja þing-
mennirnir Oddný Harðardóttir, Lilja
Rafney Magnúsdóttir, Tryggvi Þór
Herbertsson, Gunnar Bragi Sveins-
son og Þór Saari.
Samráð við þingnefnd
ÁKVÖRÐUN VEIÐIGJALDS