Morgunblaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Það er ekkert launungarmál að á næstsíðasta ári varð ég að sækja um greiðsluaðlögun. Ég, eins og margir Ís- lendingar, hafði of bjartsýna áætlun fram í tímann. Áætl- un sem gekk ekki upp. Ég reisti mér hurðarás um öxl. Þrátt fyrir að hafa nú selt þá fasteign sem ég átti hlutdeild í, er mínu máli ekki enn lokið hjá umboðs- manni skuldara (UMS). Í þessu sambandi verð ég að taka fram að sá tilsjónarmaður sem mér var skipaður hefur staðið sig með prýði og komið málinu áfram úr, að því er virðist, snig- ilshjólförum UMS. Til að varpa ljósi á þetta mál langar mig að sýna þér, lesandi góður, feril þessa máls. 1. 1. desember 2011 sótt um greiðsluaðlögun. 2. mars 2012 kallað eftir upp- lýsingum bæði símleiðis og bréf- leiðis. 3. júní 2012 greiðsluaðlögun samþykkt eftir 7 mánaða bið og öflun gagna. 4. október 2012 loks skipaður tilsjónarmaður með aðsetur utan veggja skrifstofu umboðs- manns. 5. desember 2012 fasteign seld. 6. Þegar þetta skrifað er ekki enn komið svokallað frumvarp fram um hver endalok minna mála verða. Staðan er því sú að skuldaúrlausnin nær til þriðja almanaks- árs, og er ekki lokið enn! Mér er það fullljóst að þarna er um flókin mál að ræða en sá bið- tími sem er milli hvers skrefs er óeðlilega langur. Stytta þarf þennan tíma. Það er allra hagur. Hvað er eðlilegur tími fyrir greiðsluaðlögun? Eftir Berg Þorra Benjamínsson Bergur Þorri Benjamínsson »Mér er það fullljóst að þarna er um flókin mál að ræða en sá biðtími sem er milli hvers skrefs er óeðli- lega langur. Höfundur sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Vantar þig heimasíðu? ...eða er kominn tími til að hressa upp á þá gömlu? Við setjum upp heimasíður sem aðlaga sig að öllum skjástærðum. Fyrirtæki með yfir 20 ára reynslu Sími 553 0401 www.tonaflod.is Verð frá 14.900 kr. + vsk Hvern ætlar þú að gleðja í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.