Morgunblaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 ✝ Karl Árnason,fv. forstjóri Strætisvagna Kópavogs, var fæddur í Reykjavík 2. maí 1932. Hann andaðist á líkn- ardeildinni í Kópa- vogi 28. desember 2012. Foreldrar hans voru Árni Jóhann- esson bifvélavirkja- meistari, f. 11.9. 1907, d. 26.11. 1995, og Ásdís Kristinsdóttir af Bólu-Hjálmarsætt, verkakona, f. 22.7. 1912, d. 7.8. 1991. Árni var fæddur í Bakkabúð á Brim- ilsvöllum á Snæfellsnesi og Ás- dís var fædd í Grímstungu í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Karl kvæntist hinn 14.5. 1955 Ólöfu P. Hraunfjörð, f. 10.7. 1932, d. 6.12. 2011, bókaverði, dóttur Péturs J. Hraunfjörð skipstjóra og Sigurástar Krist- jánsdóttur verkakonu. Börn Karls og Ólafar eru: Petrína Rós, f. 9.11. 1955, frönskukenn- ari og þýðandi, og á hún tvö börn: Móheiði Hlíf Geirlaugs- dóttur þýðanda, gift Arnari Eggerti Thoroddsen og eiga þau tvær dætur, og Júlían Jó- hann Karl Jóhannsson, nema og kraftlyftingamann; Jóhannes, f. 25.11. 1959, hagfræðingur, kvæntur Ólöfu Pétursdóttur, börn þeirra: Baldur, viðskipta- fræðingur og jógakennari, í sambúð með Ásdísi Maríu Elf- arsdóttur, og Stella Soffía bók- menntafræðingur, gift Kristjáni 1961, verkstæðisstjórn 1962, var forstjóri Strætisvagna Kópavogs 1972-1992 þar til Kópavogsbær hætti sjálf- stæðum rekstri strætisvagna og forstöðumaður Vélamiðstöðvar Kópavogs 1992-2002. Karl beitti sér fyrir ýmsum nýjungum í rekstri stræt- isvagna og endurbætti leiða- kerfið, lagði mikla áherslu á þjónustulund strætis- vagnabílstjóra og réð til starfa fyrstu kvenstrætisvagnabíl- stjórana á Íslandi árið 1972. Karl sat í fjölda nefnda á vegum Kópavogsbæjar, í endur- skoðunarnefnd um rekstur Vélasjóðs Kópavogs 1966, um rekstur strætisvagna á höf- uðborgarsvæðinu 1976-1992 og í norrænni nefnd um almenn- ingssamgöngur 1980-1992. Karl var einn af frum- byggjum Kópavogs, foreldrar hans keyptu sér erfðafestuland 1943 og byggðu sitt fyrsta hús 1955. Karl var virkur í fé- lagsmálum, í æskulýðshreyfing- unni, Þjóðdansafélagi Reykja- víkur, átti sæti í stjórn Félags bifvélavirkja 1953-73, í prófa- nefnd bifvélavirkja 1965-72, í endurskoðunarnefnd fyrir rekstur Vélasjóðs Kópavogs 1966, í Hafnarstjórn Kópavogs 1970-74, í kjörstjórn Kópavogs 1970-90, formaður bæj- armálaráðs Alþýðubandalags Kópavogs 1978-82 og í stjórn Atvinnueflingarsjóðs Kópavogs 1982-90. Útför Karls verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 10. jan- úar 2013, og hefst athöfnin kl. 13. R. Kristjánssyni og eiga þau tvær dæt- ur; Pétur, f. 14.4. 1962, bifvélavirkja- meistari og fv. bóndi, giftur Valer- iyu Karlsson; börn hans Elía tölvu- maður, Karl Ólafur nemi og Pétur Smári stúdent. Systkini Karls: An- anías Valdimar, f. 15.2. 1931, d. 12.12. 1978; Krist- ín Eva, f. 19.3. 1936; Birna, f. 26.10 1938, d. 7.4. 2009; Soffía Ingibjörg, f. 31.12 1947, og Anna, f. 21.8. 1953. Karl fæddist í miðbæ Reykja- víkur. Hann gekk í Austurbæj- arskólann, Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Skátaskólann á Úlfljótsvatni og stundaði tungu- málanám. Hann tók sveinspróf í bifvélavirkjun 1952 og meist- araréttindi 1955 frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Hann sótti fjölmörg námskeið innanlands sem utan í bifvélavirkjun, fyrir- tækjarekstri auk Dale Carnegie-námskeiðs í Dan- mörku, Svíþjóð, Englandi, Belg- íu og hjá Ikarus-verksmiðj- unum í Ungverjalandi. Loks stundaði hann nám við öld- ungadeild MH 1986-1990. Á ferli sínum sem bifvélavirkja- meistari útskrifaði Karl 15 bif- vélavirkja. Karl starfaði hjá bílaverk- stæðum frá 1948-1961 (Stefni, Páli Stefánssyni, BP). Hann hóf störf hjá Kópavogsbæ árið Elsku pabbi minn. Kveðjustundin er upprunnin allt of fljótt. Mig langar að minnast þín í ör- fáum orðum. Þegar ég hugsa um þig kemur mamma strax upp í hugann vegna þess hve náin og samrýmd þið voruð. Lykillinn að ykkar góða og nána sambandi var einmitt hversu mikla virðingu þið báruð hvort fyrir öðru. Alla barnæsku mína var okkar önnur fjölskylda SVK (Strætis- vagnar Kópavogs) en þú varst alltaf á vaktinni og sagðir stund- um að þú fengir ekki frí nema 4 daga á ári um jól og páska. Eins og gefur að skilja varstu oft fjar- verandi og mundir ekki mikið það sem hafði drifið á daga okkar systkinanna í æsku þó þú hafir munað eftir því að gírkassi fór í þessum eða hinum strætisvagn- inum. Þú hafðir mannlegu sam- skiptin og raunsæið að leiðarljósi. Svo undarlegt sem það kann að hljóma í dag, þá varstu sá fyrsti sem lét salta göturnar fyrir strætisvagnaferðir. Nú til dags hugsar fólk ekki um svona hvers- dagslega hluti. Á ferli þínum reyndirðu að útvega þeim vinnu hjá bænum sem þurftu á því að halda og hjálpaðir þannig oft þeim sem minna máttu sín. Þú byrjaðir á plani og vannst þig upp í að verða yfirmaður en einmitt þess vegna hafðirðu betri skiln- ing á eðli vinnunnar en þú þurftir líka stundum að líða fyrir það, því öllum fannst þeir geta gert það sem þú gerðir. Þú varst einstakur pabbi og góð fyrirmynd fyrir mig og börnin mín sem og aðra. Vinnusamur, ósérhlífinn, mikil tilfinningavera, góður stjórnandi, barngóður, hugsunarsamur, handlaginn, sparsamur, útsjón- arsamur, diplómat, með mikið skopskyn. Þú sást alltaf það skoplega við allt, fannst uppá skemmtilegum uppnefnum og orðatiltækjum. Pabbi synti Við- eyjarsund ungur að árum og löngu áður en það varð að tísku- fyrirbæri og var alltaf stoltur af því. Þú varst líka sérstaklega bóngóður og reiðubúinn að koma okkur til hjálpar, börnunum þín- um jafnt sem öðrum. Pabbi og mamma heimsóttu mig oft til Suður-Frakklands og þá endursagði pabbi mömmu brandarana sem hann heyrði sem hann skildi þó hann kynni ekki stakt orð í frönsku. Pabbi var sérlega orðheppinn maður og greip oft orð á lofti sem hann heyrði og margendurtók þau í gríni. Hann notaði aldrei sterk lýsingarorð en sagði: „Þú ert nú betri en enginn“ og „nennirðu að gera þetta fyrir mig“ þá sjaldan hann bað um eitthvað. Það verður að segjast eins og er að brátt andlát mömmu í lok síðasta árs hafði mikil áhrif á þig og á þeirri sömu mínútu varðstu virkilega mjög veikur líkamlega. Það var mikið áfall fyrir okkur og sérstaklega þó þig að missa lífs- förunaut þinn. Þetta ár höfum við gengið í gegnum þunnt og þykkt og þú stóðst þig eins og hetja í baráttu þinni við krabbameinið. Baráttu- viljinn var mikill og margar orr- ustur höfum við háð saman. Það er huggun harmi gegn að síðasta árið með þér gat ég lagt þér lið. Okkur Júlían þótti sérlega vænt um að geta sinnt þér og haft þig hjá okkur síðustu 4 mánuðina. Við höfum notað tímann vel, farið í bíltúra, leikhús, bíó og horft á sjónvarpið, borðað saman og ver- ið til. Við yljum okkur við þessar góðu minningar núna. Það er gott til þess að hugsa að þið mamma séuð saman á ný og að þú þurfir ekki að þjást lengur. Far í friði, elsku pabbi minn, „Skífan á það“. Þín elskandi dóttir, Petrína Rós Karlsdóttir. Nú kveðjum við Karl Árnason, sem lést skömmu fyrir áramót eftir erfið veikindi. Ekki var liðið nema ár frá því lífsförunautur hans, nafna mín, hélt á vit feðra sinna. Þau hjónin voru einstak- lega samrýnd og unnu jafnvel á sama vinnustað um margra ára skeið. Ég heyrði Karl fyrst nefndan þegar móðir mín, sem starfaði á Bæjarskrifstofum Kópavogs um árabil, talaði um Kalla, forstöðu- mann strætisvagna Kópavogs, sem samstarfsmann sem hún kynni að meta, hógværan, dag- farsprúðan og viðræðugóðan. Upp úr því fór hún að segja mér af sögur af Jóa hans Kalla, en ekki grunaði mig þá hvað fram- tíðin bæri í skauti sér. Svo kynnt- ist ég Karli, hann varð tengdafað- ir minn og svo Kalli afi með tíð og tíma. Aldrei bar skugga á þau kynni. Karl Árnason var með skemmtilegri mönnum sem ég hef kynnst. Tungutak hans var afar persónulegt og spaugilegt, enda hafði hann næmt auga fyrir kímilegum þáttum í fari sam- ferðamanna sinna. Hann sæmdi þá gjarna auknefnum, sem vildu festast við þá, oftar en ekki án vitneskju þeirra. Þetta var græskulaust gaman, en varð stundum til þess að valda mis- skilningi og broslegum uppákom- um, til dæmis þegar einhver sam- starfsmanna Karls ávarpaði annan með nafni, sem viðkom- andi kannaðist ekkert við. Ann- ars var Karl mannasættir og barnavinur, alúðlegur og bros- mildur, en alvaran bjó jafnan undir. Hér lýkur langri viðkynningu, og þakklæti er mér efst í huga. Ólöf. Á nýársdag fyrir ári óskaði ég afa gleðilegs árs á Snorrabraut- inni, við bæði með tárin í augun- um. Amma hafði kvatt í byrjun desember og afi minn var ósköp umkomulaus án Ollu sinnar. Nú kveð ég afa og finnst ég orðin ansi umkomulaus án afa og ömmu. Ég var ekki há í loftinu þegar mér varð það ljóst að afi minn væri mikill maður, ekki vegna þess hann væri svo stór, ríkur eða frægur, heldur vegna hjartalags hans. Afi minn er ljúf- asti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Mér fannst ég sérlega heppin að eiga þennan afa og hafði áhyggjur af þeim krökkum sem áttu ekki afa, svo miklar reyndar að ég spurði afa einu sinni hvort ég mætti lána hann vinkonu minni sem ætti engan. Afi hafði afskaplega ljúfmann- lega framkomu, hann talaði alltaf blíðlega og endaði allar setningar eða bónir á elskan mín eða Móa mín. Það var ekki oft sem ég heyrði afa hvessa sig eða reiðast. En það þýddi ekki að afi léti allt eftir okkur barnabörnunum, nei einhvern veginn sneri hann því þannig að maður vildi allt fyrir hann gera. Afi var fyndinn karl, í Holtagerðinu faldi hann sælgæti á ólíklegustu stöðum og laumaði svo mola þegar minnst varði, hann gerði ýmsar eftirhermur og sagði skemmtisögur. Sumar sög- urnar sagði hann okkur aftur og aftur og aldrei varð maður leiður á þeim, hverri sögu fylgdi orða- tiltæki sem við öpuðum upp eftir afa. Afi og amma höfðu alltaf mikið fyrir stafni, ef þau voru ekki að flytja börnin sín eða barnabörn voru þau að hjálpa einhverjum frændanum. Með þeim upplifði ég flest ævintýrin mín, afi yfir- leitt undir stýri með rauða tób- aksklútinn sinn, pennann og nef- tóbakið. Minnisstæðustu stundirnar eru ekki endilega þær merkilegustu heldur frekar þær hversdagslegu því það sem var mest um vert var hlý nærvera afa. Þegar við horfðum saman á Derrick, þegar ég fór með afa að kaupa lottó og sitja frammí, þeg- ar ég heimsótti þau á verkstæðið eða hjálpaði til með þeim í garð- inum. Og núna síðast í vor þegar ég fékk að keyra hann vikulega í lyfjagjöfina, það var í fyrsta sinn sem ég keyrði afa minn nokkuð og hann hrósaði mér og þakkaði mér fyrir margfalt eins og ég hefði gefið honum stórfenglega gjöf. Saman hlustuðum við á Guf- una, útvarpssöguna, hneyksluð- umst á íhaldinu og hann sagði mér sögur af því þegar hann var drengur á Skólavörðuholtinu. Mikið þótti mér erfitt að horfa á afa verða svona veikan og þjáðan. Áður en við fluttum til Skot- lands í haust fórum við að kveðja afa á Heilsuhælinu í Hveragerði, hann var glaðlegur og ljúfur eins og hann átti að sér að vera þó hann væri þá mikið veikur. Hann talaði við stelpurnar mínar á sinn ljúfa hátt en hann er líka í sérlegu uppáhaldi hjá þeim. Ég heyrði í afa í símanum nokkrum dögum áður en hann fór á líknardeildina, hann kvaddi mig og sagði þetta vera í síðasta sinn sem ég myndi heyra í honum. Það var erfitt að heyra á röddinni hve kvalinn hann var og ólíkur sjálfum sér. Það er með miklum söknuði sem ég kveð afa minn, ljúfasta afa sem nokkur gæti átt. Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir. Koma svo! Koma svo er marg- notað og jafnvel ofnotað hvatn- ingar-orðasamband, mest þekkt úr íþróttageiranum en einnig úr öðrum geirum samfélagsins. Þetta orðasamband nota ég mikið í íþróttaiðkun minni en síðustu sex mánuði hefur þetta orðasam- band eignast nýja eða e.t.v. meiri merkingu en áður. Af einhverri ástæðu byrjuðum við afi að nota þetta orðasamband til skiptis, hvort sem hann sagði þetta við sig þegar hann stóð uppúr stóln- um, hélt á innkaupapoka eða þeg- ar ég kvaddi hann eftir að hafa setið hjá honum uppi á hjarta- deild og vildi fá hann aftur heim, koma svo! Alltaf var það koma svo. Það virtist líka hafa sín áhrif, en ekkert varir að eilífu. Afi minn háði hatramma baráttu við tvo ill- víga sjúkdóma, óvinnandi bar- áttu. Ég er stoltur af afa mínum og þakklátur fyrir að hafa fengið að eyða jafnmiklum tíma með hon- um eins og raun ber vitni. Ég er þakklátur fyrir að hafa lært af honum þau fjöldamörgu atriði sem ég gerði, allt frá því að raka mig og brjóta saman föt til bíla- og rafmagnsviðgerða. Ég er þakklátur fyrir það að eiga góðar minningar um afa minn og fyrir það að hann kvaddi í friði. Afi minn og skánafni, Karl Árnason, er ein af mínum helstu fyrir- myndum sem hvatti mig og hvet- ur enn áfram í hverju því sem ég tek mér fyrir hendur. Júlían Jóhann Karl Jóhannsson. Elsku Karl. Nú er kveðjustundin runnin upp. Við minnumst með gleði allra samverustundanna hjá ykkur í Kópavoginum. Alltaf voru mót- tökurnar jafn höfðinglegar. Allt- af voruð þið boðin og búin að gera allt fyrir okkur og okkar fjöl- skyldu. Alltaf höfðum við bílana ykkar eins og við ættum þá. Einnig minnumst við ferðalag- anna með ykkur til Nordkapp í Noregi og upp á Grassglockner í Austurríki, að ógleymdum ferð- um til Þýskalands. Það er erfitt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að hittast oftar og við söknum þín innilega og þinnar góðu konu. Þetta er erfiður tími fyrir börnin þín og barnabörnin og vottum við þeim öllum okkar dýpstu samúð. Þín systir og mágur, Soffía og Sigurður, Malmö, Svíþjóð. Karl Árnason ✝ Bróðir okkar, HAUKUR KARL INGIMARSSON, Kotárgerði 2, Akureyri, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 4. janúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 11. janúar kl. 10.30. Geir Örn Ingimarsson, Alda Ingimarsdóttir, Óskar Ingimarsson, Ásta Dúna Jakobsdóttir, Sigurður Rúnar Jakobsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALFREÐ R. JÓNSSON, Grensásvegi 58, Reykjavík, lést laugardaginn 29. desember. Hann verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 12. janúar kl. 14.00. Arnleif Alfreðsdóttir, Jón Þór Ásgrímsson, Aðalheiður Alfreðsdóttir, Halldór Borgþórsson, Alfreð Jónsson, Sigríður Halldórsdóttir, Ásta Björg Halldórsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GÍSLI SIGURÐUR JÓNSSON, Logafold 52, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 7. janúar. Jarðarförin verður gerð frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 16. janúar kl. 13.00. Simona Simonsen, Esther Gísladóttir, Gunnlaugur V. Einarsson Ingunn Gísladóttir, Dan Sommer, Eva Ruth Gísladóttir, Ásgeir Páll Gústafsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MAGNÚS GUNNAR ERLENDSSON, Vatnsleysu, Biskupstungum, lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi mánudaginn 7. janúar. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 17. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð Duchenne- samtakanna, kt. 640512-2810, rnr. 0111-26-010315. Þóra Katrín Kolbeins, Erlendur Björn Magnússon, Sigrún Káradóttir, Hilmar Magnússon, Randí Þórunn Kristjánsdóttir, Þorvaldur Magnússon, Elena Kristín Pétursdóttir, Magnús Gunnar Erlendsson, Fríða Hrönn Elmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVERRIR ÞÓRÐARSON blaðamaður, Suðurgötu 13, Reykjavík, lést mánudaginn 7. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, föstudaginn 11. janúar, kl. 15.00. Þórður Sverrisson, Arnfríður Ólafsdóttir, Ásgeir Sverrisson, Guðrún H. Guðmundsdóttir, Ólafur Arnar Þórðarson, Ása Þórhildur Þórðardóttir, Halldór Armand Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.