Morgunblaðið - 10.01.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 10.01.2013, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Nú er elsku hjartans Gunni minn fallinn frá og ég er bara varla að ná því. Mér finnst það mjög sárt að hann hafi kvatt þennan heim svo ungur að aldri og mjög svo ósanngjarnt. Ég og Gunni höfð- um þekkst í töluverðan tíma en verið sérstaklega náin síðast- liðið ár og verið miklir trún- aðarvinir í gegnum hans veik- indi. Enda bjuggum við yfir sameiginlegum skilningi hvað veikindi varðar. Það hefur mér verið svo sannarlega mikill heiður að fá tækifæri til þess að kynnast honum Gunna enn betur, enda einstaklega ljúfur og góður maður. Það eru margar minningar sem ég bý að eftir innileg kynni við hann. Sumarbústaðarferð í sumar, stefnumótin okkar í grasagarðinum og á Hótel Sögu í „brunch“. En innilegu og ein- lægu stundirnar sem við kúrð- um okkur saman og spjölluðum um daginn og veginn eiga eftir að standa hvað mest upp úr þegar fram líða stundir. Gunni kenndi mér ákaflega mikið í gegnum sín veikindi og fór í gegnum þau með stóískri ró, yfirvegun og af mikilli þol- inmæði. Gunni var lífsglaður, jákvæður, elskulegur og með gott auga fyrir fallegum hlut- um. Eins og sjá mátti bæði á klæðaburði hans og heimili hans og Óla. Gunni var einnig mikill dýravinur og leið hvað best í sveitinni sinni. Gunni var sem sagt svolítið sveitó líka. Gunni var mikið náttúrubarn og gerðum við mikið af því að ræða um að liggja í grasinu, horfa á himininn og skoða ský- in eða stjörnurnar. Gunni vildi ólmur fá hund í langan tíma og veit ég að Gunni varð ákaflega glaður þegar Snúður varð hluti af hans fjöl- skyldu og naut Gunni þess mjög svo að vera með hann „Snúdda litla“ hjá sér eins og margar myndir af honum sýna. Honum leið líka vel að hafa Snúð nálægt sér í veikindunum. Gunni var með einstaka kímnigáfu og hnyttinn. Við Gunni höfum hlegið mikið sam- an í gegnum súrsætar stundir og tapaði hann aldrei kímnigáfu sinni í gegnum veikindin sín. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Það er með miklum söknuði sem ég kveð elsku hjartans Gunna vin minn. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég Óla frænda sem hlúði að honum Gusa sín- um af mikilli elskusemi og fjöl- skyldu Gunna sendi ég einnig mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Nilsína Larsen Einarsdóttir (Nilla). Ég kynntist Gunna þegar hann og Óli frændi minn fóru að vera saman. Við Gunni náð- Gunnar Guðmundsson ✝ Gunnar Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 24. mars 1976. Hann lést 29. des- ember 2012 eftir erfið veikindi. Útför Gunnars fór fram frá Garða- kirkju á Álftanesi 7. janúar 2013. um strax vel sam- an og man ég að hann sagði mér eitt sinn að hann hefði spurt Óla að ef þeir myndu ein- hverntíma hætta saman, hvort hann fengi ekki forræði yfir mér. Svona var Gunni minn. Aldrei bar skugga á sam- skipti okkar frá fyrstu kynnum en sambandið var mismikið eftir aðstæðum hjá okkur en alveg sama hversu langt leið frá síðasta spjalli eða hittingi var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Einlægur og fagur að utan sem innan dásamlegur vinur, sakna þín sárt. Elsku Gunni minn, ástar- þakkir fyrir vináttuna og allar dásamlegu stundirnar sem við áttum saman. Guð geymi þig, sofðu vel og dreymi þig fallega, elsku Gunni minn. Ragna. Jæja þá er baráttunni lokið að sinni Gunni. Nú ertu kominn á vit nýrra ævintýra og ert efa- laust byrjaður að láta gott af þér leiða á þeim vettvangi. Gunni var fyrst og fremst heimsborgari. Fágaður, glæsi- legur og hafði næmt auga fyrir hinu fallega hvort sem það var í fatnaði, mat, menningu eða list- um. Kynni okkar Gunna hófust þegar ég kom til starfa hjá Int- ersport Smáralind árið 2004. Fljótlega var ljóst að það vant- aði mann til samstarfs við framsetningu og uppröðun. Ekki var nokkrum vafa undir- orpið að hæfastur til starfans var Gunni. Það var mikill happafengur að fá Gunna til samstarfs því hann var snillingur í því að raða vörum upp í verslunina á smekklegan hátt og var snögg- ur að því. Hann hafði lag á að láta búðina líta vel út og tókst að breyta henni reglulega með sínu glögga auga fyrir fram- setningu og litum. Fékk hann jafnan mikið lof fyrir hversu búðin væri glæsileg. Samstarf okkar Gunna gekk vel. Við bættum hvor annan upp og vorum ósparir á að skiptast á skoðunum og þrátt fyrir að vera ekki alltaf sam- mála náðum við alltaf góðri lendingu í okkar málum. Síðar var ég beðinn að færa mig um set innan fyrirtækisins. Gunni tók þá við stjórninni í Inter- sport Smáralind og sinnti því með miklum glæsibrag og síðar stýrði hann versluninni á Bílds- höfða með mikilli prýði. Sama á hvaða vettvangi Gunni starfaði þá var hann vel liðinn af sam- starfsfólki og hafði gott lag á að fá fólk til liðs við sig. Leiðir okkar áttu eftir að liggja saman aftur þegar ég kom aftur til starfa hjá Int- ersport Lindum og má segja að þar hafi hafist nýr kafli í okkar samstarfi. Gunni fluttist inn í Lindir og var gerður ábyrgur fyrir auglýsinga- og markaðsmálum en jafnframt var hann alltaf mikilvægur hlekkur í innkaupateyminu. Þar nýttist smekkvísi hans sem og fagleg þekking á fatn- aði og skóm. Gunni sinnti störfum sínum af mikilli alúð og lét vinnuna hafa forgang á einkalífið og ekki var farið eftir stimpil- klukkunni þegar hann var að klára einhver verkefni. Saman fórum við Gunni í nokkrar inn- kaupaferðir og þar náði hann að hrífa fólk með sér og eign- aðist marga vini. Gunni var í essinu sínu í þessum ferðum þegar verið var að skoða línur næsta tímabils og ákveða hvað skyldi tekið til sölu. Eftir að Gunni veiktist kom vel í ljós hversu vel hann var liðinn af samstarfsaðilum okkar hjá Intersport því alltaf var verið að spyrjast fyrir um hvernig gengi hjá honum og biðja fyrir kveðjur. En Gunni var ekki einn, hann hafði sér við hlið hann Óla sinn, sem stóð eins og klettur í veikindabar- áttunni og var alltaf til staðar þar til yfir lauk. Það hafa verið forréttindi að fá að kynnast Gunna og starfa með honum, fyrir það vil ég þakka. Gunni, við eigum eftir að hittast aftur og vonandi getum við tekið til hendinni saman, ég veit að þar verður engin lognmolla. Takk fyrir samstarfið vinur og takk fyrir framlag þitt fyrir Inter- sport. Þín er sárt saknað. Kveðja, Valgeir Ólafsson. Gunnar var góðhjartaður og blíður drengur og þannig mun hann lifa í huga okkar um ókomna tíð. Hann var alltaf með okkur stelpunum, okkar besti vinur sem teiknaði betur en við, skrifaði betur en við og vandaði sig meira en við. Gunn- ar virðist líka alla tíð hafa kunnað að bera virðingu fyrir samferðamönnum sínum, alveg frá því hann var pínulítill. Bragð er að þá barnið finnur og það hversu vel okkur leið í návist hans segir meira en mörg orð. Þær fylgdu honum ævina á enda, hlýjan og mýkt- in, og brosið birtist alltaf í and- liti hans þegar við hittumst á fullorðinsárum. Við erum þakklátar fyrir að hafa átt svo góðan vin í barna- skóla, dreng sem lék með okk- ur, hló með okkur, lærði með okkur og skildi okkur. Gunnar var samviskusamur og til fyr- irmyndar, alltaf og alls staðar. Kennarinn okkar hafði einu sinni á orði að ef hægt væri að gefa ellefu fyrir vinnubrögð þá fengi Gunnar þá einkunn. Við kveðjum bekkjarbróður okkar núna en munum aldrei gleyma honum. Með þér hverfur yndi, ást, æska og ljós úr ranni. Fegra vor ei fannst né sást fylgja nokkrum manni. (Hulda.) Anný Láru og öllum aðstand- endum Gunnars vottum við okkar dýpstu samúð. Megi gæf- an fylgja þeim og veita þeim styrk til að breyta sorg í ljúfar minningar. F.h. bekkjarsystranna úr Flataskóla, Hulda Guðný, Inga Lind, Ragna, Dísa og Þyrí Halla. Kær vinur og góður drengur hefur nú kvatt okkur. Gunnar kom inn í líf okkar stelpnanna þegar við vorum sex ára í Flataskóla og varð strax mjög vinsæll. Hann var góður og traustur vinur sem auðvelt var að ræða við, sama hversu langt leið á milli vinafunda. Gunnar var skarpgreindur, vel að sér í öllu, jákvæður og ljúf- ur. Hann var samviskusamur í því sem hann tók sér fyrir hendur og var öllum öðrum góð fyrirmynd. Hann var bæði flinkur að teikna og skrifa. Mikill námshestur og eftirlæti hvers kennara. Við stelpurnar héldum mikið upp á Gunnar. Hann hafði alla þessa góðu mannkosti og svo var hann líka fallegur drengur, yst sem innst. Við buðum honum auðvitað allt- af í afmælin okkar – og Gunnar var eini strákurinn sem fékk að koma. Góðar minningar um Gunnar man ég alltaf. Ég votta fjöl- skyldu hans mína dýpstu sam- úð. Guðrún Gunnarsdóttir. ✝ Jóhanna Gísla-dóttir fæddist í Reykjavík 6. maí 1926. Hún lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 1. jan- úar 2013. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Guðmunds- dóttir, f. 8.8. 1901, d. 11.7. 1986, frá Skáholti í Reykjavík og Gísli Pétursson Kjærnested, bryti, f. 7.8. 1901, d. 8.2. 1936, frá Sléttuhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu. Systkini Jóhönnu eru Guðmundur Aðal- steinn, húsgagnasmiður, f. 29.1. 1924, d. 18.7. 1950, Sigrún, f. 1928, d. 1929, og Unnur Gott- sveinsdóttir, f. 4.2. 1942. Jóhanna giftist 30.10. 1943 Ólafi Guðjónssyni, iðnrekanda, f. 16.9. 1922. Börn þeirra eru: 1) Gísli, f. 1944, maki Elísabeth Sol- veig Pétursdóttir. Þau eiga þrjú börn, Solveigu Helgu, Önnu El- ísabethu og Pétur Óla og tvö barnabörn. 2) Viðar, f. 1946, Fyrsti vinnustaður Jóhönnu var Félagsprentsmiðjan en þar kynntist hún verðandi eig- inmanni sínum aðeins 15 ára gömul. Þau giftu sig í október 1943 og fjórum árum síðar voru börnin orðin þrjú og því var nóg að gera að annast heimilið og krakkana. Það fórst henni vel úr hendi en hún var mikil húsmóðir og kunni vel að taka á móti gest- um. Um tíma starfaði hún við fyrirtæki þeirra Bikarbox, sem þau stofnuðu ásamt tveimur við- skiptafélögum. Þau hjónin fóru um langt árabil í ferðir til sólar- landa og höfðu af því mikla ánægju og eignuðust marga góða vini. Jóhanna var mikil fjöl- skyldumanneskja og lagði mikla áherslu á sambandið við sína nánustu og frænkur sínar og vin- konur. Hún fylgdist vel með öll- um sínum afkomendum og vissi upp á hár hvað var að gerast hjá hverjum og einum allt til hins síð- asta. Margar vinkonur eignaðist hún einnig í starfi sínu í Kven- félaginu Hringnum, en þar er unnið stórmerkilegt og árang- ursríkt starf fyrir Barnaspítala Hringsins. Útför Jóhönnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 10. janúar 2013, og hefst athöfnin klukkan 15. maki Birna Björns- dóttir. Þau eiga þrjú börn, Sólrúnu, Nönnu Björk og Ólaf og átta barna- börn. 3) Þórunn, f. 1947, maki Frið- finnur Kristjánsson, f. 1942, d. 2008. Dætur eru Margrét, Jóhanna, Jana og Birna og stjúpdæt- ur Anna Karen og Fanney Sigríður. Barnabörnin eru tólf og eitt barnabarnabarn. 4) Sveinn Ingi, f. 1954, maki Gyða Þórðardóttir. Þau eiga tvö börn, Vigdísi og Gísla Birgi. Jóhanna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún missti föður sinn aðeins níu ára gömul og var komið fyrir í fóstur hjá móð- ursystur sinni vegna veikinda móður sinnar, en fór aftur til hennar nokkrum árum síðar þegar hún hóf búskap með Gott- sveini Oddssyni. Hún gekk í barnaskóla í Reykjavík og síðan í Kvennaskólann. Það var kyrrt og bjart veður, daginn sem hún kvaddi þessa jarðnesku tilveru, á sjálfan nýárs- dag. Enda voru hátíðisdagar hennar uppáhaldsdagar. Það var líka kyrrt og bjart yfir hennar til- veru alveg frá því að hún, 15 ára gömul, lítil og ljóshærð kom í Fé- lagsprentsmiðjuna og hitti þar 19 ára hávaxinn rauðhærðan strák sem kolféll fyrir henni. Hann varð síðar eiginmaður hennar og ástin í lífi hennar í rúmlega sjötíu ár. Það var ekki tilviljun að Jóhanna átti góðan mann og góð börn. Per- sónuleiki hennar var slíkur að öll- um leið vel í kringum hana og vildu henni allt það besta. Við tengdadætur Jóhönnu höf- um margs að minnast frá rúmlega 40 ára viðkynningu. Við þrjár höf- um alltaf talið okkur afar heppnar að hafa nælt í vel uppalda syni Jó- hönnu og Ólafs og þannig komist í kynni við þau hjónin. Það var allt- af gaman að koma til þeirra og upplifa gleðina hjá þeim þegar maður birtist. Þau tóku á móti fólki eins og það væri alveg sér- stakt og ætti engan sinn líka. Þá var öllu tjaldað til með kræsing- um á borði og innihaldsríkum samræðum um menn og málefni. Jóhanna sá um að búa til kræs- ingarnar með dyggri aðstoð Ólafs. Hann snérist í kringum konu sína alla tíð og nú undir það síðasta sat hann yfir henni þessi erfiðu spor þar til yfir lauk. Hann var sérstaklega ánægður með að geta fylgt henni á leiðarenda. Jóhanna var sterkur persónu- leiki sem tók því sem lífið gaf með miklu jafnaðargeði. Hún fékk slæma liðagigt á miðjum aldri en fáir heyrðu hana nokkurn tíma kvarta yfir hlutskipti sínu. Æsku- árin voru ekki alltaf auðveld. Hún missti föður sinn úr berklum að- eins níu ára og heimilið leystist upp um nokkurt skeið vegna veik- inda móður hennar. Hún missti líka bróður sinn ungan og nýlega ástkæran tengdason sinn á besta aldri. Hún gerði sér ekki rellu út af hlutunum og tók lífinu yfirleitt með stakri ró. Hún var orðheppin og hnyttin, vel greind og minnug á fólk og fréttir og því alltaf gaman að koma og deila með henni stund og stað. Hún var félagslynd og hafði ákaflega gaman af að um- gangast fólk. Um árabil tók hún þátt í hinu góða starfi Kvenfélags- ins Hringsins og hafði mikla gleði af starfinu og samvistum við góðar vinkonur sem hún eignaðist þar. Heimili hennar var einstaklega fallegt og hún ætlaði sér alltaf að eiga þar heima þar til yfir lyki. En ekki fer allt eins og óskað er og hún og Ólafur fluttu á Droplaug- arstaði í september síðastliðnum vegna veikinda og aldurs þeirra beggja. Þar leið þeim vel en nú er komið að kveðjustund. Við þökkum henni samfylgdina góðu. Tengdadæturnar Elísabeth, Birna og Gyða. Það eru margar góðar minning- ar sem koma upp í hugann á kveðjustund. Minningar um jóla- boð, appelsínuís, brúnkökur, brauðtertur, leiki í kjallaranum í Mosó og heimsóknir í Bikarbox, þar sem alltaf var boðið upp á þunnt skorið ristað normalbrauð og kók í gleri og við fengum að telja og raða saman plastglösum. Á síðari árum heimsóknir á Skúla- götuna þar sem við vorum alltaf velkomnar með alla þá sem okkur fylgdu og löng og skemmtileg sím- töl þar sem rætt var um allt milli himins og jarðar. Minningar um ömmu eru minn- ingar um ömmu og afa, þau voru eitt, saman í meira en sjötíu ár. Hjónaband eins og það á að vera, það sem allir sækjast eftir, alltaf var stutt í góðlátlega stríðni og vináttan, ástin og virðingin sem þau báru hvort fyrir öðru var aug- ljós öllum sem þau hittu. Í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar og hugur okkar er hjá afa. Dýrmætar minningarnar geymum við í hjarta okkar. Margrét, Jóhanna, Jana og Birna. Jóhanna Gísladóttir ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF ÞÓRANNA JÓHANNSDÓTTIR ljósmóðir, Ljósheimum 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 11. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarfélagið LÍF. Þórhildur Hinriksdóttir, Þórður Sigurjónsson, Sigurjón Þórðarson, Jóhanna Jakobsdóttir, Ólöf Dís Þórðardóttir, Birgir Örn Björnsson, Harpa Rún Þórðardóttir, Romain Buchholtz, Þórður Ingi, Ari, Björn Hinrik, Daníel Snær. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, Dalbraut 20, lést á Hrafnistu þriðjudaginn 8. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Gunnar Harðarson, Erla Skarphéðinsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Kjartan Ólafsson, Steinunn Guðrún Harðardóttir, Níels Níelsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGURLÍNA EIRÍKSDÓTTIR frá Hlemmiskeiði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði miðvikudaginn 2. janúar, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugardaginn 12. janúar kl. 11.00. Ingólfur Bjarnason, Ómar Örn Ingólfsson, Rósa Guðný Bragadóttir, Inga Birna Ingólfsdóttir, Árni Svavarsson, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.