Morgunblaðið - 10.01.2013, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.01.2013, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Seint munu gleymast óvænt- ar, dásamlegar móttökur nýju nágranna minna í Borgarheið- inni hér um árið þar sem ég mætti ókunnug á Jónsmessu með hafurtaskið mitt í sjálfum blómabænum Hveragerði. Stéttin framan við húsið bók- staflega glóði af marglitri dýrð, þakin blómum í öllum regnbog- ans litum, í fjölda potta. Þau hjónin, blómabændurnir Hann- es og Sigurbjörg, komu til mín og buðu mig hlýlega velkomna. Slík sæla og gleði á fyrsta degi á nýjum stað! Dvölin sjálf, þessi ár í Hveró, báru keim af þess- um fyrsta degi og urðu vissu- lega gjöful og uppbyggileg. Þetta þakka ég umfram allt við- móti og vináttu þessa einstaka fólks. Hannes var frumkvöðull og leiðtogi sem fór eigin leiðir í Hannes Kristmundsson ✝ Hannes Krist-mundsson fæddist á Ólafsfirði 29. september 1945. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Ási í Hvera- gerði 25. desember 2012. Útför Hannesar fór fram frá Hvera- gerðiskirkju 5. jan- úar 2013. mörgu og þekktur fyrir stórar og skemmtilegar hug- myndir, þó fyrst og fremst væri hann maður fram- kvæmda. En mér finnst það lýsa honum vel þegar hann braust suður til Færeyja á að- ventunni árið 2008 með sendiferðabíl- inn sinn fullan af jólastjörnum, sem hann síðan dreifði á hinum ýmsu elliheimilum landsins sem glaðri þakkarskuld fyrir sam- stöðu Færeyinga við málstað okkar Íslendinga á erfiðum tíma. Ég samhryggist innilega Sibbu, sonum þeirra og fjöl- skyldu við fráfall þessa góða manns. Erna María Ragnarsdóttir. Um klukkan eitt á jóladag reyndi ég að ná sambandi við frænda minn og vin í Hvera- gerði. Ég vildi fá fréttir af honum. Hann hafði barist við erfið veikindi um langa hríð. Hvorugt númerið svaraði. Ég hafði á orði við konuna, að það væri óvanalegt. Klukkustundu síðar hringir Sibba. Hún til- kynnti okkur, að Hannes frændi hefði kvatt þennan heim. Hann kvaddi á sama tíma og ég var að bauka við að ná sambandi við hann. Þetta var sérdeilis fallegur dagur, er Hannes valdi til að hefja ferð- ina miklu og var honum örugg- lega vel tekið á leiðarenda af látnum syni sínum, foreldrum og bróður. Við Hannes kynntumst ungir að árum. Við bjuggum í sitt hvorum firðinum fyrir norðan. Hann bjó í Ólafsfirði, en ég á Sigló. Á hverju vori, er snjóa leysti, var mikil spenna að hitta frændfólkið frá Ólafsfirði. Eftir okkar fyrstu kynni fylgdumst við ávallt hvor með öðrum. Vor- um meðal annars á sama róli á vertíð í Eyjum, þar sem við kynntumst eiginkonum okkar. Hannes henni Sibbu sinni, en ég náði í Kollu mína. Eftir að Hannes og Sibba settust að í Hveragerði, var oft- ar en ekki stoppað í kaffi og ekki skorti meðlætið hjá þeim sæmdarhjónum. Blómarækt var þeirra atvinna og áhugamál. Hún fórst þeim afar vel úr hendi og blóm þeirra voru sér- deilis falleg. Við hjónin nutum einstakrar velvildar við garð- rækt okkar frá þeim Sibbu og Hannesi. Græðlingum og plöntum var jafnan troðið í bíl- inn. Þrátt fyrir að við segðum að nú væri nóg komið, fann Hannes alltaf pláss fyrir tvær til þrjár plöntur til viðbótar. „Það þýðir ekkert hokur. Þetta verður að líta vel út,“ sagði Hannes kallinn. Eins og ætíð fyrir jólin, feng- um við okkar væna skammt af jólastjörnum, sem voru sérstak- lega fallegar í ár. Svo fallegar voru þær, að fólk hafði á því orð. Síðastliðið haust var virki- lega gaman að fá Sibbu og Hannes, ásamt Elley, Sigur- jóni, Grétu og Grétari til Vest- mannaeyja. Veðrið var ein- staklega gott og Eyjarnar skörtuðu sínu fegursta. Þrátt fyrir að vera sárlasinn hafði Hannes gaman af að rifja upp góðar minningar um veru sína í Fiskiðjunni í Eyjum á árum áður. Hannes minn, við Kolla þökkum þér góðar stundir í gegnum tíðina. Öll blómin er prýtt hafa garð okkar og heim- ili, okkur til mikillar ánægju. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði kæri vinur. Elsku Sigurbjörg og fjöl- skylda, guð gefi ykkur styrk í sorginni. Kveðja, Sverrir og Kolbrún. Feðgaminning Nú eru þeir saman á ný, hvíl- ast í garðinum saman í Hvera- gerði, feðgarnir Hannes og Gísli. Gísli Jón Hannesson var fæddur 9. maí 1968, hann lést 14. febrúar 1986. Margir segja að líf sé eftir þetta sem við lifum núna og ég vil trúa því. Gísli kvaddi pabba sinn og mömmu, bræðurna og alla sem hann elskuðu allt of fljótt. Aðeins 17 ára gamall lést hann í hörmulegu slysi. Það er engin sanngirni í því, það vitum við öll. Fjölskyldan var nýlega flutt suður í Hveragerði eftir áralanga búsetu á Akureyri, með drauma í farteskinu og dugnað til að fylgja þeim eftir. Þar stunduðu þau garðyrkju af mikilli natni enda fagfólk fram í fingurgóma. Ekki heimsótti ég þau oft – en þó fékk ég að njóta leiðsagnar þeirra um gróður- húsin og fékk í kveðjugjöf frið- arlilju, eins og til að minna mig á að maður verður að hlúa vel að því sem maður elskar. Ekki man ég ártalið, en þau eru mörg árin síðan ég hitti þá feðga fyrst. Í minningunni birtust þeir í Suðurbyggðinni á Akureyri ásamt Sibbu mömmu Gísla og bræðrunum Munda og Sigga. Hannes hafði ráðið sig til starfa sem verkstjóri hjá garðrækt Akureyrarbæjar og þau tóku á leigu hús nágranna okkar sem flutt hafði um skeið til útlanda. Auðvitað urðum við Gísli strax miklir vinir, annað var ekki hægt, því Gísli var bara svo einstaklega skemmti- legur. Rólegur var hann og brosmildur – spékopparnir þeir stærstu sem ég hafði séð og hláturmildur með eindæm- um. Þeir áttu það sameiginlegt faðir minn og Hannes að vera miklir matmenn. Og ógleym- anlegar eru þær stundir þegar Hannes og Sibba voru í heim- sókn og karlarnir elduðu. Gómsætur steiktur kræklingur og hrogn á brauði, yndislegt svona rétt fyrir svefninn. Við Gísli notuðum tækifærið og vöktum frameftir, lengi fram- eftir. Já þetta voru yndislegir tímar. Hannes kenndi mér að vinna. Hann réð mig til starfa hjá garðræktinni, líklegast ekki nema um 14 ára gamlan. Sagðist ekki líða það að ungir menn lægju í leti á sumrin. Og vinna fékk maður. Þetta voru yndisleg sumur. Svo fluttu þau suður í Hveragerði og ég sakn- aði vinar míns og leikfélaga. Þrátt fyrir að leiðir skildu hélst alla tíð mikill vinskapur á milli foreldra okkar Gísla. Við Gísli þroskuðumst auðvitað hvor í sína áttina, ný viðfangs- efni, nýir tímar. En í huga mér var Gísli þó ávallt, myndin af honum brosandi með spékopp- ana sína. Það voru því ljúfsár- ar minningar um þá feðga sem komu upp í hugann þegar mamma hringdi og sagði mér frá andláti Hannesar. Sorg á ný í fjölskyldunni. Ég vissi af veikindum Hannesar en þeir pabbi höfðu rætt saman í síma fyrir skömmu og var Hannes tilbúinn að mæta skapara sín- um. Tilbúinn til að hitta Gísla son sinn á ný. Það er huggun harmi gegn. Hann fékk tíma til að kveðja sína nánustu, tíma til að undirbúa sig. Og nú trúi ég að Hannes hafi mætt Gísla brosandi, með spékoppana. Elsku Sibba, Mundi og Siggi, ég votta ykkur samúð mína og minna. Í mínum huga munu minningar vina minna, feðg- anna Hannesar og Gísla, geym- ast. Þorleifur Ágústsson, Ísafirði. Elskuleg frænka mín, Katý er látin langt fyrir aldur fram. Hún var búin að berjast eins og hetja við óvættinn – krabbamein í nokkurn tíma. Hún var ótrúlega dugleg og lengi vel lét hún sjúk- dóminn ekki stoppa sig í einu né neinu. Katý minnti mig reglulega á það hvernig skellibjalla ég var sem krakki og eitt af því sem var henni mjög minnisstætt var þeg- ar ég kom með fjölskyldu minni til Reykjavíkur í heimsókn til ömmu í Fellsmúlann. Áður hafði ég fengið rólu í hausinn sem varð til þess að ég var með stóra kúlu á enninu og glóðarauga á báðum augum. Amma bjó á neðstu hæðinni og var leikvöllur á lóðinni sem okkur krökkunum fannst gaman að leika okkur á, meðan fullorðna fólkið sat í stof- Katrín Guðmundsdóttir ✝ Katrín Guð-mundsdóttir fæddist á Ísafirði 8. júní 1954. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 26. des- ember 2012. Útför Katrínar var gerð frá Graf- arvogskirkju 4. jan- úar 2013. unni og spjallaði saman. Katý sá það oft fyrir sér þegar skellibjallan, ég, hljóp frá leikvellin- um og skellti andlit- inu í rúðuna til að heilsa upp á full- orðna fólkið, þá fékk Katý mín sting því hún hafði áhyggjur af því að ég hefði meitt mig. En svo seinni árin hlógum við að þessu. Það var alltaf spennandi að fá Katý vestur í heimsókn þegar ég var krakki og stundum var ég hálf feiminn við hana til að byrja með en það var nú alveg óþarfi. Seinni árin þegar ég var farin að fara suður á eigin vegum vissi ég að ég væri alltaf velkomin til hennar og Hans. Ein af mörgum góðum minn- ingum mínum um hana er þegar við Hilmar giftum okkur. Ég sit við hlið pabba og athöfnin er byrjuð, ég lít yfir kirkjusalinn og sé hvar Katý situr, og grætur gleðitárum fyrir mína hönd. Seinna þegar við ræddum þetta sagði hún mér að athöfnin hefði verið svo falleg og að hún hefði verið svo glöð að hún bara réði ekki við sig. Þetta er alveg lýs- andi dæmi um það hvernig týpa hún Katý var. Hún var ljúf, góð og vinamörg enda félagslynd og mikil persóna, einnig gat hún verið mjög ákveðin með það sem hún tók sér fyrir hendur og sýndi hún það í baráttu sinni gegn krabbameininu. Katý mín var búin að berjast hetjulega og minning hennar mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Við munum sárt sakna hennar en við vitum að henni líður betur núna, laus við alla verki. Elsku amma mín, Hans, Dag- mar, Kjartan, Klara og fjölskyld- ur, við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu stundum. Sigríður, Hilmar, Sigþór og Eva Björg. Elsku Katý mín. Mig langar að þakka þér fyrir trygga vináttu í meira en 50 ár. Það er margs að minnast er hugurinn reikar til baka og ég hugsa um langa vináttu okkar. Við vorum ekki háar í loftinu þegar við kynntumst heima á Ísafirði þar sem við ólumst upp. Minningar frá æskuárunum eru margar, allt frá því að við lékum okkar saman sem börn. Síðan tók skólagangan við og við eignuðumst marga trygga vini, jafnaldra okkar á Ísafirði sem hafa haldið hópinn vel saman alla tíð síðan. Við stunduðum saman píanónám, vorum í skáta- starfi og íþróttum. Ófáar voru ferðirnar okkar á bókasafnið þar sem við vorum tíðir gestir. Heimili þitt var alltaf opið og fjölskyldan þín samhent. Katý eignaðist Dagmar ung og ég minnist þess þegar von var á henni í heiminn hvað það var margt sem við þurftum að ræða. Katý var mjög félagslynd og vinamörg, átti auðvelt með að kynnast fólki og var trygg vinum sínum. Katý giftist Hans Isebarn, eft- irlifandi eiginmanni sínum, og eignaðist með honum tvö börn, Kjartan og Klöru. Þau voru ein- staklega samhent og áttu margt sameiginlegt. Golfið var þeirra aðaláhugamál og hefur Katý átt margar ánægjustundir á golf- vellinum. Við spiluðum saman golf síðast í sumar og er ég þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman í golfinu. Síðast liðin fjögur ár hefur Katý barist við illvígt krabba- mein. Í veikindum sínum hefur hún sýnt ótrúlegt æðruleysi, ver- ið bjartsýn, jákvæð og haft mikla lífsgleði. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að vinkonu, hún hefur kennt mér margt, glaðværð hennar er mér efst í huga. Elsku Hans, Dagmar, Kjart- an, Klara, Ragna og fjölskylda. Ég votta ykkur mín innileg- ustu samúð og bið Guð um að styrkja ykkur í sorginni. Sigríður Brynja Sigurðardóttir. Elsku pabbi. Með viðmóti og framkomu þinni hefur þú kennt okkur svo margt í lífinu. Með þolinmæði þinni, jákvæðni og eiginleikum til að skilja aðra hefur líf okkar litast af lífsskoðunum þínum. Þú kenndir okkur að takast á við erfiðleika og að vandamál væri best að leysa með því að nálgast þau frá öllum hliðum og læra af þeim. Þú vildir að við værum umburðarlynd gagnvart öðrum og værum opin fyrir því að fólk er mismunandi og allir hafa sínar góðu hliðar. Þú varst mjög barngóður og alltaf var stutt í brosið og grín- ið. Þú gast oft komið okkur í gott skap með ýmsum uppá- tækjum enda með ótrúlegt hug- myndaflug. Til síðasta dags sýndir þú mikinn styrk, von, hugrekki og lífsvilja. Takk elsku pabbi, þú munt alltaf eiga þinn stað í hjörtum okkar og það tómarúm verður ekki hægt að fylla. Við söknum þín sárt. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þín börn, Tore, Steinar og Elín. Mig langar að minnast vinar míns, hans Sigurðar. Ég kynnt- ist Sigurði fyrir alvöru í gegn- ✝ Sigurður Þor-steinn Birg- isson fæddist í Nes- kaupstað 2. júní 1954. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. desember 2012. Útför Sigurðar fór fram frá Norð- fjarðarkirkju 3. janúar 2013. um golfið sem var okkar sameiginlega áhugamál. Við fengum báðir áhuga á golfinu frekar seint og það var ekki síst þínum félagsskap að þakka hversu gam- an það var að fara inneftir og spila golf. Þegar ég byrjaði að spila af alvöru fyrir um 10 árum síðan þá varst þú mað- urinn sem tókst mér einna best þegar inneftir var komið. Öll þessi ár var gaman að fá að spila hring með þér auk þess sem samvera okkar í móta- nefndinni seinustu ár er mér ógleymanleg. Þú gerðir golfið skemmtilegra með nærveru þinni. Þú varst traustur, glaðlegur og jafnframt einn besti félagi sem völ er á til að vera með inni á velli. Marga ferðina fór- um við saman til þess að fara á golfmót hér austanlands og áhuginn var það mikill að við fórum einnig norður til Húsa- víkur að spila. Þegar maður spilaði með þér var alltaf öruggt að allavega einn í holl- inu myndi vera jákvæður sama hve höggin yrðu mörg, því golf- ið var þín ástríða. Það er sárt að hugsa til þess að fá ekki að njóta nærveru þinnar um ókomna tíð. Þín verður sárt saknað af öll- um félögunum í golfklúbbnum. Vinátta þín og ekki síst öll sú vinna sem þú skilaðir af þér til klúbbsins verður lengi í minn- um haft. Um leið og ég kveð þig með miklum söknuði þá hugga ég mig við það að minning þín kemur til með að lifa með mér alla tíð. Ég votta börnum Sigurðar sem og fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Megi ljós guðs vaka yfir þér elsku vinur. Þinn vinur, Elvar Árni Sigurðsson. Sigurður Þorsteinn Birgisson Elskuleg móðursystir mín er Guðrún Þorvaldsdóttir ✝ Guðrún Þor-valdsdóttir var fædd á Hálsi í Mið- firði 2. janúar 1921. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 20. des- ember 2012. Guðrún var jarð- sungin frá Bústaða- kirkju 2. janúar 2013. látin. Rúna systir eins og mamma kallaði hana. Það var ekki langt á milli þeirra systra að þær kveddu þennan heim. Móð- ir mín Kristín lést í sumar. Það var allt- af mikill samgang- ur á milli þeirra systra. Þær áttu saman síðustu árin sín á Grund við gott atlæti. Rúna frænka kom oft í heim- sókn til okkar í Skerjó. Henni fylgdi alltaf kærleiki og gleði hvert sem hún fór . Það var allt- af hátíðarstund í litla eldhúsinu á Hörpugötu 11B þegar hún kom í heimsókn oftast með ein- hver sætindi og bakkelsi með sér, sem var mjög sjaldgæft í þá daga en gladdi okkur systkinin mikið. Rúna var fagurkeri, alltaf vel klædd og mikil félagsvera. Hún hafði góða söngrödd og söng í kórum. Rúna giftist Birni Benedikts- syni. Hún var mikið fyrir að ferðast en gerði lítið af því fram- an af. Það voru aðeins ferðir innanlands meðan Björn lifði. Einhvern tímann spurði ég hana vegna hvers þau ferðuðust ekki erlendis, þá sagði hún mér að Björn væri hræddur við að fljúga. Eftir að Björn lést 1983 ferðaðist hún mjög mikið til út- landa sem hún hafði mikla ánægju af. Ég minnist stund- anna sem við áttum á Gandaveg- inum þar sem hún sýndi myndir frá ferðum sínum erlendis af mikilli gleði og með stolti. Hún safnaði skeiðum frá þeim stöð- um sem hún kom til erlendis og rifjaði upp minningarnar. Nú er að hverfa með þeim systrum sú kynslóð sem fæddist í torfkofum á Íslandi. Minning mín um Rúnu frænku mun alltaf lifa í huga mínum og hjarta. Elín Nóadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.