Morgunblaðið - 10.01.2013, Qupperneq 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013
Elskuleg afi og amma, Jón
Magnús Jónsson bóndi og Ásta
Helgadóttir húsfreyja að Hvíta-
nesi í Vestur-Landeyjum, létust
með þriggja daga millibili rétt
fyrir jól.
Æviskeið þeirra er afar sér-
stakt ef tekið er mið af nútíman-
um. Tugur kílómetra á milli bæja,
enginn sími, svo til engin farar-
tæki nema hestar og tveir jafn-
fljótir, en á þessum tíma var stað-
an þannig að ekkert stöðvaði
ástina þegar fólk fann hvort ann-
að.
Þau eignuðust fimm heilbrigð-
ar dætur og er móðir mín ein
þeirra. Dætur þeirra eignuðust
svo 20 heilbrigð barnabörn, en af-
komendur þeirra eru nú orðnir
eitthvað nærri 50 talsins.
Þegar við bræðurnir vorum
litlir snáðar eyddum við miklum
tíma með afa við heyskap, kart-
öflurækt, girðingar og annað sem
við kemur búskap. Amma var
alltaf dugleg að gera okkur grein
fyrir hvað væri rétt og hvað
rangt, svo margt veganestið sem
við berum með okkur út í lífið
kemur frá ömmu og afa.
Þau voru svo sannarlega sem
eitt. Alla tíð voru þau saman og
aldrei man ég eftir því að hafa vit-
að til þess að þau hafi sofið sitt
undir hvoru þakinu.
Afi var ekki alltaf líkamlega
hraustur en kveinkaði sér þó
ekki.
Svo gerðist það í sumar, að
hann afi fór að kvarta yfir verk í
baki. Þá vissu allir að það var eitt-
Jón M. Jónsson og
Ásta Helgadóttir
✝ Jón M. Jóns-son fæddist í
Miðkoti í V-
Landeyjum 13.
janúar 1920.
Hann lést á
Dvalarheimilinu
Lundi 16. des-
ember 2012.
Ásta Helga-
dóttir fæddist í
Ey í V-Landeyj-
um 26. maí 1920.
Hún lést á Dvalarheimilinu
Lundi 19. desember 2012.
Útför Jóns og Ástu fór fram
frá Breiðabólstaðarkirkju í
Fljótshlíð 5. janúar 2013.
hvað alvarlegt að. Í framhaldi af
því veiktist hann alvarlega. Var
hann kominn með mein sem úti-
lokað virtist að hann losnaði við.
Þegar afi veiktist var eins og
amma fylgdi honum í veikindun-
um því hún fór að verða meira og
meira lasburða og var stundum
svo veik að maður hafði jafnvel
meiri áhyggjur af henni en hon-
um. En svo kom að því.
Sunnudaginn 16. desember dó
hann afi 92 ára gamall, en þau
amma voru jafnaldrar bæði fædd
árið 1920. Ættin fylltist sorg og
það var eins og hjartað væri rifið
úr manni. Afi var þvílíkt mikill
vinur, svakalega skemmtilegur,
mikill söngmaður og frábær í alla
staði. Þarna var stórt skarð
höggvið í raðir Hvítanes-
ættarinnar.
Þegar hann var farinn fór hún
amma að tala um að hún vildi nú
bara fá að fara með honum Jóni
sínum. Hún hefði ekkert frekar
hér að gera. Amma virtist stað-
ráðin í því að fara með afa. Hún
var alla ævi afar orðheldin mann-
eskja og það var engu líkara en
hún væri búin að ákveða þetta.
Þremur dögum síðar, miðviku-
daginn 20. desember yfirgaf hún
amma okkur líka og fór til hans
afa okkar sem hún hafði fylgt í
tæp 70 ár.
Þegar pabbi minn hringdi í mig
og sagði mér að hún amma væri
farin líka samgladdist ég þeim að
hafa kvatt þennan heim saman.
Sorgin vegna andláts afa míns
hvarf og mikill friður færðist yfir
mig. Mér þykir svo óendanlega
vænt um þau að ég fann eiginlega
fyrir mikilli hamingju því þetta
var akkúrat eins og það átti að
vera.
Afi og amma eru eitthvert það
heilsteyptasta, fallegasta og
besta fólk sem ég hef kynnst á
ævinni.
Þau munu lifa sterkt í minn-
ingu okkar sem þau þekktu alla
ævi því þau voru eitthvert það
frábærasta fólk sem hugsast get-
ur og það eru mikil forréttindi að
vera dóttursonur þeirra.
Hvíl í friði elsku amma og afi.
Baldur Sigurðarson
Elsku afi og amma. Nú er
komið að kveðjustund og það er
alltaf erfitt að kveðja þá sem
manni þykir óendanlega vænt
um en að sama skapi erum við
óendanlega þakklátir fyrir allar
þær minningar sem þið hafið
skilið eftir ykkur.
Amma á Hvító, hún sem var
alltaf í eldhúsinu með tusku í
hendi og með skoðanir á öllu sem
gerðist innan veggja eldhússins
hvort sem það snerti elda-
mennsku, þrif eða hvar hver átti
að sitja. Eldhúsið var hennar
staður, þar söfnuðust allir saman,
jafnt heimilisfólk sem gestir, og
það var sjaldan lognmolla í borð-
króknum á Hvítanesi. Aldrei
neinn sammála rétt eins og það á
að vera. Amma var líka einstak-
lega lagin við að sýna hve vænt
henni þótti um barnabörn sín og
aldrei var amma í vondu skapi.
Það sama má segja um hann afa
sem var alltaf léttur í lund og
sýndi manni ótakmarkaðan
áhuga þegar maður droppaði inn.
Hann hafði mikinn áhuga á öllu
því sem maður tók sér fyrir hend-
ur og spurði mikið. Öllum fannst
gaman að spjalla við afa, sama
hver það var.
Það var erfitt að hugsa til þess
að sá tími kæmi að þið færuð en
einhvern veginn var þetta rétti
tíminn núna. Bæði komin vel á tí-
ræðis aldur, búin að eiga einstak-
lega góða ævi og eigið endalaust
mikið af afkomendum sem eru
hreyknir af ykkur og hafa alla tíð
litið upp til ykkar. Þið voruð bæði
orðin heilsulítil undir það síðasta
og eins og það var nú erfitt að fá
fréttirnar þegar afi dó þá var létt-
irinn mikill þegar hún amma fékk
að fara, aðeins þremur dögum
síðar, því það var erfitt að hugsa
sér ykkur sitt í hvoru lagi enda
mjög samrýmd hjón alla tíð.
Minningar um einstök hjón og
einstakan afa og ömmu munu lifa
og við erum mjög stoltir af því að
vera hluti af ykkur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Sigurður Már og Örvar Rafn.
Af bónda og hans frú
Í Hvítanesi bóndi bjó
með bóndakonu sér við hlið.
Í fagurgrænni foldartó
fyrir stafni höfðu nóg
og héldu snoturt heimilið.
Gestir áttu þar gleðifund,
þeim góðar kökur amma bar
og þótt hann afi áði um stund
og inni tók sinn ljúfa blund
enginn skyldi þegja þar.
Um hátíðir skyldi húsið fyllt.
Af hrygg við urðum ansi södd.
Í hæstu hæðum sjónvarp stillt
og hallmæli ekkert tekið gilt
þótt söngvarinn hefði háa rödd.
Gjöful veittu ást og yl,
ávallt þess ég minnist vel.
Í eldhúsinu spila á spil,
þá sagði amma oftast til:
„Að setja út tíu best ég tel.“
Afa þótti ekki leitt
ýmsu að lýsa og segja frá.
Staðreyndunum stundum breytt
og sagan oftast heldur skreytt
en helmingi betri að hlýða á.
Saman sungu lífsins lag,
leiddust gegnum ævispöl.
Saman fram á síðasta dag,
saman tóku lokaslag
og hinum megin hefja dvöl.
Í hjarta mínu hef ég nú
heiðursljós sem alltaf skín.
Vottur um traust og góða trú
á tryggan bónda og hans frú,
bestu afi og amma mín.
Sigþór Árnason.
Það var alltaf yndislegt að
koma til ömmu og afa í Hvítanesi,
hvort sem það var til lengri eða
styttri tíma. Það er skrítin til-
hugsun að koma þangað og að
amma standi ekki við vaskinn
tilbúin að færa okkur kaffi og afi
sé ekki sitjandi á eldhúsbekknum
að segja okkur einhverjar
skemmtilegar sögur. Svo er held-
ur enginn lengur til að fylgjast
með hvort við og börnin okkar
séum nógu vel klædd. Þannig
voru þau óspör á ráðleggingarn-
ar, höfðu skoðun á öllu og sýndu
öllu áhuga sem við gerðum.
Amma með brosið sitt fallega al-
veg út í augu og afi fussandi með
glott á vör. Þannig munu þau allt-
af vera fyrirmyndir okkar í lífinu,
hress og jákvæð og kunnu að
njóta lífsins. Þótt missirinn sé
mikill erum við þakklát fyrir
hversu lengi við fengum að hafa
þau með okkur, svo ekki sé
minnst á allar þær góðu minning-
ar sem við eigum um þau.
Það er við hæfi að enda þessi
minningarorð á einu þeirra ljóða
sem amma hafði óskað eftir að
barnabörnin syngju við útförina.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér, um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson)
Hvíl í friði elsku amma og afi.
Jón Óli, Hugrún Inga, Krist-
björg, Ásta Rut, Eva Rún og
fjölskyldur þeirra.
Það verður seint sagt að ég hafi
komið að tómum kofanum þegar
ég heimsótti Hvítanes. Að ganga
upp tröppurnar bakdyramegin,
heilsa upp á þau dýr sem hverju
sinni búa þar og banka að dyrum
um leið og maður opnar og kallar
„Halló“.
Ósjaldan sat Jón við eldhús-
borðið og bauð manni inn með
sinni sterku röddu ef Ásta var
ekki fyrri til með blíðri röddu og
brosi.
Ásta byrjaði alltaf á að spyrja
hvort það mætti ekki bjóða mér
eitthvað og Jón svaraði fyrir mig:
„Og hvað heldurðu, bjóddu mann-
inum kaffi.“
Ég var varla búinn að fá mér
sæti á eldhúsbekknum fyrr en
þau voru farin að spyrja um hagi
manns og skipti engu máli hversu
langt var síðan ég hafði fengið
mér sæti á bekknum, þau mundu
vel hvar ég var staddur í lífinu síð-
an síðast, auk þess sem þau höfðu
fylgst með högum mínum í gegn-
um fjölskylduna. Það er sjaldgæft
orðið nú til dags að hitta fólk sem
hlustar þegar það spyr hvað sé að
frétta og enn síður að það sem
maður segir sé lagt á minnið.
Setunni á eldhúsbekknum
fylgdi að öllu jöfnu saga frá Jóni
sem að Ásta stoppaði upp í, ef að
Jón mundi ekki nöfn eða henni
þótti hann fara of frjálslega með
staðreyndir.
Hugulsemi þeirra hjóna er
ekki hægt að lýsa í svo stuttu máli
sem þessu og mun mér alltaf
hlýna um hjartaræturnar við að
hugsa til þeirra hjóna og hlakka
ég til að heimsækja Hvítanes að
nýju, því þó gömlu hjónin hafi
kvatt okkur þá eru afkomendur
þeirra okkur fjölskyldunni mikill
arfur sem við munum búa að.
Takk fyrir okkur Jón og Ásta.
Minning ykkar lifir í hjörtum
okkar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar að
Fossöldu 2.
Kristmundur Helgi.
Ég man eins og það hafi gerst í
gær þegar við fjölskyldan fórum
fyrst upp í nýju sveitina okkar
Eyland. Eyland var beint á móti
bænum Hvítanesi, þar sem Ásta
og Jón bjuggu ásamt Villu, en þar
átti ég eftir að eiga frábærar
stundir með æðislegu fólki sem
ég mun seint gleyma. Þann dag
sem við fórum fyrst upp í Eyland
kynntist ég barnabarnabarni
þeirra Ástu og Jóns, Ísaki. Við
Ísak gerðum ótrúlega margt sam-
an í gegnum árin sem mörg börn í
dag fá líklegast aldrei að upplifa
eins og að taka á móti lömbum,
vera viðstödd geldingar á hross-
um, mjólka kýrnar og taka upp
kartöflur. Það var ekki langt liðið
á sumarið þetta árið þar til að ég
var orðin einskonar heimalningur
á Hvítanesi þar sem ég eyddi
gríðarlega miklum tíma þar að
prakkarast með Ísaki. Ásta og
Jón voru yndisleg hjón sem frá
byrjun tóku ótrúlega vel á móti
mér og létu mér alltaf líða eins og
ég væri ein af fjölskyldunni. Ég
get með sönnu sagt að ég var
byrjuð að líta á Ástu og Jón sem
ömmu mína og afa vegna þess að
ég eyddi svo miklum tíma með
þeim. Ég er mjög þakklát fyrir
allar þær stundir sem við áttum
saman og mun ég geyma þær í
hjarta mínu að eilífu.
Soffía Rún Skúladóttir,
Eylandi.
Fallinn er frá ljúfur og góður
drengur. Margs er að minnast frá
samverustundum okkar fjölskyld-
unnar í Fjarðarselinu og fjöl-
skyldu Stefáns og Diddu, en þau
hjónin voru mjög samrýmd og
nöfn þeirra oftast tengd saman.
Húsmóðirin á heimilinu, Sædís
Jónsdóttir, og Stefán ólust saman
upp á Minni-Bakka við Nesveg en
feður þeirra byggðu í sameiningu
það hús. Tengsl Sædísar og Stef-
áns voru þau að Jón, faðir Stefáns,
og Emma, móðir Sædísar, voru
systkin.
Í gegnum tíðina höfum við
brallað margt saman. Fjölskyldur
okkar fóru saman í útilegu m.a. á
Þingvelli og í minnisstæða ferð til
Spánar á árum áður. Stefán var
snyrtipinni og mikill dugnaðar-
forkur. Hann gekk í þau verkefni
sem fyrir lágu og veigraði sér
ekki. Alltaf voru bílarnir stífbón-
aðir og allt hans nánasta umhverfi
Stefán Jónsson
✝ Stefán Jónssonfæddist á
Minnibakka við
Nesveg 11. desem-
ber 1944. Hann lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans 22.
desember 2012.
Útför Stefáns
var gerð frá Selja-
kirkju 3. janúar
2013.
til mikillar fyrir-
myndar.
Við fjölskyldan
vorum kvíðin að
fylgjast með Stefáni
fara í mjög erfiða
skurðaðgerð þar
sem ekki sá fyrir
endann á því hvort
hann hefði það af.
Hann komst þó á ról
eftir ýmsar hindran-
ir og var ekkert á því
að gefast upp og var bjartsýnn
sem fyrr.
Í Kanadaferð til Helga sonar
síns og fjölskyldu sá Stefán húsbíl
sem hann var ákveðinn í að eign-
ast. Bíllinn var ekki til sölu en það
var honum ekki til fyrirstöðu. Bíll-
inn kom svo hingað til lands og
Stefán og Didda fóru nokkrar
ferðir síðsumars á húsbílnum.
Síðustu vikurnar voru Stefáni
eflaust erfiðar. Hann var mikið
veikur. Hann gaf þó ekki til kynna
að hann væri nokkuð að slaka á og
fór t.a.m. til Bretlands nokkrum
dögum fyrir andlátið og var þar
mættur alla daga til vinnu og vann
fullan vinnudag. Eftir heimkom-
una dró snögglega ský fyrir sólu.
Stefán var samt svo lánsamur að
hafa alla fjölskyldu sína hjá sér
sem studdi hann sem fyrr.
Við viljum votta hans nánustu
okkar dýpstu samúð.
Magnús, Sædís og fjölskylda.
Elsku Jón afi minn er dáinn
og ég hugsa til hans alla daga.
Fyrsta minning mín um afa er
nú reyndar þannig að ég var allt-
af pínu hrædd við þennan dökka,
dimmraddaða mann sem sagði
sína skoðun með háum rómi. Ég
man líka eftir að afi tók mig upp
og blés af miklum krafti í hálsa-
kotið svo undir tók, afi sem
drakk allt vatnsglasið í einum
teyg þegar hann var búinn að
borða allt af diskinum af því
maður átti ekki að vera að sötra
á vatninu allan tímann, afi sem
leiddi mig út í skúr og gaf mér
indælan hákarlsbita sem oft var
svo sterkur á bragðið að ég þurfi
að taka andköf milli bita.
Afi var óheppinn og datt síðla
hausts, við fjölskyldan sátum oft
Jón Stefán Reykja-
lín Magnússon
✝ Jón StefánReykjalín
Magnússon fæddist
á Syðri-Grenivík í
Grímsey 6. október
1926. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
18. nóvember 2012.
Útför Jóns fór
fram frá Ólafs-
fjarðarkirkju 26.
nóvember 2012.
mörg saman hjá
honum á sjúkrahús-
inu og biðum eftir
að hann kæmist
heim. En hann afi
komst aldrei heim,
hann fór á annan
stað sem eflaust er
ekkert síðri en
verkstæðisskúrinn
heima, sófinn sem
hann lagði sig í,
gólfplássið við elda-
vélina eða húsbíllinn hans og
ömmu.
En ég sakna hans ótrúlega
mikið og þung voru fyrstu skref-
in sem ég tók inn á heimili
ömmu, eftir að afi kvaddi. Ég sá
hann fyrir mér koma til að taka á
móti mér í rauðu skyrtunni sinni,
með axlabönd, í flauelsbuxum og
með hárið svo vel greitt að ekki
einn einasti hárlokkur var á
röngum stað. En amma huggaði
mig og sagði að á erfiðum stund-
um væri gott að ímynda sér að
afi væri í skúrnum að skera út
klukkurnar sínar.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gefið mér, elsku afi. Við hugsum
vel um ömmu fyrir þig.
Hvíldu í friði.
Þín
Linda.
Sigríður Jónsdóttir frá Hall-
freðarstöðum er látin, eða Sigga
fóstra eins og undirritaður kallaði
hana. Undirritaður var í sveit á
sumrin á Hallfreðarstöðum hjá
þeim Siggu og Fúsa og fór þangað
ungur að árum við gott atlæti
fram á unglingsár. Margs er að
minnast frá sveitadvölinni bæði
við leik og störf og minnir mig að
starfsheiti mitt hafi verið „kúa-
rektor“ hvort sem mér líkaði bet-
ur eða verr. Í þá daga var ekki
sjónvarp en við Fúsi hlustuðum á
útvarp og þá sérstaklega veður-
fréttir, og svo var það kvöldkaffið,
þegar fóstra töfraði fram smákök-
urnar. Það var sko stemning og
ungur snáði með smá heimþrá fór
sáttur í háttinn.
Já, margar eru minningarnar og
✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist
að Litla-Steinsvaði
í Hróarstungu 1.
desember 1922.
Hún lést 22. desem-
ber 2012.
Útför Sigríðar
fór fram frá Egils-
staðakirkju 5. jan-
úar 2013. Jarðsett
var í Kirkjubæj-
arkirkjugarði
góðar, eitt atvik rifj-
ast upp en þá sárnaði
mér aðeins við hana
fóstru mína. Þannig
var að á þessum ár-
um var ég frekar við-
kvæmur fyrir grófum
fatnaði næst mér t.d.
ull og kallaði ég svo-
leiðis föt „stingu-föt“.
Svo var það einn
morgun í brúsandi
þurrki og hita að fara
skyldi fram á Stekk í heyskap.
Fóstra vekur mig og réttir mér
buxur að fara í og um leið og ég sá
þær og snerti fór um mig hrollur,
því meiri „stingu-flík“ var ekki til.
Skemmst er frá að segja að ég
gekk um eins og spýtukall (með tár
í augum) þann daginn, en allt lagað-
ist með kvöldkaffinu og smákökun-
um og fóstru fyrirgefið.
Gyðu og fjölskyldu votta ég
samúð mína.
Ég minnist Siggu fóstru ætíð
með hlýhug og kveð hana með
þessum orðum.
Margt ég vildi þakka þér
og þess er gott að minnast
að þú ert ein af þeim sem mér
þótti gott að kynnast.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Stefán Eiríksson.
Sigríður
Jónsdóttir