Morgunblaðið - 10.01.2013, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.01.2013, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Smáauglýsingar Húsnæði íboði Húsnæði í boði Herbergi og íbúðir. Alltaf til leigu í stuttan eða langan tíma. Upplýsingar í síma 511 3030 og gsm 861 2319. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Elsku besti afi, nú ert þú fall- inn frá en ég man alltaf eftir því þegar við heimsóttum þig í sveit- ina að þú áttir alltaf til súkku- laðirúsínur og kók handa okkur. Ég held að við höfum aldrei farið Guðmundur Snæbjörnsson ✝ GuðmundurSnæbjörnsson Ottesen, fyrrver- andi bóndi að Syðri-Brú í Gríms- nesi, fæddist á Gjá- bakka í Þingvalla- hreppi 28. september 1933. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 23. desem- ber 2012. Útför Guðmundar fór fram frá Selfosskirkju 4. janúar 2013. heiman frá þér án þess að þú gæfir okkur súkkulaðirús- ínur. Okkur systrun- um fannst svo gam- an að koma til þín í sveitina og vaða í læknum fyrir utan hjá þér og tína ber í hlíðinni heima hjá þér. Bláber voru uppáhaldið þitt svo að við gáfum þér alltaf öll bláber- in sem við tíndum. Hann afi lifa mun um eilífð alla til æðri heima stíga þetta spor. Og eins og blómin fljótt að frosti falla þau fögur lifna aftur næsta vor. (Guðrún Vagnsdóttir.) Eva Björk Magnúsdóttir. Mig langar að minnast í örfá- um línum Jóhanns Svavars Helgasonar sem mér þótti mjög vænt um. Ég kynntist Jóhanni á haustmánuðum 1985 og skynjaði ég fljótt að þarna væri á ferð mik- ið ljúfmenni. Sem kom svo á dag- inn. Við afi Jói áttum oft líflegar samræður um allt á milli himins og jarðar, drukkum mikið kaffi og var Jóhann fróður á mörgum sviðum. Mér þóttu sögurnar sem Jóhann Svavar Helgason ✝ Jóhann SvavarHelgason fæddist í Reykjavík 31. júlí 1929. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 23. desember 2012. Útför Jóhanns fór fram frá Fella- og Hólakirkju 4. janúar 2013. Jóhann sagði mér um sín uppvaxtarár, árin sem hann spil- aði knattspyrnu, „hann var sko Vík- ingur í húð og hár“ og árin sem hann byggði húsið sitt sem stóð á fallegum stað í Blesugróf í senn skemmtilegar og aðdáunarverðar. Það var mikil elja, dugnaður og nægjusemi í Jóhanni. Hann fór vel með það sem hann átti. Jóhann var feim- inn og var lítið fyrir að trana sér fram og hreykja sér, hófsemi ein- kenndi flestar hans gjörðir. Ég þakka fyrir að hafa kynnst þessum sómamanni. Að lokum votta ég minni fyrrverandi tengdamóður og fjölskyldu hins látna mína dýpstu samúð. Arne Wehmeier. Þann 27. desem- ber sl. kvaddi fyrrverandi skólasystir mín, Þórdís G. Ottesen frá Miðfelli í Þing- vallasveit, þennan heim. Ótal minningar sækja að mér frá löngum kynnum okkar. Árið er 1928 og Héraðsskólinn á Laugarvatni að hefja sitt fyrsta skólaár með 25 nem- Þórdís G. Ottesen ✝ Þórdís Guð-mundsdóttir Ottesen fæddist 6. maí 1911. Hún and- aðist á Droplaug- arstöðum 27. des- ember 2012. Útför Þórdísar fór fram frá Foss- vogskapellu 4. jan- úar 2013. endur. Hópurinn samanstóð af 17 piltum og 5 stúlk- um, og meðal þeirra vorum við Þórdís. Allar stúlkurnar voru saman í herbergi fyrri veturinn, en seinni veturinn deildum við Dísa herbergi með Mundu frá Hnífs- dal. Þetta voru yndisleg ár og gott að minnast þeirra á lífs- leiðinni. Ein minning frá þessum æskutíma hefur oft komið upp í huga mér þegar mér hefur verið hugsað til Dísu. Eitt sinn rérum við tvær á báti út í Álftahólma í Laugarvatni en þar var, eins og nafnið bendir til, aðsetur álftanna. Ég vildi gjarnan sýna henni að ég væri vel synd og ætlaði í þeim til- gangi að fara úr bátnum og synda í land. Dísu fannst það hins vegar hið mesta glap- ræði, réri lífróður til lands, og við lentum heilar og sáttar. Við Dísa ræktuðum með okkur góða vináttu á langri ævi, m.a. fórum við saman til útlanda og ég fór í heimsóknir í sumarbústaðinn hennar á æskuslóðunum að Miðfelli. Það var mér til mikillar gleði að Dísa kom þegar ég átti stórt afmæli fyrir þremur ár- um, þ.e. þegar ég varð 100 ára, og ég er þakklát fyrir það. Þetta var orðin löng og góð vinátta hjá okkur Dísu sem ég mat alltaf mikils. Það er mikils virði þegar horft er um öxl. Guð veri með þér, kæra vin- kona. Hlíf Böðvarsdóttir frá Laugarvatni. Elsku amma Tóta. Lyktin af ferskri mold og þú í pollabuxum í vettlingum að dytta að einu beðinu eða öðru er mér svo sterkt í huga þegar ég lít til baka og hugsa um þig. Þú og afi áttuð svo fallegan og stóran garð þar sem þið vörðuð ykkar lausu stund- um að gera hann að því sem hann var, ósköp er nú skrítið að þú sért ekki hér lengur. Þú varst okkur barnabörnum þínum ávallt innan handar í hinum ýmsu verkefnum og var svo ósköp gott að geta leit- að í viskubrunn þinn þegar skila átti stóru verkefni um tré og gróð- ur í náttúrufræði. Seinna meir gastu ekki verið jafn mikið og þú varst vön í garðinum þínum en þá tók heklið þitt við og eigum við af- komendur þínir þvílíkan fjársjóð af hekluðum gersemum. Jólatréð mitt stendur prýtt snjóköllum, bjöllum, frostrósum og fleira sem þú gafst mér í jólagjafir hér áður fyrr. Ég hef ávallt verið afar stolt yf- ir því að heita í höfuðið á þér elsku Þórunn Jónasdóttir ✝ Þórunn Jón-asdóttir fædd- ist á bænum Vetleifsholti í Ása- hreppi 27. sept- ember 1931. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Lundi á Hellu 24. desember 2012. Útför Þórunnar fór fram frá Odda- kirkju 4. janúar 2013. amma mín, við tvær höfum þó ávallt verið kallaðar Tótu nafn- inu en það varð oft skemmtilegur mis- skilningur þegar önnur var spurð að einhverju en hin svaraði. Ég á svo margar góðar minningar í hjarta mínu, ævin- týragönguferðir frá Lyngási að Hellu, náttúrukannan- ir á Klifi, skemmtilegu jólaboðin á Laufskálum, söngur, gleði og gaman. Þú naust þess svo sann- arlega að eyða tíma með fjölskyld- unni þinni. Þegar seinna meir ég fann hann Palla minn tókstu honum opnum örmum og var hann ávallt velkom- inn á Laufskálana að ræða heims- málin yfir kaffibolla. Elsku amma mín, hjarta þitt var stórt og gott var að leita í faðm þinn ef eitthvað bjátaði á, þú varst svo góð kona og vona ég að ég hafi ekki einungis erft nafn þitt heldur einnig eitthvað af hjartalagi þínu líka. Þú gladdist yfir fæðingu barna minna og þó svo að þú hafir ekki komist á alla stóru viðburðina í lífi okkar sökum veikinda var hluttekning þín engu minni. Ég veit þú gætir okkar þar sem þú ert núna og að nú eru allar kvalir horfnar. Sif systir og mamma hafa líklega tekið vel á móti þér elsku amma mín. Við kveðjum þig í bili eða þar til við sjáumst aftur. Þórunn, Páll og börn. Elsku amma Una. Það er enn ótrúlegt að þú sért far- in frá okkur, því þú fórst svo snögglega en það sýnir bara hvað þú varst orðin mikið veik og ég hugsa að þetta hafi komið manni svona að óvörum vegna þess að þú kvartaðir aldrei. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að þú sért búin að kveðja þennan heim en ég veit að þér líður vel núna með afa Svan við hlið þér og Inga Rafn. Mínar notalegustu stundir voru að heimsækja ömmu Unu og áður afa Svan í Fjarðargötuna og einn- ig á Stekkjarholtið, þegar þau áttu heima þar. Maður fann fyrir hlý- leikanum þegar amma Una tók manni opnum örmum, kyssti tveimur kossum á hvora kinn og bauð alltaf upp á glæsilegar kræs- ingar, amma passaði alltaf upp á að öllum liði vel og væru með eitt- hvað á sínum matardiski. Ég mun seint gleyma því þegar ég var hjá ömmu Unu og afa Svani í rúma viku í Stekkjarholtinu eitt sumarið. Þar eyddi ég flestum Una Guðmundsdóttir ✝ Una Guð-mundsdóttir fæddist á Akranesi 15. mars 1938. Hún lést á líknardeild Landspítalans 26. nóvember 2012. Útför Unu fór fram frá Akra- neskirkju 7. desem- ber 2012. stundum með henni og ég í svuntunni sem hún gaf mér til að hjálpa sér við hús- verkin og matinn. Hún var sannkölluð húsmóðir og ég leit mikið upp til hennar. Seinustu sumur kom amma oft til okkar í mat og fannst svo notalegt að sitja úti á palli hjá okkur, borða góðan mat og rifja upp gamla tíma. Þá skellihlógu amma og mamma (Hrafnhildur) með sinn hrossahlátur yfir sögun- um frá Akranesi, þú brostir allan hringinn og það var svo gaman að sjá þig svona, því maður sá ekkert á þér að þú áttir við mikil veikindi að stríða sem gaf manni alltaf þá von að þér væri að batna. Amma var dugleg að hvetja mann áfram í því sem maður var að gera, hvort sem það voru íþróttir eða skóli, og hún passaði oft að koma því á framfæri þegar ég kvaddi hana að ég ætti aldrei að breyta neinu í fari mínu heldur vera bara alltaf eins og ég er. Þú varst yndisleg amma með stórt hjarta sem vildi öllum vel og fékk ég þann heiður að vera al- nafna þín og ég mun bera nafnið með stolti. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu amma Una. Þín alnafna, Una Guðmundsdóttir. Ég vil í fáum orðum minnast pabba fyrir upp- eldið og samvistar í gegnum árin en maður lærir meira að meta þessar stundir þegar maður eld- ist. Ég átti nú þeirri gæfu að fagna að starfa með honum hans síðustu þrettán ár sem var ómet- anlegur skóli og áttum við marg- ar góðar stundir. Pabbi var eins og alfræðiorðabók, hann þekkti öll fjöll, ár, vötn og læki; það var svo gaman að ferðast með hon- um, hann þekkti líka alla fugla og líka flestallt sem í íslenskri flóru vex. Pabbi missti pabba sinn þegar hann var rúmlega átta ára, en ég fékk þó rúm fjörutíu og fjögur ár með hon- um, það er margs að minnast en læt þetta nægja hér. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perlug- lit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær, Jóhann Heiðar Guðjónsson ✝ Jóhann HeiðarGuðjónsson fæddist á Akureyri 7. apríl 1947. Hann lést 29. desember 2012. Jóhann Heiðar var jarðsunginn frá Akureyr- arkirkju 8. janúar 2013. sé komið að skiln- aðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dög- um. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Þín er sárt saknað. Þinn son- ur, Guðjón Páll. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er svo sár En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt hann mun ávallt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Höf. Katrín Ruth) Jóhann Heiðar, Axel Björn og Lilja Margrét.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.