Morgunblaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Golfkennsla – líkamsþjálfun - golfhermir
Golfkennsla og líkamsþjálfun fyrir kylfinga í einum
pakka hjá golfkennaranum Hallgrími Jónassyni,
íþróttafræðingur og CHEK GPS þjálfari
• Líkamsþjálfun: stöðugleika-, styrktar- og
liðleikaþjálfun, lokaðir tímar 2. sinnum í viku
• Hópkennsla hjá PGA golfkennara, 6 sinnum í
mánuði í Básum
• Aðgengi að líkamsræktarstöðinni Veggsport
• 1 klst. í golfhermi Veggsports á mánuði,
10-40% afsl. af aukatímum, fer eftir golfpakka
sem keyptur er
• Aðgengi að fróðleik og efni fyrir þátttkendur
inná Golfform.is/2013.
Golfpakki 1, verð kr. 35.000,- fyrir einn mánuð
Golfpakki 2, verð kr. 58.000,- fyrir tvo mánuði
Golfpakki 3, verð kr. 75.000,- fyrir þrjá mánuði
Golfpakki 4, verð kr. 84.000,- fyrir fjóra mánuði
Golfpakki
Tryggðu þinn hámarks árangur í sumar.
Dagurinn er drjúgur ef snemma er farið af stað. Ég fer til fjós-verka upp úr klukkan hálfsex á morgnana og er búinn velfyrir klukkan átta. Þá á ég allan daginn framundan,“ segir
Aðalsteinn Sveinsson bóndi í Kolsholti og oddviti Flóahrepps sem er
54 ára í dag. Hann er fæddur í Mosfellssveit en flutti tíu ára með for-
eldrum sínum austur í Flóa þegar þau hófu þar búskap. Síðar kom
Aðalsteinn inn í búreksturinn með þeim og í dag eru í Kolsholti alls
45 mjólkandi kýr auk annars búpenings.
„Verkefni mín eru fjölbreytt. Eftir morgunmjaltir er dagurinn
óskrifað blað,“ segir Aðalsteinn. Sveitarstjórnarmálin segir hann
sannarlega taka tíma og sjá þurfi til þess að gangvirki samfélagsins
sé í lagi. Tryggja þurfi farsælt skólastarf, örugga félagsþjónustu,
veitukerfi verði að virka og svo framvegis. „Grunnstoðirnar þurfa
að vera traustar,“ segir Aðalsteinn sem er kvæntur Kolbrúnu
Júlíusdóttur. Eiga þau þrjú uppkomin börn og sex barnabörn.
„Já, áhugamálin eru mörg,“ segir Aðalsteinn. „Við höfum alltaf
verið með nokkur hross hér á bæ. Það eru þó aðeins fáein ár síðan
ég fór að stunda útreiðar. Eftir annasaman dag er gaman að leggja
hnakk á hest og taka sprett. Fá hreint loft í lungun og horfa í kring-
um sig; en þannig fær maður oft góðar hugmyndir og finnur út
hvernig best er að leysa viðfangsefnin sem bíða.“ sbs@mbl.is
Aðalsteinn Sveinsson er 54 ára í dag
Sveitamaður „Grunnstoðirnar þurfa að vera traustar,“ segir Aðal-
steinn Sveinsson bóndi í Kolsholti og oddviti Flóahrepps.
Þá á ég allan
daginn framundan
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Arndís A. Björgvinsdóttir, Bryndís Líf Bjarnadóttir, Selma R. Kattoll, Hildur
Kaldalóns Björnsdóttir, Steinunn Þórðardóttir og Högna Hákonardóttir héldu
tombólu fyrir utan Melabúð og söfnuðu 10.907 kr. sem þær gáfu Rauða krossinum.
Hlutavelta
Stokkhólmur Una Katrín fæddist 10.
september kl. 18.44. Hún vó 4.340 g
og var 52 cm löng. Foreldrar hennar
eru Björk Áskelsdóttir og Alfreð
Harðarson.
Nýr borgari
K
ristín Svanhildur fædd-
ist á Fæðingarheimil-
inu í Reykjavík 10.1.
1963 og ólst upp í
Reykjavík en var öll
sumur æskuáranna frá sjö ára aldri í
sveit á bænum Dunk í Hörðudal í
Dalasýslu.
Kristín hóf skólagöngu í tíma-
kennslu hjá Elínu Jónsdóttur, fór í
vorskóla til séra Árelíusar Níels-
sonar, prests í Langholtskirkju, gekk
í Vogaskóla, lauk stúdentsprófi frá
MS 1983 og lauk MA-prófi í hagfræði
frá Albert-Ludwig-háskólanum í
Freiburg í Þýskalandi 1991.
Á námsárum vann Kristín í Íshús-
inu í Bolungarvík, í bókabúð í
Reykjavík, var barnfóstra í Þýska-
landi og vann við Kleppsspítalann.
Hún starfaði við Seðlabanka Íslands
á háskólaárunum, vann við markaðs-
rannsóknir lyfjafyrirtækja í Þýska-
landi og var húsfreyja í London.
Kristín hóf störf hjá Þýsk-íslenska
viðskiptaráðinu 1996 og er nú fram-
kvæmdastjóri þess, auk þess að vera
framkvæmdastjóri tíu annarra milli-
landaráða. Millilandaráðin sem síðast
bættust í hópinn eru Amerísk-,
Fransk-, Grænlensk- og Færeysk-
íslensku viðskiptaráðin.
Kristín er félagsmálakona í sér-
stökum skilningi. Ef þrír einstakl-
Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastj. millilandaráða – 50 ára
Ljósmynd/Nærmynd
Fjölskyldan Kristín og Kristján ásamt börnunum fjórum í tilefni af stúdentsprófum Þórunnar Bryndísar.
Orku- og félagsmiðstöð
Breiðafjarðarrómantík Hjónin Kristín og Kristján slappa af úti í Flatey.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður
sem hefur hafið göngu sína
í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum, barnsfæðingum
eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón