Morgunblaðið - 10.01.2013, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 10.01.2013, Qupperneq 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Taktu það ekki nærri þér, þótt ein- hverjir bregðist illa við þegar þú vilt eiga við þá samvinnu. Láttu alla hlutaðeigendur koma með hugmyndir og finndu svo lausn sem allir geta sætt sig við. 20. apríl - 20. maí  Naut Nýttu tækifærið til þess að skemmta þér. Maki þinn sýnir rausnarskap, kannski ekki í stórum dráttum, en á lítinn, nánast ósýnilegan máta sem styrkir böndin. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú lætur einskis ófreistað í leit að sannleikanum, jafnvel þótt það baki þér óvin- sældir. Fólk er mun opnara fyrir hugmyndum þínum og spyr þig frekar ráða en áður. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sjálfsöryggi bætir upp litla reynslu þínu á ákveðnu sviði. Verkefni tengd leiðbein- ingum, menntun og menningu eru styrkur þinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það hentar þér best að vinna ein/n í dag því aðrir munu bara tefja þig og jafnvel eyðileggja fyrir þér. Dirfska þín í verkefnavali vekur aðdáun annarra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Viðskipti geta verið varasöm, þegar ekkert tillit er tekið til aðstæðna. Taktu þér tíma til þess að kanna heilsuna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú er ekki rétti tíminn til að byrja á nýju verkefni því þú ert of annars hugar til þess. Slúðrið sem þú heyrir reynist sérstaklega vel. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert einstaklega vinnusamur í eðli þínu og munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að bera sinn hluta byrðarinnar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það þýðir ekkert að sitja með hendur í skauti og bíða þess að aðrir geri hlutina fyrir mann. Fyrirætlanir þínar eru fyrsta skrefið að breytingum í lífi þínu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vertu ekki alltaf að velta því fyrir þér hvað öðrum kunni að finnast um orð þín og gjörðir. Haltu þig við raunveruleikann og þá fer allt vel. Njóttu kvöldsins með bestu vinum þínum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Dagurinnn á eftir að reynast þér erfiður og engu líkara en að þú sitjir löngum stundum fastur í umferðarhnút. Fólk laðast að þér af persónulegum ástæðum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vinnuaðferðir þínar mæta nú skilningi manna og þú getur reiknað með því að ár- angurinn láti ekki á sér standa. Leyfðu þér að njóta lífsins því lífið er stutt, sama hversu gömul við verðum. Páll Jónasson sendi vinum sínumáramótagátu, smá heila- leikfimi með steikinni um kvöldið: Margur þetta mannsnafn ber, merkilegur fugl sá er, orðið dauða merkir menn, menn þar sparka bolta enn. Hann óskaði eftir svari í bundnu máli. En í millitíðinni fékk hann hugmynd að vísu sem hann lét flakka „óslípaða“: Óskin mín er alveg klár, óðar færð í bundið mál: Að gott þið fáið át og ár, ætlar Páll að vona. Skál! Jón Gissurarson heimsótti Jóa í Stapa og voru margar góðar vísur rifjaðar upp. Það varð til þess að Jón kastaði fram hringhendu: Ellin mæðir ekki par illt þó næði tíðarfar og af gæðum ágætar út þá flæða vísurnar. Jói í Stapa verður 89 ára nú í jan- úar og það tók hann ekki langan tíma að svara í sömu mynt: Rökin slyngur rekur þar, rím í syngur muna og hann þvingar ekki par að yrkja hringhenduna. Kristján Runólfsson segist ekki hafa gert mikið af hestavísum, en teflir fram einni sem varð til í kaffi- tímanum. Þetta er krosshenda sem má lesa bæði lárétt og lóðrétt. Sprækur foli fetar veginn, foli nettur vakur rásar, fetar vakur valur tauma, veginn rásar tauma slakur. Jón Ingvar Jónsson hefur einnig gert hestavísu: Þótt ég eigi afbragðs prest og oft mig krossi, æ, mér líður alltaf best oná hrossi. Ragnar Ingi Aðalsteinsson rifjar á Boðnarmiði upp vísu eftir Hákon bróður sinn, sem fékk boð um að koma í útreiðartúr og afþakkaði það í bundnu máli: Týndir og slasaðir bíða menn bana sem bægslast á hestum um grundir og hlíð. Ég hef fram að þessu haft fyrir vana að horfast í augu við það sem ég ríð. Sá gamli yrkir á fésbókinni: Gott að vanda er geðið vort. Gaman finnst mér þó að lengi hafi ég lítið ort og lengi hafi snjóað. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af áramótagátu, Jóa í Stapa og hestavísum eftir Jim Unger „HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÉG HEYRÐI AÐ ÞÚ HEFÐIR HÆTT Í BANKANUM?“ HermannÍ klípu „ÞARNA LIGGUR VANDINN. ÞEGAR ÞÚ UPPFÆRIR TÆKJABÚNAÐINN ÞARFTU LÍKA AÐ UPPFÆRA STARFSFÓLKIÐ.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hlakka til að eiga annað dásamlegt ár með þér. ÉG VEIT AÐ ÞÚ ERT AÐ BRALLA EITTHVAÐ! JÁ, EN HVAAAAÐ? ÉG FANN LOKS LAUSNINA Á HREKKJUSVÍNSVANDAMÁLI ÞÍNU, HAMLET ... HVER ER HÚN? HENGDU ÞETTA Á BAKIÐ Á HREKKJU- SVÍNINU! ÉG E R HRE KKJU SVÍN , SPA RKA ÐU Í MIG ! brúðkaupsafmælið Til hamingju með Víkverji hefur löngum velt fyrir sérstarfsemi mannanafnanefndar og valdinu, sem fylgir því að fá að ákveða hvað annað fólk má og má ekki heita. Nú fyrir jólin samþykkti mannanafnanefnd til dæmis að skíra mætti nafninu Alína, en ekki mætti heita Christa. Þá hlutu nöfnin Kjói og Hylur náð fyrir augum nefndarinna, en ekki X. x x x Þau rök voru meðal annars notuðað í íslensku byrjuðu engin nöfn á stafnum X. Víkverji veit að slík nöfn eru ekki algeng, ekki heldur í erlend- um nöfnum, en man þó í fljótu bragði eftir tveimur, Persakónginum Xerx- esi og Xanþippu, eiginkonu Sókrat- esar, en hann mun hafa sagt að erf- iðast væri að lynda við hana af öllum konum og einmitt þess vegna hefði hann gengið að eiga hana. Víkverji bíður þess að mannanafnanefnd fái annað þessara nafna til að skera úr um hvort nota megi á íslensk börn. x x x Víkverji fór að velta manna-nafnanefnd fyrir sér þegar komst í heimsfréttirnar að Blær Bjarkardóttir mætti ekki lengur heita Blær vegna úrskurðar manna- nafnanefndar. Blær mun vera karl- mannsnafn og nefndin telur að það sé hætt við glundroða geti kvenmenn einnig borið nafnið. x x x Víkverji veit til þess að í útlöndumviðgengst slíkur óskundi. Nafnið Andrea er til dæmis notað um jafnt karla sem konur og má benda á að ítalskur karlsöngvari heitir Andrea Bocelli. Þá hefur körlum verið gefið nafnið María, samanber belgíski markmaðurinn Jean-Marie Pfaff. Hvorugt þessara tilfella mun hafa valdið miklum usla í heimalöndum þessara ágætu karla. x x x Auðvitað getur verið vandræðalegtað fá tölvupóst frá ókunnugum einstaklingi þar sem nafnið gefur ekki ótvírætt til kynna hvort um sé að ræða karl eða konu, en slík vandræði munu vart breyta gangi himin- tunglanna. víkverji@mbl.is Víkverji En Drottinn er hinn sanni Guð, hann er lifandi Guð og eilífur konungur. Jörðin skelfur fyrir heift hans og þjóð- irnar standast ekki reiði hans. (Jeremía 10:10) Ert þú frjáls? Handfrjáls höfuðtól SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS Dasan Létt og þægilegt höfuðtól frá Dasan sem hægt er að teng ja með USB við tölvu eða hefðbundnu síma- tengi við borðsíma. Jabra Pro 920 / 930 - þráðlaust Þráðlaust DECT höfuðtól sem tengist nær öllum gerðum símtækja og skiptiborða. Allt að 120m drægni. Falleg og stílhrein hönnun. USB 12.900 kr. Borðsíma eða USB - 33.900 kr.Borðsíma 9.900 kr. Við bjóðum mikið úrval af handfrjálsum og þráðlausum höfuðtólum. Kíktu til okkar, við tökum vel á móti þér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.