Morgunblaðið - 22.01.2013, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 2. J A N Ú A R 2 0 1 3
Stofnað 1913 17. tölublað 101. árgangur
Þú leggur línurnar
létt&laggott
DANS Í ÓBYGGÐ-
UM SAMSTARF
FIMM ÞJÓÐA
ERFITT EN
GAMAN Í
PARÍS-DAKAR
HJÓLREIÐAGARPAR
SPRETTA Á
SKÓLAVÖRÐUSTÍG
BÍLAR HJÓLREIÐAMÓT 1010 SVIÐSLISTAHÓPAR 38
Mánuður var í gær liðinn frá vetrarsólstöðum hinn 21. desem-
ber. Sólin hefur verið sjaldséður gestur á landinu undanfarið í
svartasta skammdeginu en lét þó sjá sig aðeins um helgina.
Nú horfir hins vegar allt til betri vegar. Á þeim mánuði sem
liðinn er frá því að dagurinn var sem stystur hefur hann
lengst um klukkustund og 53 mínútur samkvæmt upplýs-
ingum frá Almanaki Háskóla Íslands. Að meðaltali lengist
dagurinn um rétt tæpar sex mínútur á degi hverjum um þess-
ar mundir.
Dagurinn orðinn tæplega tveimur klukkustundum lengri
Morgunblaðið/Kristinn
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég ætla að vona að næsta þing stað-
festi nýja stjórnarskrá, ef okkur
tekst það sem við ætlum okkur, að
ljúka gerð hennar fyrir kosningar.
Ég vænti þess að nýtt þing staðfesti
það sem fyrra þing hefur gert,“ segir
Álfheiður Ingadóttir, varaformaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar,
um stöðu stjórnlagamálsins.
Að sögn Álfheiðar er ætlunin að
afgreiða málið úr nefndinni í dag
þannig að 2. umræða um það geti
hafist í þinginu á fimmtudag.
Álfheiður tekur fram að hugað
verði að breytingatillögum á meðan
þingið hefur málið enn til umsagnar.
Segir ekki koma til greina að
velja úr einstakar greinar
Spurð hvort samþykkja eigi frum-
varpið í því sem næst óbreyttri mynd
vísar Álfheiður til þjóðaratkvæða-
greiðslu um tillögurnar í haust. Þar
hafi þjóðarviljinn komið fram.
„Um 67% þeirra sem tóku þátt í
þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. októ-
ber sl. töldu að svo ætti að vera.“
Þingfrestun er fyrirhuguð 15.
mars nk. og þarf nýtt Alþingi að
staðfesta nýja stjórnarskrá eftir
kosningar til að hún geti tekið gildi.
Valgerður Bjarnadóttir, formaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar,
segir það draum sinn að ný stjórnar-
skrá verði samþykkt eftir kosningar,
þ.e. í maí. Ekki komi til greina að
velja úr einstakar greinar frum-
varpsins en leggja aðrar til hliðar.
Birgir Ármannsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, gagnrýnir áform-
in og spáir miklum átökum um málið.
Svo gæti farið að Alþingi starfaði
nánast til kjördags, líkt og 2009.
MSamþykki tillögur »6
Ný stjórnarskrá líti
dagsins ljós í maí
Stjórnarskrárfrumvarpið fer í 2. umræðu á fimmtudag
Jöklar á Íslandi hopuðu á síðasta
ári sautjánda árið í röð, að sögn
Odds Sigurðssonar, jöklasérfræð-
ings á Veðurstofunni. Öll þessi ár
hefur meðalhiti ársins verið meiri
en á viðmiðunartímabili áranna
1961-1990. Mælingar á sporðum
jökla hafa farið fram hér á landi í
rúmlega 80 ár og mynda niðurstöð-
urnar merkilegan gagnagrunn um
þróunina.
Lengstu jöklarnir hafa hopað
mest og má þar nefna Breiðamerk-
urjökul og Skeiðarárjökul. Aðrir
jöklar hafa þynnst svo þeir ná tæp-
ast þeirri skilgreiningu sem notuð
er um jökla. Má þar nefna Ok, Hofs-
jökul eystri og Þrándarjökul austan
Vatnajökuls og Torfajökul og
Kaldaklofsjökul. »14
Jöklarnir hafa hopað
samfleytt í sautján ár
Morgunblaðið/Ómar
Jökulsárlón Breiðamerkurjökull
hefur hopað mikið síðustu árin.
Stjórnmálamenn verða að líta á það
sem viðfangsefni hvernig hægt sé
að skapa forsendur fyrir stöð-
ugleika og hvaða efnahagsstefnu
þurfi til þess, að sögn Gylfa Arn-
björnssonar, forseta ASÍ. Að sögn
Gylfa þarf þetta að gera óháð kosn-
ingum. „Það þurfa allir flokkar að
koma að því að móta þennan
grundvöll, ekki bara ríkis-
stjórnarflokkar. Tökum Dani, Svía
og Norðmenn sem dæmi. Þar er
engin grundvallardeila á milli flokka
um það að vera með agaða hagstjórn
og stöðugt gengi, það eru bara allir
sammála um slíkt,“ segir Gylfi.
Að sögn Ólafs Loftssonar, for-
manns Félags grunnskólakennara,
eru félagsmenn ennþá með lausan
kjarasamning og því sé ekkert opið
og ekkert í gangi hjá þeim. „Þannig
að við fáum ekki neinar hækkanir í
mars eins og þetta lítur út núna,“
segir Ólafur. skulih@mbl.is »4
Skapi forsendur stöðugleika
Grunnskólakennarar ennþá með lausan kjarasamning
Morgunblaðið/RAX
Sátt Aðilar vinnumarkaðarins
framlengdu kjarasamninga í gær.