Morgunblaðið - 22.01.2013, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013
TILBOÐ
á 1 lítra
Kókómjólk
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Við teljum að þetta hafi verið besta
niðurstaðan í stöðunni. Við teljum að
það skipti afar miklu máli að hefja
undirbúning að næstu samningum
sem allra fyrst og að það skipti miku
máli að horfa til lengri tíma og ná
árangri í að byggja upp lífskjör á
grundvelli stöðugleika og lágrar
verðbólgu,“ segir Vilhjálmur Egils-
son, framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, um samkomulag um
framlengingu kjarasamninga sem
aðilar vinnumarkaðarins undirrituðu
í gær.
Að sögn Vilhjálms hefur verið
ákveðið að fara strax af stað með
mótun sameiginlegrar atvinnustefnu
sem og stefnu í verðlags-, gengis- og
peningamálum.
„Að sjálfsögðu teljum við að fyr-
irtæki þurfi að viðhalda virkri sam-
keppni á sínum mörkuðum eins og
vera ber,“ segir Vilhjálmur aðspurð-
ur hvað felist í þeirri stefnu og bætir
við: „Það sem við teljum líka að þurfi
að gera er að horfa til lengri tíma og
spá í það á hvaða grunni, t.d. varðandi
gengi krónunnar, við eigum að starfa
og hvernig við getum brotist undan
þeirri verðbólgu sem er fyrirsjáanleg
út af gjaldeyrishöftunum og hvernig
hægt er að brjótast undan þeim.“
Hann bendir þó á að ekki sé mein-
ingin að setja hér á verðstöðnun enda
hafi slíkt aldrei staðið til. Þá segist
Vilhjálmur eiga von á því að vinnan
við sameiginlegu atvinnustefnuna
hefjist í byrjun febrúar.
„Við þurfum að vera komnir með
útlínurnar aðeins í lok febrúar,“ segir
Vilhjálmur og bætir við að þá verði
hægt að kynna stefnuna fyrir stjórn-
málaflokkunum og fá afstöðu þeirra
til hennar svo að sú afstaða liggi fyrir
áður en gengið verður til kosninga.
Aðspurður út í vinnuna við næstu
kjarasamninga segir Vilhjálmur að
hana þurfi að hefja sem fyrst og að
fyrir næsta sumar þurfi menn í
stórum dráttum að vera komnir með
sameiginlega sýn.
„Þetta var fín niðurstaða. Ég held
að það hafi tekist að skapa nokkuð
breiða sátt um þetta innan okkar
raða,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, for-
seti Alþýðusambands Íslands, um
samkomulagið og bætir við að hann
telji að þessar aðstæður hafi að
mörgu leyti verið flóknari en oft áður.
Að sögn Gylfa eru menn með þessu
að tryggja að launahækkanirnar
komi til framkvæmda 1. febrúar. „En
það er líka ljóst að orsakavaldurinn
fyrir því að við náum ekki markmið-
um okkar er auðvitað verðbólgan,
hún er alltof há,“ segir Gylfi og bætir
við að aðilar vinnumarkaðarins ætli
að sameinast um að ná tökum á verð-
bólgunni með því að eiga samráð við
stjórnmálin um forsendur gengis og
verðlags. Einnig verði stofnunum og
fyrirtækjum veitt aðhald þegar kem-
ur að ákvarðanatöku um verðlag.
Verðbólgan engum í hag
„Við einfaldlega höfðum til allra
aðila að það hefur enginn hag af verð-
bólgu. Það er í okkar allra þágu að ná
tökum á henni vegna þess að hér
munu vextir lækka og þar af leiðandi
skiptir auðvitað gríðarlegu máli að ná
vöxtunum niður í þessu mjög svo
skuldsetta atvinnulífi okkar og það
gerum við með lægri verðbólgu,“ seg-
ir Gylfi.
Morgunblaðið/RAX
Handsal Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, handsala samkomulagið.
Framlengdu kjarasamninga
Aðilar vinnumarkaðarins eru sáttir við niðurstöðuna og hefja brátt vinnu við
sameiginlega efnahagsstefnu Leggja áherslu á að minnka verði verðbólguna
Orðspor Íslands
er í húfi ef ekki
verður látið af
hvalveiðum.
Þetta stendur
m.a. í fjölda-
tölvupósti sem
sendur var í
hundraðavís og
stílaður á Stein-
grím J. Sigfússon
atvinnu- og ný-
sköpunarráðherra. Afrit fengu
Svandís Svavarsdóttir umhverf-
isráðherra og fjölmiðlar. Pósturinn
var sendur frá einstaklingum í
Bandaríkjunum og Bretlandi.
Steingrímur skipaði nefnd um
griðasvæði hvala og dýravernd-
unarsjónarmið. Svandís Svav-
arsdóttir sagði að væntanlega fengi
nefndin afrit af póstinum. Ekki náð-
ist í Steingrím.
Verndarar hvala
senda Steingrími
fjölda tölvuskeyta
Steingrímur J.
Sigfússon
Ögmundur Jón-
asson innanrík-
isráðherra hefur
ákveðið að láta
yfirfara alla
málsmeðferð við
hælisumsóknir. Í
gærmorgun
fundaði ráð-
herrann með
Kristínu Völund-
ardóttur, for-
stjóra Útlendingastofnunar, í fram-
haldi af umdeildum ummælum
hennar í síðustu viku.
Í tilkynningu frá innanríkisráðu-
neytinu í gær kemur fram að ráð-
herrann hafi í framhaldi af þessu
ákveðið að yfirfara alla máls-
meðferð við hælisumsóknir. Þá verði
kannaður málshraði og meðferð
hælisumsókna hjá stofnunum og
öðrum aðilum sem hlut eiga að máli.
Málsmeðferð tekin
til endurskoðunar
Ögmundur
Jónasson
Svo gæti farið að 13-15 flokkar
verði í framboði til alþingiskosn-
inga nú í apríl. Framboðsfrestur
rennur út á hádeginu hinn 12. apríl.
Samkvæmt upplýsingum frá innan-
ríkisráðuneytinu hefur fimm nýjum
framboðum verið úthlutað listabók-
stöfum. Það eru Samstaða, flokkur
lýðræðis og velferðar (C), Hægri
grænir, flokkur fólksins (G), Bjart-
sýnisflokkurinn (E), Björt framtíð
(A) og Húmanistaflokkurinn (H).
Þá eru umsóknir þriggja annarra
framboða í vinnslu hjá ráðuneytinu.
Dögun hefur óskað eftir bókstafn-
um T en vinnsla á umsókn þess
flokks er á lokastigi. Þá hefur
Framfaraflokkurinn sent inn með-
mælendalista en óvíst er með lista-
bókstaf hans. Píratar hafa einnig
skilað inn sínum lista og hafa óskað
eftir stafnum Þ.
Þá segir Vésteinn Valgarðsson,
sem situr í bráðabirgðastjórn Al-
þýðufylkingarinnar, að flokkurinn
skili inn umsókn um listabókstaf á
næstu dögum. Aðaláherslur flokks-
ins eru andstaða gegn gróðadrif-
inni fjármálaþjónustu og Evrópu-
sambandinu og barátta fyrir
félagsvæðingu grunnstoða sam-
félagsins. Flokkurinn ætlar að
bjóða fram í öllum kjördæmum.
kjartan@mbl.is
Mikill fjöldi framboða
til alþingiskosninganna
Níu ný framboð hafa fengið listabókstaf eða sótt um
Morgunblaðið/Golli
Nýtt Forsvarsmenn Bjartrar fram-
tíðar kynna framboð sitt í haust.
„Það er endurskoðunarákvæði í
kjarasamningum aðildarfélaga
BSRB sem segir að ef kjarasamn-
ingi er sagt upp á almennum
markaði eða gerðar á honum
verulega breytingar þá eigi að
fara í viðræður um þær breyt-
ingar,“ segir Elín Björg Jóns-
dóttir, formaður BSRB, aðspurð
hvernig samkomulagið blasi við
henni. Elín Björg bætir við að hún
sé búin að boða samningsein-
ingar BSRB á fund á miðvikudag-
inn þar sem tek-
in verði
ákvörðun um
hvernig BSRB
fer í þetta verk.
„Ég á von á því
að það verði
gerðar einhverjar
sambærilegar
breytingar á
kjarasamningum
aðildarfélaga BSRB og þarna er,“
segir Elín Björg.
Á von á svipuðum breytingum
SAMNINGSEININGAR BSRB MUNU FUNDA Á MORGUN
Elín Björg
Jónsdóttir
Lögreglan á Blönduósi telur ekki
annað fært í stöðunni en að vara
fólk við því að keyra um þjóðveg 1 í
bæði Austur- og Vestur-Húnavatns-
sýslum vegna tjörublæðinga í mal-
bikinu.
Lögreglu hafa borist tugir til-
kynninga um að rífa þurfi dekk
undan fólksbílum. Tjaran getur
ógnað umferðaröryggi.
Höskuldur Erlingsson, vaktstjóri
lögreglunnar á Blönduósi, segir að
ástandið hafi verið slæmt á föstu-
dag, skánað aðeins yfir helgina en
sé nú mjög slæmt. „Við erum búin
að fá tvær tilkynningar í kvöld
[gærkvöldi] um skemmdir á fólks-
bílum. Þetta er bara stórhættu-
legt.“ una@mbl.is
Vara við akstri
vegna tjörublæðinga