Morgunblaðið - 22.01.2013, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.01.2013, Qupperneq 9
FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands en til þeirra verður gengið 6. og 7. febrúar næstkomandi. Undanfarin ár og ára- tugi hafa stúdentar kosið milli fram- bjóðenda á lista en nú verða ein- staklings- og hópframboð einnig leyfileg. Þá hefur orðið sú breyting á að í stað þess að nemendur háskólans kjósi sér fulltrúa til setu í Stúd- entaráði munu nemendur innan ein- stakra fræðasviða kjósa sér fulltrúa til setu í svokölluðum sviðsráðum. Betri tengsl við nemendur Sara Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs, segir breytingarnar viðbrögð við gríðarlegri sprengingu í fjölda nemenda við háskólann í kjöl- far bankahrunsins og sameiningar við Kennaraháskóla Íslands. „Stúdentaráð hefur verið að upp- lifa að það sé að missa tenginguna við nemendur, því þetta er orðið svo mik- ið og útbreitt og ólíkar aðstæður hjá nemendum á hverju sviði. Þannig að við ákváðum að fylgja eftir stjórn- sýslubreytingunum hjá Háskólanum árið 2008 þegar fræðasviðin fimm urðu til,“ útskýrir hún. Fræðasviðin fimm eru félags- vísindasvið, heilbrigðisvísindasvið, hugvísindsvið, menntavísindasvið og verkfræði- og náttúruvísindasvið og munu nemendur innan viðkomandi sviða aðeins geta boðið sig fram til setu í viðkomandi sviðsráði. Hvert sviðsráð verður skipað fimm fulltrú- um, utan sviðsráð félagsvísindasviðs, sem vegna nemendafjölda verður skipað sjö fulltrúum. Sviðsráðsfull- trúarnir 27 munu einnig sitja í Stúd- entaráði, sem áfram mun berjast fyr- ir sameiginlegum hagsmunum nemenda háskólans, en sviðsráð- unum verður hins vegar látin eftir hagsmunagæsla fyrir nemendur við- komandi sviða. Sara segist vonast til þess að breytingarnar skili sér í betri tengslum við nemendur og nemenda- félögin en þá sé það ekkert launung- armál að undanfarin ár hafi um 70% stúdentaráðsliða komið af fé- lagsvísindasviði. Nýja fyrirkomulagið verði vonandi hvatning fyrir nem- endur hinna sviðanna til að taka auk- inn þátt í réttindabaráttu stúdenta. Renna blint í sjóinn „Við rennum náttúrlega dálítið blint í sjóinn með þetta en það verður rosalega spennandi fyrir það fólk sem verður kosið að fá að vera með frá byrjun í því að móta stefnuna og hvernig þetta verður,“ segir Sara. Sú breyting hefur einnig verið gerð að kosið er til eins árs í stað tveggja áður. Þá munu sviðsráðin taka til starfa strax að loknum kosningum í febrúar en kjörnir fulltrúar taka sæti í Stúdentaráði í maí. „Fólk vill breytingar og það vill sjá hlutina gerða betur og við reynum eftir fremsta megni að verða við þeirri kröfu,“ segir Sara. Það verði síðan að koma í ljós hvort ánægja verður með breytingarnar eða ekki. Fyrirkomulagi kosninga til Stúdentaráðs HÍ gjörbreytt  Nemendur sviða kjósa í sviðsráð  Einstaklings- og hópframboð leyfð Morgunblaðið/Golli Kosningar Sara segir gríðarlega fjölgun nemenda háskólans á síðustu ár- um hafa kallað á breytingar á fyrirkomulagi kosninganna til Stúdentaráðs. Ljósmynd/Jeffrey Donenfeld Á suðurpólnum Vilborg komst á pólinn fyrir helgi. Vilborg Arna Gissurardóttir hafði ís- lenska fánann með í farteskinu á pól- inn og brosti breitt þegar hún lét mynda sig með hann að ferðalaginu loknu. Vilborg lauk 1.140 km ferð- inni á suðurpólinn sl. fimmtudag en hún tók 60 daga. Á laugardag var hún flutt í Union Glacier Camp sem eru tjaldbúðir starfræktar af ALE (Antarctic Logistics & Expeditions) en heldur væntanlega til Síle í dag. Þaðan heldur hún áfram til Íslands aðfaranótt næsta mánudags. Vilborg til Síle FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Slár með allt á 2.000 og 3.000 kr. ÚTSALAN ENN Í GANGI ALLAR VÖRUR Á 50% AFSLÆTTI Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Buxur nú: 5.950.- Buxur nú: 6.450.- Peysur nú: 3.450.- Peysur nú: 5.450.- Úlpur nú: 11.950.- Kjólar nú: 5.450.- Kjólar nú: 6.450.- Bolir nú: 2.750.- Bolir nú: 3.450.- ÚTSALA Útsalan heldur áfram 20-50% afsláttur Opið: má-fö. 12:30-18 Dalvegi 16a Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 S. 517 7727 www.nora.is facebook.com/noraisland mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.