Morgunblaðið - 22.01.2013, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.01.2013, Qupperneq 11
Ljósmynd/Kristinn R. Kristinsson Garpar Ásdís Kristjánsdóttir, sem varð fyrst Íslendinga til að ljúka heilum Járnkarli, og Ása Guðný á fullri ferð. nálægt vinnustöðum sínum og reyna að skilja bílinn sem mest eft- ir heima. „Oft er mun fljótlegra að hjóla en að fara akandi, sérstaklega í styttri vegalengdum innanbæjar. Ef ég freistast til þess að fara á bílnum sé ég oft eftir því enda tek ég oft fram úr bílum á hjólinu sem hafa áður tekið fram úr mér. Það er líka frábært að njóta útiverunnar á hjólinu og veturinn hefur verið frábær hingað til fyrir utan hálkuna en þá munar öllu að vera með góð nagladekk,“ segir Ása Guðný. Framundan hjá Ásu Guðnýju er æfingaferð til Mallorca um páskana og æfingar til að geta stefnt á Smáþjóðaleikana. Þá keppir hún eins mikið og hægt er í ýmsum mótum hér heima yfir sum- artímann. „Sífellt fleiri skrá sig í félagið en fólk mætti vera enn óhræddara við að mæta í keppnir enda er það besta æfingin sem völ er á. Maður þarf ekki endalaust að reyna að bæta tímann sinn heldur bara að gera eins vel og maður getur og þjálfa sig upp,“ segir Ása Guðný og bætir við að þetta sé þó allt í rétta átt. Þannig voru yfir hundrað manns skráðir í keppnir síðastliðið sumar, t.d. á Hvolsvelli þar sem 70 manns hjóluðu 100 km, og um 350 keppendur hafa mætt til leiks í fjallahjólakepninnni Bláa lóninu. Sú keppni er haldin í byrjun júní og er hjólað frá Hafnarfirði í Bláa lónið, 60 km leið. Síðast voru tæplega 400 hjólagarpar skráðir til keppni enda segir Ása Guðný keppnina stærstu hjólreiðakeppni ársins fyrir marga. Ljósmynd/Kristinn R. Kristinsson Keppniskona Ása Guðný hefur markvisst æft hjólreiðar síðastliðin þrjú ár. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 Uphill duel-mótið hefst klukkan 19 föstudaginn næstkomandi 25. janúar og fer mótið fram í miðbæ Reykjavíkur. Spretturinn hefst neðst á Skólavörðustíg þar sem tveir etja kappi hverju sinni upp að næstu gatnamótum við Bergstaðastræti ca. 70 metra sprettur. Keppendur geta valið hvaða hjól sem er: BMX, fjallahjól, götu- hjól eða fixed-gear eða það hjól sem kemur viðkomandi hraðast þessa 70 metra í samhliða spretti þar sem einn fer áfram í næsta riðill þar til ein- ungis tveir takast á í lokaspretti. Keppendum er raðað af handahófi í byrjun (það verður framkvæmt af starfsmanni ÍBR) og sá sem sigrar fær- ist upp í næsta riðil og þannig koll af kolli þar til það standa eftir tvær konur og tveir karlar. Raðað af handahófi UPHILL DUEL-MÓTIÐ Rannsóknir hafa sýnt fram á að hug- leiðsla getur stuðlað að því að minnka streitu, bæta geð og svefn, draga úr þreytu og auka einbeit- ingu. Hugleiðsla er ákveðin tegund einbeitingar sem felst í að víkja til hliðar hugsunum sem í eðli sínu eru sífellt að leggja undir sig hugann. Það er ekki úr vegi í erli dagsins að gefa sér smástund til að hægja á sér og hugleiða. Enda endurnærir það fólk og eykur einbeitingu sem er nokkuð sem marga vantar eftir langan og strangan dag í skamm- deginu. Í vetur verður hægt að sækja opna hugleiðslutíma hjá Lindu Gunnarsdóttur, lögg. sjúkraþjálfara. En hún mun leiða hugleiðslu á fimmtudögum kl. 12.15 til kl. 13.00 hjá Heilsuborg í Faxafeni og er ekk- ert þátttökugjald. Endilega … … komdu við í hugleiðslu Hugleiðsla Bætir geð og svefn. Fæst í næsta apóteki Mildur handáburður sem gengur hratt inn í húðina. Áburðurinn gefur húðinni raka og ver hana fyrir daglegu áreiti. Húðin verður hvorki sleip né klístrug við notkun. Engin ilm- eða litarefni og án parabena. STJÖRNU HANDÁBURÐUR HLÚÐU AÐ VIÐKVÆMRI HÚÐ Í FROSTINU GOTT VERÐ! Það bar heldur betur til tíðinda í enska bænum Harrogate í síðustu viku þegar tilkynnt var að bærinn yrði einn af viðkomustöðum keppenda í hinni þekktu Tour de France- hjólreiðakeppni. Það kann að hljóma einkennilega að lítill bær í N-Yorkshiresýslu hljóti þennan heiður en ekki er allt sem sýnist í þessum litla bæ sem hvað þekktastur er fyrir notaleg tehús. Í bænum var t.a.m. stofnaður einn fyrsti hjólreiðaklúbb- ur Englands árið 1878 af Skotanum Stanley Cotterell en hann hjólaði alla leið til Harrogate frá Edinborg til að kynnast öðru áhugafólki um hjólreið- ar. Í Harrogate bjó einnig um tíma ein þekktasta hjólreiðakona Bretlands, Beryl Burton, sem lést árið 1996. Hún vann sjö heimsverðlaun, yfir 90 landsverðlaun og setti árið 1967 heimsmet í 12 tíma hjólakeppni sem enn stendur. Um þetta má lesa nánar á vefsíðu breska dagblaðsins Guardi- an á www.guardian.co.uk en í grein- inni segir einnig að íbúar bæjarins séu nú þegar orðnir mjög spenntir fyrir franskri hjólainnrás í bæinn. Harrogate verður viðkomustaður í Tour de France AFP Samstarf Formaður Tour de France c (t.v.) og sendiherra Breta í Frakk- landi, Peter Ricketts, takast í hendur. Frönsk hjólainnrás á N-Englandi AFP Garpar Tour de France er ein þekktasta hjólakeppni heims.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.