Morgunblaðið - 22.01.2013, Page 12

Morgunblaðið - 22.01.2013, Page 12
SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Við köllum þetta veitinga- og skemmtistað stúdenta,“ segir Re- bekka Sigurðardóttir, upplýsinga- fulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, um nýja Stúdentakjallarann sem opnaður var á Háskólatorgi síðast- liðinn fimmtudag. Staðurinn er í senn kaffihús, veitingastaður og skemmtistaður og mun hýsa margs konar viðburði, allt frá kvikmynda- sýningum til kappræðna. Forverinn í Gamla-Garði mátti muna fífil sinn fegurri þegar hann hætti starfsemi árið 2007 en hug- myndir um að endurvekja Stúd- entakjallarann vöknuðu á vinnufundi stúdentaráðsliða haustið 2011. Þær voru í kjölfarið bornar undir for- svarsmenn FS, sem tóku ákvörðun um að standa að rekstri staðarins og byggja undir hann kjallara við Há- skólatorg. Vantaði stemninguna „Háskólatorgið heppnaðist ein- staklega vel og það kom í ljós um leið og opnað var hvað þörfin var orðin mikil fyrir einhverja miðju þar sem fólk gæti komið saman. Háma varð nánast strax of lítil og miðað við eft- irspurnina skynjuðum við að þetta samfélag þyldi alveg viðbót,“ út- skýrir Rebekka. Upphaflega stóð til að Háma, veit- ingasala FS, myndi sinna hlutverki gamla Stúdentakjallarans; þar yrði bar og rými fyrir nemendur til að hittast og slappa af að skóladegi loknum. Gríðarleg aðsókn yfir dag- inn setti þessum möguleika þó ákveðnar skorður og aldrei skap- aðist sú stemning sem menn höfðu væntingar um að myndi verða til seinnipart dags. Allir velkomnir Stúdentakjallarinn verður opinn alla daga vikunnar en virka daga verður sérstakur hádegismatseðill í gildi milli kl. 11 og 14 og stærri mat- seðill seinna um daginn. Um helgar verður boðið upp á brunch fyrir börn og fullorðna. Staðurinn er með leyfi fyrir 350 manns og segir Rebekka alla velkomna, stúdenta, fjölskyldur þeirra, kennara, gesti og gangandi. „Við höfum ráðið dagskrárstjóra í hlutastarf sem mun stilla upp dag- skrá í samráði við svokallað kjall- araráð en í því sitja fulltrúar nem- endafélaga og stúdentaráðs. Þetta er stór hópur sem hittist reglulega, því staðurinn virkar ekki nema þau búi til stemninguna sjálf, hugmyndirnar verða að koma frá þeim,“ segir hún. Gömlu og nýju var blandað saman til að skapa hlýlega stemningu á staðnum, sem stúdentar virðast kunna vel að meta, að sögn Re- bekku. „Það kemur þeim á óvart að ganga svolítið inn í annan heim. Allt í einu eru þau komin inn í aðra stemn- ingu og fá hvíld frá hversdagsleik- anum sem fylgir þessu námsmanna- lífi.“ Morgunblaðið/Kristinn Stemning Næstu daga verður boðið upp á sérstaka innflutningsdagskrá í Stúdentakjallaranum en hún samanstendur m.a. af spilakvöldi, pub quiz, upplestrum og tónleikum. Stúdentakjallarinn endurvakinn  Veitinga- og skemmtistaður stúdenta  Andrúmsloft og stemning sem varð aldrei til á Háskóla- torgi  Opið alla daga vikunnar og allir velkomnir  Loksins hægt að fá almennilegt kaffi Saman Stúdentakjallarinn verður opinn alla daga og allir eru velkomnir. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 „Það vantaði samkomustað fyr- ir nemendur til að komast í ann- að andrúmsloft og geta fengið sér að borða og drekka og feng- ið sér einn bjór,“ segir Sara Sig- urðardóttir, formaður Stúd- entaráðs, um tilefni endur- vakningar Stúdentakjallarans. Sara segir matseðil staðarins góða viðbót við frábært veit- ingaúrval Hámu og þá muni námsmenn um að þurfa ekki að sækja huggulega stemningu í miðbæinn á köldum vetrar- kvöldum. „Svo erum við ótrú- lega ánægð með að vera komin með te- og kaffivélar, þannig að maður getur farið niður og fengið sér alvörukaffi. Sem er ekki leiðinlegt fyrir kaffiþyrsta háskólanema,“ segir hún. Ánægð með alvörukaffi STÚDENTAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.