Morgunblaðið - 22.01.2013, Síða 20

Morgunblaðið - 22.01.2013, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 Hundruð þúsunda manna söfnuðust saman við þinghúsið í Washingtonborg í gær til að fylgjast með því þegar Barack Obama sór embættiseið forseta Bandaríkjanna og flutti ræðu í tilefni af því að síðara kjörtímabil hans er hafið. Obama, 44. forseti Bandaríkjanna, rétti hægri höndina upp og lagði þá vinstri á biblíur, sem voru eitt sinn í eigu Martins Luthers Kings og Abrahams Lin- colns, þegar hann fór með forsetaeiðinn. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna lýkur kjörtímabili forsetans á hádegi 20. dag jan- úarmánaðar. Ef hann ber upp á sunnudag sver forsetinn fyrst eiðinn í Hvíta húsinu þann dag og síðan aftur daginn eftir við þinghúsið. John Roberts, forseti hæstaréttar Bandaríkj- anna, stjórnaði athöfninni í gær og á meðal tuga gesta sem fylgdust með henni voru Jimmy Carter og Bill Clinton, tveir af forverum Obama í forseta- embættinu. Í ræðunni lagði Obama áherslu á mikilvægi þjóðareiningar og jafnrétti allra borg- aranna. Eftir ræðuna tók hann þátt í skrúðgöngu að Hvíta húsinu. Embættistökunni var einnig fagnað með tónleikum og dansleikjum. Mikill ör- yggisviðbúnaður var í Washington vegna embættistökunnar. Brynvögnum var lagt á götum í grennd við þinghúsið til að loka þeim og margir lögreglumenn og þjóðvarðliðar voru á varðbergi. AFP Nýtt tímabil Barack Obama flytur ávarp sitt eftir að hafa svarið embættiseið forseta Bandaríkjanna við þinghúsið í Washingtonborg í gær. 1920 1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 Forsetar Bandaríkjanna frá árinu 1913 Heimild: Forsetaembættið í Bandaríkjunum 1913-1921 1933-1945 1945-1953 Woodrow Wilson Warren Harding Calvin Coolidge Herbert Hoover Franklin Roosevelt Harry Truman Dwight Eisenhower Richard Nixon Gerald Ford Jimmy Carter Ronald Reagan Bill Clinton Repúblikanar Demókratar George W. Bush 1921-1923 1923-1929 1929-1933 1953-1961 1969-1974 1974-1977 1977-1981 1981-1989 George Bush 1989-1993 1993- 2001 Barack Obama kjörinn árið 2008 2001-2009 endurkjör- inn 2012 1961-1963 1963-1969 John F. Kennedy Lyndon Johnson Obama settur í embætti á ný Réttarhöld hófust í Nýju-Delhí á Ind- landi í gær yfir fimm karlmönnum sem hafa verið ákærðir fyrir að nauðga 23 ára konu með hrottalegum hætti í strætisvagni 16. desember og verða henni að bana. Faðir kon- unnar hvatti dóm- arana til að flýta meðferð málsins og dæma mennina til hengingar. Saksóknarar kröfðust þess að mennirnir yrðu dæmdir til dauða fyrir manndráp, nauðgun, mannrán og þjófnað. Lögmaður eins af mönnunum fimm sagði að skjólstæðingur sinn væri yngri en átján ára og því ætti mál hans heima fyrir unglingadóm- stól. Lögreglan sagði hins vegar að maðurinn væri tvítugur. Saksóknarar segja að DNA- rannsókn á blóðblettum á fötum og öðrum lífsýnum, sem fundust við rannsókn málsins, hafi tengt alla mennina fimm við málið. Þeir telja að þetta sé nóg til að fá mennina sak- fellda. Að sögn indverskra fjölmiðla er þó ekki víst að gögnin nægi til að ná fram sakfellingu. DNA-rann- sóknir hafi hingað til ekki þótt upp á marga fiska á Indlandi og það sé m.a. skýringin á því að sakfellt er í fáum nauðgunarmálum í landinu. Verjendur mannanna segja að þeir ætli að sýna fram á að DNA- rannsóknin sé ónákvæm og ómark- tæk. Krefst dauðadóms Nauðgunum mót- mælt í Delhí. Dóttir Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi for- sætisráðherra Úkraínu, sakaði í gær yfirvöld um að ætla að drepa móður hennar sem er í fangelsi og á yf- ir höfði sér lífstíðardóm sam- kvæmt nýjum ákærum. Saksókn- arar segja að Tímósjenkó, sem afplánar sjö ára dóm fyrir að mis- nota vald sitt, sé grunuð um aðild að morði á þingmanni árið 1996. Dóttir Tímósjenkó, Évgenía, sem er 32 ára, segir að líf móður sinn- ar sé í hættu. „Ég bið ekki einu sinni um að þið fylgið lögum og reglum … Ég bið ykkur aðeins um eitt – ekki drepa móður mína,“ sagði hún. ÚKRAÍNA „Ekki drepa móður mína“ Enski afinn Paul Marshallsea var ekkert að tví- nóna við hlutina þegar neyðar- bjöllur vöruðu við hákarli við strönd eina í Brisbane í Ástr- alíu á dögunum, þar sem hann var staddur. Marshallsea óð umsvifalaust þangað sem kvikindið svamlaði í grynningum, greip um sporð þess og reyndi að beina frá börnum og fullorðnum sem höfðu verið þar að leik. Hákarlinn glefsaði í Marshall- sea og barðist um til að reyna að losa sig. Litlu munaði að hann næði að bíta í fót mannsins. Að lokum tókst að beina hákarlinum frá landi. Ástralska strandgæslan kveðst ekki mæla með því að menn ráðist á hákarla með þessum hætti. ÁSTRALÍA Afinn tókst á við há- karl og hafði betur Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu og á allar afgreiðslustöðvar Flytjanda á landsbyggðinni. Ný sending af CUBE 29” hjólum komin í hús Verð frá 139.990 kr. til 289.990 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.