Morgunblaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 23
Á undanförnum misserum hefur mikið verið fjallað um vegasamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum. Ólíkar skoðanir og hug- myndir hafa komið fram í þessu sam- bandi, hafa margir víðsvegar um land látið sig þetta varða og nægir að nefna í því samhengi hugmyndir um lagningu þjóðvega um Teigs- skóg. En þarf einhverra úrbóta við? Hver er skoðun íbúa svæð- isins? Hvernig upplifa þeir sínar samgöngur? Með þessar spurn- ingar lagði greinarhöfundur af stað við gerð viðhorfskönnunar meðal íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. Rannsóknin var gerð síðastliðinn vetur og lagður var fyrir þátttakendur staðlaður spurningalisti og spjallað við fólk á förnum vegi á Patreks- firði, Tálknafirði og Bíldudal. Alls tók þátt í könnuninni um fimmtungur fullorðinna á svæð- inu. Rannsóknin lá síðan til grundvallar BA-verkefni grein- arhöfundar í þjóðfélagsfræði við Háskólann á Akureyri. Það var margt sem vakti at- hygli í rannsókninni, til að mynda telja tæplega 97% að samgöngur á milli höfuðborg- arsvæðisins og Vesturbyggðar annars vegar og Vesturbyggðar og Ísafjarðar hins vegar séu slæmar. Þessar tölur koma þó ekki á óvart, þar sem umræðan hefur verið á þennan veg lengi. Íbúar á svæðinu virðast lang- flestir upplifa ógnir við akstur á Vestfjarðavegi nr. 60 sem liggur frá Dalsmynni í Borgarfirði að Tungudal í Skutulsfirði. Það helsta sem fólk hræðist við akst- urinn er ástand veganna, en rúmlega 80% telja það mikla ógn. Fleiri þættir voru nefndir eins og ófærð, veðurfar og snjóflóð eða aurskriður. Þegar rætt var við íbúana kom í ljós að þeim stóð ekki einungis ógn af ástandi veg- anna og veðurfari, heldur líka skorti á þjónustu. Sem dæmi má nefna að á laugardögum er snjór ekki hreinsaður af vegum, Breiðafjarðarferjan Baldur geng- ur ekki og engar flugsamgöngur í boði. Þannig að á laugardögum að vetrarlagi er vondur, langur, óruddur og stundum ófær Vest- fjarðavegur nr. 60 eina tenging íbúa sunnanverðra Vestfjarða við umheiminn. Þetta veldur að sjálf- sögðu miklum óþægindum fyrir íbúa svæðisins og aðra. Einnig kallar það enn frekar á bætingu veganna, að Vestfirðingar geta ekki treyst á að Breiðafjarð- arferjan Baldur gangi, eins og sannaðist nýlega þegar ferjan leysti Herjólf af í siglingum til Vestmannaeyja. Mikið hefur verið rætt um að efla landsbyggðarkjarnana, en það virðist ekki hafa gengið upp á Vestfjörðum. Ekkert beint flug er á milli staðanna, ef ætlunin er að ferðast flugleiðis þarf fyrst að fljúga til Reykjavíkur og svo þaðan á áfangastað. Vega- samgöngur milli svæðanna verða að teljast bágbornar, yfir vet- urinn lokast heiðarnar vegna ófærðar og eru ekki opnaðar aft- ur fyrr en á vorin. Að meðaltali er vegurinn lokaður í 120 daga á ári. Þannig fer vegalengdin á milli Patreksfjarðar og Ísafjarð- ar úr 180 km á sumrin í 455 km á veturna. Kannað var hvert fólk sækir þjónustu sem ekki er fyrir hendi á svæð- inu. Það kom ekki á óvart að tæplega 60% svarenda sögð- ust fara oft á ári til höfuðborgarsvæð- isins til að sækja sér ákveðna þjónustu á meðan um það bil 10% sögðu það sama um norðursvæði Vestfjarða. Fólk var einnig spurt hvort það teldi að það myndi fara oftar á ári á norðursvæðið ef samgöngur væru betri á milli svæðanna, til dæmis ef göng væru á milli Dýrafjarðar og Arn- arfjarðar, niðurstaðan var sú að yfir 70% töldu það. Niðurstöður annarra rannsókna hafa verið á svipaðan veg, að ekki er mikil þjónustusókn á milli norð- ursvæðis og suðursvæðis. Mikil fólksfækkun hefur orðið á Vest- fjörðum undanfarna áratugi. Ef einungis er skoðað suðursvæði Vestfjarða kemur í ljós að fækk- unin á svæðinu hefur verið um 20% síðastliðin 20 ár. Jafnframt hefur heildarfjöldi íbúa á öllum Vestfjörðum helmingast ef horft er 100 ár aftur í tímann. Í ljósi þessa þótti greinarhöfundi áhugavert að kanna hver hugur fólks, búsetts á svæðinu, væri til brottflutninga. 6% telja líklegt að þau muni flytja brott af svæðinu á næstu 12 mánuðum. Að lokinni þessari rannsókn- arvinnu er það alveg ljóst í huga greinarhöfundar að mikilla úr- bóta er þörf í samgöngumálum á sunnanverðum Vestfjörðum ef halda á svæðinu í byggð. Til þess þarf að stórbæta og standa vörð um grunnþjónustu við íbúa svæð- isins. Á 21. öldinni gera Íslend- ingar einfaldlega kröfu um betri og tryggari samgöngur en finn- ast á sunnanverðum Vest- fjörðum. Margir möguleikar eru til að bæta samgöngur svæðisins. Vegtengingin við hringveginn og norðanverða Vestfirði er ekki nægilega góð. Góður flugvöllur á Sandodda við Patreksfjörð stend- ur ónotaður og er bókstaflega að hverfa í sandinn og ekki er tryggt um áframhaldandi flug- samgöngur milli Bíldudals og Reykjavíkur. Breiðafjarðarferjan Baldur er góður kostur þegar hennar nýtur við. Baldri er hins vegar iðulega kippt í burtu fyr- irvaralaust, til að leysa af hólmi ferjuna Herjólf í siglingum milli lands og Eyja, án þess að í stað hennar komi nein sambærileg þjónusta. Það verður að teljast afar óeðlilegt að yfir 80% vegfar- enda á svæðinu telja sér standa ógn af aðalsamgönguæðinni inn á svæðið, því verður það að teljast brýnt að lagfæringar eigi sér stað hið fyrsta. Eftir Sunnu Maríu Jónasdóttur »Rannsókn á við- horfum íbúa á sunnanverðum Vest- fjörðum til vegasam- gangna. Ein af nið- urstöðunum var sú að 80% svarenda óttast ástand veganna. Höfundur er með BA-gráðu í þjóð- félagsfræði og leggur stund á frek- ara nám í Svíþjóð. Ógn vegna ástands vega á Vestfjörðum Sunna María Jónasdóttir 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 Beðið í rigningunni Strætisvagninn veitti þessum ungmennum kærkomið skjól frá regninu í höfuðborginni. Ómar Það orð hefur farið af bæjarstjórn Ak- ureyrar að þar ríki einhugur um gerð fjárhagsáætlana fyrir bæjarsjóð. Í kjölfar hrunsins ákvað fyrri meirihluti bæj- arstjórnar að leggja upp með verklag þar sem reynt yrði að vinna sameiginlega að gerð fjárhagsáætlana. Það hefur að mestu gengið eftir, en nú bregður öðru við. Halli á bæjarsjóði Við fyrri umræðu um fjárhags- áætlun 2013 í bæjarstjórn óskaði ég eftir því að tíminn fram að seinni umræðu yrði notaður til að fara betur yfir gjaldahlið áætlunarinnar og gera þar með ítrekaða tilraun til að draga úr útgjöldum. Fyrir mér var afgangur upp á 32 milljónir króna á aðalsjóði ekki ásætt- anlegur. Í áætluninni er einnig horft til ýmissa vonarpeninga frá ríkinu sem ekki eru í hendi og eins eru blikur á lofti varðandi ýmsa gjaldaliði. Á sama tíma er áfram treyst á auknar skatttekjur. Við seinni um- ræðu í bæjarstjórn um þriggja ára áætlun í mars 2012 benti ég líka á að sú áætlun skildi eftir óútfærða hagræðingarkröfu upp á 350 millj- ónir króna og auk þess væri áætlað fyrir meiri tekjum, en fyrstu drög gerðu ráð fyrir. Ég hef því haft af því áhyggjur lengi að það stefni á verri veg um fjármál bæjarfélags- ins. Því miður fékk þessi tillaga mín í bæjarstjórn engan hljóm- grunn og var fjárhagsáætlunin samþykkt óbreytt með tíu atkvæð- um L-listans og hinna minnihluta fulltrúanna, en ég sat hjá. Ekki lengur frítt í sund fyrir eldri borgara Ég gat heldur ekki sætt mig við tillögur að gjaldskrá, en þar skorti alla heildarsýn. Ég finn ekki að því að horft sé til þess að fylgja verð- lagsþróun. En ég samþykki ekki að einstakir liðir séu hækkaðir langt um- fram það, svo skiptir tugum prósenta, og ný gjöld tekin upp s.s. gjald fyrir eldri borg- ara í sund með þeim rökum að það þurfi að mæta kostnaði og að reksturinn leyfi ekki annað. Síðan eru aðrir liðir í gjaldskrá sund- lauganna lækkaðir samtímis. Að Akureyri, eitt bæjarfélaga, fari þessa leið er verulegt stílbrot. Sorphirðugjald hækkar t.d. um tíu prósent á sama tíma og menn hæla sér af góðum árangri í sorphirðu. Þegar spurt er hverju sæti er svarað að það þurfi að halda í rétt kostnaðarhlutfall íbúanna af sorphirðunni. Hvar skilaði hagræð- ingin sér? Ég greiddi því atkvæði gegn þessum gjaldskrártillögum. Fegrun opinna svæða og hreinsun gatna Því miður sýna nýjar upplýsingar að það stefnir verulega til hins verra um rekstur bæjarins en tölur sýndu eftir níu mánuði. Það er sama hvar gripið er niður, flestir liðir stefna í það að fara fram úr áætlun. Hér erum við ekki bara að tala um stóra og þunga málaflokka eins og skóla og félagsmál heldur slétt yfir alla málaflokka. Mikið var rætt um fegrun bæjarins fyrir síð- ustu kosningar og núverandi meiri- hluti fór í skipulagsbreytingar í þeim málaflokki og bæjarfélagið tók í kjölfarið til sín garðslátt og umhirðu að mestu aftur. Í hreinsun og fegrun opinna svæða og gatna stefnir í að farið sé hátt í þrjá tugi milljóna fram úr áætlun. Það er auðvelt að gera vel ef ekki þarf að horfa í peninginn. Að óbreyttu stefnir því í verulegan halla á bæj- arsjóði annað árið í röð. Fráveitan Umræða um fráveitu bæjarins var töluverð á nýliðnu ári. Þau mál standa ekki upp á núverandi meiri- hluta einan, því nauðsynlegum framkvæmdum við fráveituna hafa menn ýtt á undan sér lengi. Hins vegar tók það núverandi meirihluta tvö ár að taka undir tillögur mínar um að byrja á því að leggja út út- rásarpípur og dæla út skólpinu án þess að fara fyrst í gegnum hreinsi- virki og fresta þannig kostn- aðarsamasta hlutanum sem er bæn- um ofviða að sinni. Rannsóknir hafa sýnt að þessi leið gengur vel upp tímabundið. Þessa tillögu hef ég ótal sinnum viðrað og lagt fram til- lögur í þá veru sem ekki hafa feng- ið hljómgrunn fyrr en nú. Nú eru framkvæmdir hafnar við að lengja yfirfallsrásina og síðan verður haf- ist handa við að leggja aðallögnina sjálfa. Þetta sparar framkvæmdafé í bili sem stappar nærri milljarði króna. Er það vel, þó að seint sé. Virkjun í efri hluta Glerár Ég hef frá fyrri hluta árs 2008 oft lagt fram tillögur um gerð vatnsaflsvirkjunar í efri hluta Gler- ár. Því miður hefur enn ekkert orð- ið af framkvæmdum. Það er mér gjörsamlega hulin ráðgáta hvers vegna þetta mál hefur ekki fengið hljómgrunn í bæjarstjórn. Við eig- um vatnsréttindin og mikilvægt að nýta þau og þannig kaupa orkuna af okkar eigin fyrirtæki. Ég ótt- aðist mjög í sumar þegar tillaga um fólkvang á Glerárdal var samþykkt á hátíðarfundi bæjarstjórnar að virkjun í Glerá væri fyrir bí en ég setti sem skilyrði fyrir samþykki mínu að þetta útilokaði ekki virkjun og í greinargerð með tillögunni er þessum möguleika haldið inni. Ekk- ert eitt verkefni hefði skilað sér betur til sveiflujafnandi aðgerða á þessum síðustu og verstu tímum en einmitt svona framkvæmd. Ég trúi ekki öðru en að því komi fljótlega. Rekstur Akureyrarbæjar Eftir Ólaf Jónsson » Það orð hefur farið af bæjarstjórn Ak- ureyrar að þar ríki ein- hugur um gerð fjárhags- áætlana fyrir bæjarsjóð. Nú bregður öðru við. Ólafur Jónsson Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í bæjarstjórn Akureyrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.