Morgunblaðið - 22.01.2013, Side 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013
Bindindissamtökin
IOGT óska landslýð öll-
um árs, friðar og far-
sældar á nýju ári með
þökk fyrir liðsinni svo
ótalmargra fyrr og nú.
Menn spyrja gjarn-
an hvort eitthvert líf sé
annars í þessum sam-
tökum og félagsein-
ingum þeirra. Við svör-
um því gjarnan þannig
að það sé einmitt ótrú-
lega mikið líf í ekki fjölmennari sam-
tökum sem okkar eindregni vilji
stendur til að mega verða enn virkari
en þó er nú. Grunneiningarnar, stúk-
urnar halda vikulega fundi og þar
mæta oft á þriðja tug félaga og gesta
og stundum fleiri. 0% hópurinn, bind-
indishópur ungs fólks með fjölda fé-
laga og sífjölgandi er vonandi sá vaxt-
arsproti sem við getum byggt á til
framtíðar, enda er 0% hópurinn innan
IOGT. Fyrsta laugardag hvers mán-
aðar er svokallaður kaffimorgunn í
Vinabæ og þar er æði margt um
manninn og glatt á hjalla. IOGT held-
ur gömludansakvöld í Danshöllinni
sem eru einkar vel sótt, enda stað-
reynd að aldrei skemmtir fólk sér
betur en þegar áfengið er útlægt
gjört. Þá er rétt að geta
barnahreyfingar sem er
að verða enn virkari,
enda nauðsynlegt að
hlúa að vorgróðrinum,
reyndar aðalsmerki
IOGT frá upphafi ásamt
fullkomnu jafnrétti
kynjanna sem var ekki
aldeilis sjálfgefið í ár-
daga þessarar hreyf-
ingar, enda fyrst til þess
allra íslenzkra samtaka.
Síðast en ekki sízt er svo
hið ágæta fræðsluverk-
efni fyrir skólaæskuna, Marita verk-
efnið, þar sem farið er í skóla um allt
land og er einkar vel þegið alls staðar,
en IOGT með þetta verkefni á sínum
vegum nú.
Tæpt á því helzta í býsna fjölþættu
starfi, en rétt að svipast svo nokkuð
um sviðið á vettvangi þjóðlífsins. Við
erum stundum ásökuð fyrir að leggja
ofuráherzlu á bindindi á áfengi og
vissulega er sú raunin, þó að við að
sjálfsögðu séum að berjast gegn
hvers konar vímuefnum. Einmitt af
því að við erum algáð þá gjörum við
okkur glögga grein fyrir hinum illu
afleiðingum sem öll vímuefni hafa í
för með sér, þar sem eyðileggingarafl
hinna ólöglegu vímuefna er skelfilegt.
En á því er nefnilega full þörf að taka
áfengið fyrir sem hinn mesta skað-
vald á svo margan veg, ekki sízt auð-
vitað vegna þess hve neytendur þess
eru margir. Þessi skaðvaldur kemur
nefnilega svo víða við sögu og sam-
kvæmt virtri og víðtækri bandarískri
rannsókn hefst neyzla annarra vímu-
efna yfirgnæfandi upphaflega í áfeng-
inu, jafnvel í svo ríkum mæli að nem-
ur langt yfir 90 % samkvæmt
rannsóknunum, svo menn skyldu var-
ast að reyna að firra áfengið sök í
þessum efnum. Bretar hika ekki við
að telja áfengisneyzlu alvarlegasta
heilsufarsvandamál þarlendis og er
þá mikið sagt.
Á nýju ári sem og undanfarin ár
eru hinar dapurlegu áfengisafleið-
ingar meðal eldra fólks hér á landi tí-
undaðar rækilega og það með að þau
vandamál fari sívaxandi og að þar eigi
bjórdrykkjan eftir að segja heldur
betur til sín sem og reyndar rauðvíns-
neyzla einnig, svo mjög sem menn
vilja nú telja neyzlu bjórs og léttvína
af hinu góða miðað við annað.
Reyndar rekur maður sig því mið-
ur á það að ótrúlegasta fólk telur bjór
varla eða ekki til áfengis svo sem eins
og alltof margir virðast ekki telja
áfengi til vímuefna og skilja ekki eða
þykjast ekki skilja hvers vegna IOGT
beitir sér svo gegn áfengisneyzlu. Það
er því þjóðarnauðsyn að vera á verði
gegn því mikla og volduga áfeng-
isauðvaldi sem í krafti ofurfjármuna
sinna kemur hvarvetna við sögu, þar
eru hagsmunaaðilar margir og allt
leyft ef gróðamöguleikinn er annars
vegar. Auglýsingafár fjölmiðlanna
lýsandi dæmi hér um svo og ásóknin í
að leyfa sölu áfengis í öllum verzl-
unum, svo gróðinn megi færast á
fleiri hendur, ógæfugróðinn svo alltof
oft. IOGT verður því áfram á verði og
gegnir þjóðfélagslegri varðstöðu um
gildi hollustu og heilbrigðs lífernis.
Megi sem flestir verða þar samferða.
Alltaf á verði verið
Eftir Helga Seljan » Það er því þjóð-
arnauðsyn að vera á
verði gegn því mikla og
volduga áfengisauðvaldi
sem í krafti ofurfjár-
muna sinna kemur
hvarvetna við sögu.
Helgi Seljan
Höfundur er form. fjölmiðlanefndar
IOGT.
Hinn 15. janúar sl.
birtist hér í Morg-
unblaðinu grein undir
fyrirsögninni Einstæð-
ingar. Höfundur henn-
ar vildi vekja athygli á
efni sem hann taldi
ekki hafa fengið næga
umfjöllun í umræðu
um aðstæður aldraðra
sem búa einir. Hann
telur að aldraðir sem
búa einir séu oft einmana, hræddir,
áhyggjufullir og óöruggir yfir getu-
leysi sínu til að sjá um sig og sitt
heimili.
Þarna er fjallað um mál sem við fé-
lagsráðgjafar á öldrunardeildum
LSH á Landakoti þekkjum vel úr
okkar starfi. Aldraðir sem búa einir
og hafa ekki færni til að sækja sér fé-
lagsskap út fyrir heimilið líða margir
fyrir einmanaleika vegna skorts á fé-
lagslegum samskiptum og honum
fylgir ótti, óöryggi og kvíði fyrir
komandi dögum. Líkamlegri færn-
iskerðingu fylgir óstyrkur og hætta á
byltum. Þeir sem búa einir eru
hræddir við að detta. Þeir draga þess
vegna úr hreyfingu og vítahringur
skapast við að líkamsstyrkur minnk-
ar vegna hreyfingarleysis. Örygg-
ishnappur er gott og gilt tæki en
hvað andlega líðan snertir virðist
vera mikill munur á því að að vita
fólk í kring um sig eða hafa hnapp til
að ýta á þegar eitthvað hefur komið
fyrir. Heimsending matar, eftirlit
með lyfjum og aðstoð við böðun og
heimilisþrif koma ekki í staðinn fyrir
félagsskap. Dvöl á dagdeildum hent-
ar ekki öllum.
Enda þótt börn, tengdabörn og
barnabörn séu umhyggjusöm og
styðjandi, sem langoftast er, er þetta
fólk allt störfum hlaðið með fulla dag-
skrá í sínu lífi og það vita þeir öldr-
uðu mætavel. Það er líka takmarkað
að hve miklu leyti samskipti við aðrar
kynslóðir svara félagslegum þörfum
aldraðra vegna þess að það er okkur
öllum nauðsynlegt að eiga samskipti
á jafnréttisgrundvelli og við okkar
líka, okkar jafnaldra sem við höfum
átt samleið með í okkar lífshlaupi.
Þessari þörf svöruðu „elliheimilin“
gömlu, Grund og Hrafnista, svo afar
vel og voru þess vegna jafnvinsæl og
raun bar vitni.
Nú á síðari tímum hefur verið al-
gengt að talað væri niður til stofn-
ana, þær taldar tilheyra liðnum tíma
og vera úr takti við nútímalíf. Í því
sambandi hefur hugtakinu sjálfræði
verið haldið mjög á lofti. Það hefur
verið sagt að þegar aldr-
aðir séu komnir á stofn-
un ráði þeir litlu um sitt
líf, þeir geti ekki ráðið
hvort eða hvenær þeir
fari á fætur, hvenær
þeir fari í bað og ekki
hvað sé í matinn. Það er
talið að svona aðstæður
séu afskaplega slæmar,
þær ýti undir óvirkni
hins aldraða og flýti þar
með andlegri og lík-
amlegri hrörnun.
Kröfur síðari tíma hafa hljóðað
upp á sérstakar íbúðir ætlaðar öldr-
uðum og fjöldi slíkra hefur verið
byggður. Það er góðra gjalda vert
fyrir marga en því miður virðist svo
að sá sem er einn í íbúð og býr við
skerta færni upplifi sig oft einan og
einmana þótt fólk sé í sömu stöðu í
næstu íbúðum. Það virðist einfald-
lega þurfa meira til, meira samneyti,
meiri samskipti og meira félagslegt
utanumhald til að fólki líði vel.
Og þá er komið að merg málsins:
Það þarf meiri fjölbreytni í úrræðum
fyrir aldraða. Við höfum hjúkrunar-
heimili fyrir þá sem eru svo veikir að
þeir þurfa stöðuga umönnun. Nóg er
til af íbúðum fyrir þá sem hafa frum-
kvæði og færni til að stunda afþrey-
ingu og félagslíf og margir í þessari
stöðu kjósa auðvitað að vera áfram á
sínu heimili og líður vel. En þeir aldr-
aðir sem eru einir, einmana, færn-
iskertir og haldnir óöryggi og kvíða
þurfa á úrræðum að halda sem eru
ekki fyrir hendi í dag. Úr því þarf að
bæta og það eigum við að gera. Tog-
streita og rígur milli ríkis og sveitar-
félaga má ekki verða til þess að úr-
lausn fáist ekki. Þetta er spurning
um áherslur og stefnu og það væri
okkur til sóma að við hlustuðum eftir
rödd þeirra sem ekki hafa að öllu
jöfnu hátt um sín áhyggjuefni. Þótt
sjálfræði sé gott og gilt eigum við
ekki að bera það fyrir okkur þegar
það skiptir ekki lengur máli fyrir þá
sem þurfa fyrst og fremst samskipti,
öryggi og umhyggju en ekki endilega
umönnun.
Um aðstæður aldraðra
Eftir Helgu S.
Ragnarsdóttur
Helga S Ragnarsdóttir
»Heimsending matar,
eftirlit með lyfjum
og aðstoð við böðun og
heimilisþrif koma ekki í
staðinn fyrir félagsskap.
Höfundur er félagsráðgjafi
á LSH Landakoti.
ÚtsalaN
er komin á fulla ferð!
GLUGGAR OG GLERLAUSNIR
idex.is - sími: 412 1700
- merkt framleiðsla
• tré- eða ál/trégluggar
og hurðir
• hámarks gæði og ending
• límtré úr kjarnaviði af norður
skandinavískri furu
• betri ending
— minna viðhald
• lægri kostnaður þegar fram
líða stundir
• Idex álgluggar eru íslensk
framleiðsla
• hágæða álprófílakerfi
frá Schüco
• Schüco tryggir lausnir
og gæði
• Þekking og þjónusta
• Áralöng reynsla
Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga
Byggðu til framtíðar
með gluggum frá Idex