Morgunblaðið - 22.01.2013, Page 26

Morgunblaðið - 22.01.2013, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 ✝ Guðný HuldaSteingríms- dóttir fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1924. Hún lést á heimili sínu að Kaplaskjólsvegi 64 sunnudaginn 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Gunnhildur Sig- urjónsdóttir, f. 1902, d. 1984, og Steingrímur Sveinsson, f. 1888, d. 1986, frá Sveinsstöðum við Nesveg. Systkini Guðnýjar eru: Sig- urjóna, f. 1923, d. 2009, Hildur Ísfold, f. 1926, d. 2004, Guðrún Sveinbjörg, f. 1929, d. 2004, Guðrún Lillý, f. 1931, d. 2006, og Sveinn Bergmann, f. 1936. Guðný giftist 4.2. 1950 Haf- steini S. Tómassyni trésmíða- meistara, f. 27.2. 1922, d. 27.5. 1967. Foreldrar hans voru Tóm- as Guðmundsson, f. 1891, d. 1942, og Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 1892, d. 1930. Börn Guðnýjar og Hafsteins: 1. Ingibjörn Tómas, f. 1944, kvæntur Hildi Kristjánsdóttur, f. 1950. Börn þeirra eru: Haf- steinn, f. 1970, kvæntur Þór- önnu Rósu Ólafsdóttur, f. 1971. Börn: Tómas Þorgeir, f. 1994, Finnsdóttir, f. 1981. Dóttir Guð- laugar er Matthildur, f. 2009. Fyrir átti Sveinn Snorri soninn Styrmi Gunnar, f. 2007. Haf- steinn, f. 1986. 4) Ásmundur f. 1957. Börn hans og Kolbrúnar Stefánsdóttur af fyrra hjóna- bandi eru: Bryndís, f. 1975, sam- býlismaður Fjölnir Þorgeirsson. Sonur: Fjölnir Már, f. 2012. Fyr- ir átti Bryndís þau Ásmund, f. 1999, og Þórdísi Freyju, f. 2006. Börn Fjölnis: Oliver Erik, f. 2005, og Alexander Óðinn, f. 2009. Hulda Sif, f. 1981, sam- býlismaður hennar er Magnús Agnar Magnússon, f. 1974. Börn þeirra eru: Nanna Kolbrún, f. 2007 og Magnús Ari, f. 2010. Þórhildur, f. 1986, sambýlis- maður Ragnar Clausen, f. 1984. Sonur Ragnars er Viktor, f. 2007. Ása Kolbrún, f. 1995. 5. Hulda, f. 1958, gift Sigurði Ar- inbjörnssyni, f. 1959. Börn þeirra eru Sigurður Arinbjörn, f. 1987, Hafdís Huld, f. 1988, Kristján, f. 1991. Fyrir átti Hulda Sverri, f. 1980. Börn hans: Einar Arnar, f. 2005, Orri Steinn, f. 2008, og Darri Leó, f. 2010. Guðný og Hafsteinn bjuggu að Kaplaskjólsvegi 64 til dauða- dags. Guðný vann sem ung kona hjá Lofti Guðmundssyni ljós- myndara og síðar meðal annars á leikskóla og saumstofunni El- ísu og lengst í Hamrakjöri og Kjötbúð Suðurvers. Útför Guðnýjar fór fram í kyrrþey að hennar ósk. og Davíð Ingi, f. 2003. Kristján Örn, f. 1973, kvæntur Helgu Kristjáns- dóttur, f. 1979. Son- ur: Kristján Hrafn, f. 2008. Dóttir Kristjáns er Hildur Jóhanna, f. 2000. Ingibjörn, f. 1981, kvæntur Evu Ás- mundsdóttur, f. 1978. Dóttir: Emma Karitas, f. 2009. Börn Evu eru: Kristófer Örn, f. 1997, og Sara Ósk, f. 2000. Guðný Hulda, f. 1983, gift Kristni V. Kjartanssyni, f. 1980. Börn: Viktoría Hildur, f. 2007, og Emilía Katrín, f. 2011. 2) María Gunnhildur, f. 1950, gift Kjartani G. Magnússyni, f. 1952, d. 2006. Dóttir þeirra er: Erna, f. 1977, unnusti Alan T. Jones, f. 1969. Dóttir: Alana Lourdes, f. 2011. Dóttir Ernu er Sofia Lea, f. 2004. 3) Sverrir, f. 13. mars 1955, kvæntur Jónu Guðbjörgu Torfadóttur, f. 1969. Börn Sverris og Regínu Sveinsdóttur af fyrra hjónabandi eru: Hildi- gunnur, f. 1972, gift Kristjáni Leóssyni, f. 1970. Börn: Nanna, f. 2001, og Kristján Nói og Tóm- as Leó, f. 2007. Sveinn Snorri, f. 1978. Sambýliskona Guðlaug E. Elsku mamma mín, ég er svo þakklát fyrir allan þennan tíma og stundir sem við áttum saman. Síðasti jólaljósabíltúrinn okkar var svo skemmtilegur, þar sem við keyrðum að vanda um bæinn í aðventulok og skoðuðum skreytingarnar. Þú varst að venju svo hissa, áttir ekki orð yf- ir hvað fólk var duglegt, hvað það gat skreytt – en fannst svo aftur annað mál með eyðsluna. Og klykktir svo út með að oft hefði minna fengið að njóta sín meira. Það var alltaf svo gott að fá þig heim, mamma, þótt „það ætti ekkert að hafa fyrir þér “ (skyldulærdómur frá því í gamla daga) en kunnir svo vel að njóta þegar við vorum búin að koma þér vel fyrir í stólnum með góð- an kaffibolla og nóg af nammi og við gátum notið þess í botn vegna þess að vorum búnar að fá okkur áður hollt brauð með laxi. Það var svo gott að vita af þér síðustu árin með Ása, sem var svo natinn við þig og þú kunnir að meta húmorinn og áttir alltaf hnyttin svör til baka – og hafðir mjög gaman af. Ekki var það verra hvað hann eldaði góðan mat. Þú varst nú svolítið ódugleg við hollustuna og ávextina, en Ási setti þetta allt saman í þeyt- ing með lýsi og olíu og þá var það drukkið með hristum og grettu – og beðið um kaffi á eftir. Það fór kannski ekki mikið fyrir kjassi og klappi en alltaf vissum við hvar við höfðum þig og hvert ætti að leita ef eitthvað kom upp á. Þá var alltaf athvarf hjá þér, í skemmri eða lengri tíma og það var ekki málið að leggja út flat- sæng fyrir alla fjölskylduna, allt- af tilbúin að rétta hjálparhönd. Takk fyrir hvað þú hjálpaðir mér með börnin og varst góð við þau. Ég er svo eigingjörn á þig en þá er ég bara að hugsa um mig, hvað ég eigi að gera næstu daga. Þú hefur hins vegar örugglega nóg á þinni könnu og fannst bara nóg komið hér á jörðinni. Nú er þinn tími kom- inn. Að hitta loksins pabba, þennan þolinmóða mann, sem er búinn að bíða eftir þér og und- irbúa komu þína. Hann getur örugglega kennt þér margt og þar ertu heppin. Og svo bíða systurnar og Kjartan og það er sennilega heldur ekki leiðinlegt. Nú ertu laus við þennan árans verk og njóttu þess. Bið að heilsa, sjáumst þegar við sjáumst. P.s.: Ég fylgist með Agli og 60 mínútum fyrir þig. Þín dóttir, Hulda. Nú þegar hún amma er farin frá okkur er svo margs að minn- ast. Við eigum margar mjög skemmtilegar minningar sem maður yljar sér við. Amma var mikið hörkutól, hún þurfti alltaf að hafa fyrir öllu sínu og kveinkaði sér aldrei undan því. Við bræðurnir vorum örugglega ekki þeir auðveldustu í umgengni en amma var nú allt- af boðin og búin að passa okkur og segja okkur til. Hún lét okkur ekki komast upp með neitt múð- ur en sá kannski líka fjörið í okk- ur og var alltaf til í að leika og/ eða hjálpa til. Minnisstætt er þegar amma var að passa okkur uppi í Vest- urbergi um vetur. Foreldrarnir voru á einhverju ferðalagi og amma þurfti að hafa ofan af fyrir okkur. Hún brá á það ráð að reka okkur út að leika í snjónum og búa til snjóhús. Við fórum út í garð á bak við og nýttum snjóinn en þegar búið var að hlaða hon- um öllum upp í hól þótti ömmu ekki mikið til koma, hóllinn var lítill og ræfilslegur, ekki nóg í alvörusnjóhús. Við röfluðum eitthvað um að snjórinn væri bú- inn. Það var úr vöndu að ráða, en amma dó ekki ráðalaus. Fór út í skúr og náði í snjóþotu. Síðan var snjónum mokað af planinu á þotuna og hún dregin í gegnum húsið nokkrum sinnum þar til allur snjór var af planinu. Þarna sló amma margar flugur í einu höggi; hreinsaði planið, hafði of- an af fyrir okkur og bjó til svo stórt snjóhús að allir gátu leikið í því í einu. Að auki vorum við svo þreyttir að það var leikur einn að koma okkur í bólið þá um kvöld- ið. Á unglingsárunum unnum við amma saman í búðinni hjá hon- um pabba. Amma stýrði þar pökkun á ávöxtum, grænmeti og þrifum á lager eins og herfor- ingi. Þarna lærðum við að vinna þegar við stóðum vaktina undir handleiðslu ömmu við að pakka eplum og öðrum ávöxtum, skera grænmeti og pakka því í plast, mala kaffi og svo að sjálfsögðu það alskemmtilegasta; pakka kassaruslinu. Þarna komst mað- ur ekki upp með neitt múður, langa kaffitíma eða mas. Þegar maður var í vinnunni átti maður að vinna. Og það var ekki annað hægt, amma var svo dugleg, stoppaði aldrei. Þegar þú ert að vinna með ömmu og hún stoppar ekki þá er ekki valkostur að vera eitthvað að hangsa. Að ræða pólitík við ömmu var nokkuð sem maður forðaðist, það var nóg að segja nafn ákveð- ins stjórnmálamanns til að vera kominn í tveggja til þriggja tíma heitar umræður og þar gaf amma ekkert eftir. Hún var með mjög ákveðnar skoðanir og alls óhrædd við að koma þeim á framfæri. Amma var alla tíð ákaflega góð við börnin okkar og vildi allt fyrir þau gera. Þau fengu frá henni fallega prjónavettlinga og hosur. Hún var ótrúlega nösk á að detta á hluti sem hittu í mark. Þar á meðal eru t.d. bækur sem Tómas lítur á sem sínar uppá- haldsbækur, þannig að amma var lunkin og kannski lunknari en margir við að finna gjafir handa unglingum. Við kveðjum ömmu með sökn- uði og þökkum fyrir frábærar stundir sem við áttum með henni. Hún skilur eftir ótal minningar og ekki síst visku sem hún kom til okkar og við reynum að færa yfir til barna okkar. Hafsteinn, Kristján og fjölskyldur. Vinátta, virðing, tryggð og væntumþykja eru orðin sem koma í hugann þegar ég hugsa til tengdamóður minnar Guðnýj- ar, eða Nýju eins og hún var yf- irleitt kölluð. Ég kynntist Guð- nýju fyrst þegar ég kom heim til hennar eftir bíóferð með Bjössa, elsta syni hennar, og strax frá fyrsta degi tók hún mér opnum örmum og á milli okkar tókst vinátta og trúnaður sem ekki bar skugga á. Alltaf var hægt að leita til hennar ef eitthvað þurfti að spyrja um eða ráðfæra sig með og hún var ætíð boðin og búin að aðstoða ef hún mögulega gat. Eftir að Guðný varð ekkja, ung kona með barnmargt heim- ili, vann hún utan heimilis við ýmis störf og lengst af í fyrir- tæki sonar síns og tókst þar á við hversdaginn af samviskusemi, harðfylgi og dugnaði. Hún var ein þessara kvenna sem ekki hafði sig mikið í frammi, en þeg- ar hún tjáði sig var eftir því tek- ið, enda rökföst og klár. Þegar hún lýsti skoðunum sínum voru orð hennar vel ígrunduð og oft áköf, sérstaklega ef talið barst að stjórnmálum, því að vera Ís- lendingur eða stöðu kvenna. Ég held hún hafi verið ein mesta kvenréttindakona sem ég hef kynnst, að öðrum ólöstuðum. Henni var annt um að börnin sín veldu sér ævistarf sem veitti þeim gleði og sjálf þakka ég henni alla þá hjálp sem hún veitti mér og fjölskyldu minni, til þess að ég gæti menntað mig til þeirra starfa sem hugur minn stóð til. Hún stóð alltaf við bakið á mér, hvatti mig áfram, passaði börnin og hugsaði um okkur öll. Þetta fannst henni svo sjálfsagt að ekki þurfti að ræða það frek- ar. Hún var áhugasöm um hvað við værum að taka okkur fyrir hendur og fylgdist vel með öllum og það var gott að koma til henn- ar á Kaplaskjólsveginn og þiggja kaffisopa og spjalla í góðu tómi. Guðný hafði ánægju af því að ferðast og vera utandyra og njóta sólarinnar. Þær eru minn- isstæðar ferðirnar með henni um landið og fjölmargar heimsóknir til okkar hjóna í sumarbústaðinn þar sem hún fylgdist með gróð- ursetningu og vexti trjáa af miklum áhuga. Það var yndis- legt að sitja með henni á hlýjum sumardegi á veröndinni, hlusta á fuglasöng og spjalla. Hún var ótrúlega dugleg kona og fylgin sér. Ferðalög hennar til annarra heimsálfa að heimsækja eitt- hvert barna sinna ein á ferð eru okkur öllum ógleymanleg. Ótrauð lagði hún af stað í flókin ferðalög, þar sem jafnvel þurfti að skipta um flugvöll í ókunnu landi og talaði bara sína ís- lensku. Hún sagðist sjálf ekki hafa neinar áhyggjur af þessu, það skildu hana allir og ég held það hafi verið þannig. Hún var Íslendingur og talaði íslensku hvar sem hún var og það skildist. Síðustu ár smáversnaði heilsa hennar, en hún var alltaf glöð og kvartaði ekki, heldur sagði okk- ur hvað hún væri lánsöm að hafa heilsu og vera á heimili sínu þar sem hún var til hinsta dags. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Blessuð sé minning Guðnýjar Huldu Steingrímsdóttur, megi hún hvíla í friði. Hildur. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Guðný Hulda var glæsileg kona. Hún var ákveðin, hún hafði sterkar skoðanir á lífinu en umfram allt var hún Nýja, eins og hún var ávallt kölluð, hlý og góð kona. Það sýndi hún svo vel með allri þeirri umhyggju og þeim tíma sem hún gaf sér til að heimsækja veika systur og veita henni gleði. Það verður seint fullþakkað það mikla traust sem hún sýndi Jónu systur sinni og erum við Gylfi mjög þakklát henni fyrir það. Systurnar Nýja og Jóna tengdamóðir voru nánar, enda stutt á milli þeirra í aldri. Báðar höfðu þær sem ungar konur unnið á ljósmyndastofu Lofts Guðmundssonar og svo seinna á saumastofunni Elísu. Einnig bjuggu þær alla tíð nálægt hvor annarri í Vesturbænum í Reykjavík. Nýja ólst upp á Sveinsstöðum við Nesveg ásamt foreldrum og fimm systkinum. Þar á svæðinu í kringum Sveinsstaði bjó síðan stórfjölskyldan, lengst af var hún nánast öll á sama blettinum. Í túninu heima reistu Nýja og hennar maður, Hafsteinn, sér hús sem Nýja bjó síðan í til ævi- loka. Það var alltaf gaman að hitta Nýju. Þegar tengdamóðir mín var komin á hjúkrunarheimili fórum við oft saman að heim- sækja hana. Á heimleið fundum við okkur gjarnan kaffihús þar sem við gátum sest niður með góðan kaffisopa og spjallað. Þar var ýmislegt reifað og þótt það hafi verið nokkur aldursmunur á okkur höfðum við alltaf eitthvað skemmtilegt að tala um. Eftir að Jóna lést höfðum við Nýja oft samband. Við héldum áfram að fara á kaffihús, en tók- um einnig upp á ýmsu fleiru svo sem að heimsækja ættingja, fara í kirkjugarðinn eða jafnvel kíkja á listasafn. Ég veit að Nýja naut þessara ferða okkar og það gerði ég svo sannarlega líka. Ég þakka henni allar góðu stundirnar. Við Gylfi sendum fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Guðnýjar Huldu Steingrímsdóttur. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga, vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski á upprisunnar mikla morgni, við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðmundsson) Marta. Guðný Hulda Steingrímsdóttir Það er nú einu sinni svo að sumt fólk fær sérstakan sess í hug og hjarta samferðamanna sinna. Það átti sértaklega við um Guðmund Ágústsson eða Gúnda eins og við kölluðum hann dag- lega. Ekki man ég hvenær leiðir okkar lágu saman fyrst en líf hans og starf var svo tengt Kaup- félaginu að um tíma fannst manni eins og hann hefði alltaf verið þar. Sérstaklega er nafn hans í mínum huga tengt búðinni sem Kaup- félagið átti en hann sá um og hafði að geyma allt á milli himins og jarðar. Þessi búð var reyndar sjaldnast kennd við Kaupfélagið heldur gekk undir nafninu „Gúndabúð“. Þar fengust hamrar og naglar, sagir og sandpappír, fóðurbætir og áburður, vasahníf- ar og leiktæki – svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir jólin fylltist allt af jólaskrauti og leikföngum til gjafa. Guðmundur Ágústsson ✝ GuðmundurÁgústsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1939. Hann lést á Sjúkrahúsi Stykkishólms þriðjudaginn 8. jan- úar 2013. Útför hans fór fram í Stykkishólmskirkju laugardaginn 19. janúar 2013. Það sem skipti þó mestu var að gleði, gamansemi, greið- vikni og einstök lip- urð fyllti andrúms- loftið í þessari ævintýralegu búð hans Gúnda. Alltaf hljóp Gúndi við fót, enda léttur á sér og ávallt með bros á vör. Meðan ég bjó í Bjarnarhöfn held ég að ég hafi eiginlega aldrei komið svo til bæj- arins án þess að líta við í Gúnda- búð til þess að fá eitt og annað sem vantaði, auk þess að spjalla við Gúnda sjálfan. Ég hef einnig þá trú að viðmót gagnvart börn- um segi meira en flest annað um þann innri mann sem hver hefur að geyma. Gúndi var einstaklega barngóður og ég minnist þess sérstaklega að börnin okkar Ingi- bjargar dáðu Gúnda og búðina hans og enginn var svo lágur í loftinu að hann fengi ekki sömu athyglina og þeir sem eldri voru og jafnvel gott betur. Og þau minnast hans öll nú með mikilli hlýju. Svipaða sögu um hlýtt við- mót má reyndar segja um allt starfsfólk Kaupfélagsins, en ég kynntist því vel persónulega bæði sem viðskiptavinur, stjórnarfor- maður félagsins í nokkur ár og einnig sem starfandi kaupfélags- stjóri um tíma. Eftir að Kaup- félagið hætti starfsemi sinni fór Guðmundur að vinna í olíuaf- greiðslunni við innkeyrsluna í bæinn. Þar í búðinni tók hann á móti öllum með sömu gleði og léttleika sem bauð alla velkomna í bæinn. Við sem vorum burtflutt fundum að við vorum komin heim. Þar á bensín- og olíuaf- greiðslunni vann Gúndi svo lengi sem starfsþrek entist. Guðmund- ur var vinmargur og með kær- leiksríkri framkomu setti hann mark sitt á samfélagið allt þar sem við vorum þiggjendur. Nú er hún „Gúndabúð“ horfin en eftir standa minningarnar um einstaklega góðan og hlýjan mann. Þær minningar geymum við, samferðafólk Guðmundar, og yljum okkur við. Blessuð sé minn- ing Guðmundar Ágústssonar. Við sendum Dísu og fjölskyld- unni allri innilegar samúðar- kveðjur. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. Mig langar að minnast í nokkr- um orðum gamals vinar, Guð- mundar Ágústssonar eða hans Gúnda eins og allir kölluðu hann. Okkar kynni eru frá árunum hjá Kaupfélagi Stykkishólms þar sem hann var verslunarstjóri yfir byggingarvöruverslun Kaup- félagsins. Hann kom með ferska vinda inn í verslunina og setti sinn svip á hana. Ekki síst var hann léttur og kátur og allir kunnu vel við hann og hans þjón- ustu. Það var ekki heldur leiðin- legt í kaffitímunum eða í skemmtiferðum starfsmanna eða partíum sem voru haldin við hvert tækifæri. Við munum mörg eitt ferðalag í leikhús í Reykjavík. Þá var Hinrik Finnsson líka starfsmaður Kaupfélagsins og er óhætt að segja að þeir Hinni og Gúndi héldu uppi fjörinu allan tímann. Meira að segja á heim- leiðinni þegar flestir voru nú orðnir framlágir voru þeir hinir hressustu og ég man að þegar við renndum í bæinn og framhjá kirkjugarðinum kallaði Gúndi: „Bílstjóri, viltu ekki stoppa hérna, það eru flestir dauðir í bílnum.“ Á þeim árum var allt gaman og hægt að hlæja að flestu. Ég flutti svo vestur á firði en við héldum ávallt vinskap og skiptumst á jólakveðjum sem þá voru gjarnan í bundnu máli – þótt ég geri nú ekki ráð fyrir að við fengjum við- urkenningu á kveðskapnum. Eitt ljóðabréf á ég sem ég fékk á jól- um 1983. Það eru 12 erindi. Þó að það sé ekki merkilegur kveðskap- ur ber það með sér mikla gleði og í því segir hann mér sögu allra vinnufélaganna og endar á sjálf- um sér. Langar að láta það erindi fylgja hér: Þótt heilinn rýrni og fætur hrasi og mér sé stirt um mál. Þá reyni ég að lyfta glasi og segi í gleði skál. Gúndi gamli vinur minn lyfti glasi einum of mikið og tókst ekki að skilja við Bakkus. Góðmenni var hann og ég votta Dísu og þeim sem þótti vænt um hann samúð mína. Dagbjört Höskuldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.