Morgunblaðið - 22.01.2013, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013
„Ég kem hér
með smágjöf til þín. Þú tekur
hana upp á jólunum,“ sagði Haf-
þór vinur minn við mig nokkrum
dögum fyrir jól. Síðan ræddum
við að á næsta ári ættum við
hálfrar aldar útskriftarafmæli
frá Reykjaskóla í Hrútafirði.
Vonuðumst við til þess að hóp-
urinn hittist og bundum við fast-
mælum að vera þar báðir. Í lok
heimsóknar kvaddi hann mig
mjög innilega svo hress og glað-
ur að ekki kom mér í hug að
þetta yrði okkar síðasti sam-
fundur. Ég var fullur tilhlökk-
unar að opna þennan óvænta
pakka og skynjaði hvað þar biði.
Á aðfangadagskvöld var í mín-
um höndum kverið „Í góðum
gír“, áritað af höfundi. Það yljaði
að lesa það og aftur las ég það
nokkrum dögum síðar þegar
hann hafði kvatt þennan heim.
Þar eru ljóð og minningabrot
um foreldra hans og samferða-
menn og sagt frá ýmsu sem á
dagana hafði drifið. Hafþór var
gleðimaður og góður hagyrðing-
ur, sem naut þess að gleðja fólk
með skemmtisögum og vísum.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
þegar við ungir námum í
Reykjaskóla. Þar var Hafþór
hrókur alls fagnaðar og öflugur í
félagslífinu. Námsmaður var
hann líka góður og erfitt að
keppa við hann á því sviði. Síðar
vorum við saman í starfi Lions-
klúbbs Blönduóss þar sem hann
var ávallt í fylkingarbrjósti með-
an hann var þar félagi. Hann var
sjaldan með í nokkru bara til að
vera með, ávallt fremstur meðal
jafningja og lét til sín taka.
Hafþór vann fjölmörg ár í
Trésmiðjunni Stíganda. Þar var
hann hægri hönd Hilmars fram-
kvæmdastjóra. Milli þeirra var
náið samstarf og gott til þeirra
að leita. Ég átti marga fundi
með þeim félögum þegar þeir
tóku að sér að endurbyggja
Flóðvang, veiðihúsið við Vatns-
dalsá. Án útboðs samdi veiði-
félagið við fyrirtækið um þetta
verk og þótti mörgum ég sem
formaður félagsins tefla djarft
að fá þessum vinum mínum
verkið án útboðs. En svo vel
tókst þeim til að húsið var af-
hent mánuði fyrir skiladag og
var þó búið að gera mun meira
en upphaflega var lagt upp með.
Kostnaður varð hins vegar ekki
meiri í heild en upphaflega var
áætlað fyrir minni verkþátt. Var
þó allt vandað vel og þykir með
glæsilegustu veiðihúsum lands-
ins. Þarna stjórnaði Hilmar af
festu og Hafþór iðinn við að ná
hagkvæmum innkaupum á efni
til verksins. Þeir félagar taka
ekki fleiri verk að sér hér um
slóðir, en það veit ég að Hilmar
hefur tekið vel á móti vini sínum
og saman geta þeir tekið til
hendi, sé þess þörf þar sem þeir
dvelja nú. Blessuð sé minning
þeirra.
Við fáum ekki fleiri snjallar
vísur eða skemmtisögur frá Haf-
þóri, en minning um góðan fé-
laga lifir. Ég veit að ég tala fyrir
munn okkar allra skólasystkin-
anna frá Reykjaskóla að hans
verður saknað á mótinu okkar í
sumar og biðja þau fyrir sam-
úðarkveðjur til fjölskyldunnar.
Hafþór nefndi það á okkar síð-
asta fundi að hann hefði verið of
oft fjarverandi þá við hittumst,
en ætlaði svo sannarlega að
Hafþór Örn
Sigurðsson
✝ Hafþór ÖrnSigurðsson
fæddist á Hafurs-
stöðum í Vindhæl-
ishreppi 24. mars
1945. Hann lést 6.
janúar 2013.
Útför hans fór
fram frá Blönduós-
kirkju 19. janúar
2013.
bæta úr því í sum-
ar. Örugglega verð-
ur hann með okkur
í anda.
Eftirlifandi konu,
börnum og barna-
börnum sendi ég
innilegar samúðar-
kveðjur frá okkur
hjónum. Megi
minning um góðan
dreng ylja um
ókomin ár.
Magnús Ólafsson frá
Sveinsstöðum.
Sunnudagurinn 6. janúar, síð-
asti dagur jóla, rann upp líkt og
aðrir dagar. Yfir þennan dag,
sem kenndur er við sólina, lagð-
ist skyndilega dimmur skuggi
þegar okkur hjónum barst sú
fregn að Hafþór Örn Sigurðsson
góðvinur okkar hefði látist eftir
stutt en erfið veikindi á Borg-
arspítalanum í Reykjavík, aðeins
67 ára að aldri. Stórt skarð er
höggvið í vinahópinn og fallið er
í valinn einstakt ljúfmenni sem
bar með sér gáskann og gleðina
og gerði heiminn betri.
Leiðarlok í lífi sérhvers
manns eru öll eins en lífsgangan
er mislöng og margvísleg. Í dag
kveðjum við kæran vin sem
gerði líf okkar ríkara og fyllti
það gleði. Það er erfitt að sætta
sig við það að maður á besta
aldri sé kallaður burt í þann
mund sem hann hefur skilað
ævistarfinu og framundan virð-
ast kærleiks- og gleðiár.
Ég kynntist þessum góða
dreng fljótlega eftir að ég flutt-
ist á Blönduós fyrir um 35 árum
og þá í gegnum Ragnheiði
(Löggu) konu hans sem vann í
versluninni Vísi sem tengdafor-
eldrar mínir ráku á sínum tíma.
Seinna lágu leiðir okkar saman í
gegnum starf í Lionsklúbbi
Blönduóss þar sem Hafþór var
grunnstoðin í jákvæðu og upp-
byggjandi félagsstarfi. Það
hljómar vafalítið yfirborðskennt
en það er svo hreint í mínum
huga að þar sem Hafþór lagði
eitthvað til mála var það mann-
bætandi og til þess fallið að létta
á allri spennu. Fólk með þessa
náðargáfu er til en það er pláss
fyrir fleiri slíka í þessum tor-
ræða heimi.
Hafþór er og verður í mínum
huga ætíð og ævinlega góður
drengur með dásamlegt skop-
skyn. Ef við ættum fleiri slíka
væru vandamálin færri og lausn-
irnar auðveldari.
Hafþór var hagorður og átti
auðvelt með að tjá sig í bundnu
máli. Nú fyrir jólin gaf hann út
minningabrot úr lífi sínu og
kemur víða við. Ég las þessi
minningabrot eftir að hann
veiktist og minningarnar hrönn-
uðust upp og seildust í gleðina í
sálu minni. Mig langar að enda
þessi fátæklegu kveðjuorð um
góðan dreng með erindi úr ljóði
hans til móður sinnar.
Ennþá fyrir eyrum hér
ómar fuglasöngur.
Hreyfa streng í hjarta mér
haust- og vorsins göngur.
Ef til vill mín innsta þrá
er að kvöldi heim að ná.
Enginn veit hvar næst er næturstaður.
Við hjónin kveðjum með sökn-
uði góðan vin sem skilur eftir sig
afar góðar minningar. Blessuð
sé minning Hafþórs Arnar Sig-
urðssonar og við biðjum algóðan
Guð að styðja og styrkja ástvini
sem og aðra sem syrgja.
Jón Sigurðsson.
Okkur langar að minnast í ör-
fáum orðum Hafþórs Arnar Sig-
urðssonar. Hafþór var náinn vin-
ur og samstarfsmaður föður
okkar í yfir 25 ár. Við kynnt-
umst honum vel og hjartahlýrri
mann er erfitt að finna. Alltaf
var hann brosandi og léttur í
lund, tilbúinn að leggja okkur lið
og aðstoða eins og hann best
gat. Hafþór var gamansamur og
gerði bæði grín að sjálfum sér
og öðrum, enda blundaði í hon-
um skemmtilegt skáld. Bílar
voru alltaf sérstakt áhugamál
hans og er óhætt að segja að
Hafþór hafi átt þá nokkra og
alltaf voru þeir tilefni skemmti-
legra umræðna. Við erum þakk-
lát fyrir þær stundir sem við átt-
um með honum og höfðum svo
gjarnan viljað að þær hefðu orð-
ið fleiri.
Elsku Lagga, Þorsteinn, Auð-
ur og fjölskyldur, guð styrki
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Minningin um góðan dreng mun
lifa um aldur og ævi.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Finnbogi, Hilmar Þór
og Valgerður.
Nóttin er nýliðin og Stíganda-
menn í óðaönn að undirbúa
verkefni dagsins. Sitt lítið af
hverju vantar af lagernum, litlu,
þröngu og yfirhlöðnu rými sem
virðist ókunnugum skipulags-
laust að mestu. Sá sem afgreiðir
gengur þrátt fyrir þetta að
hverjum einasta hlut vísum,
vinnur verk sitt snöfurmannlega
og gætir þess vandlega að allt sé
hárrétt til bókar fært. Með ein-
stöku samblandi af hlýju og
gleði en um leið ódulinni und-
irliggjandi festu stjórnar hann
því sem fram fer, leiðbeinir og
tekur við allra handa óskum um
pantanir og fleira. Andrúmsloft-
ið er létt, góðlátlegt spaug flýg-
ur manna á milli og kannski er
rifjuð upp vísan frá í gær.
Þegar hægist um er bankað á
lúguna milli lagers og verkstæð-
is sem eingöngu er hægt að
opna lagermegin. Grallarinn á
lagernum kallar „kom inn“ hátt
og snjallt. Hann kímir, vitandi
að sá er bankar hefur engin ráð
með að opna sjálfur. Aftur er
bankað, nú mun fastar og grall-
arinn lýkur upp lúgunni og
fylgir bráðsmitandi skellihlátri
sínum eftir með gamanyrðum.
Að loknu örstuttu spjalli kemur
svo hlýlega fram borin spurning
að venju: „Jæja vinur minn,
hvað get ég nú gert fyrir þig?“
Í fullan aldarþriðjung stóð
öðlingsvinur okkar í Stíganda,
Hafþór Örn Sigurðsson þessa
vakt. Ótal verkefni önnur en að
framan eru nefnd voru einnig í
samviskusömum, nákvæmum og
tryggum höndum hans. Vart er
ofmælt að framlag hans til fyr-
irtækisins sé ómetanlegt hvað
unnin störf og fádæma tryggð
varðar. Ekki síður er svo vegna
starfsandans sem skapaðist
kringum þá hlýju, jákvæðni og
gleði sem nærvera hans skapaði
löngum á vinnustaðnum. Þá eru
ótalin umfangsmikil og góð sam-
skipti við birgja og viðskiptavini
sem eiga án nokkurs vafa drjúg-
an þátt í orðspori fyrirtækisins
og því mikla trausti sem það
hefur notið gegnum árin.
Efst við leiðarlok stendur þó
hjartans þakklæti fyrir dýrmæt-
an vinskap og lærdómsrík sam-
skipti sem auðguðu líf okkar
sem nutum. Stöku heimsóknir
og kaffitímar hafa létt anda og
geð undangengna mánuði eftir
starfslokin snemma á síðasta ári.
Oftar en ekki var tækifærið not-
að, leitað í gömlu farsælu smiðj-
una og holl ráð þegin um hvað-
eina sem þörf var á. Nú eigum
við endurminningar einar sem
huggun harmi gegn. Víst er að
nafnið okkar kæra vinar Haf-
þórs, verður órofa hluti af sam-
ræðum og sögum á kaffistofu
Stíganda lengi enn. Því mun
jafnan fylgja ósvikin gleði og
góðar hugsanir.
Fjölskyldu og vinum eru
færðar alúðarkveðjur með sam-
úð og hluttekningu.
Ritað fyrir hönd stjórnar og
starfsmanna Stíganda.
Farðu vel, vinur minn!
Einar Kolbeinsson.
Það er ekki einleikið með
þetta líf. Á vorum dögum munu
ævilíkur þessarar þjóðar vera
komnar um og yfir áttrætt. Þá
þekkir maður fjöldann allan af
mun eldra fólki sem er flest
hvert hraust og skrafhreifið. Því
er það að manni finnst ekki rétt
gefið, þegar maður fylgir fyrr-
verandi tengdamóður sinni til
grafar ríflega fimmtugri, dóttur
hennar og fyrrverandi eiginkonu
tæplega 45 ára og nú verður
Hafþór fornvinur minn borinn til
grafar rétt kominn á ellilífeyri,
sem amma Randý náði sex daga
fram yfir þegar hún andaðist og
afi Jón nýsjötugur. Öll eru þau
okkur sem þekktum þau harm-
dauði ærinn langt um aldur fram
að manni finnst.
Hafþór og ég kynntumst þar
sem Lagga mín var oft að passa
mig þegar hann var að gera hos-
ur sínar grænar fyrir þeirri lag-
legu snót. Það var mér til mikils
láns hvað Hafþór var ávallt
barngóður og þolinmóður, því
annars hefði hann að líkindum
hraðað sér á brott frá mér og
þar með Löggu. Það hefði svo
sem engan undrað, því ég var
ekki auðveldasta barnið að passa
og hafði lag á því að vaka lengi
frameftir og trufla turtildúfurn-
ar þegar þær vildu fá smá frið
frá ólátabelgjum. Gæska hans
var auðvitað verðlaunuð með því
að vinna ástir hennar Löggu.
Sem gefur að skilja þá sótti
ég í að vera hjá þeim heiðurs-
hjónum, hvort heldur sem var í
gistingu eða heimsókn allt þar
til ég fór að passa fyrir þau börn
þeirra á meðan þau bjuggu enn
„í bænum“. Eftir að þau fluttu
alfarin norður á Blönduós var
ekki heimsótt eins oft, en þá iðu-
lega í 2-3 daga í senn. Það skorti
ekkert á gestrisni þeirra nema
síður væri og var slegið upp
veislu með söng og gleði í hvert
eitt sinn og skipti engu þó að
fjölskylda mín stækkaði stöðugt.
Það hlökkuðu allir til að koma
á heimili þeirra Hafþórs og
Löggu, enda hvort öðru
skemmtilegra og var ávallt mik-
ið hlegið og glatt á Hjalla al-
mennt.
Hafþór átti yndislega foreldra
og ekki erfitt að sjá að eplið féll
ekki langt frá eikinni. Ég var
svo lánsamur að dvelja að Haf-
ursstöðum, bæ þeirra Sigurðar
og Auðbjargar, stöku sinnum
sem barn og naut samvistanna
við þau sem von var.
Bifvélavirkinn Hafþór var
þekktur fyrir mikil og ör bíla-
viðskipti. Hann lagði ávallt
mikla vinnu í að lagfæra og
snurfusa bílana sína áður en
hann seldi þá frá sér. Enginn
var svikinn af viðskiptunum og
hef ég eigin reynslu af því.
Við þessi skelfilegu tímamót
sem nú eru orðin eiga mjög
margir um sárt að binda. Þannig
er því stórt skarð fyrir skildi hjá
fjölskyldu Hafþórs Arnar. Hann
er sofnaður svefninum langa, en
óþarft er að örvænta um of, því
Drottinn segir um efsta dag í
fimmta kafla Guðspjalls Jóhann-
esar: „… þegar allir þeir, sem í
gröfunum eru, munu heyra
raust Hans og ganga fram, þeir,
sem gjört hafa hið góða, munu
rísa upp til lífsins …“
Í trausti þessa fyrirheits
Frelsarans geta eftirlifandi ást-
vinir Hafþórs Arnar vonast til
að hitta hann á ný í himneskum
heimkynnum í fyllingu tímans.
Þangað til verða þeir sem eftir
lifa að minnast góðs manns og
þakka allar góðu stundirnar og
þreyja þorrann með Guðs styrk.
Megi Hafþór Örn hvíla í Guðs
blessaða friði.
Þorsteinn Halldórsson.
✝ Sigríður ÁstaGuðmunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 21. ágúst
1937. Hún lést á
heimili sínu 30. des-
ember 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Eyfríður
Guðjónsdóttir, f.
10.4. 1908, d. 20.4.
2004, og Guð-
mundur Guð-
jónsson, f. 7.5. 1879, d. 9.6. 1944.
Bræður: 1) Guðni Ragnar Þór-
arinsson, f. 26.3. 1934, d. 12.10.
1990, kvæntur Margréti Þóru
Vilbergsdóttur, f. 28.8. 1938.
Börn þeirra Kristinn, Guð-
mundur, Vilberg og Eyþór. 2)
Oliver Guðmundsson, f. 10.1.
1908, d. 29.8. 1982. Hann giftist
fyrst Lovísu Edvardsdóttur og
áttu þau börnin
Edvard og Sigríði,
svo giftist hann
Láru Einarsdóttur
og áttu þau börnin
Guðbjörgu og Sig-
urbirnu.
Sambýlismaður
Sigríðar var Jó-
hann Bragi Frið-
bjarnarson, f.
30.11. 1935, d. 12.6.
1990. Hann átti tvö
börn, Önnu og Agnar.
Sigríður vann á þremur stöð-
um á ævinni; byrjaði í Seres og
fékk svo vinnu á Landspít-
alanum við símsvörun í örfá ár
og endaði á Hagstofu Íslands og
vann þar lengst.
Sigríður var jarðsungin frá
kirkju óháða safnaðarins 16.
janúar.
Þegar ég kveð Siggu mág-
konu mína eru minningarnar
ómetanlegar. Sigga var alin
upp á Bræðraborgarstíg númer
3 ásamt Guðna bróður sínum,
alltaf var stutt í brosið hjá
þeim. Þegar við Guðni fórum að
búa fluttu Sigga og tengda-
mamma inn til okkar og voru
hjá okkur í rúm fimm ár. Þær
fluttu svo aftur á Bræðraborg-
arstíg númer 4. Sigga var lagin
við að láta strákana okkar
gegna sér og ef einhver spurði
þá af hverju hún væri svona lít-
il þá lumbruðu þeir á þeim því
að það var ekkert óeðlilegt við
hana að þeirra mati, Sigga var
bara Sigga.
Við fórum margar ferðirnar
austur í hreppa í Nefsholt og
líka að Þingskálum og það var
ekki leiðinlegt, fórum einnig til
Siglufjarðar og einu sinni
hringinn í kringum landið. Í
þessari hringferð okkar var ég
á gömlum Rússajeppa og for-
eldrar mínir á eftir mér og var
mikið hlegið og skemmt sér við
alls konar uppákomur eins og
þegar við fórum upp að Svarta-
fossi í Skaftafelli. Það þurfti
nefnilega að setja trefil um
augun á Eyju mömmu Siggu til
að koma henni yfir eina brúna
því að það var smálækur undir
og hún vildi ekki yfir. Sigga hló
svo mikið að þessu að hún ætl-
aði ekki að komast úr spor-
unum fyrir hlátri.
Seinna fór ég svo með
tengdamömmu og Siggu til
Danmerkur og þar leigði ég bíl
og hjólastól og ókum við um
alla borgina okkur til mikillar
ánægju. Þær voru yfirleitt öll
jól hjá mér og líka alltaf ef það
stóð eitthvað til, þá voru þær
sóttar. Nema þessi jólin, þá
treysti hún sér ekki til að koma
og þótti mér það leitt.
Strákunum mínum þótti
mjög vænt um Siggu og voru
þeir boðnir og búnir að hjálpa
henni þegar hún hóaði, svo var
reyndar um okkur öll. Ef það
þurfti að laga eitthvað þá talaði
hún við Villa og bað hann að
redda því. Ef það þurfti að
sendast fyrir hana þá var það
annaðhvort ég eða Gummi sem
fórum af stað. Við vorum hvort
eð er alltaf á ferðinni. Nú kveð
ég þig kæra Sigga mágkona.
Guð geymi þig.
Þóra og fjölskylda.
Mér er sérlega ljúft að minn-
ast æskuvinkonu minnar Sig-
ríðar Ástu Guðmundsdóttur.
Sigga var orðin vinur foreldra
minna þegar ég man fyrst eftir
mér á Vesturgötu 46 en hún
var þá á unglingsaldri og kær-
kominn daglegur gestur á
heimilinu. Sigga fylgdi okkur
systkinunum fimm, hverju af
öðru, í gegnum bernskuna fram
á fullorðinsár og var virkur
þátttakandi í lífi okkar.
Sigga bjó með Eyju móður
sinni og Guðna bróður sínum á
Bræðraborgarstíg 4. Þær
mæðgur voru einstaklega sam-
rýndar og miklir mannvinir.
Þær voru ræðnar, ráðagóðar og
hláturmildar. Heimili þeirra
stóð vinum og vandamönnum
opið hvenær sem var sólar-
hringsins. Ómur af sérstökum
hlátri Eyju barst iðulega inn
um opinn glugga á Vesturgötu
46 og þá heyrðist gjarnan í
skákmönnum að tafli: „Hátt
hlær Eyfríður Íslandssól.“
Sigga var dvergvaxin og varð
fyrir einelti sökum þess. Það
varð henni til bjargar að hún
var æðrulaus, stórhuga, skap-
stór, glaðlynd, skýr, góðhjörtuð
og þakklát. Í huga okkar vin-
anna var Sigga „rokkstjarna“
og við vorum sjálfskipaðir „líf-
verðir“ hennar. Þegar vinahóp-
urinn fór t.d. í bíó var mynd-
aður verndarhringur um hana
og hver sá sem vogaði sér ná-
lægt Siggu utan hópsins átti
ekki von á góðu.
Sigga var áhugaljósmyndari
og náði að festa á filmu mörg
ógleymanleg atvik í lífi og leik
okkar vinanna. Til dæmis tók
hún myndir af „brúðkaupi“
Ingu frænku og Emils á móti,
sem bæði voru fjögurra ára en
„séra“ Gunnar Felixson vinur
okkar sá um athöfnina. Sigga
hvatti mig óspart til iðkunar
fimleika og tók ófáar myndir af
mér með þjáningarsvip við þá
iðju. Magnús Víglundsson iðn-
rekandi lét reisa stórhýsi á
Bræðraborgarstíg 7 árið 1952
og rak þar spunaverksmiðju,
Sameinuðu verksmiðjuaf-
greiðsluna og Verksmiðjuna
Fram. Að loknum vinnudegi
verksmiðjufólks stóðu í porti
hússins stórar körfur fullar af
nýspunnum efnisbútum í öllum
heimsins litum. Þeir urðu okk-
ur krökkunum uppspretta
fjölda leikja en úr bútunum
bjuggum við til búninga, leik-
tjöld og hvers kyns leikmuni.
Sigga náði að mynda og varð-
veita þannig eftirminnilegustu
sköpunarverkin, sem urðu til í
porti spunaverksmiðjunnar.
Sigga vissi allt um frægu
bandarísku kvikmyndaleikar-
ana úr söng- og dansbíómynd-
unum. Við sáum flestar þeirra
mörgum sinnum og kunnum ut-
anað. Ég þekkti engan sem átti
annað eins safn af leikara-
myndum og Sigga. Hún lagði
ríka áherslu á að við vinirnir
vissum eitthvað um leikara og
bíómyndir.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst Siggu, hennar góða
fólki og ekki síst öllum sameig-
inlegum vinum. Samskiptin við
hana auðguðu andann og veittu
innblástur.
Ég sendi fjölskyldu Siggu
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ágústa Guðmundsdóttir.
Sigríður Ásta
Guðmundsdóttir