Morgunblaðið - 22.01.2013, Side 31

Morgunblaðið - 22.01.2013, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 ✝ Egill Guð-laugsson fæddist í Grinda- vík 25. maí 1924. Hann andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Eir 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar Egils voru Guðlaugur Guðjónsson út- vegsbóndi, f. 17.9. 1893, d. 22.12. 1965, og Guðmunda Guðrún Guðnadóttir húsfreyja, f. 10.7. 1891, d. 10.1. 1980. Systkini Eg- ils voru Guðjón, f. 14.9. 1914, d. 28.12. 1994, Guðbjörg, f. 13.10. 1915, d. 5.2. 2003, Stefanía, f. 24.6. 1921, d. 22.4. 1989, Guð- laug, f. 15.9. 1922, d. 31.3. 2003, Guðjón, f. 5.3. 1926, Dagbjört, f. 25.11. 1928, og Jón, f. 1.2. 1931. Egill kvæntist hinn 25. maí 1951 Kristínu Stefánsdóttur, f. 21.2. 1925. Börn þeirra eru 1) Kolbrún, f. 5.2. 1944. 2) Stefán, f. 6.5. 1948. Maki Bryndís Eggerts- dóttir. 3) Kristín Ellý, f. 29.12. 1951. Maki Grétar Bald- ursson. 4) Hrafn- hildur, f. 16.11. 1957. Maki Halldór Bergdal Bald- ursson. 5) Elísabet, f. 18.1. 1960. Maki Kristján V. Halldórsson. 6) Guð- munda, f. 24.5. 1965. Maki Stef- án Gísli Stefánsson. 7) Egill, f. 17.8. 1966. Unnusta Lára Jó- hannsdóttir. Barnabörnin eru orðin 20 og barnabarnabörn 37. Egill var múrari að mennt og starfaði við þá iðn allt til 83 ára aldurs. Egill var jarðsunginn í kyrr- þey að eigin ósk frá Aðvent- kirkjunni í Reykjavík föstudag- inn 18. janúar 2013. Faðir okkar og tengdafaðir, Egill Guðlaugsson, ólst upp í vöggu útgerðarinnar í Grinda- vík, sonur útvegsbænda í Skál- holti. Árið 1924 er hann fæddist komu fyrstu vélbátarnir til Grindavíkur. Fram að því höfðu árabátar verið notaðir við veiðar í Grindavík. Aflabrögð voru góð en eina vandamálið var að lend- ingarskilyrði voru slæm. Út- vegsbændur þurftu mikla lagni og afl til að komast síðasta sjó- lagið að vörinni. Þetta var vandasamt og hættulegt starf. Þegar Egill var fjögurra ára var notkun árabáta hætt til útgerð- ar í Grindavík og skipt yfir í vélbáta. Það var ótrúleg bylting fyrir sjómennina að losna við allan róðurinn. Egill átti eftir að horfa upp á miklar framfarir og breytingar í útgerðinni sín upp- vaxtarár. Hann fór snemma til sjós og stundaði sjómennsku sín fyrstu hjúskaparár. Egill kaus þó annan starfsferil, lærði múr- araiðn, og starfaði við hana fram á 84. aldursár. Honum var vinnuharkan í blóð borin, var hamhleypa til verka en jafn- framt nákvæmur og samvisku- samur. Vegna þessa hafði hann næg verkefni, menn treystu honum og vissu að útkoman yrði eins og best yrði á kosið. Hann starfaði við ófá húsin í Reykja- vík, bæði byggði þau og vann við endurbætur, þar á meðal Hallgrímskirkju og fleiri merki- legar byggingar. Pabbi var gæfumaður, ekki eingöngu í starfi heldur einnig í einkalífinu. Hann kynntist Kristínu móður okkar upp úr tvítugu er hún fluttist frá Vest- mannaeyjum og kom til starfa í Grindavík. Þau eignuðust alls sjö börn, fimm dætur og tvo syni. Þau voru samstiga við að koma okkur börnunum til manns, hún var að mestu heimavinnandi á meðan hann vann sleitulaust frá því snemma á morgnana og þar til seint á kvöldin. Einu dagarnir sem hann leyfði sér að taka frí voru laugardagar en þau voru í trú- söfnuði sjöunda dags aðventista og héldu þann hvíldardag heil- agan. Við systkinin eigum góðar minningar um ferðir með for- eldrunum til Þingvalla og Grindavíkur. Pabbi og mamma voru lík að því leyti að þau máttu ekkert aumt sjá og voru bæði hænd að dýrum. Lengi fóru þau reglulega upp í Selás með fisk handa köttum sem þar héldu til. Kettirnir voru farnir að þekkja bílinn og komu óðara og þeir sáu hann. Þau voru líka dugleg við að gefa fuglunum í mestu snjóhörkunum og fengu þá allar tegundir sinn skerf, líka mávarnir. Pabbi keypti sér hesta og naut þess að hirða um þá og fara í útreiðartúra. Þrátt fyrir mikla barnamergð var heimili okkar ávallt opið gestum og gangandi. Var oft margt um manninn og allir velkomnir. Pabbi studdi sitt fólk með ráð- um og dáð. Hann var ekki mað- ur margra orða en allir vissu að þeir gátu reitt sig á hann. Er mamma veiktist kom það í hans hlut að annast hana og kom ekkert annað til greina. Síðustu árin barðist hann sjálfur við illvígan sjúkdóm sem lagði hann að lokum að velli. Hann sýndi mikið æðruleysi í veikindunum og var svo ósér- hlífinn að seint kom í ljós hversu veikur hann var. Við kveðjum okkar elskulega pabba með söknuði og trúum því að hann sé kominn á betri stað þar sem honum líður betur. F.h. barna og tengdabarna, Guðmunda Egilsdóttir. Minn kæri tengdafaðir, Egill Guðlaugsson, er látinn 88 ára að aldri. Kynni okkar hófust árið 1981 er ég var aðeins 17 ára gamall, búinn að kynnast dóttur hans Guðmundu árið áður í Hlíðardalsskóla, og við áttum von á okkar fyrsta barni. Ég áttaði mig strax á því að þarna fór alvörumaður. Hann gerði kröfur til sinna barna um að þau stæðu sig vel í starfi, væru dugleg, og að þau hugsuðu vel um sína fjölskyldu. Sömu kröfur voru strax gerðar til mín. Ég fékk tiltal ef ég stóðst ekki væntingar en ég fann um leið að ég gat reitt mig á þennan mann. Hann var mikill fjölskyldufaðir og lét sér annt um velferð barna sinna. Þar sem ég var svona ungur þegar ég kom inn í fjölskylduna gerðist Egill minn lærifaðir og leiðbeinandi. Hann kenndi mér að vinna og ég fór að læra múr- araiðn eins og hann og starfaði með honum í fjölda ára ásamt Halldóri Bergdal Baldurssyni sem var einnig tengdasonur hans. Það er ómetanlegt að hafa haft Egil sem fyrirmynd í starfi. Hann var vandvirkur og mikill hagleiksmaður. Er við Guð- munda eignuðumst Elísabetu Söru, fyrsta barnið okkar, kom hann oft ásamt Kristínu tengda- móður minni í heimsókn á laug- ardögum þegar þau voru búin að fara í messu í Aðventkirkj- unni og reyndist henni og yngri börnum okkar góður afi. Hann átti það til að vera glettinn og gamansamur og það kunnu börnin að meta. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Agli og allar samveru- stundirnar með honum bæði í leik og starfi. Hann skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni og er sárt saknað. Stefán Gísli Stefánsson. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, kæri Egill. Þinn tengdasonur, Halldór Bergdal. Elsku afi og langafi. Nú hef- ur þú fundið friðinn eftir þessa baráttu. Þegar ég minnist þín er svo margt sem kemur upp í hugann og allt einkennist það af kærleika og þakklæti frá mér í þinn garð. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa, kennara, leið- beinanda og umfram allt vin. Ég er þakklát fyrir stundirnar á hestbaki á Blesa. Ég er þakklát fyrir allar samverustundirnar sem við áttum, sunnudagsmat- arboðin voru mörg og skemmti- leg. Þið amma gáfuð ykkur svo oft tíma til að heimsækja okkur og barnabarnabörnin, oftar en ekki með sætabrauð í fartesk- inu. Þú varst ekki aðeins góður afi heldur góður langafi og er þín sárt saknað af börnunum. Takk fyrir allt, hönd þín var ávallt hlý og góð. Takk fyrir allt, þú gættir bernskunnar hamingjusjóð. Takk fyrir allt, hlutina á mér þú kenndir. Takk fyrir allt, nú er rökkur en ekki endir. Takk fyrir allt, sorgina ég ekki flý. Takk fyrir allt, seinna saman verðum á ný. Að hafa átt þig að, afi minn, hefur gert líf mitt mun betra en það hefði verið án þín og þótt það sé erfitt að kveðja mun ég ætíð geyma þessar dýrmætu minningar. Mig langar að kveðja þig elsku afi á sama hátt og ég kveð hvern dag þegar að kvöldi er komið með bæn. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Þótt þín sé sárt saknað leit- um við huggunar í þeirri trú að þér líði nú betur, elsku afi minn. Ástar- og saknaðarkveðjur, Sylvía, Páll og börn. Jæja elsku afi okkar, nú er þessari erfiðu baráttu lokið og þú kominn á betri stað. Það er svo skrítið að skrifa minning- argrein um þig þegar það er svo margs að minnast en svo erfitt að koma orðum að. Við erum heppnar að eiga margar góðar minningar um tíma okkar með þér. Okkur þykir rosalega vænt um þær stundir þegar þú og amma fóruð upp í sumarbústað í Múrara- landi og buðuð okkur alltaf með. Þær voru ófáar helgarnar sem við eyddum með ykkur í sveitinni að tína golfkúlur, fara í sund, borða allar þær kræsingar sem amma bar á borð og ekki má gleyma bílferðunum í skott- inu á Subarunum þar sem sung- ið var hástöfum. Það voru ekki bara helgarnar í sveitinni sem við fengum að njóta með þér og ömmu, því við áttum líka yndislega tíma með ykkur í bænum. Öll þau skipti sem við fengum að gista hjá ykkur eru ofarlega í huga okk- ar, sérstaklega þegar við áttum að vera farnar að sofa og þið komuð fram að sussa á okkur en þó ávallt með bros á vör. Þegar við vöknuðum fengum við alltaf cheerios með ískaldri mjólk en samt er minnisstæðast þegar mjólkin var búin og amma setti bara rjóma í staðinn. Eftir morgunmat fórum við með ykk- ur í kirkju og gafst þú okkur þá pening svo við gætum gefið í samskotin. Eftir kirkju og þeg- ar heim var komið bárust leikar oftar en ekki út á stigagang eða niður í þvottahús, sem fyrir okkur var ekkert minna en leik- fangaland og héldum við því áfram eftir að þið fluttuð í Berj- arimann. Ármótin eru okkur einnig ógleymanleg. Það voru margar góðar fjölskyldustundir sem við áttum og fyrir okkur rann ekki upp nýtt ár nema fagnað væri saman heima hjá þér og ömmu. Fyrir okkur er það hlutverk afa og ömmu að veita góð ráð, dekra við barnabörnin og eyða með þeim frábærum stundum og það er nákvæmlega það sem þið voruð fyrir okkur. Allar þær minningar sem við eigum um þig, afi, gætu verið efni í heila bók. Sögurnar, ferðirnar og stundirnar með þér eru umvafð- ar kærleika sem við munum ávallt geyma í hjörtum okkar. Það er lýsandi fyrir þig, afi minn, að á meðan þú háðir þessa erfiðu baráttu þá var það ætíð í forgangi hjá þér að hugsa um ömmu og hvert einasta kvöld endaði á því að þú breidd- ir yfir hana. Nú er komið að okkur að hugsa um ömmu þang- að til leiðir ykkar liggja saman á ný. Að lokum ætlum við ekki að kveðja þig, elsku afi, heldur að bjóða þig velkominn, velkominn á nýjan og betri stað og velkom- inn að vera hjá okkur í anda, huga og í hjarta. Hvíldu í friði, elsku afi. Þín barnabörn, Díana, Sara og Sandra. Elsku afi okkar, Við erum ekki en byrjaðar að trúa því að þú sért ekki lengur hérna hjá okkur, við munum aldrei gleyma tímunum sem við áttum saman með þér og ömmu þegar við vorum litlar. Eigum eftir að sakna þín óendanlega mikið. “Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur munt þú sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú okkar allra besti afi, það varst þú.“ x Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Aníta Lind og Rakel Björk. Egill Guðlaugsson Þegar við kveðjum Gunnar Gunnbjörnsson, góðan vin og samstarfsfélaga, langar okkur að minnast hans með nokkrum orð- um. Gunnar fæddist 16. apríl 1963 og hefði því orðið fimmtugur nú í vor. Hann sagði oft bæði í gamni og smáalvöru að þegar hann yrði fimmtugur ætlaði hann að taka sér frí í Ási en ætlaði jafn- framt að halda upp á afmælið sitt þar. Gunnar hóf störf í Ási vinnu- stofu 1986 og hafði því starfað þar í 27 ár þegar hann lést. Hann var mjög duglegur í vinnu og starfaði við ýmis störf í Ási. Síð- ustu árin hans var hann okkar Gunnar Gunnbjörnsson ✝ Gunnar Gunn-björnsson fæddist 16. apríl 1963 í Reykjavík. Hann lést 12. jan- úar 2013 á Land- spítalanum í Foss- vogi. Útför hans fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 21. janúar 2013. besti maður í að sníða niður bleiuefni í klúta í ýmsum stærðum. Hann hafði mikla ánægju af starfi sínu og hafði ávallt áhyggj- ur af því hver tæki hans hlutverk þegar hann var ekki í vinnu. Við sem þekktum Gunnar lengst minnumst hans sem svolítils pakkara, með stríðnisglampa í augum. Það var stutt í hláturinn og hlýtt faðmlag fylgdi gjarnan á eftir gríninu. Gunnar og Hildur Óskarsdótt- ir gengu í hjónaband árið 2002 og var alveg einstakt að fylgjast með sambandi þeirra hjóna. Þau voru einstaklega samrýnd og máttu vart hvort af öðru sjá. Elsku Hildur okkar, um leið og við kveðjum Gunna vottum við þér og fjölskyldum ykkar innilega samúð og biðjum góðan Guð að vernda ykkur í sorginni. Fh. samstarfsfélaga Ási vinnu- stofu, Halldóra og Valdís. Elsku Nonni, nú er komið að kveðjustund og mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Góðar minningar streyma um hugann. Við áttum einstaka vin- áttu og heimili ykkar Ingu stóð mér alltaf opið. Ég gat alltaf leit- að til þín og átti hjá þér vísan stuðning. Í huga mér geymi ég margar góðar minningar og má þar nefna óteljandi stundir þar sem við sátum eða vorum í síman- um og töluðum um allt milli him- ins og jarðar. Einnig má nefna fjölskylduferðirnar okkar upp í sumarbústað foreldra minna sem voru dýrmætar stundir. Jón Kristján Einarsson ✝ Jón KristjánEinarsson fæddist á Sæbóli í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu hinn 8. apríl 1943. Hann lést á Landspít- alanum, Hring- braut, 21. desem- ber 2012. Útför Jóns fór fram í kyrrþey. Hve sárt ég sakna þín, ég sit við legstein þinn og hugsa um horfna tíð, hjartans vinur minn. / Sú sannreynd sturlar mig, að við sjáumst aldrei meir. Þú gafst mér nýja sál, sál sem eitt sinn deyr. / Ó, hve sár er dauði þinn, þú varst eini vinur minn. Einn ég stari í sortann inn, með sorgardögg á kinn. / Hve leið og laus við svör er lífsins gönguför. Við leyndardómsins dyr, deyja mennirnir. (Sverrir Stormsker) Þín er sárt saknað en þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og minningin um þig lifir áfram í huga mér. Kristín Ó. Sigurðardóttir (Bía). Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Móðir okkar og amma, frú SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Hrefnugötu 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 23. janúar og hefst athöfnin kl. 13.00. Ólafur Walter Stefánsson, Björn S. Stefánsson, Jón Ragnar Stefánsson, Gunnar Björnsson. ✝ Bróðir okkar og stjúpfaðir, ÁSGRÍMUR HÖGNASON frá Syðrafjalli, Gyðufelli 16, Reykjavík, lést miðvikudaginn 9. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Svava Högnadóttir, Ólöf Högnadóttir, Bjarney Inga Bjarnadóttir, Sigrún Margrét Sigurðardóttir, Svanhvít Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.